Morgunblaðið - 28.10.1954, Side 12

Morgunblaðið - 28.10.1954, Side 12
28 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. okt. 1954 Akveðið ú bygyja nýtt póst- og símstöðvarhús á Akranesi Akranesi, 25. okt. ■RjTÝTT póst- og símahús á að reisa á Akranesi og á að koma fyrir í því, sjálfvirkri sím- stöð svo fljótt sem auðið verður. STENDIIR Á LÓÐ Stendur nú á þvi að Akranes- bær fái lóð á hentugum stað und- ir húsið og festi kaup á henni. Þegar því hefur verið komið í kring verður hafizt handa um bygginguna. P.YGGINGIN ÁKVEÐIN FYRIR NOKKRU Ég átti tal við Karl Helgason símstöðvarstjóra hér í gær. Sagði hann að fyrir nokkru hafi lands- símastjóri ákveðið að láta reisa nýtt póst- og símahús á Akranesi og í það hús ætti að koma sjálf- virk símstöð. Hann sagði einnig að hagkvæmast væri fyrir lands- símann að reisa húsið sem allra næst þeim stað, sem núverandi símstöðvarhús Akraness er, þar sem þangað er jarðsímakerfi bæj arins og aðrar símalínur lagðar. GAMLA SÍMSTÖÐIN OF LÍTIL Rétt hjá núverandi símstöð á Akranesi er lóð sem leitazt hefur verið eftir, en ekki fengizt. — Símstöðvarhúsið er nú þegar orðið alltof lítið fyrir síma og póst. Er afgreiðsla þar orðin erfið vegna þrengsla. IIEIL HVERFI SÍMALAUS i Svo ör hefur þróunin verið ; þessi síðustu ár að nú eru heil hverfi án síma. Símstöðin hefur nú 400 innanbæjarnúmer og 80 sveitanúmer. í>ar að auki liggja fyrir 50 símapantanir óafgreidd- ar. BEDIÐ MEÐ ÓÞREYJU EFTIR FRAMKVÆMDUM Allir Akurnesíngar fagna þeirri ákvörðun póst- og símamálastjóra að láta reisa nýtt póst- og síma- hús hér, og hinní sjálfvirku síma- stöð, sem í það á að koma. Eins og nú standa sakir, má segja, að Akranes sé vaxið yfír litla sím- stöðvarhúsið sem nú er hér. — Oddur. Ljósmyndari Mbl., Ólafur K. Magnússon, tók þessa mynd niður við Tjörn fyrsía dag vetrar. Veður var gott þennan dag, stillilogn og bjartviðri. — Tjörnin var ísi lögð, en í krikanum, þar sem börn- in standa, var vök, þar sem endurnar syntu og tíndu upp brauð, sem kastað var til þeirra. Raímapslína lögð fró Sonða- nesi í Höfðahaapstað SKAGASTRÖND, 26. október. I> YRJAÐ var í sumar á því verki að leggja rafmagnslínu milli 9 Höfðakaupstaðar og Blönduóss. Voru þá settir niður staurar á þessari leið. Nú er vinna að hefjast við að strengja línuna og er væntanlegur vinnuflokkur hingað á morgun í því skyni. RAFMAGN FRÁ SAUÐANESI Rafmagnslínan er lögð frá vatnsvirkjuninni á Sauðanesi, framan við Blönduós. Er álitið að taka muni þrjár vikur að strengja línuna til Höfðakaupstaðar, en vegalengdin er um 20 km. HAFA ÁÐUR HAFT DIESELRAFSTÖÐ í Höfðakaupstað hefur verið Dieselrafstöð 150 kw, sem upp á síðkastið hefur verið heldur lítil fyri'r þorpið. í vor festi Raf- mágnsveita ríkisins kaup á þess- ari rafstöð og er ætlunin að hafa hana fyrir vararafstöð fyrir Blönduós og Höfðakaupstað, eftir að hinu nýja rafmagni hefur ver- ið hleypt á. — Jón. OSLÓ — Ritstjóri aðalmálgagns norska kommúnistaflokksins „Frelsið“, Jörgen Vogt, var síð- astliðinn föstudag dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að hvetja til ólöglegs verkfalls. Prinssssurnar þrjár Danir eru stoltir af prinsessunum sínum, og eru þær hvers manns bugljúfi. íslenzk börn hafa áreiðanlega gaman af að sjá myndir áf þessum fallegu stúlkum. Lengst til vinstri er Margrét, sem verður drottning Danmerkur, þá Anna-María og Benedikta. Myndin hér að ofan er á kápu lítillar bókar, sem nefnist „Með prinsessunum allt árið“ — í myndum, mætti bæta við því að þar eru það mynd- írnar, sem látnar eru tala. I HVATNINGARORÖ TIL NEMENDA Flutti hann síðan hvatningar- orð til nemendanna og lagði áherzlu á að þeir stunduðu námið J fyrst og fremst sjálfum sér til heilla, en hvorki kennurum eða j foreldrum, það yrðu þeir ætíð að muna. Var síðan sungínn sálmur. SKÓLAST.TÓRAH.IÓNIN BOÐIN VELKOMIN Þá tók til máls formaður skóla- nefndar, Björn Björnsson sýslu- maður á Hvolsvellí. Flutti hann ávarp og bauð hin nýju skóla- stjórahjón velkomín tíl starfa. Að lokum var skólasöngurinn sung- inn á ný. KENNARALIÐ Skógarskóli er nú fullskipaður nemendum. Eru þeírum 100 tals- ins, allstaðar að af landinu. — Kennaralið skólans er að rnestu óbreytt. Júlíus Daníelsson lét af störfum síðastliðið vor og var ungfrú Þórey Kolbeins kand. mag. ráðin í hans stað. Mun hún kenna ensku, landafræðí og nátt- úrufræði. Alls eru kennarar nú við skólann 5 auk skólastjóra. — Ráðskona er Guðrún Sigurðar- dóttir frá Sólheimakoti í Mýrdal. Stjörnubíó sýnir um þessar mundir ágæta ameríska gamanmynd er nefnist „Fædd í gær“. Aðalhlutverkin leika Judy Holliday, William Holden og Broderick Grawford. Judy Holliday fékk Oscarverðlaun fyrir leik sin í þessari mynd, enda er hann af- bragðs góður. Héraðsskólinn að Skógum Iðkinn fil sfarfa i 6. sinn Skóiinn fyiSskipaður nemendum a!!s± af á landinu •j fyrir áramói Vík, 25. okt. HÉRAÐSSKÓLINN að Skógum undir Eyjafjöllum, var settur í 6. sinn, sunnudaginn 17. októ- ber, síðastliðinn. Hófst setningar- athöfnin með því að sunginn var skólasöngurinn, sem séra Sigurð- ur Einarsson í Holti hefur orkt. NAUÐSYNLEGT AÐ HALDA í HORFINU Hinn nýi skólastjóri, Jón R. Hjálmarsson, flutti síðan setning- arræðuna. Bauð hann nemendur og kennara velkomin til starfa. Minntist hann sérstaklega fyrr- verandi skólastjóra, Magnúsar Gíslasonar, sem starfað hafði við skólann frá upphafi. Þakkaði hann honum velunnin störf við mótun og uppbygging skólans. Kvað hann að nú væri nauðsyn- legt að halda vel í horfinu. Sunnudaginn 24. okt. var guðs- þjónusta í skólanum, sem séra Jónas Gíslason í Vík annaðist. — Fréttaritari. Kafbátar í LONDON var það staðfest ný- lega, að 22 af nýjustu og full- komnustu kafbátum Ráðstjórnar- ríkjanna hafa farið með strönd- Afn Danmerkur á leið sinni til kmverskra og rússneskra hafna við Kyrrahaf. OSLÓ, 19. okt.: — Fundur nor- rænna samgöngumálaráðherra, er nýlega var haldinn í Osló, sam- þykkti að fara þess á leit við SAS flugfélagið, að félagið leggði fram heiidaráætiun um innanlandsflug á Norðurlöndum. SAS hefir skýrt svo frá, að áætlun þessi verði að öllum líkindum tilbúin um ára- mót. Einnig ræddu ráðherrarnir mögulega endurnýjun þeirrar fjárhagslegu tryggingar, er Norð- urlöndin veita SAS. Ekkert hefir gengið á trygginguna, þau þrjú ár, sem hún hefir verið í gildi. — Reuter-NTB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.