Morgunblaðið - 07.10.1954, Page 3

Morgunblaðið - 07.10.1954, Page 3
Fimmtudagur 7. okt. 1954 MORGUNBLAÐIÐ 19 SOEKARNO FORSETI SPURÐI HVERNIG HITAVEITAN í REYKJAVÍK REYNDIST EG var 114 ár að venjast hinum miklu hitum Indónesíu. Eftir það háði veðr áttan mér lítið. Og síðan hefur mér líkað svo vel þarna aust- urfrá, að ég er staðráðinn í að fara þangað aftur enn um hríð, enda er flugmannsstarf- ið afbragðs vel launað þar austur frá. Þannig fórust Sveini Gíslasyni flugmanni orð, er ég rabbaði svo. lítið við hann um dvöl hans í Indónesíu. Sveinn er meðal víð- förlustu íslendinga og hefur get- ið sér gott orð sem flugmaður á hinum erfiðu og löngu flugleið- um í þessu austræna eyjaveldi. FLUGSTJÓRI í INDÓNESÍU — Ég fór þangað austur á fyrri hluta árs 1952 og var þá upphaf- lega ætlazt til að ég yrði þar í 2 ár, en rétt áður en þeim tíma lauk var ég beðinn um að starfa þar lengur. Er ég nú kominn heim í stuttu fríi, en hverf aftur austur innan skamms og mun verða þar enn í 1 Vz eða 2 ár. Fyrst starfaði ég sem aðstoðar- flugmaður, en síðar sem flug- Btjóri. MIKILL FLUGFLOTI — Hvaða flugvélar eru notað- ar þarna? — Það er allstór flugfloti 16 Convair-flugvélar, 14 De Havil- land Heron, rúmlega 20 Douglas Dakota og Katalína flugbátar hafa verið notaðir. — Er ekki nauðsynlegt að nota Sveinn Gíslason segir frá skemmtilegri dvöl í Indónesíu Hver skyldi trúa því að slík bygging fyndist innan um austræn hof Java. Þetta er gistihús í bænum Bandoeng. og oiá m. a. sjá það i rekstri fiugfélagsins. LEYNISKYTTUR VIÐ ALFARAVEGI — Hafið þið flugmennirnir nokkuð orðið fyrir barðinu af innanlandsóeirðum þeim sem verið hafa í Indónesíu? -— Nei, ekki að heitið geti. Það er rétt að taka það fram að það er algerlega eitt ríkisvald, sem ræður á öllum þeim ógrynn- um eyja, sem í Indónesiu er. En við og við kemur það fyrir að upp reisnir brjótist út meðal þjóð- Frá hinu forna hofi Borobudur. Sveini Gíslasyni gafst tækifæri til að skoða þessa merkilegu byggingu, er hann hafði flogið með Hatta varaforseta til Jogjakarta höfuðborgar Indóncsíu, en hofið stendur þar skammt frá. flugbáta í svona eyríki eins og Indónesíu? •— Nei, eins og ég sagði hafa Katalína-flugbátar verið notaðir, en nú er verið að leggja þá nið- ur. Það er búið að gera svo marga flugvelli víðsvegar á eyjunum, að það er ekki lengur þörf fyrir sjóflugvélar. Áður var það hollenzka flugfélagið, sem hélt uppi öllum flugferðum í Indó- nesíu, en nú hefur sú breyting orðið, að flugfélagið er að íullu eign indónesísku stjórnarinnar, en starfsemin hinsvegar rekin af hollenska flugfélaginu KLM. HOLLENDINGAR ÓMISSANDI — Hvernig er annars sam- búð Indóncsa og Ilollendinga? — Hún hefur verið slæm. Indónesar litu á Hollendinga sem nýlendukúgara og vildu helzt reka þá alia af höndum sér. En sannleikurinn er sá, að þeir geta ekki komizt af án hinna hollenzku innflytj- enda, tækniþekkingar þeirra og kunnáttu. Þeir ráku sig á að illa fór á ýmsum sviðum, þar sem Hollendingar voru reknir. Nú eru Indónesar al- i mennt farnir að skilja þetta flokka eða sértrúarflokka, t. d. á Vestur-Java, Cele'bes, Norður- Súmatra og víðar. Þegar slíkar skærur brjótast út er vissara að fara varlega. Ég minnist þess t. d. að þegar uppreisn var á cynni Celebes, gáíum við ekki farið frá flugvellinum til bæjarins, vegna þess að leyniskyttur lágu með- fram veginum og okkur voru gefin fyrirmæli um að fljúga ekki lágt að flugvellinum af hættu við leyniskyttur, heldur hringsóla og lækka flugið yfir sjálfum vellinum. FLUG ALMENNT MEÐAL AUÐUGRA — Er flug orðið almennt rneðal fólks í Indónesíu? — Kjör meginhluta þjóðarinn- ar eru slík, að þeir hafa engin efni til ferða, heldur dveljast að mestu á sama st.að allt sitt líf. En flugið verður æ þýðing- armeira í þjóðlífinu. Mest eru það að vísu embættismenn, höfð- ingjar, þingmenn og kaupmenn sem við flytjum. Stundum flytj- um við jafnvel nokkuð af her- mönnum, þegar nauðsyn er her- liðs til að bæla niður róstur og mótþróa við stjórnina. í FERÐUM MED SOEKARNO — Þá hef ég margar skemmti- legar minningar frá langri flug- ferð, sem ég fór með Soekarno, forseta Indónesíu til norðurhluta Súmatra og annarra nærliggjandi eyja. Ferðin tók 10 daga og kom- um við þar á flesta þá staði, þar sem flugvél gat lent. Þá kynntist ég ýmsum nýjum stöð- um. — Hvernig kom forsetinn þér fyrir sjónir? — Hann er lágvaxinn mað- ur, eins og flestir Indónesar. Ákaflega þægilegur í viðmóti. Hann gaf sig m. a. á tal við mig. Hafði honum verið sagt, að ég væri íslendingur. Fór hann að rabba við mig um ís- land og virtist hafa dágóða þckkingu á þessu fjarlæga landi. M. a. spurði hann mig hvernig hitaveitan í Reykja- vík reyndist. Hann hafði á- huga fyrir því, en í Indónesíu eru víða heitir hverir. Þeir hafa hinsvegar engin not fyr- ir að hita npp hús sín með hverahita, bví að ríkið liggur undir miðjarðarbaug. — Þetta var opinber heimsókn, sem forsetinn var í og var hon- um hvarvetna tekið ákaflega vel og hátíðlega. Haldnar voru dans- sýningar og sungið fyrir forset- ann. Á HEIÐURSPALLI MEÐ FORSETANUM — Á einum rtað, við svonefnt Topa-vatn, sem er uppi í fjöllum, varð ég afskila við áhöfn flug- vélai-innar. Þá bauð forsetinn mér að koma með sér til hátíða- haldanna. Fórum við fyrst all- langa leið með bifreiðum, stigum svo út í borginni. Ef til vill hefði ég ekki átt að ganga í fylgdar- liði forsetans inn um mannfjöld- ann, en ég áttaði mig ekki fyrr en of seint, veggur mannfjöld- ans var á báða bóga svo að ekki varð snúið við. Fór ég síðan með fylgdarliði forsetans upp á heið- urspall mikinn. Þar ætlaði ég að reyna að komast undan til hlið- ar, en var þá boðið að taka mér sæti. Sátum við þar í nokkrar klukkustundir, horfðum á dans og hlýddum á söngva. En list þessara austurlandabúa hefur mér fundist mjög aðlaðandi, fín- gerð og með sérstakan töfrandi blæ. Var tíminn fljótur að líða við hinn austræna dans. VIÐ BOROBUDUR OG BALI •— Þú hefur þannig haft mikil kynni af þjóðlífi Indónesa. — Já, hér á landi hefur Björg- úlfur Ólafsson læknir skrifað ýtarlegar bækur um Austur- Indíur. Við frásögn hans þarf litlu að bæta, því að ég hef sann- færzt æ betur um það við kynni mín af Indónesíu hve snilldarleg’ lýsing hans er. Mér gafst t. dL tækifæri til að skoða hið stór- merkilega forna hof Borobudur og virðist mér að í lýsingu hans. sé hvergi of mælt um þetta vold- uga listaverk frá fornri öld menn ingar á Java. Ég hef einnig heirp- sótt sælueyna Bali, þar sem fólk er nokkuð með öðru móti, en víðast annars staðar í Indónesíu, hávaxnara og Ijósara. Þar þróast mjög sérstæð list og bera t. d. dansarnir á Bali af annarri dans- list, útskurður og listiðnaður hef- ur þar og sitt sérstaka svipmót, sem margir Evrópubúar verða heillaðir af. VESTRÆN MENNING SÆKIR Á — Já, segir Sveinn að lok- um, þarna býr þjóð, sem á miklar fornar arfleifðir og viða hvílir austrænt dulmagn yfir umhverfinu. En á síðari árum ryður vestræn tækni sér æ meira til rúms. Flugmenn- irnir eru að vissu leyti eins- konar boðberar hinnar vest- rænu menningar á þessum. slóðum. En þess gætir víðar, nýtízku hús rísa upp í borgun- um, bifreiðar þjóta um götur og svo blandast austrænt og vestrænt saman á undarlegan hátt eins og þegar kúlíarnir hætta að draga leiguvagna sína og aka leigureiðhjólura. um strætin. Þ. Th. Hvernig verður sr. Odds V. Gíslasonar bezt minnzt SUNNUDAGINN hinn 12. þ. m. birtist í Morgunblaðinu grein eftir séra Jón M. Guðjónsson sóknarprest á Akranesi, með fyr- irsögninni „Athyglisverð hug- mynd“. Minningarkapella um séra Odd V. Gíslason verði reist á Grímshól á Vogastapa. Eftir að ég las grein þessa, fór ég að íhuga, hvernig hægt væri að sýna minningu séra Odds verðskuldaða virðingu á annan hátt en þann, sem bent er á í umræddri grein. í því sambandi snéri ég mér til Egils kennara Hallgrímsson- ar, en hann er Suðurnesjamaður og fróður um marga hluti. Rædd- um við saman um ævistarf séra Odds meðan hann dvaldist hér- lendis. Bað ég Egil að láta í ljósi álit sitt á þessu máli og fer það hér á eftir. „í fyrsta lagi vildi ég“, segir Egill, „leyfa mér að benda á, hvort ekki væri betur viðeig- andi að reisa til minningar um þennan ágæta mann og merka brautryðjanda í slysavarnamál- um íslands veglegan innsiglingar vita í Grindavík, sem bæri nafn séra Odds og vísaði sjófarendum leiðina inn í hina nýju höfn 1 jHópinu með sterku ljósi og rat- sjá (radar). Slíkur viti myndi brautryðjandinn hyrfi þaðan. Þeir urðu fyrstir til þess að bjarga mannslífum úr sjávar- háska með björgunartækjum. Slysavarnafélags íslands og hafa flestar bjarganir hér við land farið fram í Grindavík frá þvi Slysavarnafélagið var stofnað. f öðru lagi vildi ég koma fram með þá hugmynd, að andvirði umræddrar kapellu í Grímshól yrði látið ganga til herbergja- gjafa í Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík til minn- ; uppfylla þarfir Grindvískra sjó-1 ingar um séra Odd og látna sjó- | manna og annarra þeirra, er þar menn af Suðurnesjum. Bæri ann- leita hafnar. Vita þennan ætti að að herbergið ‘ nafn séra Odds og reisa sem allra fyrst og fyrir, geymdi það sögu hans, en hitt almanna fé sem þakklætisvott nafnið Suðurnesjabúð og ættu Þannig líta leiguhjólin í Jakarta út. Sveinn Gíslason situr í hjóla- sætinu. Þannig mætist vestræn tækni og sú austræna siðvenja að kúlíar knýi áfram leiguvagnana. alþjóðar fyrir hið mikla braut- ryðjendastarf r.éra Odds. Séra Oddur dvaldist í Grinda- vík um 20 ára skeið sem sókn- arprestur og sjósóknari og hóf þar baráttu sína fyrir slysavörn- um. Ætti minning hans því fyrst og fremst að vera tileinkuð Grindavík. Grindvikingar hafa ekki látið niður falla slysavarnir, þóttl aldraðir sjómenn af Suðurnesj- um að hafa forgangsrétt til dval- ar í báðum þessum herbergjum. Séra Oddur var fæddur og upp- alinn Reykvíkingur og stundaði héðan sjómennsku að loknu námi um 15 ára skeið. Að lokum þetta: Grímshóll, eitt af kennileitum æskustöðva minna er í Vogalandi og alls Frh. á bls. 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.