Morgunblaðið - 10.10.1954, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 10.10.1954, Qupperneq 9
j Sunnudagur 10. okt. 1954 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavikurbréf: Laugardagur 9. októbei* Innan veggja Alþingis speglast hræringar þjóðlífsins — Stjórnmálin eru lífið sjálft — Kornræktin þarf að aukast — Frá Grýlu til Suður-Ameríku — Tíminn segir 9 þingsæti Fram- í hættu — Afstaðan til hagsmunamála landbúnaðarins Vondir draumar sækja á ritstjóra Tímans. Alþingi hefur störf að nýju ANNAÐ þing yfirstandandí kjör- tímabils er að hefja störf sín. Nú eins og jafnan áður bíða Alþingis margvísleg viðfangsefni. Innan veggja þess speglast jafn- an þær hræringar, sem gerast á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins á hverjum tíma. Og hvað sem sagt er um löggjafarsamkomuna og störf hennar verður sú stað- reynd ekki sniðgengin, að full- trúar þjóðarinnar, sem þangað hafa verið kjörnir í frjálsum og Jýðræðislegum kosningum af fólkinu sjálfu, vinna áreiðanlega flestir eftir beztu getu og sam- vizku að framkvæmd hagsmuna- mála þess. Menn greinir á um leiðir á þingi eins og annarsstaðar. En til þess að landinu verði stjórnað verða einhverjir hinna andstæðu flokka að freista þess að sam- ræma sjónarmið sín og mynda ábyrgan þingræðislegan meiri- hluta í landinu. Það er það, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn hafa gert s.l. kjörtímabil og það sem af er því, sem yfir stendur. Samstjórnarskipulagið hef- ur sína galla, sem auðveldlega geta haft í för með sér hrörn- un Iýðræðis og þingræðis. En slikt skipulag er óumflýjan- legt, þar sem enginn einn stjórnmálaflokkur hefur þing- meirihluta. Ef íslendingar vilja skapa hreinni Iínur í stjórnmálabaráttu sina og heil brigðara og ábyrgara stjórnar- far er sá kostur væmstur fyrir hendi að fá Sjálfstæðisflokkn- um hreinan meirihluta á Al- þingi. Til þess skortír hann aðeins fáein þingsæti. Þann kost hafa höfuðborgar- búar valið í stjórn bæjarmálefna sinna, og hefur þótt vel gefast. Reykvíkingar vilja ekki fela mörgum andstæðum flokkum að stýra málum sínum. Þeir kjósa styrka stjórn samhentra og víð- sýnna manna. Slík stjórn myndi einnig henta vel hinni íslenzku þjóð í heild. Afstaðan til stjórn- málanna EÆÐI hér á íslandi og í mörgum öðrum lýðræðislöndum hefur á síðari árum tekið að brydda nokkuð á stjórnmálaleiða. Fólk hefur talað um stjórnmál sem eitthvað óhreint og kámugt, sem heiðarlegu fólki bæri helzt að halda sér sem lengst frá. Vafalaust á þetta rætur sínar að rekja til samstjórnarskipu- lagsins að verulegu Ieyti. Það hefur torveldað hinum almenna kjósanda að gera sér þess glögga grein, hvar ábyrgðin liggi raun- verulega á því sem miður kann að fara í stjórn landsins. Hann fer smám saman að halda, að eiginlega séu flokkamir eins, allt sé sami grautur í sömu skái. En stjórnmálaleiðinn er hættulegasti óvinur lýðræðis- J ins. Og sú skoðun, að stjórn- málin séu eitthvað, sem óþarfi sé að skipta sér af eða taka af- síöffu til er byggð á róttækuni misskilningi. Stjórnmálin eru í lýffræðisþjóðfélagí lilið sjálft. Það eru t. d. stjórnmál, hvernig hagað er greiðslu sjúkrabóta, slysa-, örorku- og ellitryggingum. Á sama hátt er það stjórnmál, hvernig hátta skuli stuðningi hins opinbera við framkvæmdir í hús- næðismálum, atvinnumálum og samgöngumálum. Það eru líka stjórnmál, hvernig tryggja skuli hinni uppvaxandi kynslóð fræðslu og búa hana sem bezt undir lífið. Allt þetta eru stjórnmál, sem hverjum einasta hugsandi og ábyrgum borgara ber að kynna sér og taka afstöðu til. Að sjálfsögðu getur ýmiskonar spilling haldið innreið sína í stjórnmálalíf þjóðanna. En í lýð- ræðisþjóðfélagi hefur fólkið vald- ið í sinni hendi til þess að breyta um stjórn. Á kjördag eru kjós- endurnir ríkisstjórn í landi sínu. Og þeir hljóta að nota það vald, sem þeim hefur verið veitt, sem ábyrgum þjóðfélagsþegnum. Það er heimska ein og fordild, sem oftast rekur rætur sínar til ein- ræðishneigðar og ofbeldisáforma að telja sig of góðan til þess að taka ábyrga afstöðu til stjórn- mála þjóðar sinnar. Slíkt fram- ferði getur aldrei stuðlað að bættu stjórnarfari eða umbóturn á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Kornræktin þarf að aukast KLEMENZ Kristjánsson bóndi á Sámstöðum í Fljótshlíð fékk í haust kringum 15 tonna upp- skeru af korni af ökrum sínum. Aðalkorntegundirnar, sem hann ræktar eru bygg og hafrar. Þessi sunnlenzki bóndi, sem gerst hefur brautryðjandi á sviffi kornræklar hér á landi framleiffir sjálfur allan þann kornfóðurbæti, sem bú hans þarfnast. Meff því sparar hann sér 14—18 þús. kr. á ári. Þaff er laglegur skildingur. En auk þess selur hann mikiff af út- sæffiskorni. Af þessu má nokkuð marka, hversu þýðingarmikið það er fyr- ir ísienzka bændur að láta ekki undan dragast öllu lengur að hefja almenna þátttöku í korn- rækt. Klemenz á Sámstöcum heíu;’ sannað að hér er hægt að rækta þær korntegundir, sem mest þörf er á til fóðurbætis. Með aukinni kornyrkju myndu bændur ekki aðeins spara búum sínum mikil útgjöld heldur þjóð- inni í heild verulega gjaldeyris- eyðslu. Þannig bera skýrslur hag- stofunnar s.l. 4 ár með sér, að eytt hefur verið frá 15,4 millj. kr. á ári upp í 24,5 millj. kr. á ári, til kaupa á gripafóðri frá útlönd- um. Einu sinni töldu íslendingar að ekki væri hægt að rækta kartöflur á landi þeirra. Sú bábilja er löngu dauff. Margir eru ennþá vantrúaffir á korn- ræktarmöguleikana. En þeir eru fyrir hendi. Reynslan hef- ur sýnt þaff. Sá tími kemur, aff íslenzkur landbúnaffur fær allt fóðurkorn sitt af eigin ökr um. En hann þarf aff koma sem fyrst. Sinnuleysi og van- trú á landið mega ekki tefja framsókn kornræktarinnar öllu lengur. Frá Grýlu til Suður- Ameríku RITSTJÓRI Tímans hefur orðið fyrir miklu áfalli. Hann hefur komizt að raun um það, að gömul kona, sem hann hefur sett allt sitt traust á mörg undanfarin ár, hefur gefizt upp á rólinu. Þessi gamla kona var „Íhalds-Grýlan“, sem Framsóknarflokkurinn og aðrir andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins hafa beitt fyrir sig í tíma og ótíma s.l. 25 ár. Þessi Grýla hefur nú fengið hægt og rólegt andlát. Hún þoldi ekki lengur birtu rafljósanna og vax- andi þekkingu almennings á ís- landi á viðburðarás stjórnmál- anna. Þetta var mikill hnekkur fyrir þau blöð og þá stjórnmálaleið- toga, sem haldið höfðu dauða- haldi í pilsfald „Íhalds-Grýlunn- ar“. En ritstjóri Tímans vildi samt ekki gefast upp. Eitthvað varff til bragffs aff taka. Og þegar neyðin er stanst þá er hjálpin næst. Hann gerði sér nú lítiff fyrir og brá sér til I Ea5s:-A: ■.cr.-.u. Þar i_r vont föík og spiiiíir stjórnmála-1 flokkar, segir hann. Hvers- konar glæpir eru þar daglegt brauff. Sjálfstæðisflokkurinn er eins og stjórnmálaflokkar í Suffur-Ameríku!!! Þarna höfffu íslenzkir kjós- endur það. Hvernig gat nokkr- um þeirra dottið í hug aff kjósa Sjálfstæffismenn á þing eftir þessa voðalegu lýsingu? Og nú endurtekur Tíminn það daglega, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé „eins og íhalds- flokkarnir í Suffur-Ameríku eru“. Vondir draumar EN þrátt fyrir þessa ljótu lýsingu á Sjálfstæðisflokknum treystir Tíminn íslenzkum kjósendum ekki til þess að halda sér frá að kjósa þennan flokk. Hann á vonda drauma. í forystugrein fyrir réttri viku síðan segir blað- ið fullum fetum að 9 þingsæti Framsóknarflokksins séu í yfir- vofandi hættu fyrjr frambjóð- endum „Suður-Ameríkuflokks- ins“. Hvernig má nú þetta verða? Trúir ritstjóri Tímans því þá alls ekki að Sjálfstæðismenn séu annar eins glæpalýður og hann í öðru orðinu segir að þeir séu? Það getur varla verið, fyrst hann álítur að mikill fjöldi núverandi Framsóknarmanna muni hafa af- ráðið að kjósa Sjálfstæðismenn við næstu kosningar. Sannleikurinn er sá, að Tím- inn hefur með þessum skrif- um yfirtrompaff öll sín fyrri fjarstæffuskrif um Sjálfstæðis- flokkinn, og er þá langt jafn- aff. Heiða'rlcgu fólki út um sveitir landsins, sem fylgt hef- ur Framsóknarflokknum, of- býffur málflutningur Tímans. Sjálfstæðisflokkurinn ætlast að sjálfsögðu ekki til þess að mál- gögn Framsóknarflokksins láti ^ allar deilur falla niður á Sjálf- stæðismenn enda þótt þessir flokkar starfi í bili saman í ríkis- stjórn. En almennt velsæmi krefst þess að öllum stjórnmála- deilum séu einhver skapleg tak- mörk set+. Kitr'.Jír: " . aar.i h fur -’arij yii jcessi takmörk með skrifum slnum undanfarið. En Sjálfstæðismönnum má það í léttu rúmi liggja þótt hann haíi flutt vígstöðvar sínar til Suður- Ameríku. Hann um það. Hvaða mál voru það? FYRIR síðustu kosningar stað- hæfði Tíminn, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði alltaf sýnt hags- munamálum bænda hinn mesta fjandskap innan ríkisstjórnar Steingríms Steinþórssonar, sera fór með völd á árunum 1950- 1953. Blaðið var þá spurt að því, hvaða mál það væru, hvort það vildi ekki telja upp nokkur þeirra. Af því gat ekki orðið. Timinn gat ekkert dæmi nefnt um slíkaa fjandskap Sjálfstæðismanna í garð landbúnaðarins. Nú endurtekur blaðið sömu staðhæfinguna. En hvernig væri, Tími sæll, að telja upp þau mál bænda, sem ráðherrar og þing- menn Sjálfstæðisflokksins hafa snúizt gegn og sýnt óvild? Nei, það þýðir ekki að slá fram órökstuddum fullyrðingum og sleggjudómum. Bændur landsins vita mæta vel, að flest merkustu framfaramál sveitanna hafa hin. síðari ár verið borin fram til sig- urs af Sjálfstæðismönnumð stund um í samvinnu við Framsóknar- flokkinn, stundum í andstöðu við hann. Á það t. d. við um binar fyrstu framkvæmdir í raforku- málunum. Ef tillögur Jóns Þor- lákssonar og Jóns á Reynistað úm rafvæðingu strjálbýlisins hefðu náð fram að ganga fyrir 25 árum hefðu færri bændur flúið eignir og óðöl til kaupstaðanna. En Framsóknarflokkurinn taldi hinar fyrstu rafvirkjanir vera „samsæri andstæðinga Framsóknarflokksins". Sem betur fer hefur honum nú snúizt hugur og tekur nú þátt í samvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn um framkvæmd hinna viturlegu tillagna Jór.s Þorlákssonar. Á þriðja hundrað manns iðka badminton í vetur Á þriðja hundrað manns...... NÚ UPP úr helginni er vetrar- starfsemi Tennis- og badminton- félagsins að hefjast. Verður æft í 8 húsum og stunda æfingarnar eitthvað á þriðja hundrað manns, og er það töluverð aukning frá fyrra ári, enda er unnendum badmintoníþróttarinnar alltaf að fjölga. Kennsla á vegum félagsins verður með líku sniði og áður — byrjendum sagt til í KRhúsinu kl. 5—7 á laugardögum og verður reynt að segja fólki til í sértíma þess. Eftirspurn eftir tímum fer sí- fellt vaxandi, og er nauðsynlegt að fólk sæki um tíma nú strax ef það hvggst stunda badminton i Vetur. Á s.I. vetri var ekki hægt að útvega iillum tíma er óskuðu. í vetur fær félagið aukið húsrými þar sem það fær ’KR-húsið alveg eitt kvöld frá kl. 6—11 en þar eru fjórir vellir og það bezta húsið í landi'i: ' , .. iðkunar — hús se.r TBR dra”rnir um að byggja fyrir starfsemi sín».

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.