Morgunblaðið - 24.09.1954, Síða 2

Morgunblaðið - 24.09.1954, Síða 2
2 MORGVKBLABIB Föstudagur 24. sept. 1954 2>etta er rissuppdráttur, sem sýnir í stórum dráttum grunnflatarstærð kirknanna í Skálholti. Hefur lögun grunnsins orðið Ijós af hleðslum, sem fundizt hafa við uppgröftinn i Skálholti. Grunnur mið- aldakirknanna er merktur a) og sýnir að þær hafa ásamt klukknastöplinum verið rúmlega 50 metra langar. Grunnur Brynjólfskirkju er merktur b) og hefur hún verið talsvert minni, var þó stæðilegt hús. Grunnur hinnar núverandi sóknarkirkju er merktur c). Má marka hvílíkt bákn miðaldakirkjurn- ar hafa verið af þvi að núverandi sóknarkirkja hefði hæglega komizt inn í suðurálmu hennar. Uppgröfturinn í Skálholti merk- asta fornleifarann.sókrL hér á landi Krisfján Eldjám og Haakon (hristie ræSa þýðingu hans FORNLEIFARANNSÓKNUM er nú lokið í Skálholti að þessu ginni, að því er Kristján Eldjárn fornminjavörður skýrði fréttamönnum frá í gær. Að vísu er eftir að rannsaka nokkur atriði nánar og hefur mold verið mokað að nýju yfir nokkurn hluta upp- graftarins, til að verja hann skemmdum af frosti. Uppgröfturinn í Skálholti er stærsta einstaka fornleifarannsókn, sem gerð hefur verið hér á landi. Árangurinn hefur orðið vonum fremri, bæði hafa mikilvægar upplýsingar fengizt um stærð kirkna í Skálholti og lögun og þar að auki hafa fundizt ýmsir merkir forngripir frá ýmsum tímum. Gestur Fálsson leikari TJPPHAF ENDURREISNAR SKÁLHOLTS Það var Skálholtsfélagið, sem átti frumkvæðið að þessum forn- leifarannsóknum. Þær eru upp- haf að endurreisn Skálholts því að nýja kirkju er að sjálfsögðu ekki hægt að reisa þar fyrr en gamli kirkjugrunnurinn hefur verið rannsakaður. NORSKUR FORNLEIFA- FRÆÐINGUR FENGINN Af því að þetta var mjög sér- stætt rannsóknarefni, hér á landi, forn kirkjugrunnur, sagði Kristján Eldjárn, snerum við okkur til norska þjóðminjavarð- arins, fyrir milligöngu norska sendiherrans Andersen Ryst og tilnefndi hann fornleifafræðing- inn Haakon Christie til að vera xneð í ráðum. í fyrstu hafði verið ætlunin að rannsóknirnar yrðu gerðar í fyrrasumar, en af því gat ekki orðið, vegna þess að Christie var þá búinn að ákveða og undirbúa rannsóknir á biskupssetrinu í Kirkjubæ í Færeyjum. RANNSÓKN KIRKJUBYGG- INGAR AÐALMARKMIÐ Rannsóknirnar í Skálholti hafa etaðið yfir í 3 mánuði og hefur Christie starfað þar mestan tím- ann, fór þó um stundarsakir til Kirkjubæjar í Færeyjum. Kristján Eldjárn sagði að xneðal almennings hefði vakið xnestan áhuga steinkista Páls biskups. En þó ekki hafi borið eins mikið á því, þá hefði Áirkju. byggingin sjálf þó verið sjálft xnarkmiðið með uppgreftrinum. Haakon Christie skýrði nokkuð frá athugunum sínum á kirkju- jgrunninum. Hann minntist fyrst á það að undirbúningur allur tmdir rannsóknirnar hefði verið írábær. Einkum hefði það verið aérlega þýðingarmikið að próf. Magnús Már Lárusson hefði gert yfirlit yfir allar sögulegar upp- lýsingar um Skálholtskirkju. ALLAR KIRK.TUR Á SAMA GRUNNI Það gerir rannsóknir að vísu dálítið erfiðar, að allar kirkjurn- ar hafa staðið á sama grunni, þannig að þegar nýjar kirkjur voru reistar voru rústir fyrri kirkju að miklu hreinsaðar burt. GRUNNHLEÐSLUR GREINILEGAR Það eru hleðslur í grunninum, sem eru svo skýrar að þær sýna okkur svo ekki verður um villzt stærð kirknanna, bæði Brynjólfs- kirkju og miðaldakirnanna. Og þá kemur það einkum í ljós að miðaldakirkjurnar hafa verið miklu stærri og veglegri hús en menn höfðu gert sér grein fyrir. Ýtarlegar frásagnir eru til af útliti og stærð Brynjólfskirkju, t. d. í úttekt kirkjunnar, en Brynjólfur biskup lét hana í hendur eftirmanni sínum Þórði Þorlákssyni. 50 METRA LÖNG KIRKJA Um stærð eða útlit miðalda- kirknanna eru frásagnir hinsveg- ar af skornum skammti. Þess er að vísu getið á einum stað að dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal, sem Jón Pétur Nikulásson byggði 1395 og stóð fram á daga Guð- brands biskups Þorlákssonar hafi verið sem svarar 50 metra löng og á einum stað segir Arngrímur lærði við lok 16. aldar að Hóla- kirkja og Skálholts-kirkja séu jafnstórar. En menn hafa átt mjög bágt með að trúa því að svo gífurlega stórar kirkjur hafi staðið hér á landi. En nú, segir Haakon Christie, hafa rannsóknirnar í Skálholti sannað svo að ekki verður um villst að kirkjan í Skálholti með klukknastöpli hefur verið rúm- lega 50 metrar á lengd. ÓVÍST UM BYGGINGARSTÍL Christie sagði að Ijóst væri af grunninum að miðaldakirkjan í Skálholti hefði verið fullkomin „basilika", þ. e. bæði langskip og þverskip hafa skipzt niður í aðalskip og hliðarskip. Hinsveg- ar kvað hann óvíst að hægt væri að draga af lögun grunnsins ályktanir um stíl kirkjunnar. Til þess þyrfti minnsta kosti ýtar- legar rannsóknir og samanburð við aðrar kirkjur erlendis. Á árinu hafði hjúkrunarkona nefndarinnar eftirlit með 129 heimilum í bænum. — Þá hafði barnaverndarnefnd eftirlit með fjölda heimila annarra vegna ó- knytta barna og unglinga, og enn önnur heimili hefur nefndin aðstoðað á ýmsan hátt. — Ástæð- urnar til heimiliseftirlitsins eru í flestum tilfellum vegna drykkju skapar á 28 heimilum, vegna veikinda á 25 og fátæktar á 23. ÆTTLEIÐINGAR Nefndin mælti með 31 ættleið- ingu, og hafa mæðurnar í flest- um tilfellum valið börnum sín- um heimili með það fyrir augum, að framtíð þeirra væri betur borgið en ef þær önnuðust sjálfar uppeldi þeirra. AÐALAFBROTIN HNUPL OG ÞJÓFNAÐIR í töflu yfir misferli barnanna og unglinganna, sem nefndin hefur haft afskipti af, er þess getið að 193 börn á aldrinum 6—18 ára hafa orðið völd að 492 afbrotum og er mest áberandi hnupl og þjófnaður, alls 189. — Þar hefur nefndin haft afskipti af tveim 6 ára drengjum og tveim sjö ára stúlkubörnum, en lang- samlega flesta þjófnaðina fremja 12 ára drengir, 29. Alls hafa börn orðið völd að 80 innbrotsþjófn- uðum á árinu. Þá frömdu dreng- ir 78 skemmdarverk og spellvirki og vegna ölvunar pilta og stúlkna frá 14 ára aldri kom til kasta nefndarinnar vegna 33 pilta og 13 stúlkna. 1 ÞAÐ var veturinn 1921—22 í Menntaskólanum, að uppi voru raddir um það, að sýna bæri sjón- leik og taka upp gamlan skóla- sið, sem hafði verið afræktur þá nokkur ár í röð. Næst þessu var að svipast um eftir leikendum. Verkefnið lá nokkurn veginn beint fyrir, Holberg var sjálf- kjörinn. Þá var í fimmta bekk skólans piltur úr Hr:sey, hafði leikið Skrifta-Ilans eða eitthvað annað j hlutverk í heimahögum og var bróðir söngvaráns góðkunna, Hreins Pálssonar. Hvort tveggja þóttu meðmæli, og er ekki að orðlengja um það, Gestur Páls- son var ráðinn til þess að leika aðalhlutverkið í Holbergs-leikn- um. Upp frá þessu gekk Gestur Pálsson leiklistinni á hönd. Strax á næstu árum eftir stúdentspróf, meðan hann stundaði nám í Há- skólanum, voru honum falin hlut verk ungra manna hjá Leikfélagi Reykjavíkur, vandasöm og vand- meðfarin, mörg hver, svo sem í Þjófnum eftir Bernstein, Á út- leið eftir Sutton Vane og Candidu eftir Bernard Shaw. Alþingis- hátíðarsumarið vann Gestur svo það afrek að leika sjálfan Fjalla- Eyvind til jafns við og eftir einn vinsælasta leikara hér, Ágúst Kvaran, sem lék fyrri sýningarn- ar, en Gestur hinar síðari, báðir Þá segir frá því að 1503 börn og unglingar hafi á árinu 1953 dvalizt á barnaheimilum, sem rekin eru af því opinbera eða fé- lögum, t.d. borgir Sumargjafar. LOKAORÐ í lokaorðum skýrslu nefndar- innar segir svo m a.: Nefndin hefur haft milligöngu um útvegun dvalarstaða fyrir álíka mörg börn og árið 1952. Aðstaða nefndarinnar til þess að vista afvegaleidda pilta hefur stórum batnað við stofnun vist- heimilis í Breiðuvík. Hins vegar stendur nefndin ráðalaus gagn- vart unglingsstúlkum, sem lent hafa á glapstigum og getur lítið liðsinnt þeim foreldrum, sem að- stoðar hennar leita af þeim sök- um. VISTHEIMILI FYRIR STÚLKUR Er nefndinni mikið kappsmál, að stofnsett verði vistheimili fyrir afvegaleiddar stúlkur og mundi nefndin telja æskilegt, að slíku heimili yrði valinn staður í einhverjum þeirra héraðsskóla eða kvennaskóla landsins, sem lítt eru sóttirA)g því mætti leggja niður. Nefndinni er kunnugt um nokkurn hóp unglingsstúlkna, sem nauðsynlega þyrfti að kom- ast á slíkt uppeldisheimili. ÆTTLEIÐINGUM FJÖLGAR Ættleiðingum fer sífellt fjölg- andi og má um það deila, hversu Framh. á bls. 7 i J á móti Höllu Önnu Borg. Þessl sýning verður á vegamótum lista- ferils Gests Pálssonar. Hún bend- ir fram á leið til þeirra hlutverka, sem hann skapaði síðar í íslenzk- um leikritum og hún lagði grunn- inn að Kára-hlutverkinu eins og hann túlkaði það síðar hjá Leik- félaginu 1940 með Soffíu Guð- laugsdóttur í hlutverki Höllu. En jafnframt er það, að hugboði minu, að upp frá 1930 hafi leik- listin tekið Gest æ sterkari tök- um. Næstu árin syngur hann og leikur — söngmaður hinn bezti var Gestur á námsárunum og syngur enn — hjá Leikfélagi Reykjavíkur, í revyum og í óper- ettum Tónlistarfélagsins. Gestur Pálsson hefur stundunfl átt erfitt með að sýnast á leik- sviði, að vera hefur honum verið ljúfara. Við þarna á áhorfenda- bekkjunum höfum þess vegnfl stundum verið ósáttir við leikar- ann — aldrei manninn — höfunfl átt eins og erfitt með að taka Tschöll gamla í Meyjarskemm* unni í sátt, en á hinn bóginn höí- um við þegið þakksamlega kunn- ingsskap þjónsins í EftirlitS- manninum eftir Gogol og lækn- isins í Uppstigningu eftir NordaL í slíkum hlutverkum var leikar- inn allur og ég held, að Gesti þyki sjálfum vænt um þessa „karla“ — eins og okkur. Auðvitað var, að Gestur Páls- son gegndi trúnaðarstörfum | hópi félaga sinna í L. R. Hann átti sæti í stjórn félagsins og vaí formaður þess um skeið, m. a. I hinni eftirminnilegu leikför til Finnlands, þegar Gullna hliðið var sýnt af Leikfélagi Reykjavík- ur í Svenska Teatern í Helsing- fors. Það leiddi og af sjálfu sér, þegar Þjóðleikhúsið var stofnað, að Gestur Pálsson yrði þar í tölU fastra leikenda Á hinu nýja leik- sviði hans hefur hann heldur ekkí brugðist vonum. Hann hefur lyft hinum þyngstu hlutverkum og einatt reynzt hinn bezti starfS- maður. Á meðal síðustu hlut- verka hans má minna á Valtý S grænni treyju og þó einkuid Hjalmar Ekdal í Villiönd IbsenS. Gestur Pálsson á fimmtugsaí- mæli í dag. Það er að vonum, að vinir hans í sal og á leiksviði hylli hann fimmtugan og óski honum langra lífdaga með frjórrf listsköpun. M L. S. : WASHINGTON, 22. sept. — Ut- anríkisráðuneyti Bandaríkj ann3 tilkynnti í dag, að forseti Líberíu, William V. S. Tubman, væri vænt anlegur í heimsókn til Banda- ríkjanna. Forsetinn fer flugleiðis til Washington 18. okt. n.k. og muö dvelja þar í þrjá daga. Síðan mun hann leggja upp í þriggja vikna ferðalag um Bandaríkin. Mun hann sækja heim flestaT stærstu borgir Bandaríkjanna og halda síðan til Haiti. Einnig mun forsetinn skoða ýmsar helztu menntastofnanill Bandaríkjanna. Aíbrotura barna í Reykja- vík fjölgaði ekld 1953 Vistheimili fyrir stúlkur í ein- hverjum héraðsskóla aðkallandi Úr skýrslu Barnaverndarnefndar Rvikur BARNAVERNDARNEFND Reykjavíkur tók fyrir á árinu 1953, alls 395 mál barna og unglinga. Og á því ári þurfti nefndin að taka fram fyrir hendur aðstandenda 227 barna og koma þeim fyrir á barnaheimilum eða einkaheimilum í bæ eða sveitum. Frá þessu er skýrt í skýrslu nefndarinnar, sem blaðinu barst í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.