Morgunblaðið - 28.10.1954, Side 9

Morgunblaðið - 28.10.1954, Side 9
FimmtudagUs.- 28. okt. 1954 MORGUNHLAtíiB Fréttabréf af Höfðasfrönd Úr garðinum við Helgamagra-stræti 26, „fegursta garði Akureyrar 1954“. Fegursti garður Akureyrar í ár er við Helga-magra-strœti 26 Akureyri, 24. okt. FEGRUNARFÉLAG Akureyrar hafði í dag boð inni að Hótel K.E.A. fyrir blaðamenn og gesti m. a. þá, er viðurkenningu höfðu hlotið fyrir fegurstu skrúðgarða í bænum á síðastliðnu sumri. Sigurður L. Pálsson mennta- skólakennari, bauð gesti vel- komna og kvaðst mundi við þetta tækifæri afhenda þeim verðlaun er fegursta hefðu gert skrúðgarða sína á síðastliðnu sumri. Hann kvað þetta vera í fyrsta sinn sem Fegrunarfélagið hefði haft tæki- færi til þess að bjóða blaðamenn velkomna. Kvaðst hann gera það af heilum hug og þakkaði þeim liðsinni við félagið á undanförn- um árum. Síðan afhenti hann verðlaunin fyrir garðana. Fyrstu verðlaun hlaut Sigurður Guð- mundsson klæðskeri og írú hans, Helgamagrastræti 26, silfurbikar með áletruninni: „Fegursti garð- ur Akureyrar 1954.“ Fimm aðrir garðeigendur hlutu viðurkenn- ingu fyrir garða sína og voru það skrautrituð skjöl. Þeir sem þau hlutu voru: Guðmundur Gíslason og frú, Ægisgötu 27, Pálmi Jónsson og frú, Ægisgötu 23, Ragnar Jóhannesson og frú, Helgamagrastræti 21, Áskell Snorrason og frú, Rauðumýri 27 og Páll Sigurgeirsson og frú, Eyrarlandsvegi 24. MARGHÁTTUÐ STARFSEMI Að þessu loknu rakti Sigurður nokkuð starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Gat hann þess að um jólin væri það fastur lið- ur hjá félaginu að sjá um upp- setningu og skreytingu nokkurra jólatrjáa í bænum. Þá sagði hann að félagið hefði farið fram á að bærinn léti lagfæra Ráðhústorg og hefði það verið gert, enn- fremur að útrýmt yrði bröggum á Eyrinni og hefði því verið lof- að. Þá hefði félagið gengist fyrir herferð gegn njólanum, sem hef- ur verið mjög mikið af í bænum. Félagið hefði látið gera bekki á Eyðsvöllinn, en hann er nú ein- hver fegursti blettur bæjarins. Félagið hefði lagt fram 5000 kr. til byggingar girðingar kringum Listigarðinn, en það hefði riðið baggamuninn að ráðist var í þær framkvæmdir. Ennfremur hefði félagið staðið að fjáröflun til framdráttar starfsemi sinni. Að lokum þakkaði hann dómnefnd- inni er dæmt hefði garðana í bænum, en tveir nefndarmanna, þeir Árni Jónsson tilraunastjóri og Jón Rögnvaldsson garðyrkju- maður voru í þeirri nefnd og voru báðir mættir þarna og tóku til máls um fegrun bæjarins. OF MIKIÐ AF TRJAM | Jón kvað mikinn vanda að dæma skrúðgarða, því að erfitt væri oft að gera upp á milli þeirra og oftast mætti eitthvað að öllum finna. Hann kvað fal- legustu garða hér í bæ í engu standa að baki fegurstu skrúð- görðum annars staðar á Norður- löndum. Hann stakk upp á að plantað yrði trjám meðfram bein ustu og fallegustu götum bæjar- ins, svo sem meðfram Brekku- götunni og inn með Fjörunni. Eitt kvað hann lýta skrúðgarða víða hér í bæ, en það væri að of mikið væri þar af trjám, víða svo að grasfletir næðu ekki að verða fallegir, vegna bess að þeir lægju í skugga trjánna, og enn- fremur sagði hann að of litið væri hér af skrautrunnum. MJOG FALLEGIR GARÐAR Árni Jónsson tilraunastjóri ræddi nokkuð um lyf til eyðingar illgresi, sem hann hefir verið að gera tilraunir með og nefndi hann sérstaklega tvær tegundir, sem hann kvað hafa gefið góða raun, herbatox og agroson, og væru bæði fáanleg hér í bæn- um. Árni kvað þá garða, sem verðlaun hafa hlotið vera mjög fagra og sannkallaða bæjarprýði. Hann sagði að úr því að nokkrir einstaklingar væru þess megnug- ir að koma sér upp svona fögrum görðum ætti bæjarfélaginu að vera vorkunnarlaust að halda við nokkrum fallegum reitum í bæn- um. Hann vildi líta á starfsemi Fegrunarfélagsins sem leiðbein- ingarstarf fyrir bæjaryfirvöldin og kvað æskilegast að sem nán- ast og bezt samstarf væri með þessum tveimur aðilum. Árni sagði að fallegustu skrúð- garðarnir í bænum væri eitt af því, sem hann sýndi útlendingum er hann færi með hér um bæinn og væru þeir hrifnir af. Sagði hann að það ætti að verðlauna þær götur sérstaklega er hefðu fegursta garða, með því t. d. að láta þær sitja fyrir við malbikun. Var uppástungunni vel tekið. Eftir að menn höfðu notið veit- inga er fram voru bornar var rabbað saman nokkra stund og þar með lauk þessum ánægju- lega fundi um fegrun bæjarins okkar. —Vignir. Bæ, Höfðaströnd, 24. okt. TÍÐARFARIÐ allt frá göngum, 21. september, hefur verið mjög risjótt, frost og snjór annað slagið, en sunnan stormar og þíður á milli. Hér er nú nokkur snjór, en þó ekki jarðbönn, og líkur eru til að nú sé sunnan bloti í vændum. Töluverð fönn er nú til fjalla og fram til dala. Eru menn hræddir um að eitt- hvað af fé sé í fönn, þar sem aldrei hefur fengizt gott gangna- veður á haustinu en eitthvað af fé ennþá óheimt. Nokkuð eru menn einnig hræddir við dýrbít, því mikið hefur sézt af slóðum eftir þann varg. Kýr munu víðast hvar hafa komið á gjöf um mánuði fyrr en í fyrra. Lambfé er víðast hvar búið að taka á gjöf. Heilsufar bú- fjár er enn sem komið er talið gott, þó hefur garnaveiki stungið sér niður og þurramæðin gert vart við sig í Hjaltadal. Þetta eru vágestir, sem gera búendur alla uggandi um áframhaldandi vandræði af völdum fjárpesta. Sökum ótíðar eiga menn nokk- uð ógert af húsabótum, sem ljúka átti fyrir veturinn, en víða eru hús í byggingu, einkum eru það útihús. BRÚARGERÐ Undanfarið hefur verið unnið að brúargerð yfir Urriðalæk, sem er á leiðinni frá Hofsós til Siglu- fjarðár. Er hún senn búin en hef- ur tafizt nokkuð vegna ótíðar. Vegagerð er nú að mestu búin frá Hofsós að Tjörnum í Sléttu- hlíð. Fyrirhuguð er brú á Hofsá rétt ofan við kauptúnið. Hofsós fer þá úr aðalumferð þar sem aðalvegur mun liggja rétt ofan við þorpið. RAFMAGN Eins og undanfarið eru tölu- verðar framkvæmdir í Hofsósi, oddviti þeirra Hofsósinga, Krist- ján Hallsson, kaupfélagsstjóri, er duglegur framfaramaður, sem ekki lætur vanta að ota þeirra tota. Þó eru þar margir örðug- leikar eins og víðar. Rafmagns- mál þeirra hafa lengi verið í vandræða ástandi, en nú er von til að það lagist áður langt um Bændur á Héraði birgir af heyjum þrátt fyrir erfitt sumar Héraði, síðasta sumardag. NÚ er erfitt sumar að kveðja. Einkum var september slæm- ur, svo gamlir menn muna vart annan verri. 16.;—18. sept. voru þó þurrkflæsur, svo flestir gátu drifið inn seinni sláttinn, auð- vitað illa þurran og mjög hrak- inn. Ýmsir áttu þó enn úti tals- vert sem lenti undir snjó, sem gerði 25. Snjór sá lá úpp undir viku, og fylgdu frost mikil. Þá kom gengur ís á Rangá, og man það enginn í september fyrr. Margir áttu þá nokkuð eftir niðri í görðum af jarðeplum og skemmdist það auðvitað mikið af frosti, þótt upp næðist um síðir. Að öðru leyti mun upp- skera úr görðum hafa verið í meðallagi. ÖltKAR lélegir Lán var það'að, sæmilegt veður fékkst til aðí spiálá afréttir, og munu heimtur.þolandi. Hinsvegar érú dilkar mjög lélégir, svö al- mennt munar tveimur kílóum. Orsakir eru einkum hvað snjó- lítið var til fjalla, og snemm- gróið. Því fylgir svo aftur að snemma sölnar og fellur grasið. Kuldar og hrakviðri voru og um rúning ánna. Má því búast við að þær hafi geldst. ÚM 300 HREINDÝR FELLD Nú var leyft að drepa nokkur hreindýr, sem hefir fjölgað mjög undanfarið. Þykir sumum þau fara illa með haga, sem næstir búa afréttum og aðalstöðvum þeirra. Upp-Héraðshreppunum var leyft að drepa allmörg dýr. Fljótsdælingar fengu leyfi fvrir 160, en Fellamenn 80. Hinir fyrr- nefndu munu hafa skotið 120, N- Fellamenn 35. Aðrir hreppar fengu enn minna, enda verri að- stæður fyrir þá. Alls er haldið að hafi verið felld um 300 dýr. Annars eru ekki enn komnar óyggj.andi tölur um það til eftir- litsmannsins. BÆNDUR BIRGIR AF HEYJUM Þrátt fyrir ótíðina í sumar er Framh. á bls. 12 líður, þar sem nú er búið að setja þar upp díselsamstæður, ennþá vantar þó eitthvað af efni svo hægt sé að Ijúka við lagnir. En vonast er eftir að á jólum verði rafmagnið komið í lag og nýja stöðin tekin til starfa. Verið er að leggja jarðsíma um allt þorpið og setja upp skipti- borð með 60 númerum. Einnig er verið að fjölga símum í kaup- túninu auk 30 notenda í sveit- inni. Gert, er ráð fyrir að á næsta ári komist allir 'bæir í Hofs- hreppi í símasamband, en þeir eru um 40 að tölu. AÐRAR FRAMKVÆMDIR Kaupfélagið á Hofsósi hefur nú hafið framkvæmdir á verzlunar- hússbyggingu, en sú framkvæmd. stöðvaðist vegna ótíðarinnar. Allmörg hús önnur eru í bygg- ingu í þorpinu, enda virðist hag- ur manna þar vera með betra móti, eftir gott aflasumar, en. aðal tekjustofn þorpsbúa er trillu bátaútgerð. í haust hefur verið mjög óstillt eins og fyrr er sagt, og lítið gefið á sjó, enda mjög tregt fiskirí þá sjaldan að gefið hefur. LÆKNISHJÓNIN KVEÐJA Laugardaginn 23. þ. m. fluttu frá okkur læknishjónin Guðjón. Klemensson og Margrét Hall- grímsdóttir. Sezt Guðjón að í Njarðvíkum. Að þessum hjónum er öllum mikil eftirsjá, þau eru búin að vera hér 10 ár og hafa aflað sér vináttu allra héraðsbúa. Guðjóni er viðbrugðið fyrir sam- vizkusemi og dugnað í starfi sínu. Þar sem enginn spítali er í aústursýslunni þurfti hann oft að flytja sjúklinga sína til Sauðár- króks eða Siglufjarðar, það gerði hann oftast sjálfur, ekki ósjaldan við mjög vond skilyrði, eins og oft eru hér að vetri til. Jú, við höf um misst þarna góðan lækni, en horfum þó vongóð til hins nýja læknis okkar, Guðniundar Þórarinssonar, sem flutti hingað með fjölskyldu sýna sama dag- inn og hinn fór. Óska nú allir héraðsbúar fráfarandi lækni sín- um allrar blessunar og bjóða hinn nýja hjartanlega velkominn. — Björn í Bæ. Firmakeppni Bridge- sambands Islands FIRMAKEPPNI Bridgesam-iSkallagrímsson h.f., ísl. endur- bands íslands hélt áfram|trygging og Har. Árnason, heildv. þriðjudaginn 26. þ. m., og var þá 94,5, Nói, Hreinn, Siríus, Smáii spiluð önnur umferð. ' og Víkingsprent 94, Sparisj. Eftir þá umferð eru efstir SÍF Rvíkur og nágr., Leðurverzl. með 110 stig, Crystal með 110 Jóns Brynjólfss. og Samtr. ísl. stig, og í þriðja sæti er dagblað- botnvörpunga 93.5, Verzl. Varmá ið Vísir með 109.5 stig. Röðin er 93, Frón og Eggert Kristjánsson. nú þannig: ' & Co. 92.5, Kristján Siggeirsson SÍF og Crystal 110, Dagblaðið og Freyja 92, Hressingarskálinn, Vísir 109.5, SÍS 107.5, Búnaðar- Nathan & Olsen og Sigf. Sig- bankinn og Iðunnar Apótek 106,' hvatsson 91.5, Akur h.f. 91, Rúllu- Opal 105, Timinn 104, Alm. Trygg og hleragerðin, Edv. Árnason, ingar, Kornelínus Jónsson og II. Ólafsson & Bernhöft og Kjötb. Völundur 103.5, Samvinnutrygg-j Borg 90.5, Feldur h.f. og Tjarnar- ingar 103,Grænmetisverzl. ríkis-. bíó 90, Ásþjörn Ólafsson 89.5, ins 102.5, Alþýðublaðið og Bóka-1 Lárus Arnórsson, Alliance h.f. og útg. Guðjóns Ó. 102, Heildverzl. f Johan Rönning 89, Þóroddur Berg og Ása-klúbburinn 101.5, * Jónsson, Kristján G. Gíslason, Silli & Valdi og E. Baldv. & Guðl. Amundi Sigurðsson og S. Árna- Þorl. 101, Liverpool 100.5, North- son & Co. 88.5, Fálkinn, verzlun, ern Trading Co., Kiddabúð og Sjálfstæðishúsið, Vísir, verzlun J. Þorláksson & Norðmann 100, og National Cash Reg. 88, Olíu- Olíuverzl. íslands og Gotfred Bernhöft & Co. 99, Blikksm. Grettir og Prentsm. Edda h.f. 98.5 ísl.-erl. verzlunarfél. 98, félagið h. f. og Landssmiðjan 87.5, Esja, kexverksm., Timburv. Árna Jónssonar, Raagnar Þórð- arson & Co. og Loftleiðir 87, Morgunblaðið, Bókabúð Braga og ^ Glæsir, Jóh. Ólafsson & Co., Ham Verzl. Egill Jacobsen 97.5, Kol ar h.f., Sanitas, Festi, verzl.fél., & Salt, Innkaupasamb. rafvirkja, Ó. V. Jóhannsson & Co. og Kjart- an Ásmundsson 97, Balticc Trad- ing Co., Haraldarbúð og Síld og Fiskur 96.5, Byggingarfél. Brú, Halli Þórarins, Shell h.f. og Út- végsbanki íslands 96, Herrabúð- in og iVnnufatagerð íslands 95.5, Edda h.f., umb. og heildv. og h.f., Pétur ^Ólafur Gíslason og Co. 95, Egill. Agnar Norðfjörð & Co., Egill Vilhjálmsson og S. Stéfánsson & Co. 86, Álþýðubrauðgerðin 85.5, Efnagerð Laugarness, Eimskipa- fél. Reykjavíkur, Hótel Borg og Kr. Þorvaldsson & Co. 85, Edin- borg og BSR 84.5, Bernh. Peter- sen og Miðstöðin h.f. 84, Harpa Snæland og Helgi Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.