Morgunblaðið - 28.10.1954, Side 14
14
MORGWSBLABIB
Fimmtudagur 28. okt. 1954
'ým
% M
•V
N I C O L E
Skaldsaga eflir Katlieriiio Gasrn
Framhaldssagan 78
lega. Hún leit við til hans. Hann
var eirðarlaus í svefni. Á morgn-
ana var rúmið hans eins og ekki
hefði um það verið búið í heilan
mánuð. Hann lá á grúfu, annar
handleggurinn undir koddanum
Og hinn hékk máttlaus út fyrir
xúmstokkinn. Teppið lá fram á
gólfið og lakið undir því í einum
hnoðra tíl fóta. Hún leit á sitt
eigið rúm. Að undanteknu því,
að koddinn var bældur, en rúmið
út eins og þar hefði engin sofið.
Lloyd bylti sér enn og opnaði
augun hægt. „Hvers vegna þarftu
að velja laugardag til þess að
fara snemma á fætur — af öllum
dögum vikunnar?“ spurði hann.
Nicole hallaði sér aftur út yfir
gluggakistuna. „Þetta er yndis-
legur morgun“, sagði hún glað-
lega. „Allt of fagur til þess að
sofa hann af sér“.
„Hvað er klukkan?"
„Næstum hálf sjö“.
„Nú það er mið nótt ennþá“,
muldraði hann.
Hún sneri sér aftur út í
gluggann. „Eg finn ilminn af rós-
unum alveg hingað upp. Við skul-
um hafa meira af rósum í garð-
inum næsta sumar, Lloyd. Todd
sagði mér, að meðfram svölunum
væri ágætur staður fyrir rósir.
Heldurðu að það sé rétt hjá hon-
um?“
„Já, ætli það ekki. Hann veit
miklu meira um rósir en ég“.
„Judith sleit upp í gær milli
tíu og tuttugu rósir. Þá stakk hún
sig' á þyrna. Sagði hún þér frá
þessu.
„Nei“.
„Ég ávítaði hana og Todd gerði
það líka, en Fionie gerði vel við
hana. Hún þvoði fingur hennar
og gaf henni disk af ís. Fionie
eyðileggur hana, Lloyd“.
„Já“.
„Við ættum að gera eitthvað
til þess að koma í veg fyrir það“.
„Já, en hvað?“
„Ég veit það ekki. Amerísk
börn eru öll spillt, að því er ég
bezt fæ séð. Ekki eyðilögð, held-
ur spillt. Þau eru alin upp á allt
annan hátt en ensk börn. Manstu
eftir Ross, þegar við síðast sáum
hann? Hann var barnalegur og
óskemmdur — og þó var hann
orðinn þrettán ára gamall. Það
var vegna strangs aga. Ég mundi
vilja að Judith kæmist undir
slíkt um svona eins árs skeið; þá
myndi hún gerbreytast“.
Lloyd vatt sér fram úr rúminu
gekk til hennar og stóð við hlið
hennar. „Nick — við erum und-
arleg, þú og ég. Við erum bæði
Arneríkanar, og erum hamingju-
söm í okkar landi — en samt sem
áður leitum við alls þess bezta
til Englands. Við leitum þess
bezta — og England verður alltaf
eins og það er“.
„Vel upp alin börn, er það
allt?“
„Börnin í dag koma til með að
ráða ferðinni á morgun — þannig
heldur lífið áfram“.
Hún sneri sér að honum og
liorfði á hann rannsakandi aug-
um. „Hvað er að þér á þessum
herrans morgni? Svafetu ekki
vel? Lástu andvaka í nótt og
hugsaðir?“
„Ég hef að undanförnu hugsað
mikið. Vissirðu það, að ég fékk
bréf frá Richard í gær?“
Nicole kinkaði kolli.
Hann gekk fram að glugganum
og leit niður í garðinn. Sargið í
klippum Todds var það eina er
rauf morgunkyrrðina. ‘„Richard
hefur skipt um starf. Hann er
kominn í flugherinn“.
Nicole fann hvernig hálsvöðvar
hennar stífnuðu. „í flugherinn!"
endurtók hún.
,,Já“, svaraði hann lágum rómi.
í Hún hló ósjálfrátt. „Jæja, ég
hef alltaf vitað að Richard fengi
skrítnar hugmyndir, erí ég hef
aldrei vitað til þess að hugur
hans hneigðist að flugmanns-
starfi“.
I Án þess að snúa sér við sagði
hann jafnlágum rómi og áður.
„Þú ert að reyna að dylja fyrir
þér staðreyndirnar, Nicky. Það,
sem framundan er, verður enginn
leikur — það veiztu mætavel. Það
hefur þú lengi vitað“.
Hún greip um handlegg hans.
„Nei, ég vissi það ekki. Þú ert að
telja mér trú um eitthvað sem
aldrei verður. Tom sagði að
heimskulegt væri af mér svo
mikið sem að hugsa um það. Og
Charles frændi segir að það verði
ekki af neinni styrjöld".
„Þeir segja það, vegna þess að
þannig vilja þeir helzt að það
verði. Ef þeir vildu opna augun
og horfast í augu við staðreynd-
irnar, myndu þeir fljótt komast
að raun um, að þeir hafa á röngu
að standa“.
„Charles segir að Chamber-
lain.... “
Lloyd sneri sér hvatlega við.
„Já, ég veit það. Chamberlain
hefur reynt að gera vel, og lagt
mikið á sig til þess. Hann hefur
haldið aftur af þeim, en hve lengi
getum við vonazt til, að það verði
svo? Það skellur á styrjöld, og
hún verður skollin á eftir nokkra
mánuði"'.
„En það verður England, sem
á í þeirri styrjöld, ekki við....“
„Hvers vegna ekki við?“ spurði
hann.
„Við erum í Ameríku....“
„Já, við búum í Bandaríkjun-
um. Þú gerir þér grein fyrir,
hvað það þýðir, er það ekki? Við
teljumst til þjóðar, sem ann
freísi og leggur allt í sölurnar
fyrir það. Við hlutum frelsið í
vöggugjöf — án þess getum við
aldrei talizt þjóð. Hvernig getum
við talizt frjáls ef England er í
hlekkjum? Og hve lengi getur
England haldið út, ef okkar þjóð
kemur ekki til hjálpar?“
„En hvað getum við gert, þú
og ég? Við getum aðeins beðið
og séð til hvort Bandaríkin sker-
ast í leikinn. Ég geri ráð fyrir að
svo kunni að fara“.
„Að svo kunni að fara! Það
tók þrjú löng ár — og auk þess
að bíða þar til skipi varsökkt,
til þess að Bandaríkin gripu inn
í leikinn síðast. En nú mun ekki
svo langt að bíða þess. Og styrj-
öldin nú verður mjög frábrugðin
hinni síðustu. Dagar Zeppelins
eru löngu liðnir; það verður
heldur ekki svo ykja mikið bar-
izt á vígvöllunum. Að þessu sinni
verður orustan í loftinu, sprengju
flugvélar og orustuflugvélar". !
Nicole var mikið niðri fyrir.
„Hvað er það sem þú ert að reyna
að segja mér?“ spurði hún.
„Hvað hyggst þú gera?“ i
„Ég vil fara aftur til Englands",
sagði hann ákveðið.
Vantrúin og efinn hurfu úr
augnaráði hennar; hann horfði í
augu hennar og sá þar ótta —
meiri ótta en hann hafði nokkru
sinni séð þar fyrr, „Það stendur
ekki lengi yfir, Nick. Þegar
Bandaríkin hafa skorizt í leik-
inn, þá getur það ekki staðið
lengi yfir“. Hann talaði lágt og
blíðu og huggunar kenndi í rödd
hans. „Þegar ég heyrði að Risk
væri búinn að láta skrá sig í
flugherinn, þá fannst mér að ég
gæti með engu móti setið hér og
beðið þess að eitthvað skeði. Ég
vil leggja mitt fram þeim til j
hjálpar. Þú skilur það, Nicky,, er
það ekki? Við erum Bandaríkja-
menn, við bæði — en samt erum
við að hálfu leyti ensk. Það sem
kemur fyrir Englendinga, kemur
einnig fyrir okkur — það hlýtur
að verða svo“.
•mi
.'líV.Á
'í’4'^ !
Kristján C. Gíslason & Co. h.f.
CENTROTEX
BEZTA
HÚSHJÁLPtN
I Nicole sneri frá honum og gekk
| hægt út að glugganum og starði
út. Todd var nú kominn fyrir
húshornið, og hún horfði á hann.
Hann var liðlegur verkmaður og
Æ
Jóhann handfasti
ENSK SAGA
43
Hér var komið að hættulegasta þættinum í áformi mínu.
Ég reyndi að gera litlu stúlkunni það skiljanlegt að nú mætti ;
hún til með að þegja og vera alveg kyr, ef hún gerði það, :
skyldi ég gefa henni fulla húfuna mína af sælgæti. Síðan; :
vafði ég utatn. um hana rauða damaskdúknum og hann huldi ■
hana alveg. Svo tók ég hana og hélt á henni í fanginu eins 1 :
og hún væri böggull með einhverju herfangi í, og hljóp út :
á götuna. Þar brauzt ég áfram með hnúum og hnefum í
gegn um trylltan múginn og hrynti frá mér til hægri og
vinstri. Stundum flýði ég inn í húsdyr til þess að lenda ekki
í kasti við hina og þessa dólga, sem óðu um göturnar. Svo
margir af mönnum okkar voru á hlaupum, hingað og þangað
með herfang að för mín vakti enga athygli fyr en ég kom
að borgarhliðinu. Þá var telpan orðin hrædd við ólætin,
! sem aldrei ætluðu að hætta, og fór að brjótast um til að
I losa sig úr umbúðunum og gat smeygt annarri hendinni út.
Hún var með armband úr gulli og kóröllum á litla úlnliðn-
um. Fullur franskur bogmaður sá glampa á gullið um leið
og hann kom skjögrandi að og nam staðar. „Hæ, ungi maður!
Hvað ertu þarna með?“ öskraði hann og greip ruddalega um
hendina á henni. Ég rétti honum kjaftshögg svo að hann
datt engilangur á jörðina og hljóp svo út um borgarhliðið
áður e nhann komst á fætur aftur. Svo flýtti ég mér allt
hvað af tók til herbúðanna og fór með litlu stúlkuna inn í
| tjald mitt. Par bað ég þjón minn fyrir hana og fól honum
að gæta hennar vel, hlynna vel að henni, gefa henni að borða
og láta hana svo fara að sofa.
HREINSAR OG FAGAR AUT
•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
■
SNITTVÉLAR
: RIDGID MODEL 400 A
6.ÞQR8IEINSB0N S JOHNBON
Grjótagötu 7 — Símar 3573, 5296
Stúlku
vantar að skólanum á Jaðri.
Upplýsingar í síma Jaðars.