Morgunblaðið - 27.10.1954, Qupperneq 8
MOKGUNBLAVlÐ
Miðvikudagur 27. okt. 1954
sif t<
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason írá Vlgur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3Ó45.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Maðurinn er beimli
sinni á braut Ivðræ
skemmtilegur, fiðlandi, syngjandi,
sólskinsbarn.
| Að muna börnin er fagurlega
gert af Guðrúnu og göfugur er
málstaðurinn. Styrkið og styðjið
hana í starfi og þar með norsk-
íslenzk menningartengsl.
Skemmtið börnum og ykkur
sjálfum um leið og þið styrkið
göfugt málefni, með að sjá barna-
sýninguna.
Til Guðrúnar beztu þakkir fyr-
ir góðan skilning á málum stúd-
enta og ágæta skemmtun.
Gunnar S. Magnússon.
ÞAÐ VAR stórviðburður, er for-
sætisráðherra Vestur-Þýzka-
lands, dr. Konrad Adenauer, kom
í gær hingað til lands í stutta
heimsókn. íslendingar fögnuðu
komu þessa mikilhæfa manns,
ekki sízt fyrir það að hann kom
hingað rakleiðis frá samnings-
gerðinni í París, en þar tók Vest-
ur-Þýzkaland sér stöðu við hlið
vestrænna lýðræðisþjóða og gekk
sem frjálst ríki í þau þýðingar-
miklu samtök, sem stofnuð hafa
verið til að vernda menningu
vestrænna þjóða og sem íslend-
ingar eru einnig aðilar að.
Með samningunum í París eru
orðin þáttaskil í sögu Evrópu og
þar með alls heimsins. í stað
hins áralanga fjandskapar milli
tveggja öndvegisþjóða álfunnar,
hafa þær tengt með sér fóst-
bræðrabönd, sem full ástæða er
til að ætla að geti með árunum
þróazt til gagnkvæms trausts og
raunhæfs samstarfs á sviðum
menningar- og efnahagsmála.
Sterk rök hníga að því að þetta
samsfarf eigi eftir að leiða bless-
un velmegunar yfir báðar þær
andstöðuþjóðir, sem hér hafa
sætzt fullum sáttum.
Sérstaklega er ástæða til að
fagna þeim stóra viðburði, að
Þýzkaland hefur með þessu
eignazt nýja framtíð. Með
samningunum í París hefur
Vestur-Þýzkaland hlotið fullt
sjálfstæði. Þessi ákvörðun hef-
ur verið tekin í fullu trausti
þess að þýzka þjóðin hefur
afneitað ofbeldis- og ofstækis-
stefnum nazismans og annarra
einræðisafla. í stað Þýzka-
lands nazismans hefur nú
fæðst nýtt ríki þýzku þjóðar-
innar, sem er byggt á grund-
vallarlögmálum lýðræðis og
fullri viðurkenningu almennra
mannréttinda.
Er vissulega skemmtilegt að
nær samtímis og við getum fagn-
að þeim merkilega áfanga, getum
við fagnað heimsókn þess manns
hingað til lands, sem mest og
bezt hefur unnið að því að leiða
þýzku þjóðina inn á brautir lýð-
ræðisins, Konrad Adenauers.
í sambandi við komu Aden-
auers hingað til lands gerðust
þeir atburðir í gær, að komm-
únistablaðið hér birti sem for-
ustugrein ósmekklegar svívirð
ingar á þennan virðulega -gest.
Mun það hafa verið almælt í
bænum í gær, að sjaldan hefðu
kommúnistar áður lagzt svo
lágt sem í þessum sorpskrifum
og er þá mikið sagt.
Meginefni þessarar árásargrein
ar var það að Adenauer forsætis-
ráðherra væri nazisti og stjórn
Vestur Þýzkalands nýnazistasam-
kunda. Svo furðulegar staðhæf-
ingar leyfa kommúnistar sér að
bera á borð fyrir íslenzka lesend-
ur. Og það þótt vitað sé að hinn
þýzki forsætisráðherra var ætíð
svarinn andstæðingur ofbeldis
Hitlers er hann reis til valda.
Fyrir þá andspyrnu varð Aden-
auer að missa stöðu sína og líða
þjáningar í fangelsi nazistanna.
Nú væri það í sjálfu sér ekki
nóg, en hitt hlýtur að vekja furðu
að nokkur skuli leyfa sér blákalt
að koma með slíkar fullyrðingar
eftir það þýðingarmikla starf
sem þessi maður hefur unnið frá
stríðslokum við að telja landa
sína á þá skoðun áð Þýzkalandi
beri að svipta af sér oki einræðis-
aflanna, sem stefna að styrjöld
og taka upp í staðinn ákveðna
stefnu lýðræðis sem öll miðast
við það að frelsi og mannréttindi
fái að blómgast í friði.
Þessari stefnu hefur þýzka
þjóðin og sýnt óskorað fylgi í
þeim mikilvægu kosningum sem
fram fóru í Vestur Þýzkalandi s.l.
haust. Úrslit þeirra voru örugg-
asta sönnunin fyrir því hvernig
þýzka þjóðin hefur fjarlægzt of-
beldisstefnu einræðisaflanna.
Það er og táknrænt að hinn
virðulegi forsætisráðherra lýsti
því, er hann var staddur á Þing-
völlum í gær, að hann væri kom-
inn hingað í einskonar pílagríms-
för til þess staðar þar sem vagga
þingræðis Vestur Evrópu stóð.
Ekki er nema eðlilegt að enn
svo skömmu eftir lok hinnar
miklu heimsstyrjaldar, sem
þýzkir nazistar komu af stað,
heyrist enn raddir, sem bera
nokkurn ugg í brjósti og nefna
það að hætta geti verið á að
þýzkur hernaðarandi rísi upp
á ný. En hvílíkur sóðamál-
flutningur er það að ætla að
bendla Adenauer forsætisráð-
herra við að hann ali slíkt.
Fáein dæmi eru um það að of-
stækismenn í Þýzkalandi hafa
stofnað smáflokka nýnazista.
En þessir flokkar hafa verið
algerlega áhrifalausir. Þeir
hafa átt nærri eins litlu fylgi
að fagna og öfgastefna komm-
únista og enga fulltrúa fengið
kjörna á þing.
Ekki fer á milli mála aé ósigur
öfgaflokkanna í þýzkum stjórn-
málum er einmitt vegna þess.
að hinn virðulegi gestur okkar
sýndi þjóð sinni fram á, að þýzka
á í framtíðinni enga samleið með
einræðisöflunum. Fyrir það, hef-
ur Adenauer orðið að þola fjölda
slíkra níðgreina frá hinni þröngu
klíku þýzkra nýnasista á sama
hátt og kommúnistar sendu hon-
um niðgrein í íslenzku dagblaði.
Hin sóðalega árás kommúnista-
blaðsins mun að sjálfsögðu hvergi
bíta. Hún hittir eingöngu þá, sem
hafa orðið sjálfum sér mest til
smánar með því að rita hana.
En eftir stendur óhaggað það
lokaverk Adenauers, sem sýn-
ir bezt og sannar það mark,
sem hann hefur stefnt að. Þjóð
verjar munu taka þátt í varn-
armálum Evrópu. En það er
einmitt fyrir tilstilli Adenau-
ers, sem enginn þýzkur þjóð-
her verður stofnaður, heldur
verður einn og óskiptur land-
varnarher vestrænna lýðræðis
þjóða í Evrópu stofnaður. —
Þessi staðreynd er ein örugg-
asta tryggingin fyrir því, að
koma í veg fyrir það um alla
framtíð, að þýzkur hernaðar-
andi nái að rísa upp.
Friðrik fiðlungur á sýningu Guðrúnar Brunborg.
Eomasýning Gnðrónor Branborg
FYRST er svjósvið í Oslofirði,
fjarska litfögur og fræðandi
stund í lífsspeki. Það var barizt
og blómgast, en ei sem í „styrj-
öld“, heldur skemmtilegum ball-
ett. Kvikmyndavélinni er hér
sem oftar listrænt stjórnað af
Per Höst.
Þá er Maríanna í sjúkrahúsi,
spennandi og skýr en alvarleg
barnamynd.
I „Hlé“.
Síðan hefst sýningin á Friðriki
fiðlungi. Á undan var á íslenzku
lesið ævintýrið, en tjaldið autt á
meðan og því þreytandi. — Von-
andi er hægt að bæta úr þessu.
Að öðrum kosti fellt úr, einkum
að skaðlausu þar er ýtarleg lýsing
er á því í sýningarskrá. Hvernig
væri að hafa þar á skuggamynd
úr kvikmyndinni sjálfri eða sýna
með ljósbreytingum hreina liti
er féllu að efni ævintýrsins?
Friðrik fiðlungur er norrænn
„fyr“ frjálslegur, stritvinnandi,
VeU andi ihrifar:
K
„Erfinginn“ í Iðnó.
ÆRI Velvakandi!
Mér þótti vel varið þeirri
kvöldstund, sem ég fór til að
horfa á „Erfingjann“ í Iðnó nú á
dögunum. Þetta er langt frá því
að vera neitt „æsileikrit" en ekki
síður fyrir það fylgist áhorfand-
Patric Townsend (Benedikt Arna
son), Katharina Hoper (Guðbjörg
Þorbjarnar).
inn með gangi leiksins með vak-
andi, óg oft spenntum, áhuga frá
því fyrst, að tjaldið er dregið frá
og þar til það fellur í hinu áhrifa-
mikla og hádramatíska loka-
atriði.
Enginn svikinn.
ÞAÐ er ekki ætlun mín að fara
hér að koma fram með neina
leiklistargagnrýni, í sambandi við
þetta leikrit, enda hafa þegar
komið fram leikdómar um það í
dagblöðum bæjarins. Mig langar
aðeins til, sem hver annar leik-
maður, að undirstrika þá skoðun
sem telur hlutverkunum yfirleitt
gerð mjög góð skil, ekki sízt frá
hendi aðalleikendanna. Með hin-
um unga leikara Benedikt Árna-
syni höfum við fengið á íslenzkt
leiksvið sannkallaðan „charme-
ur“, sem telja má víst, að eigi í
framtíðinni eftir að láta sér vel
1 takast í hlutverki margs „hjarta-
' knúsarans“. — Já, „Erfinginn"
hefur verðuglega hlotið mjög
1 góða dóma, enda er enginn svik-
1 inn af því að sjá hann. Mig lang-
I ar til að þakka leikendunum öll-
um fyrir ágæta frammistöðu og
prýðisgóða ánægju, sem þeir
veittu mér. — Ánægður áhorf-
andi“.
Nafn á röngum stað.
FYRIR skömmu birtist hér í
blaðinu stutt umsögn um nýtt
smásagnasafn „Fólk á stjái“ eftir
Jakob rithöfund Thorarensen. —
Var farið mjög lofsamlegum orð-
um um smásögur þessar. Af held-
ur óheppilegum mistökum í prent
smiðju var nafn rithöfundarins
sett undir greinarkornið í staðinn
fyrir mynd af honum, sem grein-
arkorninu fylgdi.
„Þetta er í sjálfu sér ekki nema
til að brosa að“, sagði Jakob
Thorarensen, er hann hringdi í
okkur á ritstjórninni í gær eða
fyrradag og vakti athygli okkar
á þessum, reyndar augljósa mis-
skilningi, sem hér með leiðrétt-
ist, „en anzi held ég, að mörgum
finnist ég hæla sjálfum mér kröft
uglega!“
Um hljóðfæri og
heimilisvélar.
IBRÉFI frá húsmóður segir:
„Ég sé í Morgunblaðinu 19.
okt., að fram er borin tillaga á
Alþingi af þeim Sigurði Bjarna-
syni og Gunnari Thoroddsen um
niðurfellingu tolla af hljóðfær-
um o. f 1., er þetta í sjálfu sér
ágætt. En mér datt í hug að
benda á, hvort ekki væri brýnni
nauðsyn á að lækka eða fella nið-
ur tolla af rafknúnum heimilis-
tækjum, ef á annað borð er hægt
að draga úr tollum.
Kemur harðast niður á
þeim fátæku.
Það ,er vitað mál, að sú ráðstöf-
un að taka þessar vörur á báta-
gjaldeyrislista mæltist afar illa
fyrir, þar sem þetta hlaut að
koma harðast niður á fátæku
barnafólki. Á ég þar sérstaklega
við þvotta- og hrærivélar, sem
mega heita ómissandi heimilis-
hjálp en vantar — því miður —
enn mjög víða og einkum þar,
sem þær þyrftu helzt að vera til.
Eðlilegt hefði verið, að hið
opinbera hefði auðveldað fólki á
allan hátt að eignast þessi tæki
í stað þess að torvelda það mjög
með óhóflegum aukasköttum.
Ég skora því á þingmenn að
athuga rækilega, hvort ekki séu
möguleikar á að fella skatta af
þessum tækjum og láta það ganga
fyrir hljóðfærunum, þó að gott
væri að geta fengið þau við réttu
verði. — Húsmóðir".
—5
Enginn efi —
engin þekking.
Hallgrmkírkja
GÓÐIR Reykvíkingar!
í dag, 27. okt, er dánardagur
séra Hallgríms Péturssonar og
eru 279 ár síðan hið mikla trúar-
skáld dó, í sárri örbyrgð, en þó
svo miklu búinn að afreka, að
eins og Matthías Jochumsson
segir:
„Niðjar íslands munu minnast þín
á meðan sól á kaldan jökul skín“.
Kvenfélag Hallgrímskirkju hef
ur í dag hinn árlega merkjasölu-
dag, sem helgaður er lífi og dauða
séra Hallgríms Péturssonar. Vill
félagið með því gefa fólki tæki-
færi að leggja blóm í minning-
arsveig á trúarhetjuna miklu,
hetjuna er á erfiðum tímum nið-
urlægingar og eymdar kvað
kjark í einstaklinga og þjóðina í
heild. Já, „Hvílík Ijóð og hvílíkt
bænarmál.“
„Hér er skáld með Drottins
dýrðarljóð,
djúp svo djúp sem líf í heilli
þjóð,
. blíð svo blíð að heljar húmið
I svart,
, hvar sem stendur verður engil-
bjart.“
Allir Islendingar munu kunna
meira eða uiinna af ljóðum Hall-
gríms Péturssonar, því
„frá því barnið biður fyrsta sinn,
blítt og rótt við sinnar móður
kinn
til þess gamall sofnar síðstu
stund
svala ljóð þau hverri hjartans
und.“
Blessum því minningu Hall-
gríms Péturssonar með því að
þjóðin sameinist um að reisa hon-
um ódauðlegt minnismerki á
Skólavörðuhæð, kirkju Krists, er
allur landslýður standi sameinað-
ur að. Og á merkisdögum kirkj-
unnar, hvort heldur það eru
gleði- eða sorgardagar, þá' geti
söfnuðirnir sameinast í því stóra
musteri, til að lofá og vegsama
einn sannan guð og þakka allar
góðar gjafir, er okkur eru gefnar
fyrir náð.
Sameinumst um minningarnar
og leggjum hlut í sjóðinn.
Jónína Guðmundsdóttir.
Hafnarfjarðarbáfar
affa vel
HAFNARFIRÐI — Nokkrir bát-
ar stunda nú héðan veiðar með
ýsulóð og hafa aflað ágætlega að
undanförnu. Hafa þeir fengið allt
upp i tvö tonn yfir nóttina, sem
er ágæt aflabrögð. Einn bátur,
Hafdís, er byrjaður línuveiðar og
hefir farið í tvo róðra. Hann var
með 28 bjóð í fyrri róðrinum og
aflaði þá 12 skpd., og um 13 skpd.
í gær. — Fleiri bátar munu vænt
anlega hefja línuveiðar á næst-
unni.
Togarinn Ágúst kom af Græn-
landsmiðum á mánudag með um
300 tonn af karfa eftir 12 daga
útiveru. Hann fer aftur á veiðar
í dag. Röðull kom frá Þýzkalandi
á mánudag og fer út í kvöld.
Hann veiðir fyrir Þýzkalands-
markað. Surprise seldi í fyrra-
dag í Þýzkalandi, 191 tonn fyrir
rúml. 85 þús. mörk. Hann er
væntanlegur á laugardag. —
Hvassafellið var hér í gær og
lestaði skreið.
16 þúsund tonna norskt olíu-
skip kom hingað í fyrradag með
rúmlega 7000 tonn af bensíni til
Olíustöðvarinnar h.f. Það fór héð-
an í gær. — G. E.