Morgunblaðið - 26.08.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUISBLAÐIÐ FimmtudagUr 26. águst 195.4 Fróðlegjur fyrirlestur um söfju otj menti á Búðum Á Snæfellingamóti að Búðum 2. águst HIN árlega Snæfellingahátíð var haldin 1. ágúst vestur á Búðum á Snæfellsnesi. Það var Snæfellingafélagið í Reykjavík, sem efndi til hátíðarinnar. Mótið setti formaður Snæfell- ingafélagsins, Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá, með nokkrum velvöld- um orðum og skýrði dagskrá, sem hófst með guðsþjónustu. Séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík predikaði og söng annaðist kirkju kór Ólafsvíkurkirkju, undir stjórn Kristjönu Sigþórsdóttur. Þar næst hélt erindi Bjarni Kjartansson, sem mun vera elzt- Ur og fróðastur eldri Snæfellinga. — Rakti hann sögu Búða í stór- um dráttum' allt frá dögum Björns Breiðvíkingakapp og bróð ur hans er keypti land af Bakka (Hraunhafnarbakka). Rakti hann svo söguna á ýmsa lund, svo sem verzlun Hansa-kaupmanna, allt fram að dögum Bent Lauritsen, er hóf með þeim fyrstu byggð á Búðum, i Bentsbæ, og byggði þar kirkju í kfingum árið 1700. Stendur sú kirkja á sama grunni enn í dag og mun ekki hafa verið nema tvisvar endurbyggð. Þá rakti Bjarni framfarasögu Búða, því eftir þetta urðu Búðir nokkurskonar höfuðstaður Snæ- fellsnes, sunnan fjails, allt vestan frá Öndverðanesi, að Straumfirði hinum syðri. Bjuggu þar ýmsir mektar menn svo sem afi Jóns Espólíns, sagnfræðingsins al- kunna, Jakob Benediktsson og Jakob stóri Eiríksson. Var Jakob mestur framkvædamaður talinn á Búðum á 18. öld. Þá Niels Juul, danskur kaupmaður, þá Hans Hjaltalín, er var mikill kaupmað- ur á Búðum og Stapa fram undir 1820. Eftir það lék á lausu með kaupmennskuna þangað til 1837. — Þá kemur til skjalanna mikill og Voldugur kaupmaður, Hans Arboe Clausen, afi þeirra Clau- sen-bræðra. Var hann kaupmað- ur á Snæfellsnesi, eða öllu held- ur, að fyrirtæki hans stóð þar upp undir heila öid. — í þjónustu hans sem faktor og kaupmaður voru miklir og mætir menn svo sem Guðmundur Guðmundsson og Sveinn sonur hans, sem alltaf var kallaður Gúmesen, mætis- maður og framkvæmdamaður.. Hann var afi Önnu prestsfrúar í Reykholti, kona séra Einars, og stóð verzlun hans framundir 1876. — Þá tók við verzluninni og forustu hennar Hagbert Theil, afi Helga Tómassonar, læknis á Kleppi. Eftir hann kom maður sunnan úr Staðarsveit, Kjartan Þorkelsson prests Eyjólfssonar, að Staðarstað, en Kjartan var faðir ræðumanns. Hóf hann bú- skap með verzluninni í smærri stíl og var til ársins 1906. Þá flutti að Búðum síðasti kaupmað Urinn, en jafnframt sá voldug*- asti á seinni tíð, Finnbogi Lárus- son frá Gerðum. Hóf hann þar verzlun og útgerð og átti hann um 1100 fjár af íjalli, þegar flest var. Þá sagði Bjarni frá uppruna margra mætra manna, sem eiga kyn sitt að rekja til Hraunahafn- arbænda, svo sem Þorbjörgu, konu Thor Jensens, útgerðar- manns og móður þeirra kunnu bræðra, en meðal þeirra er Ólaf- ur Thors, forsætisráðherra, sem Bjarni komst þannig að orði um, að þó Ólafs yrði ekki að öðru getið í sögunni, en djarfsækni hans, drengskapar og dug í lífs- nauðsynlegu máli þjóðarinnar, landhelgismálinu, þá væri það ærið nóg til að halda nafni hans Uppi ,bæði í nútíð og framtíð. Þá gat Bjarni einnig annarar kyn kvísiar frá Hraunhöfn, en það var Ásdís Gísladóttir, kona Þórð- ar Dannebrogsmanns og alþingis- munns á Rauðkollsstöðum, en einn af afkomendum hans er Ás- geir frá Fróðá, formaður Snæ- fellingafélagsins, sem er sonar- sonarsonur þeirra. í ræðu sinni rakti Bjarni við- burði bæði í sögu þessara manna og það sem skeð hafði á fyrri tímum, svo sem um draugagang- inn á Fróðarheiði, spáfarirnar undir Fróðárheiði, reimleikana í Garðalandi, peningalogánn við danska stekk og margt fleira. Mikill mannfjöldi var á hátíð- inni og var þessu fróðlega og skemmtilega erindi Bjarna tekið með miklu lófataki. Allt fór mótið frarrt með mik- illi prýði og áfengi var þar ekki haft um hönd til neinna lýta. — Aftur á móti urðu ýmis skemmti- atriði að falla niður vegna óhag- stæos veðurs. Áður en Bjarni lauk máli sínu, gat hann starfsemi Snæ- felingafélagsins, svo sem endur- bótanna á hinu gamla íbúðarhúsi á Búðum, sem nú er á annað hundrað ára gamalt, en það byggði Clausen kaupmaður upp að mestu leyti, handa tengdaföð- ur sínum Sandholt og hlaut hús- ið nafnið Sandholts-hús. Undir forustu hins ágæta formanns á Snæfellingafélagið þakkir skilið fyrir þetta framtak, að breyta hinu gamla húsi í veglegt gisti- hús, Hótel Búðir, svo vegalagn- inguna frá Fróðárheiði að Búð- um, sem mjög auðveldar allar samgöngur til Búða. Læroi aS synda í susnar cg !a uk sundinu IGÆRMORGUN kom 4 ára ungfrú í Sundhöll Reykjavíkur og tjáði sundeftirlitsmanninum að hún ætlaði að synda 200 metr- ana. Eftirlitsmanninum brá í brún og taldi engar líkur til þess að hún gæti þetta. En sú litla var hvergi smeyk, og eftir að hafa gengið rækilega frá því, að mamma hennar færi ekkert burtu á meðan hún væri að synda, lagði hún til sunds og synti vegalengd- ina og er þar með yngsti þátttakandi landsins í samnorrænu sund- keppninni. OLL SYSTKININ LOKIÐ 2C0 M j Þetta var Soífía Ragnhildur Guðmundsdóttir til heimilis að Sörlaskjóli 70, dóttir hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur og Guð- , mundar Ásgeirssonar, pípulagn- ingarmeistara, sem innti þetta j afrek af höndum. En systkini j hennar tvö, Ásgeir, 7 ára og Jóna Ingibjörg, 5 ára, hafa einnig synt , tvöhundruð metrana í sumar og mun það vera einsdæmi að svo Verður Siklley fluininga ★ PALERMO, 25. ágúst: — Olíuflutningakongurinn Aristot- eles Onassis, sem kunnur er fyrir hin miklu áform, sem hann hef- ur á prjónunum í sambandi við olíuflutninga frá Persíu, er væntanlegur til Palermo á laug- ardaginn kemur. Ætlar hann að kynna sér möguleika á því, að fá að skrá einhvern hluta skipa- stóls síns á Sikiley, eftir því sem segir í kunnugum heimildum. ★ Sikiley nýtur á ýmsan hátt réttinda sem sjálfstætt ríki og getur ívilnað erlendum skipafé- lögum með því að leysa þau undan innanlandssköttum gegn fastagjaldi. Á Onassis mun hafa sett sig í samband við stjórn eyjarinnar og skýrt frá fyrirætlunum sín- um. — Reuter-NTB, Soffía litla. ungur systkinahópur hafi lokið 200 metrunum. Morgunblaðið átti viðtal við Soffíu litlu í gær er hún hafði nýlokið sundinu og gaf hún greið svör við öllum spurningum. MUNCHEN, Reuter. it Amerísk flugvél lagði af stað frá Múnchen til Boston á laugar- daginn í kappfiugi við dauðann. Flugvélin átti að flytja þriggja mánaða gamla þýzka telpu til Boston, þar sem hinn heimskunni sérfræðingur í heilaskurðaðgerð- um, dr. Ronald Matson, mun gera mjög vandasama skurðaðgerð á henni. ■jír Telpa þesi, sem heitir Kristín Túgel, þiáist af heilasjúkdómi, sem þýzkir sérfræðingar seg.ja, að að- eins dr. Matson geti læknað hana af. Bandaríska untanríkisráðu- neytið undirbjó ferðapapþíra telpunnar með amerískum hraða og amerískt ílugfélag flutti stúlk- una ákeypis yfir hafið. EKKERT HRÆDB — Hve gömul ertu? — Ég er fjögra ára. — Er langt síðan þú lærðir að synda? j — Já, já, ég lærði í sumar ein- I hverntíma, mamma segir að það séu næstum þrír mánuðir síðan. — Hjá hverjum lærðirðu? — Ég lærði hjá konu sem heit- ir Kristjana Jónsdóttir, inn í Sundhöll. — Ekki hefurðu farið ein í sundtímana? j — Nei, mamma fór með mér j og pabbi stundum, en þau þurftu þess ekkert. Ég rata þett.a alveg. — Varstu aldrei neitt hrædd í vatninu? — Ja, pínulítið fyrst, en svo hætti ég að vera hrædd, Jóna og Ásgeir voru oft með mér í vatn- inu og þau voru ekkert hrædd. En þegar Soffía litla var spurð, j hvað hún hefði tekið marga 1 sundtíma, leit hún spurnaraug- um á mömmu sína, sem leysti hana frá að svara því vandamáli, og sagði að hún hefði tekið 200 metrana eftir 24 kennslutíma, systir hennar Jóna, lauk sund- inu eftir 16 tíma, en Ájgeir stóri bróðir, eftir 14 tíma. F/ER EKKI ENN AÐ FARA í SVEIT — Hvar eru systkini þín? — Þau eru í sveitinni á Pat- reksfirði hjá ömmu minni, ég er svo lítil að ég fæ ekki ennþá að fara í sveit, segir mamma. En hvað er þessi maður að gera? Af hverju ætiar hann að taka af tnér mynd? bætti hún við og leit þykkjuþung á ljósmyndarann. Samkomulagið batnaði þó á milli þeirra og að endingu sendi hún honum sitt blíðasta bros. Ef allir foreldrar væru jafn óhugasamir að láta börn sín læra að synda ung, og foreldrar Soffíu litlu, væri meiri þátttaka barna í samnorrænu sundkeppninni en raun ber vitni um. Nú fer að verða hver seinastur, en þó gætu mörg hundruð börn synt ennþá, jafnvel þótt þau þyrftu nokkra æfingu. Soffía og systkini henn- ar hafa leyst sitt hlutverk með miklum sóma og er vonandi að það verði hvatning til annarra barna og þau fylgi dæmi þeirra. — M. Th. Hðllgríiif AKRANESI, 25. ágúst — Smíðl Hallgrímskirkju í Saurbæ geng- ur ágætlega. Lokið er nú við að heita má að steypa veggi og gafla kirkjunnar upp að risi, sagðl Sigurjón prófastur mér í dag, þannig að góðar horfur eru á' því að kirkjan verði gerð fok- held í haust. í fréttum af Haligrímskirkju I blaðinu fyrr í sumar taldi ég Loft Bjarnason útgerðarmann og frú Ásgerði Þorgilsdóttur í vara-< stjórn en hið sanna er að nefnd* in, sem í eru 5 manns er öll eirj aðalstjórn. —Oddur. SVENSKA DAGBLADET ræðir s.l. þriðjudag nokkuð um lands- leikinn í Kalmar, en leikurinn fór fram þann dag. Segir blaðið, að ýmsir hafi deilt á þá ákvörðun, að senda A-liðið gegn íslendingum, lið, sem hefði markstöðuna 25:2 úr fjórum síð- ustu landsleikjum sínum. Hvort það væri rétt að leggja svo mikið kapp á að „bursta“ íslenzka liðið. Anton Lindbergh, sem var far- arstjóri Svíanna, er þeir töpuðu 3:4 í Reykjavík, sagðist hafa góða ástæðu til þess að efast um að þetta yröi eins auðvelt og af væri látið. SKAGASTRÖND, 23. ágús'. — Á milli 40—50 bátar stunda núi reknetaveiðar á Húnaflóa, or hef- ur veiði verið sæmileg. 1 dag voru þeir með 15-—60 tunnur á b'.t. — Tvær söltunarstöðvar og og tvö frystihús taka á móti síldir.ni, og hafa nú verið saltaðar 700 tun.rur og 800 frystar. — 1 dag sást síld vaða út af Reyltjarfirði. Fún var smá, en feit. — Fréttaritari. AKRANES, 25. ágúst. — Hingað komu 12 reknetjabátar í clag rneS síld. Afli var áþekkur og í gær» frá 16—90 tunnur. Aflahæst var Aðalbjörg. Vélbáturinn Böðvar, sem fór héðan út í fyrradag með hring- nót að leita síldar var vestur undir Látrabjargi í gærkveldi. Ekkert hefur heyrzt frá honuní í dag. Böðvar er útbúmn með asdic-tæki. Sér í því einn km í allar áttir. — Oddur. Kveikt í heyi — Eg hef ckki gleymt þvi, hvernig þrssi Eíkarður Jóns- son hljóp í gegnum vörn okk- ar og skoraði fjögur rnörk, sagði Lindbergh. Hann er skotmaður af guðs náð og; T x , myndi sóma sér í hvaða stór-1 Laugarnesveg, en þar varð hey- UM nónbil í gær var slökkviliðið • kallað inn að Bjarmalandi við liði sem væri. Sigurður Jónsson, formaður KSI vildi engu spá um úrslitin, en gat þess, að ýmsir heima hefðu ráðlagt knattspyrnumönnunum að hætta við förina eftir ósigur Finna 1:10. En við erum ókveðn- ir í að gera okkar bezta, sagði hann. bruni. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang stóð lítill skúr, sem fullur var af heyi í björtu bá.'i. Fljót- lega tókst að kæfa eldinn í hey- inu, en allt mun það þó hafa eyðilagzt. Grunur leikur á að eldurinn hafi verið af mannavöldum. 3 igéiiðnni s S FYRIR nokkru var opnuð á Seyðisfirði sjómannastofa fyrir norska sjómenn og er það heimatrúboð sjómanna í Noregi, sem hefufl gengizt fyrir opnun þessa heimilis. Heimatrúboðið hefur um langt skeið rekið díka sjómannastofu á Siglufirði, en þar sem fiskiskipiní norsku hafa meira og meira fært sig austur fyrir landið, hefuE! Seyðisfjörður orðið einna helzta miðstöð þeirra. SJÚKRASKÝLI FYRIR SJÓMENN Árið 1953 gerði heimatrúboðið tilraun með slíka sjómannastofu á Seyðisfirði, og kom brátt í ljós að aðsókn að henni var geysi mikil af norskum sjómönnum. Það ár ákvað bæjarstjórnin í Bergen að kaupa hús handa stofnun þessari á Seyðisfirði, ef unnt væri. f sumar var fest kaup á húseign Halldórs Jónssonar og var þar opnuð sjómannastofa heimatrúboðs norskra sjómanna. í Sjómannaheimilinu er rúmgóð lesstofa fyrir 50—60 manns og einnig er hægt að fá veitingar. Þá er þar einnig sjúkraskýli sem rúmar 6—7 sjúklinga. bænastundir Sjómennirnir hafa með vissu millibili bænastundir, ýmist í sjómannaheimilinu eða í kirkj- unni 0g hefur sóknarpresturinn a Seyðisfirði annast þessar and- aktsstundir. Norðmennirir eru mjög glaðir yfir þessari stofnun og þakklátir Seyðisfjarðarbúum fyrir þann velvilja sem þeir hafa sýnt heimatrúboðsstarfserr. innx og telja að þetta megi verða til góðs fyrir bæði íslenzka og norska sjómenn. — Fréttaritarij

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.