Morgunblaðið - 26.08.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.08.1954, Blaðsíða 16
Veðurúlliiídag: Stinningskaldi norðan. Minnk- andi úrkoma. #YípriMaMt!> 193. tbl. — Fimmtudagur 26. ágúst 1954 Korsku listamennirnir. Sjá grein á bls. 9. Fundur utanríkisráð- herra Norburiand- anna hér í næstu viku Ræða urn mál á þingi S. Þ. IBYRJUN næstu viku hefst hér í Reykjavík fundur utanríkis- ráðherra Norðurlandanna. — Fyrstur til fundar þessa mun mæta H. Lange utanríkisráðherra Noregs, sem er væntanlegur á morgun ásavnt samstarfsmönnum sínum. FYRIR ÞING S.Þ. Það hefur verið venja að utan- xíkisráðherra Danmerkur, Is- lands, Noregs og Svíþjóðar, komi saman til fundar nokkru áður en allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna hefst í New York. •— Hafa ráðherrarnir rætt um J>au mál sem á dagskrá þingsins eru og einnig á þessum fundi verður þing S.Þ. aðalmálið. NORSKI RÁÐHERRANN FYRSTUR Halvard Lange utanríkisráð- herra Noregs er væntanlegur með Loftleiðaflugvél á morgun frá Stavangri. Með honum verða *Thore Boye skrifstofustjóri, Per Vennemoe deildarstjóri og ritari Oyda Dahm. RÁÐHERRAR PANMERKUR OG SVÍÞJÓÐAR Á sunnudaginn kemur með Gullfaxa utanríkisráðherra Dana, H. C. Hansen, F. Schön skrif- stofustjóri, Finn T. B. Friis skrif- stofustjóri og B. Paulson fulltrúi. —- Með Gullfaxa kemur einnig utanríkisráðherra Svía Unden ásamt aðstoðarmönnum sínum. Ráðherrafundurinn mun hefj- Þórshöfn vann Víking í slagveðrinu í gærkvöidi í GÆRKVÖLDI fór fram á Iþróttavellinum knattspyrnu- kappleikur milli færeyska liðs- ins frá Þórshöfn og Víkings. — Leikar fóru þannig að Færeying- ar unnu með 3:2 (2:1 í fyrri hálfleik). Ausandi rigning og slagveður var g meðan leiknum stóð og völlurinn einn vatnselgur. Var upp undir það hægt að taka 200 metrana þar, að sögn gárung- anna. Leikmennirnir voru að sjálf- sögðu eins og dregnir af sundi í lcikslok, og rétt er að geta þess að nokkrir áhorfendur voru svo harðir af sér að þeir létu hvergi bilbug á sér finna, þótt þeir vöknuðu. Skemmtiferð FUS Varðar VÖRÐUR, félag ungra Sjálf- stæðismanna á Akureyri mun fara í skemmíiferð til Ólafs- fjarðar um helgina. Verður i lagt af stað frá Akureyri á laugardag og ekið út til Ól- afsfjarðar. Þar mun félag ungra Sjálfsíæðismanna á staðnum taka á móti Akur- eyringunum og verður skemmtun og dansleikur um kvöldið'. — Á sunnudaginn verður ekið að Hólum í Hjalta dal og víðar. Fararstjóri verður Sigurður | Jónasson, formaður F.U.S. j Varðar. ast á mánudaginn og stendur hann yfir í tvo daga, en ráðherr- arnir munu halda heimleiðis þeg- ar á miðvikudaginn. Nýr sendiherra Bandaríkjanna á íslandi WASHINGTON. — Eisen- hower forseti hefur skipað John J. Muccio sendiherra Bandaríkjanna á íslandi í stað Edward B. Lawson, sem í apríl s.I. var skipaður am- bassador í fsraels-ríki. John J. Muccio er 54 ára að aldri. Hann hefur starfað í bandarísku utanríkisþjónust- unni síðan 1923. Var hann m. a. sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu frá 7. apríl 1949 til 14. nóvember 1952. Síðan hefur hann starfað í utanríkisráðuneytinu í Was- hington. Öldungadeildin hefur stað- fest skipun hans. Velheppnað héraðs- mó! í Slykkishélmi STYKKISHÓLMI, 23. ágúst. — Héraðsmót Snæfellsness- og Hnappadalssýslu var haldið s. 1. laúgardag í Stykkishólmi. Hófst það kl. 8 um kvöldið með því, að Árni Ketiibjarnarson formaður Sjálfstæðisfélaganna í Stykkis- hólmi flutti ávarp. Alþingismenn- irnir Gunnar Thoroddsen og Sig- urður Ágústsson fluttu ræður, en þeir Haraldur Á. Sigurðsson, Brynjólfur Jóhannesson, Guð- ' mundur Jónsson og Fritz Weiss- happel skemmtu. Ólafur Jónsson frá Elliðaey las frumort kvæði, og á eftir var stiginn dans til kl. 2 um nóttina, en hljómsveit Stykkis- hólms lék. Héraðsmót þetta var mjög fjöl- mennt, og skemmti fólk sér vel. Fór mótið fram með mikilli prýði og var Sjálfstæðisfélögunum til hins mesta sóma. — Árni. Hafaarfjarðarbátar öfluðu ve! í gær HAFNARFIRÐI. — Reknetja- bátarnir hafa aflað treglega und- anfarna daga, þar tíl í gær, en þá voru þeir með frá 30 tunnum og upp í 90. Hafdís hafði mestan afla eða um 90, Stefnir um 70, Örn Arnarson ,um 60, Fram 50— 60, Fiskaklettur um 50, Villi um 30. í þessari upptalningu getur munað nokkrum tunnum til eða frá. — Síldin er mjög misjöfn að gæðum, og er enn afarlítið hægt að salta. Nú eru fjórir togarar á veið- um: Ágúst: Röðull, Júní og Júlí, sem fór síðastliðinn laugardag og veiðir fyrir Þýzkalandsmarkað ásamt Röðli. — G. E. Ncrskir iisfamenn í heitnsékn Þessi mynd var tekin, þegar formaður Menntamálaráðs tók á móti norsku myndlistarmönnunum, sem komu hingað í gær. Standandi, talið frá vinstri: Myndhöggvarinn Odd Hilt, málarinn Sigurd Winge, málarinn Reidar Aulie, Andersen-Rysst, sendiherra, Valtýr Stefánsson, form. Menntamála- ráðs, myndhöggvarinn Stinius Frederiksen og málarinn Harald Dal. — Sitjandi: Frú Kristín Jóns- dóttir, listmálari, frú Winge, frú Aulie, frú Frederiksen og frú Dal. — Sjá grein á bls. 9. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) ! Hollandsfarar þreyta skákkeppni EINS og kunnugt er gekk söfn- unin til styrktar utanfarar skákmanna, sem fara til Hollands í næstu viku mjög vel. Skák- samband íslands hefur því, í sam- ráði við skákmenn, sem ekki fara til Hollands, ákveðið að úr- val úr liði þeirra tefli við Hol- landsfarana n.k. sunnudag. — Keppnin verður háð í Tjarnar- kaffi og hefst kl. 1.30 e. h. Skáksambandið vill sýna þeim fjölmörgu, sem studdu fjársöfn- unina á drengilegan hátt eitt- hvert þakklæti, og verður því aðgangur að keppni þessari heim- ill hverjum sem er ókeypis. LIÐIÐ GEGN IIOLLENDINGUM Ekki er ákveðið hverjir keppi af hálfu heimasetu úrvalsins. En líklegt er að þessir menn verði í liðinu: Guðjón M. Sigurðsson, Ás- mundur Ásgeirsson, Sveinn Krist insson, Árni Snævar, Lárus John- sen og Jón Pálsson og til vara Birgir Sigurðsson, Ólafur Sig- íslenika ótvarpið vildi útvarpa lands- leiknum við Svía MEGN óánægja hefur ríkt yf- ir því hér heima að Ríkis- útvarpið skyldi ekki útvarpa landsleiknum milli íslend- inga og Svía í Kalmar. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur fengið hjá Ríkis- útvarpinu gerði það tilraun til þess að fá leiknum útvarp- að á stuttbylg.jum frá Svíþjóð og endurvarpað héðan. En samstarf gat ekki tekizt um j það við sænska útvarpið. —1 Engin ástæða er þess vegna til þess að deila á íslenzka útvarpið í þessu sambandi. Ríkisútvarpið lét hins veg- ar taka lýsingu á leiknum upp á stálband og mun henni' væntanlega verða útvarpað í kvöld eða eitthvert næstu kvölda. á sunnudag urðsson, Óli Valdemarsson og Eggert Gilfer. Skákstjóri mun verða Áki Pétursson. ^ NAUÐSYNLEGT Keppni sem þessi er mjög j nauðsynleg og er gott fordæmi | j um að halda slíku áfram, þegar að næstu utanför kemur. Hún veitir í senn ánægjulega skemmt un fyrir almenning og þjálfar jafnframt liðið, sem ætti að hafa þann metnað að halda vel á spöð- unum og láta nú hvergi bresta. Skáksambandið biður alla, sem ánægju kunna að hafa af skák að líta inn í Tjarnarkaffi (uppi) n.k. sunnudag og horfa á skemmti lega keppni. Heldur söngskemml- un á fsaflrði UNGUR söngvari, Jón Laxdal1 Halldórsson, hefur í hyggju að halda söngskemmtun á ísafirði og á fleiri stöðum vestra í fyrstu viku september. Undirleik hjá honum mun annast Jón Ásgeirs- son píanóleikari. Jón Laxdal er ættaður frá ísa- firði. Hann hefur stundað söng- og leiknám bæði hér heima og erlendis. Fær ársfrí frá störfnm sínuni ÞÓR SANDHOLT, arkitekt, sem er forstöðumaður skipulagsdeild- ar bæjarins, hefur fengið árs frí frá störfum, án launa, þar sem hann hefur verið settur skóla- stjóri Iðnskólans eins og kunn- ugt er. — Bæjarráð samþykkti þetta á fundi sínum um daginn, en ekki var þá tekin ákvörðun á þeim fundi um hver verði for- stöðumaður skipulagsdeildarinn- ar á meðan. Ljósmyndir úr j VarSar-ferðínni LJÓSMYNDIR, sem teknar voru í ferð Varðar um sögustaðj Rangárvallasýslu s.l. sunnudag, verða tií sýnis í skrifstofu Sjálf. stæðisflokksins næstu daga. Þeir, sem vilja, geta panta® þar eftir þeim.__ Heilirigning í Reykjavík GEYSIMIKLAR rigningar voru seinnihluta dags í gær í Reykja- vík og má víst telja, að ekki hafi þar rignt jafnmikið á jafnskömm um tíma í allt sumar. Á knatt- spyrnuvellinum fór fram keppni milli Víkings og Færeyinga, að viðstöddum örfáum áhorfendum undir regnhlífum og sjóhöttum. Var engu líkara en þar væri um sundknattleik ag ræða, fremur en knattspyrnu. Seint í gærkvöldi, er rigning- unni hafði nokkuð slotað, átti blaðið tal við Veðurstofuna og spurðist fyrir um úrkomumagnið. Svo illa hafði þá til tekizt, að hinn sjálfritandi rigningarmælir hafði bilað og því engar upplýs- ingar fáanlegar um rigningar- magnið. ________ | Enn óvíst livort ! Hæriiigur verður seldur til Noregs © KAUPENDUR síUlarbræðsIu skipsins Hærings í Noregi, hafa ekki fengið leyfi stjórnarvald- anna til þess að kaupa skipið, en greiðsla þcss á að fara fram í sterlingspnndnm. • Stjómín mun enn ekki hafa tekið lokaákvörðunina, um það hvort hinnm norsku kaupendum skuli heimilað að kaupa skipið, en úrslitanna er að vænta þá og þegar. ® I kanpsamningnum voru þa« skilyrði, að leyfi stjórnarvalda beggja landanna til kaupanna fengist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.