Morgunblaðið - 26.08.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.08.1954, Blaðsíða 11
' Fimmtudagur 26. ágúst 1954 MORGIJTSBLAÐIÐ 11 ÍÞRÓTTIR Akureyringar leika knattspyrnu á í FYRRASUMAR var á Ak- ’’ 1. ureyri tekinn í notkun ný- gerður grasvöllur. Er vöilur- inn miðsvæðis í bænum og í alla staði mjög vel gerður. Mun völlurinn vera einhver bezti eða ef til vill bezti völl- ur landsins nú. Á honum eru laus mörk, svo ekki sé völl- urinn traðkaður niður með ó- hæfilegri notkun og við hlið hans æfingavöllur vel sléttur og mjúkur — án grass. Gæta Akureyringar hins nýja gras- vallar mjög vel í alla staði og er gerð vallarins og meðferð þeim til sóma. ★ ÁHORFENDASVÆÐI VANTAR En þó völlurinn hafi verið til- búinn í fyrra, er enn ýmislegt ógert á íþróttasvæðinu. Tiifinn- anlega vantar háa girðingu um- hverfis völlinn, svo hægt sé að hafa einhverjar tekjur af því sem þar fer fram. Völlurinn nýji er i byggður neðan við Brekkugötu. j Þar í brekkunni er hægt með til- j tölulega lítilli fyrirhöfn að koma j fyrir ákjósanlegum áhorfenda- bekkjum. Það verk virðist í fljótu bragði ekki umfangsmeira en ; það, að ungir félagar íþróttafé- | laganna á Akureyri gerðu það í j sjálfboðavinnu. Að því loknu yrði yöllur þeirra í einu og öllu til íyrirmyndar. Það sem sagt vant- ar aðeins herzlumuninn. Á ÞÓR SIGRAÐI 1:0. Fyrir rúmri viku sá ég á Akur- eyri leik milli K.A. og Þórs — leik, sem lauk með sigri Þórs 1:0. Leikurinn var daufur og þóf- Kfenndur og án mikilla tilþrifa. Bæði liðin eru sundurlaus og virðast æfingalítil, leikmennirnir finna illa hvorn annan, skipulag vantar í leikinn svo eðlilegt er, að allt fari í handaskolum. Á leikmönnunum er mjög mikill styrkleikamundur og það út af fyrir sig er mjög bagalegt. Ekki þarf þó lengi að horfa á leik nyðra til þess að sjá að þar eru á ferðinni efni í afbragðsgóða knattspyrnumenn. Akureyringar sendu Iið til Reykjavíkur til keppni í 1. fl. mótinu. Það lið stóð sig með mik- illi prýði, komst í úrslit, en tap- aði þar fyrir KR með 3:1. Margir Reykvíkingar þekkja því til leik- manna Akureyringa nokkuð Þeir geta teflt fram allsæmilegu úr- valsliði, en í tvö góð lið eiga þeir ekki menn — ekki ennþá. * LIDIN Meginstyrkur KA liggur í fram línunni — og þá aðallega í vinstri sóknarvæng. Ragnar Sigtryggs- sön v. innherji er bezti framherji Akureyrar nú. Hann er fljótur og byggir vel upp, og skotharður. Við hlið sér hefur hann tvo ágæta menn Björn Olsen útherja, sem er eldsnöggur, en nolikuð mis- tækur og Baldur Árnason mið- framherja, liðlegan leíkmann. Vörn liðsins leikur hins vegar mjög óskipulega. Bakverðirnir, sérstaklega Einar Einarsson, eru seinir, en hætta sér þó mjög fram bezta grasvelli landsins Þar er áhuginn mikill, en löng braut framundan til vegs og frama. á eftir framherjunum, og eru svo lengi að komast aftur í sínar stöð- ur. Slíkur leikur er oft afdrifa- ríkur. Framverðirnir megna ekki að bæta fyrir „afglöp“ bakvarð- anna. í markinu er þjálfari liðs- ins, Einar Helgason. Með hinum opna leik varnarinnar lendir Ragnar Sigtryggsson, bezti framherji Akureyrar. hann oft í erfiðri aðstöðu — bjargar oft vel með úthlaupum, því hann er sterkur og fljótur til, en þó úthlaup séu góð, þá er allt bezt í hófi og öruggur leikur milli stanganna er ákjósanlegri en úthlaup í tíma og ótíma. Þórsliðið er alger andstaða KA- liðsins. Þar er leikur varnarinnar sterkur og bezti maður liðsins er miðframvörðurinn Arngrímur Kristjánsson, sem stöðvaði hverja sóknartilraun KA-tríósins af ann ari. Hann ásamt Ragnari er í sér- flokki af knattspyrnumönnum Akureyrar í dag. Leikur hliðar- framvarðanna er ekki sterkur og framlínan er sundurlaus og á erfitt með að hrinda í fram- kvæmd því sem hún hefur hug á, — undantekning er þó markið, sem Guðm. Georgsson skoraði með góðu skoti í síðari hálfleik. Þórsliðið bjó þó yfir ákveðnari vilja og slíkt er alltaf mikilvægt í leik. + En nú er æska Akureyrar hef- ur fengið svo góðan völl til um- ráða, sem raun ber vitni, ætti þess ekki að verða langt að bíða, að þar komi upp sterkt kapplið. Undirstaða þess að sterk lið komi upp, eru góð vallarskilyrði. Þá undirstöðu er að finna á Akur- eyri — hitt á að koma frá leik- mönnunum sjálfum. Með rnciri æfingu, ákveðnari vilja og betra skipulagi munu Akureyringar ná langt í knattspyrnu. Þangað verð ur gaman að koma og horfa á kappleiki — sitjandi á áhorfenda bekkjum, sem íþróttafélagsmenn sjálfir byggðu í sjálfboðavinnu í þakklætisskyni fyrir að fá til af- nota og eígnar bezta knattíg>yrnu völl landsins. — A. St. AelksEáOizstsi BRÉFIÐ sem hér fer á eftir barst Íþróttasíðunni í gær. Það er birt hér, þó ritstjórn- in sé algerlega á öndverðum meið yið bréfritarann. Rit- stjórnin telur að sá andi sem þetta bréf er ritað í sé íþrótt- I unum skaðlegur. Orðalag eins og að manninum hafi verið vísað út af „algerlega að ástæðulausu" .... og .... „að búið var að áminna þennan mann tvisvar áður er algert aukaatriði“ og fullyrðingar eins og að „hér var um víta- J verð mistök að ræða“ miða i aldrei til lausnar neinum vandamálum og verða ekki íþróttunum til framgangs. ■ Svo hart er að orði komizt að furðulegt er, ef dómarinn ósk- j ar ekki rannsóknar á gerðum sínuni; Þar við bætist að full- trúi íþróttasíðunnar telur að farið sé með rangt mál í bréf- inu þegar talað er um hvernig dómarihn hóf leik eftir að vísað úfi af leikmanni KR var vísað út af vellinum. En hér er bréfið: ^ Hr. ritstjóri: Ég var einn af þeim mikla fjölda, er lagði leið sína út á íþróttavöll til þess að sjá úrslita- leik fslandsmótsins á milli Akra-, ness og KR, og ég hafði mikla j ánægju af að sjá hann, því þetta ! var tvímælalaust bezti kappleik- | ur ársins, þar sem tvö innlend lið léku. Það var reglulega gam- I an að sjá, hve bæði liðin léku vel og drengilega. Þess vegna kom það mér á óvart, er dómari leiksins greip inní er 10 mín. voru eftir af leik og visaði ein- um af liðsmönnum KR út af vell- inum, algjörlega að ástæðulausu, því þarna var aðeins um venju- lega baráttu um knöttinn að ræða, þar sem báðir aðiljar vildu ná tökum á honum, ef þess væri nokkur kostur, og í því augna- miði teygja þeir sig í hann eins Framh. á bls. 12 EvrópsiBfisiðlaraitiótið Asmyndur k©mst í undanúrslit Zalopek-hjónin melstarsr EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ í frjálsíþróttum var sett í^Bern í Sviss í gær með mikilli viðhöfn. Gengu nær þúsund keppendur fylktu liði inn á leikvanginn í stafrófsröð ríkjanna. Var nokkur úrkoma er aetningin fór fram, en veður að öðru leyti gott. Burg- leigh lávarður forseti alþjóða-frjálsíþróttasambandsins flutti setn- ingarræðuna, en forseti Sviss setti síðan mótið. í gær fóru fram undanrásir i 100 m hlaupi. í 8. riðli hljóp Ásmundur Bjarnason og varð hann annar í sínum riðli á 11,1 sek. Kemst hann þar í undan- úrslit. í skeytum þeim er Mbl. barst er ekki minnzt á Guð- mund Vilhjálmsson, og þar með hefur hann ekki komizt í undanúrslitin. Undankeppni fór og fram í þrístökki. Komust 9 menn í úrslit og er Vilhjálmur Einars son ekki á meðal þeirra. Er því ekki kunnugt um hve langt hann stökk. KEPPNISGREINAR Auk þessara greina fór fram keppni í 800 m hlaupi (undan- rás), 800 m hlaupi kvenna (und- anrás), 10 km hlaupi, spjótkastj,, kvenna, 400 m hlaupi (undanrás), 110 m grindahlaupi (undanrás), hástökki kvenna (forkeppni) og maraþonhlaupi. Urslit í maraþonhlaupi urðu þau að Karvonen Finnlandi sigr- aði, næstir komu Rússarnir Grisl- hav og Filin. í 10 km hlaupi varð Zatopek Evrópumeistari og í spjótkasti kvenna Zatopekova Tékkóslóvakíu. Úrslit frá deginum í gær: 10 km hlaup: Evrópumeistari Zatopek Tékkóslóvakíu 28:58,0' 2. Kovacs Ungverjal. 29:09,8 (?)', 3. Schabo Ungverjal. 29:29,2, 4. Schade Þýzkal. 29:52,8, 5. Miha- Fra-nh. á bls. 12 I gær kom 3. flokkur KR heim úr keppnisför sinni til Danmerkur þar sem þeir sigruðu á eins konar Norðurlandamóti 3. flokks. Al’s léku drengirnir 10 leiki. Unnu þeir 6 þeirra, gerðu 3 jafntefli og töpuðu 1 leik og Skoruðu 28'mörk gegn 11. Hér er skrá yfir alla leiki drengjanna ytra. 4. ágúst í Hilleröd K.R. —- FIF 0—0 7. — í Karise K.R. — Karise Idr. Klubb 6—0 8. — í — K.R. — VIF frá Stockholm 5—0 9. — í — K.R. — MSS frá Helsingfors 5—4 12. — í Bagsværd K R. — VIF frá Stockholm 4—0 14. — í — K.R. — MSS frá Helsingfors 3—0 14. — í — K.R. — BIF frá Bagsværd 2—1 15. — í — K.R. — SIF frá Stavanger 1—1 16. — í Malmö K.R. — Malmö FF 1—4 19. — í Bagsværd K.R. — AB Kaupmannahöfn 1—1 Malmö FF stýrkti lið sitt með 3 mönnum úr 2. flokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.