Morgunblaðið - 26.10.1954, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 26.10.1954, Qupperneq 9
Þriðjudagur 26. okt. 1954 MORGUHBLAÐIÐ Eðlilegt þegar sveitarfélögum er ekki séð fyrir tekjum að ríkisvaldið beri vaxandi kostnað af vegagerð Frá listasafninu i Celle. til borgarinnar Celle. Það er mik- il menningar- og sagnfræðimið- stöð í NorðurÞýzkalandi og fóru þar fram mikil hátíðahöld í sum- ar. Voru þá 200 ár liðin frá fæð- ingardegi dönsku drottningarinn- ar Karoline Mathilde, sem gift var hinum geðveika, danska kon- ungi Kristjáni 7. Átti Mathilde harla vingott við hirðlækninn Struensee sem kunn ugt er, hraktist í útlegð til Celle og andaðist þar 25 ára gömul. Var frú Irma gestur borgar- stjórnarinnar á þessum hátíða- höldum þar sem amma hennar var frá Celle, og hún eini Daninn, sem á ættir sínar að rekja til bæjarins. ' í Celle er ein frægasta riddara-' höll Þýzkalands, frá miðöldum og ! þykir hún afburðafögur og mikil 1 gersemi. í bænum er og merkt listasafn, og stýrir því dr. Lotz. Þangað voru mörg frægustu verk listasafnsins í Berlín flutt eftir styrjöldina. í sumar fór fram í bænum þing listfræðinga og sóttu það 330 listfræðingar víðs vegar frá Evrópulöndum. Landkynning frú Irnui Vejle Jónsson í UPPI í Barmahlíð býr erlend kona, sem tekið hefir hér bólfestu hér á landi og staðfest ráð sitt. Það er Irma Vejle Jóns- son, sem er danskrar ættar, dótt- ir Jens Vejle, fornleifafræðins, sem varð prófessor við háskólann í Pisa á Ítalíu og þar ólst Irma upp. Dvaldist hún langdvölum í ýmsum löndum meginlandsins fram eftir ævinni, gerðist á milli- stríðsárunum kunn söngkona og hélt hljómleika í flestum löndum Evrópu. Öðlaðist hún á ferðum sínum fjöiþætta tungumálakunn- áttu og talar hún 8 tungumál, sem sitt eigið móðurmáL BRÉFUM EKKI SVARAÐ IRMA giftist Ásmundi Jónssyni rithöfundi og fluttist fyrir nokkrum árum hingað til lands. Síðan hún tók sér bólfestu hér hefir hún farið allmargar ferðir til útlanda og haldið uppi land- kynningarstarfsemi á þessum ferðalögum sínum. Árið 1948 fór hún slíka ferð til Norðurlandanna og árin 1951, 1952 og 1954 var hún á ferð um Þýzkaland. í sumar fór hún út m. a. í boði og sam- kvEfcmt ósk frá Þýzka útvarpinu og nokkrum menningarfélögum í Þýzkalandi. Hefur hún á ferðalögum sínum undanfarin ár haldið allmarga fyrirlestra um ísland við þýzkar útvarpsstöðvar og flutt erindi um land og þjóð á fundum og fé- lagamótum. Árið 1951 hélt hún 4 erindi í Hamborgarjútvarpið og 1952 talaði hún og í útvarpið í Hessen um ísland. Þá hugðist hún einnig kynna íslenzka tónlist í þýzka útvarpinu. Skrifaði Nordwestdeutsche Rundfunk í Hannover til íslenzka Ríkisjút- varpsins, tónlistardeildar, og fór þess á leit að íslenzk tónlist á plötum fengist til útsendingar- innar. Þessu bréfi varð aldrei svarað og ekkert varð því af tón- listarkynningunnL Þegar frú Irma kom aftur til Þýzkalands í sumar fór útvarpið aftur þess á leit við frúna, að hún tæki saman kynningu á ís- lenzkri tónlist. Skyldi þátturinn standa í um 20 mínútur. Var nú í annað sinn ritað til Ríkisút- varpsins og beðið um íslenzka tónlist á plötum. í þetta sinn varð og hið sama uppi á teningn- um. Ekkert svar barst við mála- leitun N.W.D. og ekkert varð úr útvarpinu. Frú Irma flutti erindi í Hamborgarútvarpið um ísland og skilyrði fyrir ferðamenn hér- lendis. ÞYZKUR MENNINGAR- FULLTRÚI SKÖMMU eftir að hún kom til Þýzkalands var hún ráðin sem forstjóri fyrir útbreiðslu- deild fræðslumálaskrifstofunnar í Nieder Sachsen, og gegndi hún því starfi um nokkurt skeið. í Þýzkalandi ferðaðist hún all- jpikið um landið, og kom m. a. Gísli Jónsson rœðir um vegalög á þingi ÞAÐ ER staðreynd, að nýir vegir, sem lagðir eru til afskekktra héraða, hafa ekki aðeins þýðingu fyrir það hérað eitt, heldur allt landið. Þegar sveitarfélögunum er.ekki séð fyrir nægum tekju- stofnum, er það eðlilegt að ríkisvaldið verði að bera kostnaðinn. Þannig komst Gísli Jónsson, þingmaður Barðstrendinga að orði við umræður á þingi í gær um vegalagafrumvarpið. Hann mælti þeta í tilefni ummæla Framsóknarþingmannanna Páls Zophonías- sonar og Bernharðs Stefánssonar um það, að útþensla þjóðveganna hér á landi væri komin út í öfgar og þar yrði að fara að sporna við fótum. MEÐ ISL. KNATTSPYRNU- MÖNNUNUM ÞÁ var frú Irma og boðin til borgarinnar Brúnsvíkur og I sat hún þar þing yfirborgarstjóra, ! sem um þær mundir var haldið j í bænum og kynntist m. á. von Brentano, sem er utanríkismála- J ráðunautur dr. Adenauers, kansl- ; ara Vestur Þýzkalands og ýmsum fleirum þekktum mönnum. Einnig var hún boðin til Hannover og sat hún þar fund forstjóra ferðaskrifstofa frá 18 löndum. Flutti frú Irma við það tækifæri fyrirlestur um ísland sem ferðamannaland. Fyrirlestrar þeir, sem frú Irma hélt um ísland á ferðum sínum fjölluðu m. a. um íslenzkar kon- ur, íslenzkt tónlistarlíf og Gull- foss og íslenzkar skipasamgöngur. Þá birtust og viðtöl við hana í all mörgum þýzkum blöðum og í út- varpsstöðvum, að auki Hamborg- arútvarpinu, Rundfunk Frank- furt. MENNING OG MENNTUN ISTUTTU viðtali sem blaðið átti við frú Irmu lét hún þess get- ið, að það væri sér brennandi áhugamál að kynna ísland á er- lendri grund, og þá einkum í Þýzkalandi og draga það fram í fyrirlestrum sínum, sem einkum lyti að menningu og menntamál- um þjóðarinnar. Frú Irma hefir aldrei notið neins ferðastyrks frá hinu opin- bera, þótt hún hafi víða iarið og víða kynnt ísland á erlendri grund. Má starf hennar einstakt teljast, einkum þegar þess er gætt, að hún er ekki af íslenzku bergi brotin og hefur ekki átt hér heima nema örfá ár. ÞEGAR SAMGONGULEIÐ OPNAST Gísli skýrði frá því sem dæmi, að undir eins og leið opnaðist milli Austur- og Vestur-Barða- strandarsýslu, hefði verið opnuð sérleyfisleið þar á milli. Þetta hefur orðið til stóraukinna sam- gangna, menn koma þangað í at- vinnuleit og í viðskiptaerindum og á skemmtiferðum. Svo mikill áhugi og eftirspurn var fyrir þessum samgöngum, að ferðir liófust um hana löngu áður en vegurinn var fullgerður. Bröltu menn á bílum sínum yfir hálf- gerðar ófærur og urðu sumsStað- ar að sæta sjávarföllum. IIAGSMUNIR ALLRA Annað dæmi nefndi hann, að strax og vegur opnaðist milli Bíldudals og Patreks- fjarðar urðu 250 ferðir um þann veg á mánuði og það þótt yfir tvo háa fjallahryggi sé að fara. Hann kvaðst og vera alveg sannfærður um það, að þegar opnaður yrði vegur milli Dalvíkur og Ólafs- f jarðar, þá yrði það mikil sam- gönguæð, sem væri þýðingar- mikill, ekki aðeins fyrir Ólafs- firðinga, heldur og fyrir Dal- vík og allan Eyjafjörð. VILL SETJA REGLUR Bernharð Stefánsson, fram- sóknarþingmaður Eyfirðinga, bar sig upp undan því að á hverju ári rigndi yfir þingið tillögum um nýja vegi. Virtist honum af- greiðsla þingsins á þeim handa- hófskennd. Vildi hann láta rann- saka allt þjóðvegakerfi landsins og ákveða það í eitt skipti fyrir öll, hvað af öllum þessum veg- um skyldi vera þjóðvegir og segja þá hingað og ekki lengra. VÆRI HROPLEGT RANGLÆTI Gísli minnti á það að Bern- harð hefði áður komið fram með tillögur um slíka flokk- un veganna, en hún hefði ekki náð samþykki þingsins vegna þess að þingmenn vissu glöggt að með því væri verið að fremja hróplegt ranglæti gagnvart þeim sýslum, sem enn hafa ekki fengið nema sáralítið af vegum. Það kæmi einnig hart niður ef farið væri að taka fjölda vega út af vega- lögum og Ieggja viðhald þeirra allra á sýslur og hreppa. — Kvaðst Gísli þessvegna ekki geta fallizt á tillögu Bern- harðs. BEÐIÐ UM SKÝRSLU Páll Zohóníasson krafðist þess að samgöngumálanefnd léti gera allsherjarskýrslu með línuritum um það hvað þjóðvegirnir væru langir í hverri sýslu, hvað sýslu- vegirnir væru langir og hvað mikið sýslufélögin vildu leggja á sig til byggingar og viðhalds j vega. Þessu svaraði Bernharð Stefáns j son svo til, að það væri erfitt fyrir nefndarmenn í samgöngu- málanefnd, sem hafa fjölda ann- arra starfa að gegna, þar á meðal ( setu í öðrum nefndum að fara að gera ráðstafanir til að allt vega- i kerfi landsins væri rannsakað. SKÝRSLAN ER TIL En Gísli Jónsson skýrði frá því, að fjárveitinganefnd hefði látið gera slíka allsherjarskýrslu fyrir tveimur árum og væri ekki mikið verk að breyta skýrslunni svo að hún nái fram á þennan dag. VEGIR AÐ FJARHUSUM Páll Zophóníasson þusaði mik- ið um það að í sumum sýslum sé farið að taka upp sem vegi heimreið að bæjum og vegi að fjárhúsum. Tilgangurinn með því að taka vegi upp á vegalög væri aðeins að koma vegalagningu og viðhaldi af sýslufélaginu yfir á ríkissjóð. Einnig sagði hann að áhuginn heima í sumum héruð- um fyrir vegalagningum væri stundum sáralítill sem enginn. VILJA ÞEIR EKKI FJÁRFRAMLÖGIN Gísli Jónsson svaraði Páli með fáeinum orðum. Hann kvaðst hafa orðið alveg undrandi á ræðu hans. Það væri ekki annað á hon- um að skilja en að það væru utanaðkomandi aðilar, sem væru að þvinga fram lögum um vegi í héruðum gegn vilja héraðsbúa. Spurði Gísli hvort þetta bæri svo að skilja, að Norðmýlingar neit- uðu að taka við fjárframlagi, sem fulltrúi þeirra hefði verið að berj ast fyrir. Gísli sagði um ræðu Páls, að þingmenn, sem gætu ekki haldið öðru vísi ræður en þetta, ættu að sjá sóma sinn í að taka ekki til máls, því að annaðhvort væri þar talað á móti betri vitund, eða hann vissi ekkert, hvað hann hefði verið að segja. KJARNI MÁLSINS — TEKJUR SVEITAFÉLAGA Að lokum minntist Gísll Jónsson á það, að flest sýslu- félög hefðu lagt hart að sér við byggingu og viðhald sýslu- vega. Þau hafa t. d. langflest notað sér heimild til hækkun- ar gjalda til sýsluvegasjóða. En kjarni þessa máls er að meðan sýslufélögunum er ekki séð fyrir frekari tekju- stofnum, þá verður ríkisvald- ið standa straum af vegalagn- ingum í æ ríkari mæli. Merkur fornleifa- fundur á Jófiandi FYRIR nokkru gerði danskur fornleifafræðingur, Hans Neu- mann, merkilegan fornleifafund í Endrup-skógi á Jótlandi. Var það svonefnt „dauðra hús“, en byggingar slíkra húsa, munu ekki hafa átt sér stað síðan um það bil 300 árum eftir Krists burð. Hús þessi voru reist,-aðallega í skóg- um, marga metra yfir jörð, og dánu tiginbornu fólki komið fyr- ir í þeim ásamt ýmiskonar verð- mætum hinna dánu. Var síðan kveikt í húsunum og þau brennd til ösku. í öskunni af þessu húsi fund- ust margs konar verðmæti svo sem hálfbráðnaðir koparhlutir, þrjú rómversk föt, og fagurt kerald, sem eftir öllu að dæma er rómverskt að uppruna. Áður hafa fundizt öskuhaugar eftir slík hús á Jótlandi, en munir hafa ekki fundizt fyrr í ösku þeirra. Fornleifafundur þessi er talinn í Danmörku mjög merkilegur og einstakur í sinni röð. Talið er að með honum komi ýmislegt í Ijós úm venjur þjóðarinnar á þeim tímum um grafsetningu konunga og aðalborins fólks. að, hvaða ástæður lágu að baki flótta þeirra, en þeir munu dvelj- ast sem skipbrotsmenn í Nyköb- ing Falster. Framsóknarþingmaður hverfur frá villu síns „Glámu64 vegar EITT FYRSTU málanna, sem lagt var fyrir Alþingi í haust, var frumvarp Gísla Jónssonar um breytingar á vegalögum. Meðal tillagna Gísla var hin stórmerka tillaga hans um að koma vegin- um við Arnarfjörð norðanverðan í samband við Barðastrandar- veg og þannig í samband við aðalvegakerfi landsins. Þessari tillögu Gísla ber að fagna sem stóru spori í vegamálum Vestfjarða. Hið merkasta við hana er að með henni er vísuð leið út úr ógöngum þeim, sem Framsóknarmenn hafa komið vegamálum Vestfjarða í með Glámuleiðum sínum. O—0—O Nú bregður hinsvegar svo undarlega við, að framsóknarþing- maður austan úr Norður-Múlasýslu er látinn bera fram í sömu þingdeild tillögu um nákvæmlega þennan sama veg. Þó sýna vinnu- brögðin, að framsóknarþingmaður þessi skammast sín fyrir skrípa- læti þessi og reynir að breiða yfir það með því að nefna aðra áfanga vegarins, en gert er í frumtillögu Gísla. O—0—O Tillaga Gísla var um veg frá Rafnseyri inn fyrir Arnarfjörð, fyrir Geirþjófsfjörð og á Barðastrandarveg. O—0—O Skrumtillaga Páls Zophoníassonar nefnir veg frá Rafnseyrar- heiði, inn fyrir Borgarfjörð og Dynjandavog, um Mosdal og á Barðastrandarveg nálægt Hellu í Vatnsdal. O—•—O Er vert að taka eftir því, að í tillögu sinni forðast Páll að nefna eitt einasta örnefni, eins og í frumtillögu Gísla og er þó hér um eina og sömu leið að ræða. Svona skrípavinnubrögð framsóknar- þingmanna vekja furðu og aðhlátur, en í sjálfu sér er það þó heldur til framfara, að þingmenn Framsóknarflokksins austur á Austfjörðum eru hættir við Glámuleiðir og er þá vonandi að þeir framsóknarþingmenn, sem nær búa hverfi frá villu síns „Glámu“-vegar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.