Morgunblaðið - 03.10.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.1954, Blaðsíða 1
Hafnarfjarðarkaupstaður. — Myndin er tekin af syðri íafnargarðinum. — Ljósm. Mbl. Öl. K. Magnússon, tók myndirnar, sem fylgja greininni. 16 síður og Lesbóh 41. árgansor. 226. tbl. — Sunnudagur 3. október 1954 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Byggi Hafnarfjarðar og Reykjavíkur er að vaxa saman Sðmm&wr cg útgerð eru aðal fcr-ar; rœSiMwsgir Halnðirðinga Fréttsr í sfuttu máíi BONN — Dehler, formaður Frjálslynda flokksins í Þýzka- tina- og smáíbúðir byggðar UM ÞAÐ bil 12 km. suður frá Reykjavík liggur Hafnarfjörð- ur, sem nú er ímðji stærsti kaupstaður landsins. Þar voru árið 1901 495 íbúar. Bsarinn var þá lítið sjávarþorp, sem lifði nær eingöngu á útgerð. Árið 1920 eru íbúar Hafnarfjarðar orðnir 2366 og næsta áratug fjölgar þeim upp í 3600. Á árunum 1930—1940 stendur íbúatalan svo að segja í stað. En næsta áratug tekur þeim mjög að fjölga. Árið 1950 eru Hafnfirðingar orðnir 5055 og nú munu þeir rúmlega 5500. Xogaraútgerð og iðnaður eru aðal atvinnugreinar Hafn- firðinga. Vélbátaútgerð og hraðfrystihúsarekstur stendur þar og með blóma. Þar er unnið að byggingu fallegrar og góðr- ar hafnar, sem er lífæð kaupstaðarins og þar gnæfir mynd- arlegt nunnuklaustur með 12 klaustursystrum og tveimur útinunnum hátt yfir byggð bæjarins. Milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar flytja langferðabifreiðar „Landleiða“ nær 1 millj. farþega á ári hverju. Tfd? l?Gnskir embæSi’siasna tappwáslx al njósiíma FLESTIR LIFA A IÐNAÐI Árið 1950 var sá hópur Hafn- firðinga fjölmennastur, sem lifði á iðnaði. Þá atvinnuerein, ásamt Ingólfur Flygenring alþingis- maður Ilafnfirðinga. Myndin er tekin í íshúsi Hafnarfjarðar, sem hann er frarakvæmdastjóri fyrir. bvggingum og vegagerð. stund- uðu 1460 manns. Fiskveiðar fetunduðu 1030, raflagnir, vatns- veituframkvæmdir o. fl. skyld störf önnuðust 580, þjónustustörf 443, samgöngur 354, verzlun 106, landbúnað 84 og ótilgreinda at- vinnu stunduðu 565. ÚTGERÐ OG FISKIÐNAÐLR Sex togarar eru gerðir út frá Hafnarfirði. Eru þrír þeirra rekn ir af bæjarútgerð kaupstaðarins en þrír eru einkaeign. Mikil og varanleg atvinna er af rekstri þessara skipa, sem öll eru ný og fullkomin veiðiskip. 26 vélbátar eru gerðir út í bæn um. Eru þeir 12—230 smálestir að stærð. Einn nýr vélbátur er í smíðum fyrir íshús Hafnarfjarð- ar. Þrjú stór og fullkomin hrað- frystihús eru í bænum, ásamt fiskverkunarstöðvum fyrir skreið og saltfisk. Eitt af þróttmestu at- vinnufvrirtækjunum er síldar- og fiskimjölsverksmiðjan Lýsi og mjöl. Eigandi hennar er hlutafé lag einstaklinga og bæjarfélags- ins. Yfirleitt má segja að fiskiðn- aðurinn í Hafnarfirði sé rekinn með fullkomnum og afkastamikl um tækjum. Er hann og einn af hyrningarsteinum atvinnunna: hjá almenningi í bænum. HELZTU IÐNFYRIRTÆKI Helztu iðnfyrirtæki í bænum eru raftækjaverksmiðjan Rafha sem er eina verksmiðja landsins. sem framleiðir allskonar raftæki og nú upp á síðkastið ísskápa þrjár skipasmíðastöðvar, Stein- ull h.f., sem framleiðir einangr- unarefni, þrjár vélsmiðjur, pipu gerð og hraunsteypa, bifreiða- verkstæði og prentsmiðja. Ennfremur má nefna húsgagna verkstæði, netagerðir og blikk- smiðju. París, 1. okt. ★ NÝJAR og nýjar fréttir ber- ast í sifellu af brottrekstri lög- reglustjóra Par.sar, Jean Dides, og eftirmálum hans. Lögreglu- stjórinn, sem sagt var upp starfi, ásakaði í gær yfirmann gagn- njósnadeildar Frakklands, Roger Wvbot, um að vera þátttakandi í félagi kommúniskra lögreglu- manna. Hefur þessi ásökun hins fyrrverandi lögreglustjóra vakið geysiathygli í landinu. Þá hefur það og gerzt, að aðalvitnið í mál- inu, André Barbanes, blaðamað- ur, er horfinn með Óllu og veit enginn hvar hann er niðurkom- ★ Dides var vikið úr starfi samkvæmt kröfu herdómstólsins, en ástæðan til þess var sú, að fréttir af leyndarumræðum í varnarráði landsins, sem Frakk- landsforseti sjálrur stýrir, höfðu komizt í hendur kommúnista og fundist hjá þeim. Wybot hefur svarað ásökunum Dides með því að stefna honum fyrir undirrétt í París og krefj- ast fimm millj. franka í meið- yrðasekt sér til handa. ★ í dag voru tvcir háttsettir franskir embættismenn hand- Iteknir, þeir Turpin og Labrusse. Sá fyrri var skrifstofustjóri hjá ■ ritara varnarráðsins, Jean Mons. Snemma í morgun jáluðu þeir fé- lagar , að hafa látið Barbanes blaðamann hafa ýmsar upplýs- ingar um varnir Frakklands — Voru þeir báðir fluttir í fangelsi í dag og bíða þar enn yfirheyrslu og dóms. Stjórnir Bretlands og Banda- rikjanna hafa verið mjög ygldar yfir þeim fréttum, að tveir hátt- settir franskir embættismenn hafi látið mikil væg hernaðar- evndarmál af hendi við blaða- mann, sem þekktur var að komm únistavinskap, og oiða nú frétta af því hve mikilvæg þau voru. landi, sem er annar stærsti flokk- ur í stjórnarsamstarfi, fagnaði því í dag að Bretar hafa fallizt á að hafa herafla í Þýzkalandi. Með þessu kvað hann Breta bind- ast fastari böndum við megin- landsþ j óðirnar. ★ © ★ LONDON — Brezka flotamála- ráðuneytið tilkynnir að nýjum dvergkafbáti, x-51, hafi verið hleypt af stokkunum. Báturinn er 12 m á lengd, knúinn með dísel- og rafmagnshreyfli. Áhöfn bátsins verður 5 manns. ★ © ★ WASHINGTON — Ákveðið er að senda stóran bandarískan ís- brjót til rannsókna í Suður-íshaf inu. Mun hann verða þar í fjóra mánuði og kanna strendur hins mikla Suðurheimskautalands. ★ • ★ LAHORE í Pakistan — Mikil flóð eru í Punjab-héraði. 10 þús. ferkm eru undir vatni. 5000 naut- gripir hafa drukknað og mikill hluti baðmullaruppskerunnar er eyðilagður. ★ © ★ NEW YORK — Það hefur valdið miklum kurr, að ríkisstjórinn í Nevada hefur skipað varaþing- mann í stað McCarrans úr öðr- um flokki. McCarran var demo- krati, en nú tekur republikani við sæti hans í öldungadeildinni. Ha fníirfjarðarhöfíi. og Reykjavík. — Eftir er að lengja hafnargarð ana nokkuð. í baksýn á myndinni er Kópavogut!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.