Morgunblaðið - 17.09.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.1954, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. sept. 1954 j f 14 w? ■r«^"— % N I C O L E Skdldsaga eftir Katherine Gasin Framhaldssagan 44 Hann starði á hana um stund. Þcgar hann tók aftur til máls, vissi hún, áður en hann byrjaði, hvað hann ætlaði að segja. „Ég elska þig, Nicole“. Augnaráð hans var biðjandi —• gerólíkt hinu fyrra glotti hans. Kæruleysissvipurinn og heims- borgaraglott hans var horfið. — 2*að var ekki gott að skilja svip lians. Hann virtist vera svo ó- öruggur með sjálfan sig — eins og skóladrengur, sem játar ást sína; þó bjó hann á þessari stund yfir einhverjum styrkleika, sem ekki sást daglega í fari hans. — Nicole dró djúpt andann. Hana langaði til að segja honum eitt- hvað í sambandi við fyrirlitn- ingu hans á samkvæmum, hrein- skilni hans, hvernig hann hló að íöstum siðum og duttlungum samkvæmislífsins og tilgerð og hræsni þeirra er það stunduðu — þau voru svo innilega á sama máli um þetta efni. Gerry leyndi því ekki hve innilega honum stóð á sama um þetta samkvæm- islíf og sú opinskáa skoðun hans vakti samskonar tilfinningar í hrjósti Nicoles — tilfinningar, sem þriggja ára vera hennar í Englandi og návist við siði og venjur samkvæmislífsins hafði ekki megnað að breyta. En hún gat einhvern vegin ekki farið að tala um þetta og síðan numið staðar er kom að því, sem hann vildi fá að heyra. „Gerry .... ég . .. . “ „Já, ég vissi það“, sagði hann lágt. „Ég bjóst við því að þú mundir taka því þannig. Þú elsk- ar mig ekki, er það?“ Hún hristi höfuðið lítið eitt. „Mig langar samt að segja þér, að ég elska þig ekki eins og mað- ur af sömu manntegund og elsk- a'r venjulega. Mér er full alvara. Þú ert eina konan, sem mig hef- ur nokkru sinni langað að að eiga fyrir konu. Það þýðir ekkert að vera að látast saklaus. Þú þekkir mig. Ég vil ekki kvæ^rst — ég hef aldrei viljað það; en ég vil þig. Og eina ráðið til að ná í þig og hafa þig alltaf nálægt sér, er að reyna að kvænast þér. Ég veit að þetta hljómar ekki fagurlega | þegar það er sagt með einföld- ustu orðum, en hreinskilni og ó- fegraðar lýsingar tel ég vera mína kosti. Ég vil lifa lífi mínu alveg, frjáls; geta kynnst hvaða kvenmanni sem er, án þess .að verða nokkurri konu háður. Þeg- ar þú komst fram á sjónarsviðið breyttist þetta. Ég vildi ekki elska þig, Nicole. Ég barðist gegn því. En það var ekki til neins“. Hann horfði á fingur hennar, sem struku jaðar blómskráuts á •damasksdúknum á borðinu. ,Þetta aðdráttarafl var of mikið. Ég, sem alltaf hafði gumað af því, að ég mundi aldrei falla Jyrir nokkurri konu, féll þegar í stað“. Hann hló kuldalega. ,,En nú er ég farinn að barma mér, og það geri ég sjaldan, eða er það ekki sagt um mig?“ „Gerry, gerðu ekki að gamni þínu?“ „Elskan mín, ég er ekki að gera að gamni mínu. Ég held að nú í fyrsta sinni sé ég raunsær". Þá hvarf vantrúartónninn úr röddu hans. „Ég skal segja þér“, sagði hann, „ég held að ég mundi geta gert þig hamigjusama. Við erum lík. Þú elskar lífið á sama hátt og ég; þú hlærð að því, sem mér finnst hlægilegt; þú lítur á heíminn sömu augum og ég. Við yrðum hamingjusöm saman m.a. vegna alls þessa. Þú mundir fá allt, sem þú óskaðir þér, gætir farið hvert sem þig lysti, gert allt — og ég yrði alltaf með þér“. „Gerry, segðu ekki rneira". „Gleymdu þessu rugli mínu. Ég ætla líka að reyna að gleyma i því, en ég er spilamaður og trúi ; á heppnina. Ég gæti sigrað enn- þá“. Hann brosti — undarlegu brosi. j „Gerry“, sagði hún. „Ég verð að segja þér það. Það er ekki sanngjarnt, að láta þig standa í einhverri óvissu. Ég elska Lloyd“. i Svipur hans breyttist ekki. Það var eins og hann hefði hálfvegis vænzt þess að heyra þetta svar frá henni. j „Svo að það er þá Fenton?“ „Já“. „Ég skil þig ekki, Nicole. Ef þú elskar Fenton, hvers vegna þigg- ur þú þá, þegar ég býð þér úl?“ Hún svaraði ekki. „Veit hann, hvern hug þú berð til hans?“ spurði hann. „Já“. „Eruð þið trúlofuð?" „Ekki opinberlega. Enginn nema þú veizt það. Ég sagði hon- um að ég myndi giftast honum að ári 'liðnu; þangað til vill ég vera algjörlega frjáls“. „Þú.... ? Hann hlýtur að vera meira en lítið skrítinn!“ „Hann treystir mér“. „Hann er vitlaus". „Mundir þú ekki treysta mér?“ „Nei, það mundi ég ekki gera. Ef þú segðir, að þú vildir giftast mér, mundi ég ekki sleppa af þér sjónum, fyrr en við hefðum gengið upp að altarinu. Frelsi í eitt ár! Guð minn góður!“ „Hann veit, að ég elska hann. Hann veit, að hann getur treyst mér“. „Ég held að hann sé að gera stóra yfirsjón. Eitt ár er langur tími .... segðu mér eitf — ef hann myndi krefjast þess að þið gengjuð í hjónabandið í næstu viku, eða næsta mánuði ■— mund- ir þú þá samþykkja?" „Ef Lloyd mundi sækja það mjög fast, mundi ég giftast hon- um strax í kvöld“. Gerry hristi höfuðið undrandi. „En hvað karlmenn geta verið heimskir”, sagði hann lágt. „Hví- lík erkiflón“. —o— Hvernig fréttirnar um bónorðs- för Gerrys spurðist vissi Nicole aldrei. Þó var það svo að helm- ingur Lundúnabúa virtist vita um að hann hafði fengið hrygg- brot strax morguninn eftir að hann bað Nicoles. Iris var æst í skapi. „Lestu þetta“, sagði hún, og benti henni á klausu í dagblaðinu. „Eunice Hunter virðist vissulega leggja mikið kapp á að fylgjast með orðum þínum og athöfnum". Nicole glotti er hún las eftir- farandi: „Okkar efnilegi og ungi utanríkisþjónustumaður var sann arlega ekki nógu „diplomatísk- ur“. Eða er það ef til vill svo, að ungur Bandaríkjamaður hafi náð athygli hennar og hylli?“ Augu Irisar skutu gneistum. „Ég get ekki skilið það, hvers vegna þú hafnar Frank Mere- dith. Það hefði orðið fyrirmynd- ar hjúskapur — hann er auðug- ur, er mikill áhrifamaður og er vel ætttaður maður .... Hvers æskir þú frekar?“ „Telur þú ekki að ást sé mikil- væg í þessu sambandi, Iris frænka?" „Frank Meredith er ekki slíkur maður, að hann biðji sér konu, nema því að eins að hann elski hana“. Nicole hristi höfuðið, óþolin- móð. „Frank vill ekki fá mig fyr- ir konu, af því að hann elski mig. Hann biður mín, vegna þess að ég er kona, sem hann telur æski- lega fyrir konu. Hann telur mig Hvor tviburinn notar TONI og hvor notar dýia hárliðun?* Hinn heimsfrægi dulmagni maðurinn með röntgenaugun Frisenette sýnir listir sínar í kvöld í Austurbæjarbíói klukkan 11,15 Ath.: Nýtt skemmti- atriði. — Viðureign Frisenette við hana ofan úr Mosfellssveit. Aðgöngumiðar í ísafold, Austúrstræti, Drangey, Laugav. 58 og Austur- bæjarbíói eftir kl. 4 í dag Síðasta sinn. Styrkið göfugt og gott málefni. Reykjavíkurdeild A.A. Nýstofnað fyrirtæki óskar eftir tðnaðar- og verzlunarhúsnæði stærð 90—150 fermetrar. — Uppl. gefur Þér hafið dvallt efni d að kaupa Toni je^ar jjdr jar^niót hár Engirm er fær um að sjá mismuninn á dýrri hárlið- un og Toni. Með Toni getið þér sjálfar liðað hár yðar heima hjá yður og Toni er svo ódýrt að þér getið ávalt veitt yður það þegar þér þarfnist hárliðunar. — Toni gefur hárinu fallegan blæ og gerir hárið sem sjálf- unar liðað TOfli má nota við hvaða hár sem er og er mjög auðvelt í notkun. — Þess vegna nota fleiri Tont en nokkurt annað perma- nent. * Josephine Milton, sú tii vinstri notar Toni. HárUðunarrökvl kr. 23,®» Spólur ......... - 32,26 PETUR SÆMUNDSSON í síma 5730. Gerið hdrið sem sjálfliðað HEKLA H. F., Austurstræti 14 — Sími 1687 Tökum upp í dag nýjar vörur frá U. S. A. Kvenkjólar Barnakjólar Barnasloppar Kvensloppar Nýjar vörur daglega. Stúlkur helzt vanar nærfatasaum, óskast nú þegar. tyjcerjatacjer&in ^Jjarpa Hátún 33, simi 5642. ■■■■ ■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■«■■■■ • ■■I ■ M Bazarinn Tökum upp í dag frá U. S. A. nýja send- mgu af „Plastic“-svuntum í fjölbreyttu úrvali. Verð aðeins kr. 16.00. Nýjar vörur daglega. J M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.