Morgunblaðið - 26.08.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.1954, Blaðsíða 1
16 siður Eftir Briisselfundinn hélt Mendes France til Englands. Þar tók Winston Churchill á móti honutn og bauð hann velkominn. Mendes France fór til Bretlands með flugbátnum „Biggin Hiil“. Tvö flugslys á mánudaginn Haag 23. þ. m. Reuter-NTB. VÖ flugslys hafa orðið með stuttu millibili eftir helgina, og hafa kostað 32 menn lífið. Á mánudaginn fórst hollenzk far- þegaflugvél yfir Norðursjó og skömmu seinna fórst önnur farþega- flugvél, bandarísk, með þeim afleiðingum, að 11 manns létu lífið. HOLLENZK <® SKYMASTERVÉL Hollenzka flugvélin sem var Skymastervél frá flugfélaginu K.L.M. fórst yfir Norðursjó á mánudagsmorgun. Var flugvélin á leið frá New York til Amster- dam, er hennar var saknað og hófu leitarskip og flugvélar þeg- ar leit að vélinni. Fannst fljót- lega brak á floti og logandi ben- síngeymir, sem bentu til hver ör- lög flugvélarirmar hefðu orðið. ANNAÐ SLYS SKÖMMl' SEINNA Skömmu seinna var tilkynnt frá Mazon City í Bandaríkjun- um, að farþegaflugvél hefði far- izt skammt suður af borginni og með henni 11 manns, farþegar og áhöfn. Verkfai! í Hul! LONDON, 25. ágúst — Verkfall hefur nú skollið á hjá hafnar- verkamönnum í Hull í Englandi og skipaafgreiðsla lömuð af þeim orsökum. Fulltrúar frá verka- mannasambandinu reyndu í dag að telja verkamennina á að hverfa til vinnu, en málamiðlun- artillögum þeirra var hafnað. Verkfall þetta hófst fyrir viku vegna deilu sem kom upp er skipa skyldi upp kornvörum úr skipum með handafli. Um 4000 manna taka þátt í verkfalli þessu. —Reuter-NTB. Fréttir í stuttu máli PARÍS 25. þ. m. Mendes-France hefur lýst þvi yfir á fundi frönsku hermála- nefndarinnar, að stjórn hans muni ekki biðjast lausnar þótt tillögur hans um varnarsáttmála Evrópu yrðu ekki samþykktar í neðri deild fransl^a þingsins. — Hann lýsti því ennfremur yfir að Bretar og Bandaríkjamenn væru reiðubúnir að veita Vestur- Þýzkalandi fullkomið sjálfstæði, ef samningurinn um Evrópuher- inn færi út um þúfur. LONDON 25. ágúst. Brezka sendinefndin, sem er á ferðalagi um Kína, heimsótti Mao Tse-tung forseta kommún- istastjórnarinnar í Kína í gær- kvöldi og sat kvöldverðarboð hjá honum. Er þetta í fyrsta sinn sem vest- rænir stjórnmálamenn njóta gistivináttu kommúnistaleiðtog- ans eftir valdatöku kommúnista í Kína. Var birt tilkynning að boðinu loknu og sagt að hið bezta hefði farið á með Attllee og Mao. Mao hefur leitað hófanna hjá Attlee, um að hann beiti áhrif- um sínum í þá átt, að fá Banda- ríkin til að viðurkenna stjórn kommúnistanna og hætti að láta 7. flota sinn verja Fonnósu. — Reuter. Ameríkanar sýna listaverk WASHINGTON, 25. ágúst. — Streibert, framkvæmdastjóri amerísku upplýsingamálaskrif- stofunnar tilkynnti í dag að nú á næstunni yrði hafizt handa um sýningu á beztu málverkum ame- rískra listmálara í 64 löndum. Myndirnar, sem sýndar verð-i, eru eftirlíkingar 41 frægra mynda, og eiga að sýna hápunkt amerískrar málaralistar frá því seint á 17. öld fram til vorra daga. Myndir þessar voru valdar af sérstakri nefnd frá Lista- ! mannabandalagi Bandaríkjanna. 36 listamenn eiga myndir á sýn- ingu þessari, og af þeim eru sex núlifandi málarar. Brasilíubúar syrgja hinn látna forseta Lik hans flutt til fæðingarbæjar hans London 25. þ. m. — Reuter. Lí K Vargas forseta Brasilíu, sem framdi sjálfsmorð í gærmorgun, hefur nú verið flutt í flugvél frá höfuðborginni Rio de Janeiro til San Borgia, sem er fæðingarbær forsetans. Forsefi Bandaríkjanna sfað- t feslir lö|in m að banna siarfsesni kommúnisfa Dauðarefsing við njósnum á friðartjmum Washington, 25. ágúst. EISENHOWER forseti Bandaríkjanna staðfesti í gær lagafrum- varp það, sem þingið hefur samþykkt um að svipta komm- únistaflokkinn þar í landi öllum lagalegum réttindum. Lög þessi, sem kölluð eru Kommúnistaeftirlitslögin árið 1954, svipta Komm- únistaflokkinn öllum lagalegum grundvelli og fyrirskipa að skrá hjá löggæzluvaldinu nöfn allra meðima hans. En það eitt út al fyrir sig, að vera meðlimur, er ekki lögbrot. -----------------------OÖFLUGRA VOPN Eisenhower sagði við þetta tækifæri að lög þessi miðuðu að því, að fá löggæzlu Bandaríkj- anna öflugra vopn í hendur i baráttunni gegn kommúnista- ógnuninni. Hann bætti við að lög þessi væru einn þáttur í ákvörð- un bandarísku þjóðarinnaar a3 afnema með réttlætanlegum að- ferðum, og í samræmi við stjórn- skipunarlög landsins, þann fé- lagsskap, sem skipulagður væri í þeim tilgangi, að mynda sam- ræmi til þess að steypa hinu ameríska stjórnskipulagi af stóli með ofbeldi og lögleysum. ÞÚSUNDIR MANNA <^~ FYLGDU GRÁTANDI . . . Líki forsetans var ekið á fall- byssuvagni til flugvallarins og gekk núverandi forseti Brasilíu í broddi fylkingar, en hersveitir stóðu heiðursvörð allt í kring Á eftir komu síðan þúsundir áhorf- enda, margir þeirra með tárin í augunum. ÁTTA DAGA SORG Borgarstjórinn í Sao Paulo, næst stærstu borgar landsins, hefur fyrirskipað opinbera sorg í átta daga og vinnustöðvun á öllum opinberum stöðum og byggingum þann dag, er jarðar- förin fer fram. DEILUEFNIN GLEYMD Borgarstjórinn beindi þeirri áskorun til þeirra, er nú sitja að völdum, að halda á lofti hugsjón- um og fyrirtælunum hins látna forseta. Hann bað einnig and- stæðinga Vargas að láta öll deilu- efni við hinn látna vera gleymd og grafin með honum. Varnarbandaleg KAIRO, 25. þ. m. — Egyptaland og írak hafa komið sér saman um að styðja núverandi varnar- bandalag arabisku ríkjanna með víðtækara hernaðarbandalagi ríkjanna í Vestur-Asíu. Tyrk- land og Pakistan munu geta tekið þátt í þessu varnarbandalagi, ef þau æskja þess síðar, segir í til- kynningu frá Bagdad. • Ennfremur segir í tilkynn- ingum um þetta efni, að írak! muni ekki verða aðili að hern- ■ aðarbandaiagi Tyrkja og Pakist- an í þess núverandi mynd. Sam-! komulag náðist um þetta atriði ■ í viðræðum milli Sýrlandsstjórn-, ar og íraks fyrir nokkru. ÆTLAR AÐ ÞURRKA UT VERKALÝÐSFÉLÖG KOMMÚNISTA Forsetinn sagði ennfremur að bandaríska þjóðin gerði sér ljóst, að með því að banna starfsemi kommúnista í verkalýðsfélögum á annan hátt en þann, sem stjórn- skipunarlög leyfa, væri verið að stofna löggjafarstarfsemi þjóð- arinnar í voða. í útvarpi sínu til bandarísku þjóðarinnar á mánudaginn, lét hann svo um mælt, að hann hefði einsett sér að þurrka út slíka kommúnista- starfsemi, en jafnframt halda sér innan takmarka stjórnar- skrárinnar með allri virðingu fyrir mannlegum réttindum. DAUÐAREFSING Á FRIÐ ARTÍMUM Forsetinn hefur ennfremur lýst því yfir að hann muni staðfesta lög, sem leggja dauðarefsingu við njósnum á friðartímum. Indlsnd lekur ekki r i um ðryggisbandalag 'uðaustur-Asíu þjóðanna LONDON, 25. ágúst. — Pandit Nehru, forsætisráðherra Ind-1 lands, hefur lýst yfir að Indland muni ekki senda neinn fulltrúa 1 á ráðstefnu þá, sem haldin verð- ur í næsta mánuði á E'ilippseyj- j um og á að ræða um varnar- ; bandalag Suðaustur-Asíu. • Hann lýsti því yfir á þing- fundi, að það væri skoðun ind- versltu stjórnarinnar, að sameig- ^ inlegt varnarbandalag Súðaustur- t rikjanna mundi verða til að auka j enn meir viðsjár milli þjóðanna, og þannig ekki gera armað en auka á ófriðarhættuna í heirnin- um. Pinay vill gefa Evrópu her 18 mán. reynslu Síðasta tilraun til að fá hann samþykktan í franska þinginu París 24. ágúst. Einkaskeyti frá Reuter, FORGÖNGUMENN og fylgjendur Evrópuhersins í franska þjóð- þinginu hafa nú byrjað sameinað átak til að reyna að bjarga honum heilum í höfn. Hafa þeir borið fram tillögu um að franska þingið samþykki aðild að Evrópuhernum með því skilyrði að bann starfi fyrst í eins konar reynslutíma í 18 mánuði. Eftir þann tíma skuli taka samninginn til endurskoðunar og breyta honum í sam- ræmi við fengna reynslu. PINAY HEFUR FORUSTUNA Þingmenn þeir sem bera fram tillöguna eru úr mörgum flokk-’ um, jafnaðarmanna, sósíalradi- kalir, úr kristilega flokknum og hægri menn. Sá sem forgöngu hefur um þetta er Antoine Pinay, fyrrum forsætisráðherra. VANDAMÁL STJÓRNARINNAR Umræður um Evrópuherinn fara fram í franska þjóðþinginu leftir fjóra daga. Stjórnin kom saman á ráðuneytisfund í dag til að ræða hvernig leggja eigi þetta vandamál fyrir þingið. Álíta menn að stjórnin geti ekki leng- ur verið hlutlaus í þessu máli. I Andstæðingar Evrópuhersins jlýstu því yfir i dag, að frum- varpið um aðiíd að honum yrði ifellt. Segja þetr að að minnsta ; kosti 338 af 626 þingfulltrúum muni greiða atkvæði á móti hon- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.