Morgunblaðið - 24.07.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.1954, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 24. júlí 1954 ?><t=<Cr><ti=<ö=><Q==<ö=><Q=<(P<Q^(J=«0=^Ö^Q=^?^=^(7a«C=^C=*<Q^=í»^>c9»ÆS>=9»^x=9^^'^:ax=^>^j^íS^C»^fc^SWJ»<^ ^J\venjojóÉin — ^JJeimiíiÉ Tízknkóngurmn, Jacques Futh, hefði eins vel getuð verið kokkur MEÐAL hinna mörgu nafntog- uðu tískuteiknara, sem tekst svo undursamlega að snúa hin- um stóra heimi um fingur sér — og jafnframt einn hinn allra vin- sælasti er Parísarmeistarinn Jacques Fath, — nafn, sem marg- ar íslenzkar konur kannast mæta vel við, þó að vera kunni að Christian Dior hafi skyggt örlítið á það nú upp á síðkastið. FULLUR AF HUGMYNDUM OG HÆFILEIKUM Árið 1937, þegar þessi sami Jacques Fath, sonar-sonar-sonur eftirlætis tízkuteiknara hennar hátignar Ef geníu keisarafrúar Napóleons þriðja, setti upp tízku- stofu sína í París, hefði enginn sem til þekkti í tízkuheiminum viljað hætta einum eyri í fyrir- tæki þessa stóra ljóshærða drengs, sem virtist líkari byrj- anda í sinni grein heldur en meistaranum. Hann var ungur — aðeins 24 ára. En hann var að- laðandi, smekklegur — og fullur af hugmyndum og framtaki og hæfileikum til að framkvæma þær. SKJÓTUF. SIGUF. Hann hafði 15 þús. franka í höndunum (um 600 ísl. kr.) í höndunum til að hleypa fyrir- tækinu. af stokkunum. — Þessi fyrsta tízkustofa Fath var tvær litlar herbergiskytrur undir þaki á byggingu við rue La Boétie. Tveimur árum síðar voru við- skiptavinirniir orðnir svo margir, að hann varð, til stórhneykslun- ar húsigandanum — að efna til kjólasýningar í húsportinu. — Heimsblaðið New York Herald, birti mynd af „hinum yngsta tízkumeistara Frakklands.“ — Stund sigursins var upp runnin. En um leið skall styrjöldin yfir ■— engin vægð. BREYTING Á ORÐIN Jacques Fath, annars flokks vélbyssuskytta var tekinn til fanga 20. júní, slapp undan á flótta úr fangaflutningunum til Þýzkaiands og nú tók hann að láni 5 þús. franka hjá föður sín- um til að geta oþnað verkstæði. sitt á ný. - Þakkytrurnar tvær í Boétie götu eru orðnar að glæsi- í legum salarkynnum í rue Pierre- I-de Serbie. Það eru aðeins 17. ár og 3 hundruð metra fjarlægð frá upphafi Jacques Fath að há- tindi frægðar hans. VINNUR BAKI BROTNU Fath hefur ekkert á móti því, að bera dálítið af velgengninni utan á sér. Hann er hinn létt- lyndasti og í vissum skilningi stöðugt sá yngsti af öllum tízku- frömuðum Parísarborgar, enda þótt reyndar séu til í París aðrir, honum yngri að árum. Hann er jafnan mjög glæsilegur í klæða- burði, í senn sérstakur og óþving- aður. Honum þykir gaman að láta fólk halda að þetta sköpunarstarf sé honum aðeins leikur. En í raun og veru kostar það hann bæði taugastríð og óhemju vinnu.: Kl. 9 á hverjum morgni er hann mættur á vinnustofu sinni og allan daginn, stundum fram á nótt er hann við efnið, á þönum með blýantinn og rissteikningar á lofti innan um þvögu af hálf- rugluðum fagurlimuðum sýning- arstúlkum. GLEYMIR AÐ BORÐA Hann kallar samstarfsfólk sitt Frá m©rpi (il kvclds meS blýanfinn á lofii o§ kaffiboilann við hendina Fath á vinnustofunni. ýmsum nöfnum, eftir því hvernig liggur á honum, „litla mín“ — „gullið mitt“ eða eitthvað álíka — og oft á tíðum glsymir hann matmálstímunum, en brjóstsyk- urmolann sinn sýgur hann allan daginn án afláts — það er satt! Skrifstofa hans á annarri hæð í byggingunni er stórt grátt her- bergi með veggina þakta af allra handa litlum úrklippum. Sjálft skrifborðið hans er æði fornlegt — í 18. aldar stíl. Á því stendur , æfa gömul blekbytta og flöt borð ;j' klukka og á einu horninu er mynd af frúnni, Genévieve Fath. KAFFIBOLLINN VIÐ HENDINA. Nei, hjá Fath gengur starfið ekki fyrir sig þegjandi og hljóða- laust. Hans önnur hönd, sem varla víkur frá honum, er vernd- ; arengillinn hans, hin silfurhærða J ungfrú Renoult, sem sér um, að allt sé í röð og reglu með sýn- 1 ingarstúlkurnar og starísfólkið. Hún vakir einnig yfir því, að | húsbóndi hennar hafi ætíð við hendina bolla af svörtu kaffi — vel sterku — það er honum nauð- synlegt til að ekki slakni á taug- unum og vinnukraftinum. Því að Fath vinnur hratt — í örfáum blýantsdráttum dregur hann að allínurnar — aðstoðarfólk og undirtyllur fullgera svo teikn- inguna í hinum smærri atriðum MÁLAR — TÍNIR ALDIN — MATREIÐIP, Á kvöldin að vinnudegi lokn- um ekur hann í þægilegu ame- rísku bifreiðinni sinni út á sveita setrið sitt Corbeville, um 50 km utan við París, þar sem kona Framh. á bls. 12 Silfurrefir aftur í HJÓLIÐ hefur snúizt einu sinni enn — silfurrefaskinnin hafa á ný haldið innreið sína í tízkuheiminn, eftir um alllangt árabil, sem enginn vildi við þeim líta. Margir muna samt enn, í hvíliku dálæti þau voru hjá öllum konum, sem vildu vera fínar á árunum í kringum 1930. Allar voru með silfurref — silfurrefur var það eina, ssm nokkuð var í varið. AFTUR KOMNIR Á KREIK En svo hurfu refirnir, skinnin hríðlækkuðu í verði, það borgaði sig ékki lengur að fást við réfa- rækt. En hvað héfur nu gerzt? Refirnir eru komnir á kreik aft- ur, tízkukóngarnir í París hafa úti allar klær til að ná sér í silfurréfaskinn. Londön og New York koma á eftir. Og jafnframt spretta refabúin upp á ný, í Danmöfku t. d. hefur þeim stórfjölgað nú á örskömm- um tíma og hafa ekki við hinni vaxandi eftirspurn. ÓLÍK GÖMLU TÍZKUNNI Vafalaust mun haust og vetr- artízkan í ár einkennast af hinni nýju silfurrefatízku. En hún verður samt ólík því, sem hún var fyrir 20 árum, og miklu fjöl- breyttari. Uppsettir refir í heilu lagi, eins og þeir hafa lengi tíðk- azt, hverfa sennilega alveg fyrir öðrum látlausari og einfaldari gerðum af herðaslám, svipuðum því sem mýndin til hliðar sýnir. Það er gert úr vissu afbrigði af silfurref — mjög svo glæsilegt. LIFANDI blóm til skrauts á sam- kvæmiskjólum eru aftur mjög í , tízku. í París sjást jafnvel kon- ur skrýddar heilum krönsum og sveigum, en ekki mælum vér samt með þvi, að svo langt sé gengið. Eitt ferskt og fallegt blóm á kjólinn nægir. GRÆNMETI, sem farið er að fölna, nær sér fljótt ef sprautað er á það, fyrst sjóðandi og síðan - i ísköldu vatni. g tilvaldar á sumar ÞAÐ liggur við að orðið Sand- wich, eða brauðklemma, eins og við höfum valið því orð á ís- lenzku, fái húsmæðurnar til þess að skjálfa í hnjáliðunum, en hvað er einfaldara heldur en að smyrja brauðklemmur handa gestum sín- um, eða heimafólkinu, e? kvöld- maturinn þarf að vera fljótlegur, — einnig þegar farið er í öku- ferðir og kaffið drukkið „úti í náttúrunni“ og á berjamó. — Brauðklemmurnar má geyma smurðar, ef þær efu vel innpakk- aðar i vaxborirm pappír, eða í rakri þurrku. BRAUÐIÐ Nota má venjulegt hveitibrauð, en betra væri að hafa svo kallað „Sandwich-brauð“, sem oftast ef hægt að fá fyrirvaralaust i braúð gerðarhúsum og kostar kr. 5.60. SNEIÐARNAR EFTIR ENDILÖNGU Brauðið er . sneitt niður eftir endilöngu eins o" myndin að ofan sýnir. Sneiðarnar mega ekki vera of þykkar. Það er fljótlegra held- ur en að sneiða brauðið eins og venjulega og þá er einnig hæg- ara að skera brauðið út, þegar búið er að smyrja það. SNEIDARNAR SMURÐAR Nota má venjulegt gott, ís-r lenzkt smjör. Einnig má smyrja með „Sandwich-spread“, eða skipta smjörinu í smá hluta og hræra út í þá ýmist, smátt skor- inni pétursselju, rifnum lauk, eða sinnepi eða tómatsósu. — Þá ef gott að blanda með góðu smjöri dálitlu af saxaðri skinku og sinnepi. Remoulade-sósu, heima- tilbúin, er girni’eg á samklemm- um og einnie lifrarkæfa, sem er hrærð út með ofurlitlurrt þeyttum rjóma, saxaðri agúrku, asíu eða einu rifnu epli. . • ; Sneiðarnar éru’ allar smurðar; siðan lagðar samaatvaBV og tvær og þcim þrýst vel saman. : Framh. á bls. 12 ■ Þessi fallegi sumarkjóll að ofan er teiknaður af ungri íslenzkri stúlku, Katrínu Briem, sem lagt hefur stund á tízkuteikningar úti í London undanfarin ár. Hann gefur ekkert eftir kjólunum frá tízkumeisturum stórborganna. í Ílalíu læram við a5 fifa — segir Ingrid Bergmann SÆNSKUR blaðamaður kom ný- lega í heimsókn til kvikmynda- stjörnunnar Ingrid Bergmann á Ítalíu og segist svo frá, að hún virðist mjög hamingjusöm. Sjálf segir hún, að hún og börn hennar séu glöð og ánægð. Ég held, bætir hún við, að börn séu hvergi eins glöð og frjáls, svo stolt og sjálf- stæð eins bg hér. Og þetta á við um öll börn á Ítalíu, ekki aðeins mín eigih. Þér ættuð bara að sjá litla Robert minn, hvað hann er glaður, fjörugur og framtakssamr ur, —Hvílíkur munur eða ég, þegar ég var lítil. Ég man hvern- ig ég sat stundum á stól, án þess að þora að opna minn munn nema ég væri ávörpuð af einhverjum fullorðnum. Hér er allt svo miklu frjálsara, hér lærir maður að.lifa iífihu, já, umfram allt að lifa. Engir kunna það betur en ítalir — og. það er einmitt það, sem þeir hafa kennt mér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.