Morgunblaðið - 24.07.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.1954, Blaðsíða 2
MORGIJNBLAÐIÐ Lstugardíagur 24. júlí 1954 J 2 r ‘ byonar- i Vinnur að bynningu og samsiarfi NorSur- landanna á sviði byggingamáía IGÆR hófst hér í Reykjavík fundur norrænna byggingamála- j samtaka, sem kallast Hinn norræni byggingamáladagur. Sam- tök þessi eru 28 ára gömul og hin víðtækustu sinnar tegundar á j Norðurlöndum. ísland gerðist aðili að þessum samtökum árið 1952 { og er þetta í fyrsta skiptið, sem þau halda fund sinn hér. Fundinn sitja 7 fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum auk stjórnarmeðlima islenzku deildarinnar. STARFSSVIÖ N.B.Ð. Hörður Bjarnason, húsameist- ari ríkisins, formaður ísl. deild- ai innar, setti fundinn, en siðan tók við fundarstjórninni prófess- ■or -J. S. Siréen, formaður finnsku deildarinnar og jafnframt aðal- forseti samtakanna. Norrænn Byggingarmáladagur, N.B.D. er samtök einstaklinga og íélaga og opinberra aðila, sem starfa að einhverju eða öilu leyti á sviði byggingarmála og bygg- ingariðnaðar eða vinna að bætt- úm byggingarháttum á Norður- löndum. Fimmta hvert ár eru haldnar ráðstefnur, byggingar- máladagar, í einhverri höfuðborg Norðurlandanna til skiptis. Á ráðstefnum þessum er gefið yfir- lit yfir árangur síðustu ára á flestum sviðum byggingarmála. Taka þátt í þeim sýningardeildir Ninna einstöku þátttökuríkja sam ■takanna og fer þar fram kynning "vinnuaðferða í byggingariðnaði, sýning byggingarefnis, húsagerð og skipulag. SÉRSTÖK FASTANEFND Ennfremur er það ætlun N.B.D. að. koma á sem nánastri kynn- ingu og samskiptum þeirra ein- staklinga og stofnana er að mál- uvn þessum starfa. Þá byggist og oinn þáttur ráðstefnunnar á er- indaflutningi um byggingamál frá Irverju Norðurlandanna, o. s. frv. Undirbúningur að ráðstefn- lim N.B.D. er í höndum fasta- nefndar, er formenn og ein- stakir stjórnarmeðlimir hinna ýmsu deilda móynda. — Hef- ir nefnd þessi árlega fundi og samband við hinar einstöku deildír. Er það fundur þessarar fastanefndar sem nú stendur yfir hér í Reykjavík. M.un hann standa yfir í viku. M. a. er það hlutverk fastanefndarinnar að undirbúa byggingamálasýningar scm haldnar eru fimmta hvert ár í einhverju Norðurlandanna. Mun sú næsta verða í Helsinki í rnaí- mánuði 1955. eiga fu'ltrúa í íslandsdeild N.B.D. Félagsmálaráðuneytið Atvinnudeild Háskóla Is'ands Húsameistarafélag fslands Félag íslenzkra iðnrekenda Húsameistari ríkisins (Bátður ísleifsson) Land.ssamband iðnaðarmanna Reykjavíkurbær Skipulagsstióri, Vegamálastjóri Handíðaskólinn Verkfræðingafélag íslands Teiknistofa landbúnaðarins Samband ísl. byggingarfélaga og verkamannabústaða. avir LUNDÚNUM — Einn af starfs- mönnum BBC bjargaði stúlku, sem hékk á fingurgómunum á barmi 15 metra djúps sprengju- gígs, með því að varpa til henn- ar gaddavír. Stúlkan greip vír- inn og dró hann hana upp. Erlendu blaðamenn irnlr á Þingvðllum í boði bæjarsfjórn- ERLENDU blaðamennirnir, sem hér hafa dvalist undanfarið á vegum Atlantshafsbandalagsins héldu í gær til Þingvalla í boði bæjarstjórnar Reykjavíkur. Far- arstjóri var Sveinn Ásgeirsson, fulltrúi borgarstjóra. f dælustöð- inni á Reykjum sýndi Helgi Sigiurðsson, hitaveitustjóri, mann virkin og skýrði starfrækslu Hitaveitunnar fyrir blaðamönn- unum, en Höskuldur Ágústsson, yfirvélstjóri, sýndi dælustöðina. Að því búnu var dvalarheimilið Reykjalundur skoðað undir leið- sögn Odds Ólafssonar, læknis. Rakti hann sögu Sambands ís- lenzkra berklasjúklinga og bygg- ingarsögu dvalarheimilisins. Síð- an var haldið til Þingvalla og snæddur þar hádegisverður. Að loknum hádegisverði var komið saman að Lögbergi, en þar rakti Bjarni Guðmundsson, blaðafull- trúi, helztu drætti úr sögu þings og þjóðar. Næsti áfangi var Sogsvirkjun- in, og skoðuðu menn bæði íra- foss stöðvarnar og þáðu hress- ingu. Að því búnu var haldið til Mjólkurbús Flóamanna og það skoðað undir leiðsögn Árna G. Eylands, stjórnarráðsfulltrúa. Síð asti áfanginn var Hveragerði, en þar skoðuðu menn hverasvæðið og gróðurhús Garðyrkjuskóla ríkisins. Veður var hið fegursta, logn og hlýja og lengst af sólskin og voru gestirnir hinir ánægðustu með förina. AöiLJAR IISLANDSDEID N.B.D. Þessi félagssamtök og stofnanii <^. Sölustjórinn frá Daímíer-Benz Ag., R. Oestr og Björn Hallgrimsson forstjóri Ræsis. — Það er dieselbíll ,sem þeir standa við, Mercedes Benz 139. — Ilann eyðir 6 lítrum í 100 km akstri. Ljósm. Ól. K. M. Myndin að ofan er af fulltrúum hins norræna byggingarmálafundar. í fremri röð eru formenn fiínna einstöku deilda, talið frá vinstri: Nils Nessen, vErkfræðingur frá Svíþjóð, prófessor J. S. Sirén €rá Finnlandi, aðalforseti samtakanna. Hörður Bjarnason, húsameistari ísl. rikisins, Sven Mölier, 4>yg«ingarmeistari, Danmörku, J. S. Orvin, verk 'ræðingur, Noregi. Standandi talið frá vinstri eru: Awel Kristjánsson, framkvæmdastj., E. Nicklín, arkitekt, Finnlandi, Jón Ólafsson, fuiitrúi, E. Schönn- lr>&, hagfræðingur, Svíþjcð, K. Christensen, arkitskt, Danmörku, Gunnlaugur Pálsson, arkitekt og Tómas Vigfússon, byggingaimeistari. FÖSTUDAGSKVÓLDIÐ 16. þ.m. efndi SKT til miðnæturskemm't- unar í Austurbæjarbíó. Var húsið þéttskipað og bar þar sem vænta mátti rnest á æskufólki höfuð- borgarinnar. Skernmtiskráin var fjölbreytt og mörg atriðin hin prýðilegustu. Komu þarna fram íslenzkir og er- lendir listametin og má þar fremstan telja Guðmund Jónsson, óperusöngvara, er söng nokkur lög. Þá lék og hin vinsæla hljóm- sveit Carls Biilieh létta og skemmtilega tónlist. Af erlendu listamönnunum voru í fremstu röð þau Carmen og Antonio, spænskt danspar og Maria la Garde, dönsk dægurlagasöng- kona. — Þá sýndi sænski töfra- maðurinn Roy Bylund listir sínar, en Karl Guðmundsson leikari var kýnnir og hermdi jafnframt eftir ýmsum kunnum mönnum hér, stjórnmálamönnum og rithöfund- um. Bezta atriði skemmtiskrárinar var tvímælalaust einsöngur Guð- mundar Jónssonar. Var honum tekið með miklum fögnuði af áheyrendum og náði hrifningin hæst er hann söng Nautabana- aríuna úr óperurmi Carmen eftir Bizet. Varð Guðmundur að syngja aukalög. Maria la Garde er mjög góð dægurlagasöngkona, rödd hennar ágæt og þjálfug vel og flutningur hennar á lögunum fjörlegur og tilbrigðaríkur. Hún söng þarna á mörgum tungumálum, einnig íslenzku og virtist vera jafnvíg á þau öli, — nema hið síðast- nefnda, sem eðlilegt er, því hún hefir ekki haft nema mjög tak- markaðan tíma til að æfa sig á því erfiðá máli. Þó komst hún frá því með fullum sóma. Hinn spænski listdans þeirra Carmen og Antonio var mjög athyglisverSur, og stiginn af list og léttleika. Hiti hins suðræna blóðs lýsti sér í hverju spori og hverri hreyfingu dansendanna og kastanétturnar skullu við undir dansinum og juku á hið seiðandi hijóðfall dansins. — Athyglis- vert var einnig hversu ágætlega hljómsveit Billichs lék undir dansinum. i Dansparinu var ákaft fagnað og var það kallað fram hvað eftir annað. Voru þau vel að því kom- in, því að dans þeirra var í alla staði hinn ágætasti. Ýmislegt af þeim „kúnstum“, sem Roy Bylund sýndi var skemmtilegt og gert af mikilli list og fingrafimi. Meðal annars hafði hann þrjá pípuhatta á iofti í senn, sem hann lét alla falla á höfuð sér vel og snyrtilega. Kynnirinn, Karl Guðraundsson, leysti starf sitt vel af liendi, með góðri kímni og krydduðum smá- sögum sem voru bráðfyndnar. Þá voru eftirhermur hans einnig ágætar, bæði að framsögn og efni, enda vöktu þær mikinn hlátur áheyrenda. Skemmtunin stóð frá kl. 11% til að ganga tvö um nóttina og virtust menn skemmta sér ágæt- lega. Þessir sömu listamenn skemmta um þessar mundir á ,,Jaðri“, skemmtistað Góðtempl- ara hér í nágrenni bæjarins. Ego. Einn dönsku drengj- annn brenndi slg við Geysí ÞAÐ slys vildi til í fyrradag, er dönsku KFUM drengirnir voru staddir austur við Geysi, að ein- um drengjanna skrikaði fótur við hverholu og rak fótinn niður í sjóðandi vatnið. Brenndist dreng- urinn talsvert á leggnum og rirt- inni. Ekki voru brunasárin þó svo mikil að drengurinn þyrfti að fara á sjúkrahús* og gat hanrs fylgt hópnum eftir, en kóri m söng þetta sama kvöld á Selfor si, fyrir fullu húsi og við mikla' hrifningu áheyrenda Drengmim leið eftir atvikum vel, þegar b’: ð- ið spurðist fyrir um líðan hars í gærdag. Maðnr á bifhjóli verðiir fyrir bíl AKUREYRI, 23. júií: — Hcr í bænum var umferðaslys í kvi id, laust fyrir kiukkan sjö. — Vrrð þá maður á bifhjóli fyrir b'l á Brekkugötunni. Bifhjólsmacur- inn Magnús Stefánsson, til heim- ilis hér í bænum, kastaðist a£ hjólinu við áreksturinn út fyrir götuna og lenti á girðingu og meiddist nokkuð á höfði og fæti. Var maðurinn fluttur að vörmu spori í sjúkrahús, þar sem hann er rúmliggjandi. — Magnús kom á hjóli sínu norðan Brekkugötu,- en bílnum var ekið norður eftir götunni, og ætlaði bílstjórinn að aka inn á Gránufélagsgötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.