Morgunblaðið - 26.08.1954, Síða 7
RÚSSNESKU valdhafarnir eru
nú örvæntingarfyllri en
Hokkru sinni áður yfir því hvað
matvælaframleiðslan í landinu
er í slæmu ástandi. Er ekkert
sem sýnir þetta gleggra, en hinar
skæðu árásir á Benediktov land-
búnaðarráðherra og það á hin-
um óheppilegasta tíma, en ein-
mitt þegar hin stórkostlega land-
búnaðarsýning er opnuð.
Þessi tvö atvik stangast held-
ur óþyrmilega á. Stærsta og
glæsilegasta sýning Rússaveldis
er opnuð og ætlazt er til að öll
þjóðin vegsami og lofi hin stór-
kostlegu framfaraspor, sem stig-
in hafa verið í landbúnaðinum.
★ ÁRÓÐURSÁHRIF
EYÐILÖGÐ
En stjórn kommúnistaflokksins
hefur eyðilagt áróðursáhrif sýn-
ingarinnar, með því að nota þetta
tækifæri til að hefja eitraðar
árásir á Benediktov landbúnað-
arráðherra og’íaðra starfsmenn
landbúnaðarráðuneytisins.
Þó hefur Benediktov víst sjald-
an unnið eins gott starf, eins og
með því að koma þessari sýningu
á. Hann á upptökin að henni og
til hennar hefur ekkert verið
sparað. Það hefði því frekar mátt
vænta lofsyrða um hann, dugnað
hans og framkvæmdasemi við að
opna sýninguna o. s. frv.
★ STEPPURÆKTUN IIEFUR
MISTEKIST
En í stað þess fær hann ráðn-
ingu og refsingu. Hann og ráðu-
neyti hans eru almennt sökuð um
kæruleysi og doða. Einkum er
hann sakaður um hve áætlanir
um að rækta 32 milljón ekrur af
steppum hafi mistekizt.
★ ENGIR VÍSINDAMENN
VIÐSTADDIR SÝNINGUNA
Það sætir þó 'enn meiri furðu,
að um sama leyti og landbúnað-
arsýningin var opnuð, fóru flestir
eða allir helztu búfræðingar
Rússa á ráðstefnu, sem haldin er
í Kurgan í Mið Asíu. Aðalum-
ræðuefnið á þeirri ráðstefnu er
ný aðferð, sem sögð er upp fund-
in til að auka frjósemi moldar-
innar. Er það maður nokkur að
nafni T. Maltsev. Hann er nú
smámsaman að fá á sig nafn sem
frelsari alls landbúnaðs Rússa
með líkum hætti og Lysenko
áður.
★ BJARGRÁÐIÐ SEM
DUGA SKAL
Bjargráðið, sem Maltsev er
sagður liafa fundið fyrir land-
búnað Rússlands, er að plægja
akurinn aðeins fimmta hvert
ár með plóg sem snýr jarð-
vegnum ekki við. Hin fjögur
árin á ekki að plægja jörðina,
heldur aðeins fara yfir hana
með diskaherfi. Og einmitt í
sambandi við þessa ráðstefnu
er gerð önnur árás á land-
búnaðarráðuneytið fyrir það
að það haldi ekki áhuganum
nægilega vakandi þegar um
nýjungar er að ræða eins og
Maltsev-kenninguna.
★ HVAÐ ER Á SEYÐI?
Eins og allir sjá af þessu, er
eitthvað mjög undarlegt á seyði.
Þetta sýnir í fyrsta lagi, að stjórn
arvöldin eru svo örvæntingarfull
útaf ástandinu í landbúnaðarroál
um, að þáú geta ekki einu sinni
beðið, þar til eftir opnun sýning-
arinnar. Svo mjög skortir á að
framleiðslan fullnægi þörf lands-
manna. En það getur verið að
enn- meira sé hér á seyði. Allar
líkur benda til þess að hér sjáum
við byrjunarátökin í alvarlegri
baráttu um æðstu völd í Sovét-
ríkjunum.
Þessir atburðir eru að ein-
Nýtt og furðulegt bjargráð Maltsevs,
plægja aðeins 5 hvert ár
Mikið var gert til þess að landbúnaðarsýningin rússneska yrði sem
glæsilegust. Myndir þessar eru teknar úr rússneskum áróðursblöð-
um. Efri myndin sýnir smíði 15 gistihúsa á sýningarsvæðinu, sem
ætluð voru fyrir erlenda gesti. Neðri myndin er af svínum, sem
valin voru og stríðalin sérstaklega fyrir sýninguna. En því miður
gefur sýningin enga rétta mynd af hinu alvarlega ástandi í land-
búnaðarmálum Rússa, þar sem framleiðslan hefur minnkað frá
því á dögum keisaranna.
hverju leyti tengdir við aðstöðu
Nikita Kruschev aðalritara komm
únistaflokksins, gem hefur verið
talinn annar mesti valdamaður
Sovétríkjanna síðan Beria féll
frá.
* LOFORÐ KRUSCHEVS
IIAFA BRUGÐIST
S.l. fjögur úr hefur Kruschev
verið yfirmaður landbúnaðarins
í Sovétríkjunum. Það var hann,
sem lét framkvæma meðan Stalin
var enn áá lífi, hina víðtæku end-
urskipulagningu landbúnaðarins,
þar sem tugir þúsunda lítiila
samyrkjubúa voru sameinuð í
stærri framleiðslumiðstöðvar.
Það var hann sem brenndi sig
einnig illa á fingrunum við að
framkvæma nauðungarflutningg
bænda. Ef þeir hefðu tekizt, þá
hefði verið i#m geysilega byltingu
að ræða.
En það var einuig Kruschev,
sem ag tilneyddur, eftir dauða
Stalins, að skýra þjóðinni frá
því hve landbúnaðirrinn var
illa kominn. Og því næst var
það hann sem einnig tilkvnnti
að nú skvldi hafið geysimikið
landnám, allar steppur Rússa-
veldis yrðu ræktaðar upp á
skammri stund. Loforð Malen-
kov-stjórnarinnar um bætt lífs
kjör hljóta að standa og falla
með því hvort umbætur
Kruschevs í landbúnaðinum
takast.
Árásirnar á Benediktov og
landbúnaðarráðuneytið, yfirlýs-
ingarnar um landbrotið á stepp-
um Rússlands hafi mistekizt og
hinar nýju og furðulegu uppfinn-
ingar Maltevs, sem eiga að bjarga
þjóðinni eru allt merki um það
að ekki er allt sem skyldi bak
við tjöldin Og það gerir þetta
enn furðulegra, að árásirnar skuli
hefjast einmitt um sama leyti og
1 landbúnaðarsýningin stóra er
opnuð.
★ FELLUR KRUSCHEV?
Það er hinsvegar ekki enn
fyllilega Ijóst, hvað hér er á
seyði. Er einkum tvennt, sem
kemur til greina, annaðhvort
að Kruschev sé með þessum •
aðgerðum að afla sér sektar-
lampa, sem verði kennt um öll
mistökin, meðan hann sleppi
sjálfur frá allri ábyrgð.
Hitt er einnig hugsanlegt, að
hér sé um að ræða fyrstu
merkin um heilt hafrót af á-
sökunum gegn Kruschev sjálf-
um, þar sem hver áætlun hans
á fætur annarri hefur farið
gersamlega út um þúfur. Sé
röðin nú komin að Kruschev |
sjálfum, þá eru það stórtíð- j
indi, sem geta komið allri j
stjórn æðstaráðsins út úr jafn-
vægi.
Eftir Edward Crankshaw.
(Observer — Öll réttindi áskilin)
FYRIR SKOMMU barst mér í
hendur eintak af Tímanum með
stjórnmálaleiðara undir fyrir-
sögninni: „Stjórnarsamvinnan og
Morgunblaðið“.
Sjálfstæðisflokkurinn og Fram
sóknarflokkurinn hafa nú farið
nær eingöngu saman með völd
í landinu síðan 1947, og alveg
einir borið ábyrgð á landsstjórn
síðan 1950. Þetta samstarf hefur
eftir ástæðum geíizt vel, og
menn ætlast yfirleitt til, að með
tímanum og áframhaldandi sam-
starfi muni þessum tveimur
flokkum, sem svo margt eiga
sameiginlegt, takast að mynda
æ traustari múr um málefni
þjóðarinnar, heilindi aukist, mis-
skilningur þeirra í milli smá
þverri og áður langt um líður
muni þeir smátt og smátt nálgast
hvorn annan, svo að samstæður
meirihluti í stjórnmálum geti
myndast í þjóðmálalífi okkar Is-
lendinga.
Þótt yfirgnæfandi meirihluti
Framsóknarmanna og Sjálfstæð-
ismanna yfirleitt telji þetta æski-
lega þróun, þá sýnir það sig æ
ofan í æ, að stjórnmálaritarar
Tímans óttast þessa þróun og
reyna hvað eftir annað að ýta af
stað ýfingum og ófriði milli
flokkanna. Þessar ýfingar hefjast
venjulega þegar liðið er á seinni
helming kjörtímabils, og síðasta
ár fyrir kosningar fara Fram-
sóknarmenn ávallt í fullkomið
blaðastríð við samstarfsflokka
sína. Hef ég heyrt svipuð ummæli
eftir forystumönnum allra stiórn-
málaflokka í landinu, að tilhugs-
unin um samstarf við Framsókn-
arflokkinn sé með ógeðugri póli-
tískum kenndum, og má helzt
líkja þeirri líðan við ástand sjó-
veiks manns, sem er á göngu um
borð í hafskip, sem á slæmt leiði
í vændum.
Mönnum hafa komið árásir
Tímans á samstarfsflokk sinn, og
sérstaklega á viðskiptamálaráð-
herrann, nú síðustu daga talsvert
iá óvart, og hafa þessi skrif valtið
spurningai' meðal fólks um það,
hvort nú væri að slitna upp úr
stjórnarsamstarfinu, eða hvort
verið væri að stefr.a að kosning-
um. Sumir telja ástandið nú í
fjármálum þjóðarinnar vera líkt
og var árið 1949, og Framsókn sé
að undirbúa nýjan kosningasigur
og muni ætla að leggja fram
bjargráð sín til lausnar, boða nýtt
gengisfall í þann mund, sem
slægjugjöld verða haldin í sveit-
um landsins og krefjast kosninga
að sláturtíð lokinni.
Árásir Tímans á Ingólf frá
Hellu minna hins vegar mjög
mikið á árásii' þess biaðs á Pétur
heitinn Magnússon á sínum tíina.
Traust það, sem báðir þessir
menn hafa notið meðal bænda
landsins og starf Ingólfs Jónsson-
ar sem samvinnufrömuðar í Rang
árvallasýslu og einhvers ágæt-
asta velgjörðarmanns landbúnað-
arins er skýringir. á árásum þess-
IVIBÆUSTtt
Hinar frægu „D C“ flugvélar, smíðaðar hjá Douglas,
eru mest notaðar af öllum flugvélum í heiminum.
Þér getið flogið mC'ð hinum risastóru nýtízku
Douglas ÐC—6 eða DC—6B á öllum helztu flugleið-
um hvar sem er.
um. En, kæru bræður við Tím-
ann, ég undrast, að þið skulið
ekki vera orðnir leiðir og þreyttir
á þessari baráttuaðferð. Þótt Tím
inn komi á hvert sveitaheimili í.
landinu, og þótt þið haldið alveg
skammlaust á penna og enda þótt
margir sveitamenn lesi skrif ykk-
ar með samúð og góðum vilja, þá
er alveg tilgangslaust fyrir ykk-
ur að reyna að jjera svart að
hvítu og hvítt að svörtu með
skrifum einum saman, — eða að
gera mikilhæfa þjóðarleiðtoga að
skítmennum og aumingjum í aug
um sveitafólksins. Þið ættuð orð-
ið að vita það af langri og oft
biturri reynslu, að íslenzkt
sveitafólk er hvorki heimskingj-
ar né barnalegir Bakkabræður.
Við óskum einskis fremur en að
blöð stjórnarflokkanna skrifi af
skynsemd og velvild um málefn-
in. En skrif Tímans að undan-
förnu og árásir hans á Ingólf á
Hellu eru aðeins eydd prent-
sverta. Algerlega tilgangslaus.
Þess vegna sendi ég ykkur vin-
samlega kunningjakveðju og bið
ykkur um að skrifa um eitthvað,
sem væri gagnlegra og jákvæð-
ara fyrir þjóðlífið. Ég kaupi og
ies Tímann. Oít er hann ritaðiu1
þannig, að hann stendur undir
greiðslunni. En ef skrifin halda
áfram með þeim hætti, sem hér
hefur verið gerður að umtalsefni,
þá má til að lækka áskriftarverð-
ið. Með bróðurlegri kveðju,
Gunnar Bjarnason.
Hvanneyri.
DEL MÍÍIVTE
Frœgt merki.
Flaskan 10 kr. (IV oz).
Verzlun
K R (> N
Bræðraborgarstíg.
Húsnæði — Aðstoð
Háskólanemi óskar eftir 1
herbergi og eldhúsi eða eld-
unarplássi 15. sept. eða 1.
okt. Þrennt í heimili. Til
greina kemur húshjálp,
kennsla eða fyrirfram-
greiðsla. Rcglusemi. Tilboð,
merkt: „H. B. — 72“, send-
ist afgr. Mbl.
UiTtg kamlaus,
imennAifö
h.jón geta fengið eitt her-
bergi, eldhús og bað til leigu
með því skilyrði, að kenna
unglingi í framhaldskóla. —-
Tilboð sendist Mbl. fyrir 1.
sept., merkt: „Kennsla - 68“.