Morgunblaðið - 07.10.1954, Síða 7

Morgunblaðið - 07.10.1954, Síða 7
Fimmtudagur 7. okt. 1954 MORGUNBLAÐIÐ 23 ! FYRSTA SAMTAL MITT VIÐ STALIN AFLUGVELLINUM í Moskvu tók nefnd frá utanríkisráðu- neytinu á móti okkur, undir for- ystu Visjinskys, vara-utanríkis- xáðherra og skrifstofustjóra, einkennisbúnum. Var okkur ekið á hið gamla gistihús National. J>að hafði lítið breytzt síðan ég var seinast í Moskvu, 1944, þung- ir flauelsfóðraðir stólar — dá- lítið slitnari en þegar ég sá þá SÍðast, þykkir gólfdúkar og smá- skraut. Það var auðséð að þetta gistihús var ekki háttsett á við- xeisnaráætluninni. En maturinn var góður, og það voru vinföngin ©g þjónarnir líka. Sem gestum stjórnarinnar var séð fyrir okkur á hinn bezta hátt, við fengum alltaf beztu sætin í leikhúsum og danssýningum; okkur hafði verið séð fyrir kvöldskemmtunum af mestu umhyggju. Bifreið og bif- reiðarstjóri jafnan til taks handa okkur, og þess vegna gátum við komizt yfir að sjá mikið af söfn- um og sýningum. Einn daginn höfðu Molotov- hjónin hádegisverð fyrir mig og mitt fólk, og við það tækifæri tókst mér að láta bros Molotovs breytast í kaldan vanþóknunar- svip. Það gerðist í ofurlítilli, ó- undirbúinni þakkarræðu, þar sem ég minntist á þann heiður, sem ritara S.Þ. hefði verið sýnd- ur af einum voldugasta meðlim sambandsins. Ég hélt áfram með því að lýsa Sovét-samveldinu sem nr. 1 í heiminum í ýmsu til- liti (ég hafði rauða herinn og af- rek hans í huga), en sem nr. 2 í öðrum efnum (auðæfi og iðnað), og í enn öðrum sem nr. 3 (þar hugsaði ég til yfirráða Breta á sjónum og áhrifa þeirra um all- an heim, vegna brezku samveldis landanna). Ég hefði átt að láta nr. 1 og 2 nægja. Molotov og Visjinsky hlustuðu með athygli á þýðingu Klaveness (ritara Lies) af ræðunni og brostu og kinkuðu kolli, þegar þeír heyrðu fyrstu setningarnar. Það leit meira að segja svo út, sem þeir væru tilleiðanlegir að viður- kenna að Sovét væri ekki nema nr. 2 í ýmsum efnum. En þegar ég hélt áfram og gaf í skyn, að Sovét gæti jafnvel verið nr. 3 í sumu tilliti, hafði ég auðsjáan- lega gengið of langt. Brosin og kinkanirnar hurfu eins og dögg fyrir sólu og ég hafði kýnnst nýrri hlið á rússnesku skapferli. Þrátt fyrir þessa snurðu hélt mál- tíðin áfram eftir áætlun. Molo- tov skálaði við hvern og einn í mínum hóp, og ég skálaði fyrir okkar hönd við alla viðstadda Rússa. AÐRIR GESTIR Það kom brátt á daginn að ég ©g föruneyti mitt voru ekki einu Stjórnargestirnir í Moskvu. — í rauninni hvarf þessi fyrsta heim- sókn aðalritara S.Þ. i skugga annarrar heimsóknar. Það var tékkóslóvakísk sendinefnd, sem átti að undirrita nýja viðskipta- samninga milli landanna. Eitt íyrsta kvöldið, sem við vorum í Moskvu, höfðu allar opinberar persónur farið í sparifötín til að taka sem virðulegast á móti þess- ari nefnd. Að því er snertir skraut og lúxus þolir fátt samanburð við opinbera móttöku í Moskvu. Mér var ekkert nýnæmi að sjá Spiri- donov-höllina, ég hafði komið þar 1944, sem norskur utanríkisráð- herra, og jafnvel á stríðsárunum voru móttökurnar ekki íburðar- minni. í þessu lágreista, fagra steinhúsi, var fullt af háttsettum sovétembættismönnum, gestum og sendiherrum — sem hafði verið raðað kyrfilega níðúr í hallarsalina þrjá eftir melorðum og virðingum. Þegar gestirnir komu, urðu þeir að bíða í fremsta Hér fer á eftir einn kaflinn úr hinni nýju bók Trygve Lie, „Syv aar! for freden“. Kaflinn er nokkuð styttur. Lie var í þetta sinn boðinn ti! Moskvu sem aðalritari S. Þ. og fór þangað ásamt konu og dætrum, 1946. Trygve Lie. salnum, þangað til húsráðendurn- ir komu og tíndu úr hópnu.m og fóru með suma inn í næsta sal. Númer þrjú, auðsjáanlega hið allra helgasta, var eingöngu handa úrvalsmönnunum, og þang að mátti enginn fara inn nema honum væri boðið það sérstak- lega. Eins og venjulega í þessum sovétboðum voru veitingarnar ríkulegri en orð fá lýst: styrju- hrogn, steiktir smágrísir, fiskur Benes talaði með beiskju um Sovét-Rússland. í ótal myndum, ket og fugl, að- eins vínfangaúrvalið var tak- markað: vodka, rússneskt koníak og rússnesk vín. Síðar um kvöidið var ég kynntur meðlimum tékkósló- vakísku nefndarinnar: Klement Gottwald, forsætisráðh., Zdenek Fierlinger, varaforsætisráðh. og ýmsum öðrum, þar á meðal mín- um trygga vini Jan Masaryk, ut- anríkisráðherra. Það var alltaf eitthvað skemmtilegt og áhyggju laust við Masaryk, og mér var mikil huggun að því í þetta skipti. Við höfðum verið góðir vinir í mörg ár, unnið saman á stríðsárunum, flogið saman til San Francisco og vorum báðir nýkomnir af íyrsta S.Þ. þinginu í London. Ég varð alls ekkert hissa þegar hann vppti annarri öxlinni og dró aðra augnabrún- ina upp í hársrætur og benti út i mannlaust horh. „Blah-blah- blah“, hvíslaði hann, en það þýddi að við skvidum rabba sam- an í næði, „mikið leyndarmál, voðalegt ieyndarmál“. „ÞETTA ER ALLT HUMBUG“ Um leið og hann stikaði út í hornið, leit hann til baka, fyrst um aðra öxlina og svo um hina, eins og hann væri að skopast að rússnesku varkárninni. En brosti um leið, það lá vel á honum. — „Trygve", byrjaði hann. ,,Þú hef- ur heyrt um þennan mikla við- skiptasamning. Ojæja, hann er nú ekki það sem hann sýnist. Þetta er allt fallegt á pappírnum, en ég get sagt þér, að Rússarnir gengu frá því öllu fyrirfram“. Hann sagði mér í stuttu máli frá viðræðunum, það var fyndin og beisk lýsing .... Sá, sem sá hann á þriggja feta færi, gat haldið að hann *væri að segja skrítlu. „Þetta er allt „humbug“. Þeir ráða öllu um gengið: Það, sem þeir tapa á einu taka þeir aftur á öðrum lið, ^og með verðlaginu þeirra rýja þeir okkur inn að skyrtunni“. Við stóðum þarna að minnsta kosti fimm mínútur, og Masaryk hafði einn orðið. „En hvað eigum við að gera, við er- um tilneyddir að leika með þeim. Gottwald þorir ekki að draga andann án þess að líta á Molotov áður“. Hann kreppti báða hnefana upp að vestinu og báðir þumalfingurnir vissu upp. Ég skildi á honum að jafnaðar- mennirnir hefðu látið ginna sig, þar á meðal Fierlinger, og að hann var vonsvikinn yfir úrslit- um viðskiptasamninganna. „Það væri gaman að vera með þér heilt kvöld“, sagði hann að lok- um. „En ég þori ekki að hætta á það. Við verðum að hittast við annað tækifæri". IIJÁ STALIN í KREML Kvöldið 23. júlí var mér ekið í bíl til Kreml, ég átti að tala við Stalin í fyrsta skipti. Rétt fyrir klukkan 10 kom lúxusbifreið að Hótel National og við ókum að fyrstu varðstöðinni við Kreml- múrinn. Við fórum ekki um hlið- ið inn á Rauðatorg, heldur um annað hlið, sem var afsíðis, og þar var vörðurinn og eftirlitið alveg eins og ég mundi það frá 1944. Þar var ekki mikið sagt, eftirlitið gekk fljótt og var þó ítarlegt. Þegar kom inn úr hlið- inu var ég beðinn um að setjast í einn af bílunum, sem tilheyra Kreml, og eftir að tveir nýir verð ir höfðu athugað okkur, námum við staðar við sama húsið, sem ég hafði hitt Molotov forðum. Nokkrum mínútum síðar tók ég í höndina á Stalin, og við virtum hvor annan fyrir okkur. Það sem ég sá var stuttur, saman rekinn maður, sólbakaður í and- liti. Þegar við gengum yfir gólfið til að setjast við borðið, tók ég eftir hve göngulag hans og hreyfingar var ákveðið og ein- Bros Molotovs breyttist í kaldan vanþóknunarsvip. Stalin: „Við þurfum 10 milljarð dollara aðstoð“. skorðað. Ég hef aldrei séð nokk- urn mann stíga fæti svo fast og reglubundið á gólf, án þess þó að ganga eins og hermaður. Hann var lágur, talsvert lægri en Molotov og Visjinsky, þegar hann stóð við hliðina á mér náði hann mér ekki nema í höku. — | Herðarnar voru breiðar og sterk- legar, en digur virtist mér hann alls ekki. Hann var í nærskornum jakka með stífum kraga, hneppt- um í hálsmálið. Ég gizka á að hann hafi verið 80—85 kíló. Þeg- ar við heilsuðumst tók ég sérstak- lega eftir augunum, gráum og innstæðum, köldum og óhreyfan- legum — nema þegar hann brosti. En þau skipti sem ég hef séð Stalin brosa, get ég talið á fingr- um mér. Hvorki í þetta skipti né siðar var ég ekki í nokkrum vafa um hvaða álit hann hefði á jafn- aðarmönnum yfirleitt. Ég gæti hugsað mér að hann væri talsvert grallaralegri og alúðlegri við fólk úr öðrum flokkum Svarta, bogna pípan, kunn af ótal myndum, virt ist eiga fastan samastað undir gráu yfirskegginu á honum, sem hékk niður yfir munnvikin. Eins og allir pipureykjendur hafði hann þann fasta og ósjálfráða | vana að vera alltaf að þjappa í | pípunni og kveikja í; stundum barði hann úr henni og tróð aftur í hana úr tóbakstuðru, sem hann hafði í vasanum. < Það fyrsta sem Stalin sagði var um Noreg og Hákon konung, og ég sendi þau ummæli áfram til Hans Hátignar í bréfi, sem ég sendi frá París viku síðar. „Að því er mig minnir“, skrifaði ég, „sagði generalismus Stalin orð- rétt: Barátta Noregs gegn nazism anum hafði mikil áhrif á mig og þjóð mína. Konungur yðar er hraustur konungur, sem ég ber mikla virðingu fyrir.“ Stalin hélt áfram að hrósa andstöðubaráttu Norðmanna, og sagði að sér væri vel kunnugt um það ágæta starf, sem andstöðuhreyfingin og norska stjórnin í London hefði unnið. Hann virtist líka meta það mikils, að svo mörg norsk skip höfðu vecið í skipalestunum til Murmansk, og nefndi líka, að norsk skin hefðu flutt vopn og hergögn til Vladivostok. Það var auðheyrt að honum þótti vænt um að rússneskur her hefði tek- ið þátt i að reka Þjóðverja úr Norður Noregi. Hann bæíti því við, að hann hefði talað við marga liðsforingja, sem höfðu verið í Norður-Noregi þá, og höfðu aðeins það bezta að segja um norsku þióðina og hvernig hún hefði tekið rússneska herlið- inu. En þó auðheyrt væri að Stalin væri vel fróður um Noreg og hlutdeild okkar í stríðinu, fór hann villt í einu: „Þið smíðið herskip í Noregi, er ekki svo?“ spurði hann. Ég sá að hann hafði haft hausavíxl á Noregi og Sví- þjóð og flýtti mér að leiðrétta. „Því miður getum við ekkf smíð- að stór herskip“, sagði ég. „Þó að við séum mikil siglingaþjóð, em 311 okkar herskip smíðuð erlend- is, nema nokkrir litlir, gamlir tundurbátar, og það sama er að segja um flest kaupför okkar.“ VIÐ ÞURFUM TÍU MILLJARD DOLLARA Ég minntist svo á flug mitt yfir Rússland vestanvert og allar eyði leggingarnar, sem ég hefði séð. „Endurheimt Stalingrad og vörn Moskva og Leningrad eru stór- kostleg þrekvirki“. sagði ég, „og hafa vakið aðdáun allra banda- manna.“ Og svo minntist ég á hið mikla viðreisnarstarf, sem Sovét ætti fyrir höndum. Stalin sagði að landið þyrfti hjálp til endurreisnarinnar. Hvað eftir annað nefndi hann tíu milljard dollara — þá upphæð þyrfti Jan Mazaryk: „Ég verð kyrr“. Sovét-samveldið að fá. „Við þurf- um peningana strax“, sagði hann, „og þetta er ekki meira en Sovét hefur unnið til, þegar litið er á framlagið til baráttu banda- manna.“ Ég fullvissaði hann um að ég skyldi muna þetta og nefna það við rétt amerísk yfirvöld. Það gerði ég líka í fyrsta samtali mínu við Truman forseta og Byrnes utanríkisráðherra eftir að ég var kominn vestur. Þessi yfirlýsing Stalins gerði mér auðveldara að fitja upp á því, sem ég hafði ætlað mér að koma á framfæri við þetta tæki- færi. Ég snéri mér formálalaust að því og lét í ljósi áhyggjur mínar yfir þvf, að sambúðin milli Vesturvel danna og Sovéts hefði versnað síðan í stríðlokin. „Þetta er mjög óheppilegt“, sagði ég, „séfstaklega af því að hér er auð- sjáanlega um misskilning að ræða. Ég hef oft orðið þess var, að menn eins og Truman forseti og Byrnes hafa oft sýnt miklu meiri skilning á vandamálum Sovéts en aðrir Amerikumenn..“ Það va;/i ömúrlegt að sjá að allri vinsamlegri viðleitni til sam- komulags væri tekið með tor- tryggni, og hverri útréttri hendi vísað á bug. Og ég bætti við. Frh. á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.