Morgunblaðið - 20.08.1954, Page 11
Föstudagur 20. ágúst 1954
MORGVNBLAÐ1Ð
II '
Gunnlaugur Bjaini Bjarnason ÉíiSS.
‘ I
— Bn memoriam —
Eiiiar Loftsson kennari
HÖRMULEGUR atburður gerð-
ist á Blikastöðum í Mosfells-
sveit fimmtudaginn 12. ágúst.
Drengur úr Reykjavík, sem ætl-
aði að dveljast þarna sumar-
langt, Gunnlaugur Bjarni Bjarna-
son, vann þennan dag, eins og
hann hafði gert í allt sumar, að
skyldustörfum í þágu búsins. Að
þessu sinni var unnið að hey-
hirðingu. En dauðinn var á næsta
leiti. Slys vildi til, og hinn ungi
sveinn lézt, áður en sól gekk til
viðar að kv"1'15
Gunnlaugur Bjarni er fæddur
í Reykjavík 17. nóvember 1941.
Hann var þannig tólf ára, er
dauða hans bar að höndum. For-
eldrar hans eru frú Gunnlaug
Vilhjálmsdóttir Briem og Bjarni
Guðmundsson blaðafulltrúi. —
Hann var yngstur barna þeirra
hjóna og einkasonur, en þrjár
dætur þeirra lifa bróður sinn.
Atvikin höguðu því þannig, að
ég hefi fáum börnum betur
kynnzt en Bjarna litla, eins og
snér var tamast að kalla hann.
Hann lá þungt haldinnafsoghósta
á fyrsta ári, en um þær mundir
dvöídumst við hjónin langdvöl-
um á héimili hans. Þróttmikil
viðbrögð hans við erfiðum sjúk-
dómi líða mér ekki úr minni. Og
Bjarni hresstist. Mjög ungur fór
hann til sumardvalar í sveit norð-
ur í land, að Hellulandi í Aðal-
dal. Og þangað hélt hann mörg
sumur í röð. A ferðum sínum
norður og norðan dvaldist Bjarni
litli jafnan á heimili okkar á
Akureyri og var mesti aufúsu-
gestur. Hann kom ávallt snemma
vors, um líkt leyti og lóan, og
hélt í sveitina. Og um sömu
mundir og lóan kvaddi á haustin,
hélt hann heim til föðurtúna.
Bjarni litli var sviphreinn,
broshýr og greindarlegur dreng-
ur. Fallegt bros hans gleymist
aldrei þeim, er þekktu hann.
Hann var skrafreifur og opin-
skár og hafði ávallt næg umræðu-
efni á takteinum, því að áhuga-
mál hans voru fjölþætt. Hann
hafði skemmtilega frásagnar-
hæfileika. Hann' var yfirleitt
undarlegt sambland af barnslegu
barni og kotrosknum fullorðnum
manni.
Bjarni litli flutti með sér gleði,
hvert sem hann fór. Hann hafði
fengið í vöggugjöf gott skap, þá
dýrmætu guðsgjöf. Ég sá hann
aldrei öðruvísi en í góðu skapi.
Honum virtist ávallt líða vel, og
þessi vellíðan hans var smitandi,
svo að öðrum tók að líða vel í
návist hans. Hann brosti við til-
verunni, og tilveran brosti við
honurn.
Bjarni litli var framtakssamur
og kjarkmikill. Það sá ég í,norð-
urferðum hans, að hann lét sér
ekki allt fyrir brjósti brenna,
þótt ungur væri. Hann virtist
alltaf æðrulaus. Framtakssemi
og hugkvæmni gætti í leikum
hans. Og dugnaður hans kom í
ljós við þau störf, sem honum
hafði verið falið að leysa af
höndum.
Bjarni litli var góðum gáfum
gæddur og mikið mannsefni.
Hann hafði miklar námsgáfur og
tók há próf, þótt hann eyddi ekki
ýkjamiklum tíma í námsbóka-
lestur. Á því leikur enginn vafi,
að hann hefði gengið mennta-
veginn, ef honum hefði enzt ald-
ur, og allar likur benda til þess,
að honum hefði farnazt vel á
þeirri braut.
Bjarni litli sá mjög vel það,
sem skoplegt var í fari náungans.
Skemmti ég mér oft vel að frá-
sögnum hans af fólki og lýsing-
um hans á þvi. Hann fann það,
sem feitt var á stykkjunum, og
lýsingar hans hittu í mark. En
allt var þetta græskulaust. Ég
varð aldrei var illkvittni í fari
hans.
Saga Bjarna litla er harmsaga.
Hún er saga um ungan hæfileika-
mann, sem aldrei fékk að sýna,
hvað í honum bjó. Hún er saga
um lítinn dreng, sem naut lífs-
ins í ríkara mæli en flestir jafn-
aldra hans, en var meinað að
gera það lengur. Hún er saga um
dreng, sem var yndi og eftirlæti
foreldra sinna og annarra ást-
vina, en var hrifinn burt af
grimmum og miskunnarlausvm
örlögum. Saga hans er harmleik-
ur lífsins sjálfs.
Það má vera, að einhverjir
hafi öðlazt svo djúpan skilning á
lífinu, að þeir geti sætt sig við
atburði sem þennan. Ég skal fús-
lega játa, að mér virðist hrikta
í því hrófatildri, sem ég kalla
lífsskoðun mína. En allt um það
er skylt að játa, að Gunnlaugur
Bjarni Bjarnason lifði ekki til
einskis. Hann naut lífsins, meðan
hann lifði, og hann stráði ljósi og
yl í kringum sig. Hugljúfum
minningum hefir hann sáð í
hjörtu allra, sem þekktu hann. I
heimi minninganna verður hann
ávallt fagur sólskinsblettur.
Halldór Halldórsson.
I DAG er Ólafur Sigurðsson,
1 stýrimaður á m.s. Kötlu, 60 ára.
Hann er fæddur að Núpi í Dýra-
firði 20. ágúst 1894, sonur hjón-
anna Þórlaugar Jónatansdóttur
og Sigurðar Sigurðssonar, sjó-
manns.
Ólafur byrjaði að stunda sjó
9 ára öðru hvoru og hefur æ síð-
an helgað sjómennskunni krafta
sína. — Til Reykjavíkur fluttist
hann 1917. Lauk prófi úr far-
mannadeild Stýrimannaskólans
1915 og gekk í Stýrimannafélag
íslands 1945.
Hinn 16. desember 1920 kvænt-
ist Ólafur Unu Þorsteinsdóttur,
ættaðri úr Reykjavík, mestu
ágætis konu. Þau eignuðust 5
börn, 3 syni og 2 dætur. Tveir
eldri synir þeirra hjóna eru í
farmannastétt og bátar dæturn-
ar giftar sjómönnum, en yngsti
sonurinn er enn við nám.
Ég hef aldrei siglt með Ólafi
en oft hafa leiðir okkar legið
saman og nú síðustu ár, átt mörg
sameiginleg áhugamál í sambandi
við félagslífið.
| Ég vil því fyrir hönd Stýri-
mannafélags íslands óska hinum
j 60 ára félaga, hjartanléga til
hamingju með daginn og árna
honum fararheill hvert sem leið-
in liggur.
Það eru áreiðanlega margir,
sem í dag leggja leið sína að
Grettisgötu 36 B til þess að flytja
afmælisdrengnum heillaóskir.
Þá sendi ég fiú Unu og börn-
um þeirra hjóna mína beztu
kveðju og óska þeim til ham-
ingju með daginn. T. G.
„í austri rennur signuð sól
og sveipar gulli ský —
í AUSTRI rís sól morgunsins og
boðar nýjan dag. í vestri hnígur
hún að dagslokum og nóttin tek-
ur. völdin. Yið þessa göngu sól-
arinnar frá austrinu til vesturs-
ins og þetta skeið dagsins frá.
morgninum til kvöldsins — og
næturinnar hefur mannsævinni
löngum verið líkt. Bernskunni
og þroskaskeiðinu er jafnað til
morguns og rísandi sólar, starfa-
skeiði manndómsáranna til hins
hæsta dags, ellinni til kvöldsins
og dauðanum til sólarlagsins,
þegar nóttin kemur og myrkrið
skellur á og hinn látni vinur
hverfur okkur sýn eins og fjöllin
og grundin og áin hverfur sýn í
faðm næturinnar.
En — sé dýpra skyggnst og
nánar skoðað, þá er dagurinn
eilífur. Honum lýkur ekki við
sólarlagið í vestri. Hann heldur
áfram skeiði sínu hinum megin
á hnettinum. Að sólin sezt og
deginum lýkur fyrir mannlegri
sjón, stafar eingöngu af því, að
við sjálf erum staðbundin á
jörðinni. Ef við gætum fylgt deg-
inum eftir, þá myndum við kom-
ast að raun um, að sólarlagið,
eins og það kemur okkur fyrir
sjónir, er blekking, að dagurinn
varir, þótt sól hans sýnist sezt, og
heldur göngu sinni áfram — í
austur.
Kvekara fundur.
MOSKVA — Fyrir nokkru fóru
rússneskir kveltarar og endur-
skírendur til Stokkhólms til þess
að halda þar sambandsþing með
Svíum og Englendingum, af
sömu trúarbragðaflokkum.
Héinnrilklæífskerl
óskar eftir atvinnu. — Tilboð óskast sent Morgun-
blaðinu fyrir 25. þ. m., merkt: „Klæðskeri“ —475.
)»•
)■ ■
Stærsta og fjölbreytt-
g’ asta úrval bæjarins.
I \
rfog sl
á.V- 'vXvJu'vlr* ji
SKERMABUÐIN, Laugavcgi 15, sími 82635.
H f í 'o* i. * ‘
Sækir í sama ítorí
með matiiin hjá
Hamiltonfélagmu
KEFLAVÍK, 18 ágúst: — MIKIL
óánægja er með matinn í hinu
svokallaða „íslenzka" eldhúsi
Hamiltonfélagsins á Keflavíkur-
flugvelli. Síðan eldhúsinu var
skipt á milli íslendinga og Banda
ríkjamanna, hefur maturinn ver-
ið nær því óboðlegur, nema rétt
fyrstu dagana eftir breytinguna.
Matarefni allt er slæmt, útlent,
illa verkað stórgripakjöt og fisk-
urinn ótrúlega slæmur. hvort
heldur hann er reyktur, saltur
eða frosinn. Matartilbúningur er
nær því enginn nema við gufu-
suðu. Kartöflur eru oftast óætar
vegna skemmda og bragðs.
íslenzu matsveinarnir kenna
um illri aðstöðu í eldhúsinu og
slæmum innkaupum félags þess,
á vegum hersins, er rekur þenn-
an matsal. Báðir aðilar eiga sök-
ina, því íslenzku matsveinarnir
eiga ekki að láta hafa sig til
þess að framreiða illa tilbúinn
og lélegan mat, fyrir landa sína
og kalla það „islenzkan" mat. —
Nú eru í undirbúningi,. á meðal
starfsmanna^á flu^yei.linum, ráð-
stafanlr til þcss áð fá’ viðúnandi
lagfæringar á hádegismatnum svo
og á ioftræstingu og öðru hrein-
læjti í mrts^lnum. •<—Helgi S.
Þetta kemur mér í hug, þegar
ég hugsa um Einar Loftsson nú,
er hann hefur lokið göngu síns
ævidags hér á jörð, frá morgnin-
um til kvöldsins, frá austrinu til
vestursins. Hann ferðaðist með
opin augu. Hann var hugsandi
maður og leitandi sál. Hann var
einrænn á vissan hátt, en þráði
þó jafnan heitt vináttu, tryggð
og skilning annara manna. Al-
vörumaður en kunni þó vel að
meta gleðina og hnittin svör.
Skapstór og þungur á bárunni,
ef því var að skipta, en þó hlýr
og viðkvæmur. Heiil í starfi og
hikaði ekki við að fórna tíma og
kröftum fyrir þau mál, sem hon-
um voru hjartfólgin. Tryggur
! vinur þeim, sem traust hans
unnu. Dulrænn og dulfróður. Og
! fáir munu átt hafa öruggari og
1 sterkari fullvissu en hann um
! það, að dagur lífsins endar ekki
j í sólsetrinu í vestri, heldur ligg-
I ur leiðin „áfram lengra, ofar
| hærra“ — í austur.
! Einar Loftsson var fæddur
5. júní árið 1890 að Vatnsnesi í
Grímsnesi. Foreldrar hans voru
Loftur Gíslason, bóndi þar og
þriðja kona hans, Margrét Tóm-
| asdóttir hreppstjóra í Varmahlíð,
Sigurðssonar.
Einar lauk kennaraprófi í
Reykjavík árið 1909, þá aðeins
nítján ára gamall og gerðist síð-
an barnakennari, fyrst í Fljóts-
hlíð austur, síðan í Vestmanna-
eyjum, en fluttist þaðan til
Austurlands og gerðist barna-
kennari i Helgustaðahreppi við
Reyðarfjörð, en síðan á Eskifirði.
Tójcst hann þar á hendur for-
stöðu fríkirkjusafnaðar, er þaf
hafði starfað um nokkurt skeið
bg jgegndi þar prestsstörfum. —
j Sýhir þetta mæta vel'tráúát sáfn-
1 aðárins á hinum tiltölulþga unga
S
v
kennara þorpsins og einnig hitt,
á hvaða sviðum hugðarmál hans
sjálfs einkum voru. í þessu sam-
bandi, er skylt að geta þess, að
hér var engan veginn um neinn ;
sértrúarsöfnuð að ræða er
greindi á við þjóðkirkjuna í trú-
arefnum.
Árið 1930 mun Einar Loftsson.
hafa gerzt kennari við Miðbæjar-
barnaskólann í Reykjavík og
1 gegndi því starfi þar til á síðast-
1 liðnu ári. Síðustu árin kenndi.
hann nokkurrar vanheilsu en
| vann sín störf eigi að síður með
þeirri, samvizkusemi og .dugnaði,
sem honum var í eðli borið Á
| síðastliðnu vori ágerðist van-
heilsa hans og lá hann eftir það
' lengst af á sjúkrahúsum. Hann
andaðist á Landsspítalanum 13.
þessa mánaðar. Og í dag verður
lík hans til hinztu hvíldar borið.
Einar Loftsson var um langt
skeið í stjórn Sálarrannsókna-
félags íslands og hefur rnikið
ritað um sálræn efni og dulræn.
Ég átti því iáni að fagna að
kynnast honum og starfa nokkuð
með honum bæði í stjórn S.F.R.Í.
og öðrum félagsskap, sem honum
var eigi síður hjartfólginn —
Heilli, áhugasamari, óeigingjarn-
ari og starffúsari mann hef ég
naumast fyrirfundið um ævina.
Mun það og vera mál allra þeirra,
sem kynntust honum verulega
[ og störfuðu með honum.
Þessi fáu orð eru ekki og eiga
ekki að vera nein ævisaga. Þar
þyrfti lengra mál og ítarlegra.
Þau ber að skoða fyrst og fremst
sem kveðju til vegfarandans við
ferðaiokin og þökk fyrir sam-
fylgdina og samstarfið, ekki að-
eins mína þökk heldur og þökk
hinna mörgu vina hans og starfs-
bræðra, bæði nær og fjær.
Dagur hans á jörð er liðiiin.''
Dvöl hans á meðal okkar er orð-
in að endurminning þess, sem
var. Vegir hafa skilizt — um
skeið. En hlýhugur okkar og
einlæg þökk skal fylgja honum
út yfir sólarlagið, þangað sem
dagurinn varir og heldur áfram
í átt morgunroðans — í austur.
S. V.
1980 fliigstarfs-
mönnum sagt upp
CHICAGO, 17. ágúst: — Banda-
ríska flugfélagið „American Air-
lines“ hefur rekið 1900 flugfreyj-
ur, vélamenn og vallarstarfs-
menn úr starfi. Ástæðan til þess
er sú, að flugmenn félagsins hafa
verið í tveggja vikna verkfalli.
Jafnframt þessu hefur félagið
gefið 1200 öðrum starfsmönnum
sínum tilkynningu um, að þeim
verði sagt upp eftir tvær vikur,
ef verkfallið leysist ekki innan
tíðar.
Verkfall flugmannanna stafar
af því, að félagið vill að þeir
fljúgi meir en átta tíma á dag á
ferðum yfir meginland Banda-
ríkjanna. — Reuter-NTB.
Crépe
nælonsokkar
fyrir dömur.
Verð kr. 97,75 og 105,00.
Við seljum -ódýrt.
..MRAÐURINM
templarasundi-3
Templara^un-di 3 og
Laugavegi 143.
BEZT Atí AVGLÝSA
í MORGVJSBLAÐim
IBIII