Morgunblaðið - 17.09.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.09.1954, Blaðsíða 9
Föstudagur 17. sept. 1954 MORGVWBL'ÁDIÐ Starfsíþróttir ir Ágætur drangur á móti í Hveragerði ASTARFSÍÞRÓTTAMOTI Hér- aðssambandsins Skarphéðins, sem haldið var í Hveragerði 5. sept. s.l., kepptu fyrstu ungling- arnir í garð- og kartöflurækt hér garðrækt. Svo mun vera einnig hjá mörgum fullorðnum mannin- um, að hann skorti tilfinnanlega þekkingu í einföldustu atriðum garðræktar.. Það mun því vera ærið verkefni til hjá okkur á þessu sviði, ef okkur á að takast j að gera garðræktina almenna og íslendinga að miklum grænmetis- neytendum. En börnin, sem komu á mótið í Hveragerði komu með sýnishorn af þvi, sem þau höfðu ræktað og skýrslur, er þau höfðu haldið um verkið og tilkostnaðinn. Dæmdu um þetta þeir Axel Magnússon kennari við Garðyrkjuskólann að Reykjum og Jóhannes Helgason garðyrkjufræðingur í Hvammi í Hrunamannahrepp. Töldu þeir grænmetið furðanlega gott, þegar tillit eh tekið til þess hve seint börnin byrjuðu á ræktuninni, en þeim var fyrst sagt frá þessu 11. maí í vor er varið var að kynna I IMýtt timabii verzlunar að ★ SÍÐUSTU viku var hér á ferð ' Guðrún Erna Jónsdóttir: — Ég reytti garðinn þrisvar í sumar. starfsíþróttir í félögum þeirra. Þorvaldur fékk fyrstu verðlaun fyrir garðræktina og Guðrún Erna fyrir kartöfluræktina, en þau Asdís og Ragnar fengu önnur verðlaun. Ásdís og Þorvaldur eru börn Ágústar Þorvaldssonar oddvita á Brúnastöðum í Hraungerðis- hrepp. Börnin úr Ölfusi eru börn Jóns Þorsteinssonar bónda á Þóroddsstöðum og Kristjáns Teits Ragnar Kristjánsson: — Ég ætla að halda garðræktinni áfram og gera betur næst. á landi. í garðrækt voru það þau Ásdís Ágústsdóttir og Þorvaldur Ágústsson á Brúnastöðum í Hraungerðishrepp. í kartöflu- rækt kepptu tvö börn úr Ölfusi, þau Guðrún Erla Jónsdóttir á Þóroddsstöðum og Ragnar Kristj- ánsson í Riftúni. Leíðbeinandi barnanna' í Hraungerðishrepp var ungfrú Bjarnheiður Halldórsdótt- ir á Skeggjastöðum, en í Ölfusi var það Þorsteinn Jónsson á Þór- oddsatöðum. Þessi börn eru öll á aldrinum 10 til 12 ára. Þau byrjuðu garð- ræktina um miðjan maí og önn- uðust hana sjálf að öllu leyti. Auk þess héldu þau nákvæma skýrslu um öll störfin og allan kostnað við garðræktina. Þessar starfsíþróttir, sem unnið er að um lengri tíma t.d. í 4 mánuði eða heilt ár og miðaðar eru við börn og unglinga aðal- lega, hafa verið stundaðar í Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada um lengri tíma og hin síðari ár á Norðurlöndum. Hafa þær hvar vetna þótt vekja áhuga fyrir þeim störfum, sem þær ná til og eins mjög lærdómsríkar íyrir unglingana. Oft eru starfskeppnir þessar nefndar 4-H starfsíþróttir hér á landi, eftir nafni ungmennafélaga Bandaríkjanna, en þau eru nefnd 4-H Club. Ná þær til fjölmargra ístarfsgreina t. d. uppeldi búfjár og hirðingu þess, skógræktar, heilsuverndar, smíða, matreiðslu, sauma, vefnaðar og fleira og fleira. Tilraun barna þeirra, sem byrj- uðu á garð- og kartöflurækt í vor, er athyglisverð. Hún mis- 'tókst hjá sumum og það e t. v. af ýmsum ástæðum, en ég held þó aðalástæðuna vera þá, að börn unum hefur ekki verið kennd Talið frá vinstri: Ásdís Ágústs- dóttir, Bjarnheiður Halldórsdótt- I ir, leiðbeinandi og Þorvaldur Ágústsson. sonar bónda á Riftúni. Töldu aliir foreldrar barnanna börnin hafa haft brennandi áhuga fyrir garðræktinni Þau hefðu viljað hafa sem bezt lag á garð- ræktinni og öll vilja þau halda áfram garðrækt og rækta þá fleiri tegundir en í sumar. Ekki töldu foreldrarnir börnin hafa eytt tíma í garðræktina frá öðrum störfum, sem þeim var ! ætluð, heldur únnið þetta alveg Þorvaldur Ágústsson: — Nú kann í frítímum sínum. Foreldrarnir ég að rækta gulrófur, radísur, J töldu mikilvægt, að börn væru salat og fleira. » Framh. á bls. 12. fræðingur heims, Svíinn dr. Per Jacobsson, sem verið hefur efna- hagsráðunautur Alþjóðagreiðslu- bankans í Basel í rúmlega tutt- ugu- ár. Hélt hann tvo fyrirlestra um gjaldeyris- og peningamál í Háskólanum, sem vakið hafa mikla athvgli. Dr. Jacobsson er fjörmaður mikill og fylgir skoð- unum sínum eftir með eldmóði og áhuga. Hann hefur um ævina lagt á margt gjörva hönd, og verið kallaður sem ráðgjafi til margra'landa. Áður en hann fór af landi burt á mánudaginn, hitti Mbl. hann að máli, og bað hann að segja lesendum sínum eitthvað um þróun efnahagsmála í heim- inum. — Áður en ég segi nokkuð um efnahagsmál, langar mig til þess að þakka öllum, sem hlut áttu að því að bjóða mér og dóttur minni til íslands og gera dvöl okkar hér ógleymanlega. Eink- um vil ég þakka bankastjórum Landsbankans, Jóni Árnasyni, Jóni Maríassyni og Gunnari Við- ar og formanni bankaráðs, hin-! um glaða guðfræðingi, Magnúsi Jónssyni. Einnig þakka ég Há- skólanum fyrir að bjóða mér að halda fyrirlestra á hans vegum. Ég hef hitt hér marga menn, sem gagn og gaman var að tala við, m. a. Alexander Jóhannes- son rektor og ráðherrana Eystein Jónsson, Kristinn Guðmundsson og Ingólf Jónsson. STÓRKOSTLEG TÆKIFÆRI Ég hef verið svo heppinn að sjá nokkuð af landinu í dásam- legu veðri, og hef hrifizt af hinni stórkostlegu og ægifögru nátt- úru: Gullfossi, Geysi, Þingvöll- um og Krýsuvík. En ég hef ekki síður undrazt hinar feikilegu ónotuðu auðlindir landsins: afl fossanna, hitann í jörðinni og endalaust graslendi Suðurlands. Alls staðar blasa við dæmi þess, að tæknin hefur haldið hér inn- reið sína. Framfarir síðustu ára- tuga hafa komið þeim þjóðum mest að gagni, sem búa á tak- mörkum hins byggilega og ó- byggilega heims. í suðlægum löndum hafa áveitur breytt eyði- mörkum í byggilegt land, og hér norður við íshaf getur raforkan, jarðhitinn, framræsla mýranna og nýjar tegundir gróðurs skap- að meiri verðmæti og velmegun en okkur órar fyrir. frjálsrar hefjast • Island þarf að cndur- skoða stefnu sína t í fjármálum Ummæli sænska hagfræðingsins dr. Per Jacobsson FRJÁLS GJALDEYRISVERZL-| ir, að danska stjórnin hefur grip- UN AD RYÐJA SÉR TIL RÚMS : ið til þess ráðs að draga úr eft- Nú stefna flestar vestrænar | irspurninni innanlands til þess þjóðir að því að koma á frjálsri að lækna gjaldeyrishallann, en gjaldeyrisverzlun, en aðeins þær, ekki til innflutningshafta, og eru Þjóðir geta tekið þátt í þeirri þó social-demokratar við völd í þróun, sem tekst að koma á jafn- Dr. Per Jacobsson. vægi í efnahagsmálum sínum. — Hver er ástæðan fyrir því, að slíkt kapp er nú lagt á að koma á frjálsri gjaideyrisverzl- un? — Frjáls gjaldeyrisverzlun er óaðskiljanlegur þáttur í hag- kerfi hins frjálsa markaðs, og án hennar getur frjáls verzlun ekki orðið að veruleika. Það er venju- lega talið að tollar séu samrým- anlegir frjálsri verzlun, enda eru þeir yfirleitt settir til tekjuöfl- unar. Hins vegar samrýmast hverskonar höft og leyfisveiting- ar henni ekki. Aðeins ef verzlun- in er frjáls, geta viðskipti þjóða Danmörku. Þeir hafa hækkað vexti, dregið úr fjárfestingu og boða nú nýja skatta. SKATTABYRÐIN ER VÍÐA ALLTOF ÞUNG — Hvað álítið þér um þá að- ferð að draga úr eftirspurn eftir gjaldeyri með því að hækka skatta? — Skattahækkanir eru ekki girnileg leið, en ef útgjöldum. ríkisins er ekki haldið í skefj- um eru þær óumflýjanlegar. Maður verður að horfast í augu við staðreyndir hversu óskemmti legar sem þær eru. í ársskýrslum. Alþjóðagreiðslubankans höfum. við haldið því fram árum saman, að nauðsyn bæri til að draga úr ríkisútgjöldum, þar sem of háir skattar hafa slæm áhrif á athafna lífið. Það hefur sýnt sig, að þær þjóðir, sem hafa haldið opinber- um útgjöldum í skefjum og sér- staklega varast uppbætur og nið- urgreiðslur, hafa haldið gjald- miðli sínum traustustum í þeim iöndum hefur einnig verið mest- ur sparnaður og þar af leiðandi mest fjárfesting. FJÁRFESTING OG SPARNADUR í sumum löndum er vandinn sá, að tækifærin til fjárfestingar eru fá, en sparnaður mikill, t. d. í Sviss. En hér á íslandi er þetta þveröfugt. Hér eru næg tækifæri til fjárfestingar, en sparnaður er ekki nægur. Hættan er sú, að á milli þróast til fulls öllum til ríkið grípi til þess ráðs að taka hagsbóta. Ef gjaldeyrisverzlunin lán hjá bönkunum. Ef bankarn- er frjáls og menn geta yfirfært peninga sína í hvaða mynt sem er, fá þeir fullt- traust á gildi peninganna. Frjáls gjaldeyrir Ég hef líka undrast hinar j mundi því stórauka sparnaðinn miklu byggingaframkvæmdir hvar sem farið er. Þetta er dæmi um atorku þjóðarinnar og sýnir, að hún hefur gripið tækifærin, sem henni hafa boðizt tveim höndum. og þar með möguleikana til fjár- festingar og framfara. KAPP ER BEZT MEÐ FORSJA Ég get samt ekki neitað því, að ég er dálítið smeykur urh að fjárfestingin sé hér örari en INNFLUTNINGSHOFT ERU ENGIN LÆKNING Það eru margir, sem halda, að hægt sé að auka fjárfestingu með því að gefa út meiri peninga, en vilja koma í veg fyrir, að hin aukna peningavelta hafi óhag- stæð áhrif á gjaldeyrisafkomuna með því að setja á allskonar heilbrigt er. íslendingum virðist gjaldeyris- og innflutningshöml- liggja mikið á og vilja helzt gera ’ ur. En þetta er blekking. Of mik- allt í einu. Marshallframlögin og ill kaupmáttur leiðir alltaf tilþess peningar þeir, sem íslendingar að gjaldeyris'Ukoman versnar, hafa getað fengið á undanförn-1 og dæmin sanna, að engri þjóð um árum gegnum Greiðslubanda ’ hefur tekizt, að lækna gjaldeyris- lag Evrópu, hafa gert þeim kleift vandræði sín með innflutnings- að fjárfesta allmiklu meira en sparnaðinum innanlands nemur. En nú eru timarnir að breytast. Endurreisninni eftir styrjöldina er lokið og héðan í frá verður við því búizt, að hver þjóð geti siaðið á eigin fótum, og byggi fjárfestingu sína á eigin sparn- aði. En það hefur sýnt sig hvár- vetna, að til þess að sparnaður sé nægur þurfa menn að geta treyst gjaldmiðlinum, og verð- bólguóttinn verður að hverfa. höftum. Það er aðeins ein leið til fyrir lönd, sem vilja koma á frjálsri verzlun og nýta auðlindir sínar til hins ýtrasta. Þær verða að draga úr þenslunni innanlands og koma .á jafnvægi á peninga- markaðinum með hærri vöxtum, minni útlánum og fjárfestingu og á annan hátt. Þetta verða stjórn- ir að viðurkenna, hvaða stjórn- málaskoðun, sem þær fylgja. Það er gott dæmi um, hvert nú stefn ir eru neyddir til að lána meira en það fé, sem þeim berst í inn- stæðum, hlýtur það að leiða til aukinnar eftirspurnar eftir gjald eyri og þennslu innanlands, eins og dæmi fjölda landa sýna. Ég hef ekki verið svo lengi á. íslandi, að ég hafi getað kynnt mér tölur um hagþróunina að neinu gagni, en við fyrstu sýn. virðist mér líklegt, að hér sé þeg- ar verðbólga vegna of mikilla útlána bankanna. Jafnframt er ég hræddur um að of lítið sé gert til þess að tryggja hag spari- fjáreigenda, en það væri mikil skammsýni. NÝTT TÍMABIL AÐ IIEFJAST Island er ekki eina landið í heiminum, sem nú þarf að end urskoða stefnu sína í fjármál- um. Flest lönd Vestur-Evrópu hafa annað hvort komið á jafn vægi hjá sér eða stefna að því. Siík stefna er nauðsynleg, vegna þess að veikur gjald- miðill hefur svo mörg vanda- mál í för með sér innanlands. En þar við bætist, að öll hclztu viðskiptalöndin hafa ákveðið að koma á frjálsri gjaldeyrisverzlun í stað hafta þeirra og jafnvægisleysis, sem ríkt hefur nú um langt skeið, Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.