Morgunblaðið - 20.08.1954, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐID
Föstudagur 20. ágúst 1954
- - r vj , v .. r .v .,.. ; rzrjr-■ -. ■
Frá bæjarstjórnfflriiindi í gær
Framh. af bld. 1
ráði er falið að hefja undir-
búning að öflun fjármagns til
hitaveituframkvæmda.
6. Bæjarstjórn Reykjavíkur
skorar á ríkisstjórn og Alþingi
að hraða setningu löggjafar
um eftirlit með jaroborunum,
í því skyni að koma í veg fyrir
að hitaveitum sé stefnt í háska
með borunum í grennd við
þær.
STEFNUSKRÁRMÁL
SJÁLFSTÆÐISMANNA
Borgarstjóri fylgdi tillögunum
úr hlaði með ræðu. Tók hann
fram að fyrir síðustu bæjarstjórn
arkosningar hefðu Sjálfstæðis-
menn lýsí stefnu sinni í málefn-
um Hiíaveitunnar. Hefði þar ver-
ið lögð megináherzla á eftirtalin
atriði: í 1. lagi, öflun aukins
vatnsmagns, en í því skyni skyldi
framkvæma ýtarlega, vísindalega
rannsókn á því hvort unnt væri
að fá meira vatn en orðið er í
bæjarlandinu og nágrenni þess,
Og að afla nýrra og stór-
virkra tækja til jarðborunar, í
öðru lagi að gera áætlun um
lögn hitaveitu í öll hús í Reykja-
vík og hefja undirbúning að öfl-
un fjármagns 1 því skyni og í
þriðja lagi með því að bæta nýt-
ingu hitaveitunnar með öllum til-
tækilegum ráðum.
Þær tillögur, sem nú eru lagð-
ar fram miða til að koma stefnu-
skrá Sjálfstæðismanna í þessum
málum í framkvæmd svo fljótt
sem frekast auðið er.
VÍSINDALEG RANNSÓKN
OG LEIT
Borgarstjóri kvaðst á s.l. hausti
hafa rætt við þá Gunnar Böðv-
arsson yfirverkfræðing og dr.
Trausta Einarsson prófessor um
vísindalega rannsókn og leit að
beitu vatni í bæjarlandinu, ná-
grenni þess og nærsveitum. í
seinni tíð hafa verið gerðar all-
víða svonefndar viðnámsmæling-
ar, sem gefa til kynna hvar vatns
muni helzt að leita í jörðu Und-
anfarið he'fur verið borað eftir
vatni í Mosfellsdal og náðist góð-
ur árangur í fyrstu, en lítið vatns
magn hefur fengizt með borun-
um þar upp á síðkastið. Er því
sýnt, að þörf er nýs átaks í þá átt
staðreyna hvort og hvar
aukið vatnsmagn er að fá.
Niðurstaðan varð sú, sagði
borgarstjóri, að ég fól þeim
Gunnari Böðvarssyni og
Trausta Einarssyni að hefja
rannsóknir á möguleikum til
vatnsöflunar og gera greinar-
gerð um þær athuganir. í
þessu sambandi verður m. a.
athugað hvort rétt sé að hefja
nýjar boranir við Rauðará og
í Laugardalnum. Ennfremur
hvort rétt sé að leita vatns í
Blesugróf, en þar er nokkur
jarðhiti og í Vatnsmýrinni
upp við Öskjuhlíð, en þar mun
hafa komið upp heitt vatn í
gullleitinni frægu í byrjun
aldarinnar. Þetta eru aðeins
dæmi, en margir fleiri staðir
koma til greina.
Hitaveitan á nú þrjá jarð-
bora, sem verið hafa í notkun
að staðaldri en nú er lagt til
að kaupa enn stórvirkari jarð-
bor til þess að árangur komi
fyrr í ljós.
HEILDARÁÆTLUN UM
FJARHITUN HÚSA
Annar liður tillaganna fjallar
um að heildaráætlun um fjarhit-
un liusa í Reykjavík verði lokið
vorið 1955, en einstakar fram
kvæmdir verði hafnar eftir því
sem áætlanir liggja fyrir.
í því sambandi kemur margt til
greina, eins og bent er á í til-
lögunum. Athugað verður um
notkun Eimtúrbínustöðvarinnar
og hvort hentugt sé að setja upp
smærri kyndistöðvar í bænum.
Loks er gert ráð fyrir að athug-
að verði hvort hentugt sé að nota
rafmagn til hitunar í einstökum
hverfum.
NÝTING HITAVEITUNNAR
Borgarstjóri kvað nú 10 ár lið-
in frá því hitaveitan tók til starfa
og væri því rétt að rannsaka nú
einangrun götu- og heimæða og
endurbæta þær ef þörf krefði.
Ennfremur væri mikið
atriði að bæta nýtingu vatns-
ins í húsunum sjálfum.
Kemur þar til greina bætt
einangrun húsanna sjálfra og
tvöíaldir gluggar, en talið er
að það síðara dragi úr hitaþörf
sem nemur 20—25%. Kæmi þá
til athugunar hvort hitaveit-
an gæti hjálpað mönnum til
að gera slíkar breytingar á
húsum. Margt annað þarf at-
hugunar við í þessu sambandi
svo sem endurbætur á hita-
kerfi húsa, einkum stærri ofn-
ar svo Cig sjálfvirkir hitastill-
ar, sem sæju um að stofuhiti
færi aldrei upp úr eðlilegu
marki og einnig tæki er kæmu
í veg fyrir, að vatnið renni of
heitt út úr húsunum.
STÓRMÁL, SEM SÉRFRÆÐ-
INGAR EIGA AÐ FJALLA UM
Hitaveitan sjálf og hitaveitu-
stjóri hafa unnið að ýmsum áætl-
unum og endurbótum á hitaveit-
unni. En hér er um svo stórfellt
mál að ræða að rétt þykir að
bæjarstjórn kjósi nefnd sérfræð-
inga, sem hafi umsjón með þess-
um rannsóknum og áætlunum,
sem um er að ræða. Er því lagt
til að kosin verði nefnd 5 verk-
fræðinga, en hitaveitustjóri og
rafmagnsstjóri verði sjálfkjörnir
í nefndina. Það er glöggt að
ekki er á færi nema sérfróðra
manna að fjalla um þessi mál,
enda er hér að öðrum þræði um
vísindaleg efni að ræða.
FJÁRMAGN OG LÖGGJÖF
Loks gera tillögurpar ráð fyrir
að borgarstjóra og bæjarráði
verði falið að undibúa öflun fjár-
magns til hitaveituframkvæmda.
Borgarstjóri kvað hafa komið
í Ijós að nauðsyn væri á löggjöf
7 ísl. frjálsíþróttamenu
keppa á EM i Bern
Fara utan um hádegið á morgun.
FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND íslands ásamt E.M.-nefndinni hafa
nú endanlega ákveðið að senda eftirfarandi menn til keppni
á E. M. mótinu:
★ Ásmundur Bjarnason, KR keppir i 100 og 200 m. hl.
Guðmundur Vilhjálmsson, ÍR, keppir í 100 m. hl.
Hallgrímur Jónsson, Á, keppir í kringlukasti.
Skúli Thorarensen, ÍR, keppir í kúluvarpi.
Torfi Bryngeirsson, KR, keppir í stangarstökki.
j Vilhjálmur Einarsson, UÍA, í þrístökki.
Þórðar B. Sigurðsson, KR, keppir í sleggjukasti.
u m eftirlif rfiéá ■iarSfcöFuriurn súo
hitaveitum verði ekki spillt með
borunum í grend við þær og er
gert ráð fyrir að bæjarstjórn
skori á Alþingi að hraða setningu
löggjafar í þessu skyni.
UMRÆÐUR Á BÆJARSTJÓRN-
ARFUNDI í GÆR
Eftir að borgarstjóri hafði lok-
ið máli sínu, risu nokrir fulltrú-
ar minnihlutaflokkanna úr sæti
og lýstu ánægju sinni yfir tillög-
unum. Sumir þeirra létu í Ijós, að
þeir væru óánægðir yfir að hafa
ekki fengið að vita um tillögurn-
ar með nokkrum fyrirvara.
Borgarstjóri kvaðst hafa ástæðu
til að gleðjast yfir undirtektum
minniflutaflokkanna. Það væri
mikil viðurkenning falin í því,
að þessir bæjarfulltrúar væru að
barma sér yfir að fá ekki tillög-
urnar fyrirfram, því í því lægi,
að þær væru efnismiklar og at-
hugunarverðar. Hins vegar kæmi
slík athugasemd úr hörðustu átt,
því að þessir flokkar hefðu aldrei
látið meiri hlutann vita fyrir-
fram um eina einustu tillögu, sem
þeir bera fram, en ætlast til að
þær séu afgreiddar þegar á sama
fundi.
Að öðru leyti voru athuga-
semdir minnihluta flokkanna
mestmegnis hálgert nöldur.
Breytingartillaga kom fram
um að leggja skyldi þegar hita-
veitu í Hlíðahverfi. Þorbjörn Jó-
hannesson tók í þessu sambandi
fram, að hann liti svo á, að hita-
veita í Hlíðahverfi kæmi til fram-
kvæmda samkvæmt 2. lið tillögu
Sjálfstæðismanna, þegar áætlan-
ir liggi fyrir. Kvað hann áætlun
um hitaveitu í Hlíðahverfi liggja
fyrir hjá stjórn Hitaveitunnar, og
komi hún því til framkvæmda í
samræmi við tillögu Sjálfstæðis-
manna.
Tillaga Sjálfstæðismanna var
samþykkt með samhljóða atkvæð
um. Tillaga til breytingar fékk
ekki nægan stuðning.
NEFNDARKOSNING
Gengið var til kosningar í
nefndina skv. 4. lið tillögu Sjálf-
stæðismanna. Þrír listar komu
fram. Á lista A var nafn Sigurð-
ar Ingimundarsonar, og hlaut sá
listi 2 atkvæði. — Á B-lista voru
nöfn Valgeirs Björnssonar, Árna
Snævarr og Gunnars Böðvarsson-
ar, og hlaút sá listi 8 atkvæði og
alla mennina kjörna. Á E-lista
voru nöfn Sig. Thoroddsen og
Ólafs Pálssonar, og hlaut hann 5
atkvæði kommúnista, Framsókn-
ar og Þjóðvarnarflokksins og þar
með þá 2 menn kjörna, sem á
listanum voru.
Fé veifl úr framkvæmda- 1
j- [
inaar 50-80 íbúða
Tillaga Sjálfstæðismanna í bæjarsijérn.
Stolnar upplvsingar.
LONDON — Fyrir eigi alllöngu
voru tveir enskir blaðamenn í
London dæmdir til þungra sekta
fyrir að hafa komið með upp-
lýsingar um sakamál og slys,
sem þeir höfðu á óleyfilegan
hátt komist yfir hjá lögreglunni.
Skjölin notuðu þeir við greinar-
gerðir, er þeir birtu í blaði því,
er þeir unnu við. Málið er ein-
stætt í sinni röð í Bretlandi.
AUGLYSSMGA9!
Km birtast eiga f
Sunnudagsblaðinu
þurfa aS bafa borizt
fyrir kl. 6
á föstudag
GEIR HALLGRÍMSSON, bæj-
arfulltrúi, lagði fram á fundi
bæjarstjórnar í gær svohljóðandi
tillögu fyrir hönd Sjálfstæðis-
manna:
„Með tilvísun til ákvörðunar
bæjarstjórnar laugardaginn 24.
júlí s.l. að leggja kr. 4 milijónir
af álögðum útsvörum 1954 í fram-
kvæmdasjóð, í því skyni meðal
annars að greiða fyrir möguleik-
um til byggingar íbúðarhúsa,
samþykkir bæjarstjórnin að fela
borgarstjóra að undirbúa bygg-
ingu 6 samstæðna með 50—80
íbúðum til viðbótar 45 íbúðum í
raðhúsum, sem um getur í fund-
argerð bæjarráðs 19. ágúst, og 16
íbúðum í Bústaðavegshúsunum,
sem hafin er bygging á sam-
kvæmt ályktun bæjarstjórnar frá
13. apríl s.l.“
Geir Hallgrímsson tók fram, að
rétt væri, að bæjarstjórn gerði
nú nánari ákvörðun um hvernig
hún ætlaði að verja þeim hluta
af því fé, sem lagt hefði verið í
framkvæmdasjóð í sumar, og
fara ætti til húsbygginga og væri
tillagan því komin fram.
Kommúnistar komu fram með
breytingartillögu, sem fól í sér
hækkun á þeirri íbúðatölu, sem
byggja skyldi.
Geir Hallgrímsson benti á, að
kommúnistar hefðu beit.t sér á
móti því, að framkvæmdasjóður
fengi þær 4 milljónir króna, sem
um væri að ræða, og viljað lækka
útsvarsupphæðina, sem því nam.
Ef þetta hefði náð fram að ganga,
hefði ekki verið fé fyrir hendi til
að byggja þau hús, sem tillaga
Sjálfstæðismanna gerði nú ráð
fyrir, hvað þá fleiri. Nú vildu
kommúnistar hins vegar hækka
íbúðatöluna og væri þar um nýj-
an loddaraleik af þeirra hálfu að
ræða.
Tillaga Sjálfstæðismanna var
samþykkt með samhljóða at-
kvæðum.
BOÐIÐ í BYGGINGU
RAÐHÚSANNA
Átta aðilar gerðu tilboð um að
reisa 45 íbúðir í raðhúsunum.
Lægsta tilboð var frá Þorkeli
Einarssyni og Stefáni Jakobssynl
og var samþykkt að taka því.
Nam tilboðið röskum 77 þúsund
krónum á hverja íbúð.
---------------- =’ 1
Rannsókn vegna
í Laugarásnum
Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í
gær kvað Magnús Ástmarsson,
bæjarfulltrúi, það hafa kðmið
fram í blaði nokkru Alþýðublvð-
inu), að einhverjar lóðir eða
lóðaréttindi, sem úthlutað hefði
verið í Laugarásnum, mundu
ganga kaupum og sölum. Hefði
einn maður (Guðmundur Hjor.t-
arson) verið nafngreindur sem
seljandi. Bar Magnús fram til-
lögu þess efnis, að rannsókn jmði
látin fara fram á því, hvort nokk-
uð væri hæft í þessu og þeir þá
e. t. v. sviftir réttindum yfir lóð-
um, sem uppvísir yrðu að sölu
réttinda.
Borgarstjóri kvað sjálfsagt, að
slík rannsókn færi fram, og var
tillagan samþykkt með samhljóða
atkvæðum.
Enn góSiir ái
KRIN GLUKAST AR ARNIR
kepptu enn á innanfélagsmóti í
gærkveldi.
Nú var það Hallgrímur Jóns-
son, A, sem vann. KastaSi hann
49,30 m. — Þorsteinn Löve, KR,
kastaði 49,15 m. og Friðrik Guð-
mundsson, KR 46,41 m.
Verðlag nokkurra
vorutegynda
ISAMBANDI við lausn vinnudeilunnar í desember 1952 lofaði
ríkisstjórnin eins og kunnugt er að beita sér fyrir lækkun á
verði nokkurra nauðsynjavara. Fer hér á eftir samanburður á
verði þessara vara í Reykjavík 1. ágúst s. 1. og verðum, sem lögð voru til grundvallar við lausn vinnudeilunnar í desember 1952:
Fyrir lækkun Samkvæmt sam. . Verðlag i
í des. 1952 komulagi í des. ágúst 1954
Kartöflur, kg 2.45 1.75 1.60
Kaffi, kg 45.20 40.80 44.00
1952
Mjólk í lausu máli, 1, ... 3.25 2.71 2.70
Strásykur, kg 4.14 3.70 3.02
Saltfiskur, kg 5.60 5.20 5.20
Brennsluolía, 1 0,805 0.765 0.76
Er því verðlag á flestum ofangreindum vörum lægra en í sam-
komulaginu 1952, nema kaffiverðið, en ríkisstjórnin telur sig að- eins bundna við þær ráðstafanir, sem gerðar voru í desember 1952 til þess að lækka kaffiverðið, þ. e. niðurfellingu aðflutningsgjalda,
en telur sér ekki skylt að sporna ástæðum. við verðhækkun af öðrum
Hér á eftir er yfirlit yfir verð nokkurra innfluttra matvara og matvara úr innfluttu korni eins og það var 1. desember 1952 og
1. ágúst 1954: 1. des. 1952 1. ágúst 1954
kr. kr.
Rúgmjöl, kg 3.24 2.54
Hveiti, kg 2.74
Hafragrjón, kg 4.01 2.95 i
Hrísgrjón, kg 5.71 6.15 '
Rúgbrauð 4.70 4.00 1
Normalbrauð 4.70 4.00 1
Fransbr.auð 2.60 ]