Morgunblaðið - 24.09.1954, Page 14
14
MORGVNBLAÐIB
Föstudagur 24. sept. 1954 ]
N I C O L E
Skdldsago eftir Katherine Gasin
Framh'aldssagan 49
sem móðir hennar fékk ekki.
Hún gæti sýnt Roger í tvo heim-
ana — gert honum ljóst, að það
voru aðrir í veröldinni en hann,
að það væru fleiri sem fyndu til;
hún gat klófest Lynmarra að
honum ásjáandi. Hún efaðist ekki
um getu sína. Ef hún vildi verða
drottning á Lynmarra,' þá gat
Dav-id veitt henni það. Það var
ekkert sem Roger gat gert til að
hindra það — ekkert nema að
segja David alla söguna, og það
mundi engin áhrif hafa. Þessi
hugmynd heillaði. Hversu kitl-
andi var það ekki að sjá í anda
vini og kunningja Rogers óska
honum til hamingju með kvon-
íang sonar hans. Og greifaynj-
an....
Hún vildi ekki einu sinni taka
það með í áætlanir sínar, að hún
hafði aðeins einu sinni hitt
David. Henni fannst það engu
máli skipta. Hann var ungur; og
hann myndi verða' ástfanginn.
Hvers vegna ekki einmitt nú? Og
hví gat það ekki orðið hún, sem
hann valdi sér? Ást Davids yrði
sterkt vopn í baráttunni við
Roger. Hann yrði hjálparvana í
þeirri baráttu. Að sjá hann sigr-
aðan myndi veita henni alla þá
ánægju í lífinu, sem hún þessa
stundina gat hugsað sér — allt
nema Lloyd.
Hún andvarpaði er hún hugs-
aði til hans. Hann var ekki hægt
að sniðganga. Hún elskaði hann
og hún vildi eiga hann fyrir
mann, og henni fannst það óhugn
anlegt, hvernig henni gat dottiö
í hug að snúa baki við honum.
Antoine hafði að vísu sagt að ást
væri ekki til. Hafði hann kannski
rétt fyrir sár. Hann hafði sagt að
ást væri aðeins ímyndun, sem
skyldi ekkert eftir nema leiðindi
og sorg. Antoine trúði þessu statt
og stöðugt, og fyrir það hafði hún
>
í
5
c
c
■
c
Tilkymting frú Ferstiklu
Veitingahúsinu að Ferstiklu verður lokað í dag, föstud.
24. sept. — Um leið og við tilkynnum viðskiptavinum
þetta, viljum við þakka öllum gestum vorum fyrir
ánægjuleg viðskipti á liðnu sumri.
FERSTIKLA H. F., Hvalfirði.
i*»
Matráðskona
Óskast. — Góð íbúð. Gott kaup. — Uppl. merktar: „Gott
eldhús — 692“, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir mánudags-
Ifvöld.
Sendisveinn
óskast nú þegar eða 1. okt.
S. Árnason & Co., Hafnarstræti 5.
I B IJ Ð
■ - - *
■
ib
! 2 til 3 herbergi og eldhús, helzt á hitaveitusvæði, óskast
■ til kaups. Andvirðið greitt að fullu. Tilboð merkt: „GÓÐ
; ÍBÚГ —675, sendist afgreiðslu Morgbl. fyrir 27. þ. m.
Tónlistarskólinn
\ i
verður settur 5. október.
■
■ Umsóknir um skólavist sendist sem allra fyrst í Tón-
■
S listarskólann, Laufásvegi 7.
naai
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbirtingarblaði á eignarhluta
Guðlaugs Guðmundssonar (%) í V.B. Haraldi A. K. 100,
með tilheyrandi, fer fram á skrifstofu bæjarfógetans í
Hafnarfirði, laugardaginn 25. þ. m. kl. 10 f. h.
Bæjarfógetinn.
sagt að hann væri vitskertur. En
gat hún gert samning við Lloyd
um eins árs bið, ef hún í raun og
veru elskaði hann? Gat henni
’ dottið það í hug að snúa baki við
1 honum, ef ástin var þetta bind-
andi, sterka afl, sem sumir sögðu
að hún væri? Antoine .... hafði
hann rétt fyrir sér?
Og sama sagði Charles, þó
hann væri ekki eins róttækur og
Antoine. Þeir voru ólíkir menn
— bæði í orðum og athöfnum.
Æfisögur þeirra voru ólíkar.
Samt voru þeir sammála um
j þetta atriði, sem var henni svo
l mikilvægt. Hún varð að ákveða
j það nú, hvort hún giftist Lloyd
og yrði svo óánægð og kvíðafull
alla sína æfi, eða þá að hún gift-
ist David og sneri baki við Lloyd.
Þetta voru krossgötur í lífi henn-
ar. Vafalaust myndi hún mæta
erfiðleikum hvora götuna sem
hún færi — en hún varð að velja.
Hún var ekki hrædd við sjálfa
ákvörðunina, eftir að hún hefði
ákveðið sig — en vafinn um það
hvora leiðina hún ætti að velja
ásótti hana. Hún hafði áður tekið
ákvarðanir — t. d. þegar hún
ákvað að fara til Englands og
þegar hún ákvað að verða ekki
píanisti. Þær höfðu verið erfiðar
þessar ákvarðanir — en hún
hafði haldið við þær. Og hvað
sem ofan á yrði, þá mundi hún
standa við ákvörðun sína, Það var
ekkert um það að ræða, að snúa
til baka. En hvorn kostinn átti
hún að velja? Mundi Lloyd vega
upp á móti Ashleighf j ölskyldunni
og hvað um Antoine og Charles,
sem sögðu að ánægja í lífinu
væri þýðingarmeiri heldur en
ást? Hvort var réttara? Hvorn
kostinn átti hún að velja ....?;
hvorn....? |
Hún gat ekki lengur haldið
augunum opnum og sofnaði út
frá þessum hugrenningum.
ÞRIÐJI HLUTI
1. kafli.
Skömmu eftir hádegið daginn
eftir bárust Nicole blóm frá
David. Iris kom með þau upp til
hennar. Hún hafði orðið það undr
andi yfir stærð blómvandarins,
að hún vildi þegar í stað fá að
vita, hver hefði sent vöndinn.
Nicole var að klæða sig. Gerry
hafði boðið henni út til hádegis-
verðar.
„Blóm til þín“, sagði hún um
leið og hún kom inn í herbergið.
Nicole tók upp kortið sem
blómunum fylgdi. Iris gægðist
yfir öxl hennar. „Lanford greifi:
Hvenær kynntist þú honum? Og
hvar?“
„í gærkvöldi í samkvæminu
hjá Lady Graddons".
„Hver kynnti ykkur? Lady
Graddon?“
„Nei, Lloyd gerði það.“
Iris var forviða á svip. „Ég hef
aldrei getað skilið, hvernig þessi
Ameríkumaður þekkir svo margt
fólk — og það allt bezta fólkið.“
Hún horfði á blómin og bætti
síðan við. „Er allt Ashleigh-
fólkið í borginni núna?“
„Nei, aðeins David. Hitt er
farið heim.“
„Dönsuðuð þið mikið saman?“
„Þrisvar.“
„Ó!“ sagði Iris og lifnaði við.
„Ef greifaynjan hefði verið í
borginni, þá hefði ég boðið henni
hingað. Það var leiðinlegt,/að hún
skyldi vera farin.“
Nicole sneri sér við og tók um
axlir frænku sinnár. „íris, er það
kannski skoðun þín að Lanford
greifi sé einn af þessum úrvals-
möniium í borginni, sem æskilegt
væri að ég klófesti?“
Hvor tvíburinn notar TONI
og hvor notar dýra hárliðuö?*
Þér hafið dvallt
efni d að kaupa Toni
jieffar jér jarjniót LárliL
Xnginn er fær um að sjá
mismuninn á dýrri hárlið-
un Og Toni. Með Toni getið
þér sjálfar liðað hár yðar
heima hjá yður og Toni er
kvo ódýrt &ð þér getið ávalt
veitt yður það þegar þér
þarfnist hAi liðupar. — Toni
gefur hárinu fallegan blæ
og gerir hárið sem sjálf-
unar
liðað, Tont má nota vi8
hvaða há? sem er og ei
mjög auðvelt í notkun. —
Þess vegn* nota fleiri TonJ
en nokkurt annað perma-
nent.
* Josephine Milton, sú til
vinstri notar Toni.
HárllSnnarrekvl kr. 23,99
Spólur ..........— 32,2®
Gerið hdrið sem sjdlfliðað
H E K L A H. F., Austurstræti 14 — Sími 1687
í dag:
Ný sending
enskir kjólar
úr ullar- og tweed efnum. — Hentugur
eftirmiðdags- og vinnuklæðnaður
GULLFOSS
AÐALSTRÆTI
»1
Sendisveinn óskast
Garðar Gislason h.f.
Hverfisgötu 4.
po
J Haust hattar v
Mjög glæsilegt úrval
MARKAÐURINN
Laugavegi 100
«11 ■ ■ » . » .
» ■■■■■■■■■ »■«»«■ ■ ■■■■■ ■»■■■ »*»»J>