Morgunblaðið - 17.09.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.09.1954, Blaðsíða 7
MORGU N BLAÐIÐ 7 [" Föstudagur 17. sept. 1954 v Bréf frá Guðmundi Amlaugssyni EKKI er annað hægt að segja en að fyrstu fjórar umferð- irnar hafi gengið framar öllum vonum, enda hafa ýmsir erlendir skákmenn látið það í ljós við mig nú þessa síðustu daga, að þeir hafi ekki búizt við íslenzku sveit inni svona sterkri og óskað til hamingju með taflmennskuna og árangurihn. Við erum í öðru sæti með 10 % vinning, að vísu góðum spöl neðan við Rússa, sem hafa 13 vinninga, og aðeins hálfum vinning ofan við Hollendinga, en hins vegar heilum tveimur vinn- ingum ofan við Austurríkismenn sem eru hættu'legustu keppinaut- ar okkar. Menn eru farnir að óska okkur til hamingju með að kom- ast í deild sigurvegaranna, en sjálfir erum við ekki allt of ör- uggir, við vitum sem er að við eigum erfiðasta áfangann eftir, sjálft rússneska tröllið, þar sem Austurríkismenn og Hollending- ar eiga að kljást saman. Fari svo að við fáum núll gegn Sovétrikj- unum, sem er mjög vel hugsan- legt, þarf ekki annað til en að Austurríkismenn vinni Hollend- inga með 2 Vi, 3 eða 3% vinning til þess að það verði Hollending- ar og Austurríkismenn sem upp fara, en við sitjum eftir. Tveir síðustu möguleikarnir eru að visu býsna ósennilegir, en þetta er engu að síður nógu mikil óvissa til þess að auka á spenninginn, sem er þó sannarlega nógu mikill áður, þar sem ísland teflir við heimsmeistarana í fyrsta skipti. VIÐUREIGNIN VIÐ RÚSSA Friðrik átti hvítt gegn Bron- stein, lék e4 og kom fram fransk- ur leikur. Friðrik teflir varlega eins og sjálfsagt er, velur Rd2 afbrigðið; skákin teflist áfram hægt og sígandi, fast og rökrétt, hvorugur nær taki svo að um muni og eftir 22. leik sinn býður Bronstein jafntefli, sem Friðrik þiggur. Á þessum degi virtist mikill munur á því að hafa hvítt og svart. Friðrik og Guðm. Ág. höfðu hvítt og fengu jafngott eða betra tafl út úr byrjuninni, en Guðmundur Pálmason og Ingi er höfðu svart gegn Keres pg Kotoff náðu aldrei jöfnu tafli. Guð- mundur valdi Sikileyjarleik gegn Keres, sem beitti sinni nýju aðferð (Bc4 og síðar Df3). Hon- um tókst að koma í veg fyrir mát spil Guðmundar drottningarmeg- in, en Guðmundur réði ekki við peðasókn hans kóngsmegin. Það varð fljótlega Ijóst að Guðmund- ur var dauðadæmdur og Keres lauk skákinni fallega eins og hans var von og vísa. Ingi lenti í kóngsindverskri vörn gegn Kot- off, reyndi frávik frá venjulegum leiðum, en það gafst illa, staðan opnaðist Kotoff í hag og hann fylgdi þétt eftir, svo að Ingi mátti gefast upp í 28. leik. GUÐM. ÁGÚSTSSON VARÐIST IIETJULEGA Þá er aðeins eftir að segja frá Guðmundi Ágústssyni. Hann lék hvítu og kom þar fram Sikileyj- arleikur, lokaða afbrigðið. Guðm. átti öllu betra framan af, nokkr- ar sviptingar urðu á drottningar- væng, upp úr þeim mikil manna- kaup og var staða Gellers þá orð- in öllu betri. Við biðum þess með eftirvæntingu hverju Guðm. hefði leikið í biðleik. Hann hafði hugsað fast qm leik, sem okkur er litum lauslega á skákina kom varla til hugar að gæti gengið, en hafði þótt hann full afdrifaríkur þar sem hann sá ekki nógu greini lega afleiðingar hans og lék því hlutlausum leik til þess að geta athugað stöðuna heima, en var þó hræddur um að hafa misst af strætisvagninum. Þegar nánar var atþugað, kom í Ijós r.ð svo var, svartur gat komið í veg fyrir hann. En hefði Guðm. valið þenn- an leik, sem hann var að hugsa um var skákin dautt jafntefli. Nú varð hins vegar að halda bar- áttunni áfram, en horfurnar voru heldur þunglegar, okkur virtist Geller oftast vinna, er við athug- uðum möguleikana. En Guðmund ur fór niður eftir morguninn eft- ir staðráðinn í því að selja líf sitt eins dýrt og unnt væri, hann fann þá leiki er gerðu Geller örðugast að komast áfram, Geller þurfti lengri og lengri umhugs- unartima við hvern leik, en Guðm. gekk um gólf og beið á meðan. Seinast var öllum að verða ljóst að skákin varð ekki unnin. Hvers vegna heldur mað- urinn áfram? var ég spurður af taflmeisturum oftar en einu sinni. Hann hlýtur að eiga von á krafta- verki svaraði ég, því að ekki varð annað séð en jafnteflið væri tryggt. Svo kom kraftaverkið. Guðm. var orðinn þreyttur á vörninni, finnst hann allt í einu geta gert Geller smáglennu, og gleymir um leið einu atriði, sem hann var búinn að sjá og hafa í huga leikjum saman áður. Hon- um sást sem sé yfir einfaldasta svar Gellers og mátti gefast upp samtímis. Þetta var sorglegur endir á hetjulegri vörn, en ekki tjáir um það að fást: svona er skákin, ein einasta yfirsjón getur eyðilagt ávöxtinn af löngu og ströngu erfiði. Við fengum því ekki nema hálf an vinning gegn Sovétríkjunum, en uppi vorum við samt og það með hálfs annars vinnings yfir- burðum, því að Hollendingar unnu Austurríki með 3 gegn 1 og tryggðu sér með því annað sætið. ÖNNUR ÚRSLIT En þótt okkur þætti keppnin spennandi var hún ekki síður tvísýn í hinum riðlunum. Einna tæpast stóðu sakirnar í fjórða riðli. Þar áttu Bretar eina bið- skák, sem mikið valt á. Ef hún tapaðist var Colombía komin upp ásamt Ungverjalandi og V.-Þýzka landi, er voru örugg um sín sæti. Yrði hún jafntefli komst Sviss upp, en ynnist hún voru það Bretar sjálfir, sem sluppu inn í deild sigurvegaranna. Þeir höfðu þá jafnmarga vinninga og Sviss, en höfðu unnið Sviss með 2V2 1 gegn 1V2 og það reið baggamun- inn. Skákin vannst. I þriðja riðli stóðu Israelsmenn sig betur en nokkur hafði búizt við, þeir urðu efstir, en næstir þeim komu Júgóslavar og Svíar; Danmörk og Noregur koma þar næst á eftir. Svíarnir eru aðeins fimm sem stendur, því að Stoltz veiktist daginn eftir að hann kom hingað og hefir legið á sjúkra- húsi siðan. Af Norðurlöndunum förum við og Svíþjóð upp í aðal- úrslitin, en hin þrjú eru í neðri deildinni. Finnar hafa ekki staðið sig eins vel og oft áður, enda vantar beztu menn þeirra. FYRSTA UMFERÐ AÐALÚRSLITANNA Áður en við lögðum af stað í Hollandsförina, höfðu ýmsir orð á því við mig, í gamni og alvöru, að við þyrftum endilega að kom- ast í neðri flokkinn á skákmót- inu, því að með því móti ynnust fleiri sigrar og jafnvel verðlaun | eins og í Buenos Aires 1939. Ég syaraði .þyssu litlu, því að. satt að segja'virtust höríúrnar á því að í við kæmumst í efri flokkinn svo ! gefsamléga* hvfrfgndi að,; ekki I væri crðum að þessu eyðandi. En I sjónarmiðið er rangt. Það er * meira afrek að tryggja sér eitt af 12 efstu sætum í keppni 26 þjóða en að vinna svo og svo marga sigra á veikari þjóðum, og skákmönnum okkar ríður meira á því að harðna í keppni við beztu taflmeistara heims en að vinng verðlaun í keppninni við þá næstbeztu. Reyndar má ekki skilja þetta svo að ég telch okkur vissa um-verðlaun í neðri deild- inni, því fer fjarri, þar eru marg- ar ágætar skákþjóðir, ég nefni af handahófi Kanada (Yanofsky, Anderson, Bogatyrtshuk og Fox) Colombiu, Sviss, Danmörk og Noreg, Keppnin verður áreiðan- lega hörð og tvísýn og ekki þori ég að spá neinu um það, hver sigur beri úr býtum. ÞUNGUR RÓÐUR En róðurinn í deild sigurvegar- anna verður þungur; þarna er saman kominn meiri hlutinn af snjöllustu skákmönnum heims- ins. Okkur teist svo til að í efri deildinni séu 15 stórmeistarar en einn í þeirri neðri. íslenzk sveit hefir aldrei lent í jafnþungri keppni, hér má ekki vænta sigra heldur þakka fyrir hvern vinning og hvert jafntefli. En vonandi koma okkar menn harðari og lærðari heim úr þessari eldraun. Ég var að velta því fyrir mér á leiðinni niður eftir í gær, þeg- ar átti að draga um röðina í deild sigurvegaranna, að einna sízt mundi ég kjósa að mæta Sovét- meisturunum í fyrstu umferðinni, það er fullmikið af því góða að tefla við þá tvo daga í röð: Senni lega hafa fleiri hugsað hið sama, það var að minnsta kosti létt yfir mönnum þegar ég kom heim aftur með fréttina um það að við ættum að tefla við Breta í fyrstu umferð. „HANN Á ALLTAF ÞRÁSKÁKINA“ Friðrik átti að hafa hvítt gegn C. H. O. D. Alexander, sem Bret- ar kalla Alexander mikla, því að hann hefir lagt svo marga stór- meistara að velli, þar á meðal heimsmeistarann sjálfan í frægri skák, og rússnesku meistarana Bronstein og Tolusj á skákmót- inu í Hastings í vetur. Alexander er stærstur í sniðum brezkra skákmeistara en afar mistækur, þegar honum tekst upp vinnur hann afrek eins og þau sem hér voru talin, en þess á milli getur hann legið að kalla fyrir hverj- um sem er. Alexander er mynd- arlegur maður og mjog geðþekk- ur, það er augljóst að hann hefur yndi af skák, Það var reglulega ánægjulegt að horfa á hann tefla við Friðrik. Alexander valdi sitt einkaafbrigði af hollenzkri vörn gegn drottningarpeði fram, og Friðrik fór þá heldur ekki neinar almannagötur, svo að eftir fáeina leiki var komin upp ein af þeim taflstöðum þar sem „beide sind auf die Rescourcen des eigenen Genies hingewiesen“ eins og mig minnir að það sé orðað á því skrautlegasta þýzka skákmáli sem til er, en það mundi útleggj- ast á þá leið: báðir séu að kanna ókunna stigu en geti lítið sótt til fyrirmynda. Spennan í taflinu óx með hverjum leik og virtust báð- ir kunna því vel. Alexander gekk um gólf milli leikja og ijómaði allur af ánægju, en Friðrik sökkti sér dýpra og dýpra í skákina, Um hugsunartími hansvar að verða ískyggiléga litill og ég hafði orð á þvi við Alexander. „En hann á alltaf ■ þráskákina“ sagði Aiex- andér, Ég vissi það, en sagði, að Friðrik mundi vera að leita að einhverjú betra. „Það vona ég a& Framh á hla 10 Söng- og danskabarett hefst í K. R. húsinu við Kaplaskjólsveg í kvöld. klukkan 9. Cowboy-söngvarinn BORBY JOAIM bráðíyndinn, — rómantískur og glæsilegur með gítarinn sinn. — Þetta er í fyrsta sinn, sem Cowboy-söngvari skemmtir á Islandi. BEIMTYBER Ballett frá „Rauðu Myllunni“ í París. — Léttklæddar og fjöðrum skreyttar. Dansa hina alkunnu Parísardansa ásamt franska næturklúbbasöngvaranum Bobby Ðamase. IUúsiktrúðariiiir GRIHiALÐI Nýkomnir úr ferðalagi um Evrópu, sýna bráðfyndin og skemmtileg atriði. Leika lög á flöskur, xylófón o. fl. ' Hlómsveit undir stórn Olafs Gauks Þórhallssonar. Aðgöngumiðar seldir í Hlóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur, Jason & Co., Efstasundi 27 og í K. R. húsinu við Kaplaskólsveg. Næstu daga verða sýningar klukkan 7 og 9. ÞAkSKIFAN er komin. Öíafitr !ö. fójömsóoa Eó öo. Sími1713 - Motmiriblaáiá m;Pá 1x10^01711 kaffir»n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.