Morgunblaðið - 04.08.1954, Side 1

Morgunblaðið - 04.08.1954, Side 1
16 síður Fulltrúar norrænu fiskimálaráðstefnunnar í háííðasal Háskólans á mánudagsmorgun s. 1. — (Ljósm.: Gunnar Rúnar). Fjöintsiin norræn iiskimáloráð- Reýkjavik lléfst á mánudaginn var Fuiitrúandr ánægðir yfir stórmerkum fyrirlesfrum FJÓRÐA norræna fiskimálaráð- stefnan stendur nú yfir hér í Rnykjavík. Hún hófst á mánu- daginn var í hátíðasal Háskól- ans. En fundir ráðstefnunnar verða haldnir í Háskólanum. — Henni lýkur á morgun (fimmtu- dag). Alls eru á ráðstefnunni um 90 fulltrúar. Þar eru t.d. sjávarút- vegsmálaráðh. fjögurra Norður- landaþjóða, skrifstofustjóri til- svarandi ráðuneytis Finna og margt annað stórmenni. Alls eru fulltrúarnir 12 frá Danmörku, 13 frá Noregi, 11 frá Svíþjóð, en 3 frá Finnlandi. Frá íslandi eru margir atkvæðamestu menn frá útgerðinni, frá fiskverzluninni o. fl. er of langt yrði upp að telja. RÁÐSTEFNAN SETT Á mánudaginn hófst ráðstefn- an, sem fyrr segir, kl. 10 fyrir hádegi. Er allir fulltrúar höfðu komið saman og tekið sér sæti í hátíðasal Háskólans kvaddi for- sætisráðherra Ólafur Thors sér hljóðs, og bauð hina mörgu full- trúa velkomna. Setti hann ráð- stefnuna, og mælti á þessa leið: Háttvirta samkoma. Fyrir hönd ríkisstjórnar ís- lands er mér það heiður og á- nægja að bjóða yður öll velkom- in, en einkum þó vini vora og frændur sem höf og lönd skilja að jafnaði, en oss er nú gleði að því að fagna meðal vor. Sú venja hefur skapazt og fer vaxandi, að karlar og konur, sem gegna forystuhlutverkum meðal Norðurlandaþjóðanna á sviði stjórnmála, framkvæmda, at- vinnumálá, fjármála, félagsmála, vísinda, menningar eða á öðrum sviðum, hafi að. jafnaði með sér fundi. Án efa eru slíkir fundir yfirleitt gagnlegir. Þeir stefna að tvennu marki. Annarsvegar efna menn til kynna, sem ó- sjaldan verða að vináttu. Á þann veg eflum vér þau tengsl, sem hvíla á frændsemi, sameiginlegri trú og hugsjónum, og í vaxandi mæli ættu að tengja allar þjóðir Norðurlanda í orði og verki til gagns og ánægju fyrir þær allar Framh. á bls. 2 frá umræðum, sem urðu í brezka þinginu út af fiskveiðimálum Breta og landhelgisvíkkun ís- lendinga. AFLINN HEFUR AUKIZT VEGNA FRIÐUNARAÐGERÐA Brezka þingkonan, frú E. M. Braddock, benti á það að eftir stækkun íslenzku landhelginnar hefði afli brezkra togara á ís- Ólafur Thors, forsætis- og sjáv- arútvegsmálaráðherra. | landsmiðum aukizt um 40%. — | Einnig hefði afli íslenzkra tog- ara vaxið. Taldi hún að þessar staðreyndir sýndu svo að 'ekki væri um að villast að íslendingar hefðu haft rétt fyrir sér, það hefði verið viturlegt að friða hluta íslenzku fiskimiðanna fyrir ofveiði og væri því kominn tími til að afnema hefndarráðstafanir, sem íslendingar hefðu verið Framh. á bls. 12 r' \ukinn fiskafli að bakka endurbættum aðferðum en ekki friðunaraðgerðum! •o' Brezkur ráðherra ræðir um fiskveiðar AÐSTOÐARUTANRÍKISRÁÐHERRA Breta, Mr. H. A. Nutting, staðhæfði það nýlega í brezka þinginu að ástæðan fyrir aukn- um afla togara á íslandsmiðum væri ekki friðunarráðstafanir ís- lendinga, hetdur nýjar og endurbættar aðferðir við togveiði, sem teknar hefðu verið upp. Hlýtur þessi yfirlýsing sjálfs aðstoðar- utanríkisráðherra Bretlands að vekja nokkra furðu og hlýtur sú spurning að vakna hvaðan ráðherranum kemur þessi vizka. Það er brezka fiskveiðitíma-^" tið Fishing News, sem skýrir Úrræði fii aðsfoðar fogaraúfgerðinni Lækkun kostnaðarliða 09 nýr skðttur»innflutning bifreiða AFUNDI ríkisstjórnarinnar í gær mun hafa orðið samkomu- lag um, að togaraútgerðinni skuli veitt aðstoð í aðal- atriðum á grundvelli þeirra tillagna, sem bent var á af hálfu nefndar þeirrar, sem skipilð var á s. 1. vori til þess að rann- saka hag útgerðarinnar og benda á leiðir henni til aðstoðar. Aðalatriði þeirra eru þessi: ♦ Lækkaðir verði ýmsir kostnaðarliðir útgerðarinnar, svo sem flutningsgjöld á útfluttum fiski, vátryggingar og olía. — ♦ Gerð verði tilraun til þess að fá frystihúsin til að greiða hækkað verð fyrir þann fisk, sem þau kaupa af togurunum. ♦ Lagður verði nýr skattur á bifreiðar, sem fluttar verða til landsins, aðrar en vörubifreiðar. Tekjunum af þeim skatti verði síðan varið til stuðnings togaraút- gerðinni. ♦ Enn fremur hefir verið að því unnið, að fá hækkað söluverð á útfluttum fiski og ná þannig upp nokkru af því, sem á vantar til þess að togararnir beri sig. Samtökum togaraeigenda hafa verið tilkynnt þessi áform ríkisstjórnarinnar um stuðning við útveginn. í forystugrein blaðsins í dag er rætt nokkru nánar um þessi mál. Þungar ákærur á hendur \le€arthy bornar fram Þlngmenn vilja að öldungadeildin víti hann. Washington, 3. ágúst. — Einkaskeyti frá Reuter. NÝTT frumvarp hefur verið lagt fram í öldungadeild Banda- ríkjaanna um vítur á MacCarthy öldungadeildarþingmann. Eru í þessu frumvarpi tiltekin átta ákæruatriði. Þetta nýja frum- varp er einskonar endurbætur á fyrri tillögu republikanaþing- mannsins Ralph Flanders, sem margir þingmenn kváðust ekki geta samþykkt vegna þess að hún væri of almennt orðuð. Hið nýja frumvarp er borið fram af demokrataþingmannin- um William Fulbright og repu- blikanaþingmanninum Wayne Morse. Eru nú talin saman á- kveðin ákæruatriði og eru þau sem hér segir: 1) Það hefur komið í ljós, að MacCarthy hefur fengið 10 þúsund dollara laun hjá rík- isfyrirtækinu „Lustron Company“ án þess að hann hafi unnið handtak í þjón- ustu fyrirtækisins. 2) Hann hefur neitað að gefa þingnefnd nauðsynlegar upp- lýsingar þótt þess hafi verið krafizt og virt að vettugi kröfu nefndarinnar um það. 3) Hann hefur reynt að þvinga starfsmenn hersins til að brjóta þær reglur er þeim hafa verið settar í sambandi við mál Schines. 4) Hann hefur staðið fyrir of- sóknum á hendur svertingja- konunni Annie Lee Moss. Frh. á bls. 12. 120 brezkir lÖ2;regl«“ menii björguðu flóttamanni London, 3. ágúst. — Einkaskeyti frá Reuter. REZKA lögreglan frelsaði á sunnudaginn 24 ára flóttamann að nafni Anton Klimovich úr pólska flutningaskipinu Jaroslav Dubrovsky, sem lá á höfninni í Lúndúnum. í fyrstu var þess kraf- izt að skipstjórinn léti manninn lausan, en þegar það kom fyrir ekki var 120 manna brezkt lögreglulið sent út að skipinu og tók það flóttamanninn með valdi. LAUMUFARÞEGI í LEST Brezkir hafnarverkamenn urðu varir við flóttamanninn í lest, .er þeir unnu að affermingu skips ins. Hafði hann farið um borð í skipið í Gdynia og ætlaði að freista þess að komast undan valdi pólsku kommúnistastjórn- arinnar. SKIPSTJÓRI BANNAÐI Hafnarverkamennirnir ætluðu Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.