Morgunblaðið - 25.11.1954, Síða 2

Morgunblaðið - 25.11.1954, Síða 2
18 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. nóv. 1954 Sigurbjörn Einarsson, próiessor: ! XRÚARBRÖGö 1 MANNKYNS ísafoldarprentsmiðja 1954. 364 bls. ÞAÐ ER ekki lítill viðburður er út kemur vönduð, vísindaleg handbók í einhverri grein hér á voru landi. Það eru ekki aðeins „fagmennirnir" sem fagna slíkum viðburði, heldur einnig margir aðrir fróðleiksþyrstir og hugs- andi menn. Nágrannaþjóðir vor- ar hafa þegar um nokkurra ára- tuga skeið lagt rækt við trúar- bragðavísindin, þó þar sé um fremur unga fræðigrein að ræða. Það eru ekki aðeins guðfræðing- ar og kennarar í æðri skólum, sem hafa beina þörf fyrir heppi- legar handbækur í trþarbragða- sögu, heldur einnig þjóðfélags- fræðingar, stjórnmálamenn, blaðamenn og yfirleitt þeir, sem skilja vilja líf og hugsun fram- andi þjóða. Er því full ástæða til að þakka höfundi þessarrar bókar fyrir hið mikla starf, sem hann hefir á sig lagt til að færa þjóð sinni þessa verðmætu þekk- ingu. Ég held að það væri tilgangs- lítið að ætla sér að skilja ind- verskt þjóðlíf og viðbrögð Ind- verja gagnvart umheiminum án þess að hafa kynnt sér megin- drættina í indverskri trúarbrgða- myndun. Sama er að segja um hina arabisku menningarheild. Viti menn ekki um áhrif trúar- bragðanna, fá menn heldur ekki skilið afstöðu arabaþjóðanna til umheimsins. I. TRÚARRRAGÐASAGA ER EKKI GUÐFKÆÐI Mönnum kann að koma þessi staðhæfing einkennilega fyrir sjónir, en það sem sagt er hér að ofan, er engu að siður stað- reynd. Trúarbragðavísindin eru „veraldlegar" vísindagreinar, jsem eru persónulegri trú fræði- mannsins óháðar og miða aðeins að því að veita þekkingu, en ekki -áð Ieita að því sem honum kann að virðast vænlegt til þess að s.jóða saman við sínar skoðanir. Fræðimaðurinn gengur að heim- ildunum og lýsir því, sem hann ■finnur þar og svo gangi og áhrif- Tim hinna trúarlegu fyrirbæra í sögunni, menningunni og þjóðfé- laginu. Hann leggur þar með engan dóm á það hvort þetta sé gott eða illt, satt eða ósatt. Það verður maður aftur á móti að gera í guðfræði og siðfræði. Mér finnst það kostur við bók sr. Sigurbjörns að hann tekur ekki Gyðingtlóm (trúarbrögð ísraels.) til meðferðar, né heldur vora eigin trú. kristindóminn, í þessu sambandi. Vér höfum þeg- ar fyrir löngu aðalheimildir þess- arra trúarbragða á voru eigin móðurmáli og aukum bezt þekk- ingu vora á þeim með því að kynna oss þessar heimildir — Biblíuna — niður í kjölinn. Og slík rækileg þekking á vorri eig- in trú gerir oss betur færa um að skilja annarleg trúarbrögð. Æskileg og jafnvel nauðsynleg er •einnig nokkur þekking á helztu heimsspekikerfum mannkynsins (t. d. hvað einhyggja, tvihyggja, hugsæihyggja, efnishyggja, af- stæðihyggja o. s. frv. er). Þannig "Verða t. d. indversk, persnesk og kínversk trúarbrögð ekki auð- ■skilin nema með dáiitlum byrj- Tjnargrundvelli í heimspeki — sögu og hugtökum. 31. INDVERSK TRÚARBRÖGÐ — ERFITT VERKEFNI Þegar ég fékk ofangreinda bók í hendur, byrjaði ég á kaflanum iim Indverja (8. kafla). Að min- •um dómi er það hið mesta vanda- verk að gefa mönnum skýrt yfir- lit yfir þann mikla og flókna þátt í trúarbrögðum mannkyns- ins. Og að mínum dómi hefir höf- undur leyst þennan vanda af hendi með miklum ágætum. Hin- ar sögulegu línur eru mjög skýr- ar, tillit er tekið til nýjustu rann- sókna og fornleifafunda, greini- nltÍlT lega er bent á samband milli , forn-persneskra og indverskra ' trúarbragða í fornöid. -— Hið sérkennilega ahimsa-boðorð sem Gandhi gerði heiminam kunnugt (þó heimurinn fylgi því ekki né geti fylgt) er greiniiega skýrt og dæmi tilgreind. Með ágætum er vfirlitið yfir Veda-tímabilið með blótum og töfrum og einfaldri i bjartsýnni lífsskoðun leiðtog- ! anna. — Þá er myndin ekki síður greinileg af þeim skoðunum, sem síðar urðu ofan á: Eóttæk böí- sýni, sem staðhæfir að maðurinn sé að eilífu þræll undir karma- lögmáli, á sífelldu ílakki, í hring- rás frá einni tilveru tll annarrar, upp og niður, niður og upp og ! þó' heldur niður en samt nokk- uð upp afcur og svo niður á j VÍð .... j Þá komum vér að því, sem ’ gert hefir garðinn frægan í Ind- , landi. Það er leitin að lausninni út úr hringrás tilverunnar. Menn höfðu misst trúna á hina gömlu i lausn, að láta magna sig og aðra ! með blótum, töfrum og áfengum i örykkjum. Þetta hlaut að halda ! manni áfram í eymdinni. Nei, ! svar spekinganna var endur- j lausnarleið, sem fólgfin væri í þekkingu, ir.nsæi, langri íhugun, sannfscringarvis.su um að mað- urinn og alheimsandinn væru eitt og hið sama. Tat tvam asi. Heimurinn var þá blekking, dýrð hans fánýtt skin, gufukennd hilling, sem þó var ill að því leyti að hún hindraði mannssálina frá því að renna saman við alheims- sálina. Hin algjöra bölhyggja leiddi til algerrar bjarthyggju af einhyggju-gerð. í þessarri sann- færingu hvíldi hinn indverski dulspekingur anda sinn og hvílir enn. Öll athöfn er fánýt, einskis- virði, þekkingin á sameind sál- arinnar við alheimsandann er allí. Ekki var þetta þó hin eina lausn, sem fram kom. Hún ‘gat ekki hæft heilu þjóðfélagi, held- ur einstökum spekingum. Bhaktí lausnin var betur við hæfi þeirra manna, sem voru önnum kafnir við að lifa lífinu og varð hún og er enn einn af meginstraumum í indversku trúarlífi. Þar rnéð var ekki útrýmt hinum fyrri lawsn- um, meinlæti, einhyggju, töfrum, fjölhyggju, goða- og dýra- og frjósemidýrkun. Nei, þetta held- ur allt áfram í fullu fjöri. Er vér skiljum hváð í: þessu felzt, þá getum vér ef til vill skilið hvernig Indland framleiðir í senn mikla meinlæta- og töframenn, djúpsæa spekinga, slóttuga stjórn málamenn og beztu hermenn í heimi. Mynd sú, sem höf. bregður upp af indverskum trúarbrögðum og mótun þeirra, er með miklum ágætum, afar skýr og greinileg. Menn fá virkilega rétta mynd af Hindúadómi fortíðar og nú- tíðar, án óþarfa málalenginga. Undursamlegt er Hindúa-þjóðfé- lagið. Það getur umborið nálega hvað sem vera skal í trúarlegu tilliti meðan þetta „hvað-sem- vera-skal“ hefir engar þjóðfélags- legar breytingar í för með sér. — En þegar þar að kemur, er öllu umburðarlyndi lokið. Þannig var það einnig í Kína. Annaðhvort varð að taka hið annarlegg. að sér og bræða það saman við þjóð- skipulagið, útrýma því eða ein- angra það. Af erlendum trúar- brögðum, sem festu varanlegar rætur í Kína, var aðeins ein gerð, Búddhadómurinn, sem kom frá Indlandi. En Múhameðstrú- in, sem kom til Indlands, lét ekki bræða sig. Hún klauf Iandið í tvennt og mun halda því klofnu. HELGISAGNIR, IIEIMSSPEKI, SKURÐGOÐ Ég var svo heppinn að kynnast ýmsum mætutn mönnum bæði frá Indlandi og Kína og fá tæki- færi til að spyrja þá spjörunum úr, eins og það er orðað. Þá átti ég kost á að véra langdvölum • » • Próf. Sigurbjörn Einarsson. með manni, sem talinn var fróð- atur allra manna vestrænna um Mahayana-búddhadóminn. Nokk- ur hundruð lærðra Búddha- munka flúðu frá Kína til Hong Kong á þeim tíma, sem ég dvaldi þar og eitt sumarið sýndu sjötíu þeirra okkur þann heiður að heimsækja kristniboðsstöðina Tao Feng Shan. Þá var ég af samkennurum mínum við Presta- skólann lútherska dæmdur til að kenna kínverskum stúdentum — sem sumir höfðu verið Búddha- munkar — kinverska trúar- bragðasögu. Vænti ég að menn hafi ekki öfundað mig af því hlutskipti, þar sem þetta var eng- ar. veginn min aðal-fræðigrein. En af þessu mátti ýmislegt læra og ég gat jafnan komið því lagi á að fá Kinverjana til að opna munninn — leysa frá skjóðunni, sem kallað er og höfðum við mikla ánægju einnig af þessum samverustundum um lærdóm meistarans Búddha (Kristin trú- fræði var aðal verkefni mitt við skólann). Kaflann um Búddhadóminn las ég því með mikilli forvitni í bók sr. Sigurbjörns. Skyldi hann hafa fengið þann rétta blæ á þennan kafla? Myndu Búddha- trúarmenn telja hann réttan ef ég þýddi hann á kínversku og léti þá lesa? Út frá þessu sjónarmiði finnst mér honum hafa tekizt mjög vel. Búddhamenn verða að læra þetta allt og miklu meira. En það, sem þarna er, stendur vel heima. Sög- urnar um Búddha sjálfan, kenn- ingar hans, ræðurnar frægu, bæði Beneres-ræðan og Eldræð- an, samtölin við lærisveinana, spakmælin, helgisagnir, tákn og undur, lausnarboðskapur og sið- fræði spekingsins, útbreiðsla trú- arinnar (fú-giaó) og hin sterka vitund munksins um að vera verkfæri til endurlausnar mann- kyninu. — Það er rétt, að Búddha er í vitund þeirra orðinn að yfir- guðdómlegri veru (handan allra breytinga) og að þær verur, Bödhisattvas, sem hafa tekið að sér að bjarga mannkvninu, eru í guðdómlegri sælu, en ganga þó ekki inn til hinnar algjöru hvíld- ar í Nirvana, einmitt til þess að geta verið nálægar í breytinga- heiminum ög komið mönnum til hjálpar. í öílum lifandi verum er Búddha fræ eða spíra, segja þeir, en í munkinum er vöxturinn sérstaklega langt kominn og þó er enn löng leið þar til hann nær fullkomnun, þ. e. verður Bodhis- attva, en því stigi verður hann að ná ef hann á að verða til- beiðslu verður. (Til var skammt frá okkur í hofi þurrkað lík af munki, er hafði aðeins borðað lótusfræ síðustu ár sin og var talinn mjög heilagur). Þótt þess- ar verur hjálpi, þá verður sér- hver að ávinna „heilagleikann", þ. e. verða heiminum óháður, af eigin rammleik, jafnvel í flest-1 um flokkum í Mahayana-stefn- unni, En svo mismunandi eru sjónarmiðin í ýmsum atriðum| eins og sr. Sigurbjörn segir á bls. 291 að maður skyldi ætla að ómögulegt væri að samrýma þau. Þrátt fyrir það hefir Búddhadómur jafnan litið á sig sem eina .heild og meðan hann naut frelsis í Kína, var það siður ungra munka að dveljast í mörg- um klaustrum framan af ævi og læra sem víðast. Oss kann að virðast einkenni- legt hve mörg goð Búddhamenn tilbiðja, þar sem Búddha treysti ekki neinum guði. En þar er um myndir af guðdómlegum hjálparverum að ræða, en þær voru upphaflega allar karlkyns. Og er þó ein undantekning, eins og sr. Sigurbjörn segir, að Ava- lokitesvara hefir í Kína orðið að gyðju, sem þar heitir Kúanjin (sú, sem horfir á og heyrir, þ. e. öll hljóð og allar stunur mann- kynsins). Er hún talin gyðja miskunnseminnar og vinsælust goða í Suður-Kína. Víst er um það að þetta mikla goð var áður karlkyns, en á þessum slóðum voru ýmsar frjósemigyðjur og siglinga og hefir alþýða ma'nna haldið fast við dýrkun þeirra eftir komu Búddhadómsins og munkarnir séð þann kost vænst- an að taka þessa gyðju inn í hofin og bræða saman við einn af sínum eigin guðum, þrátt fyr- ir andúð sína á kvenkyninu. Eins og höf. getur réttilega, leið Búddhadómur nálega undir lok á Indlandi (nema í smáríkj- unum norður við Himalaya) en fór sigurför um Suðaustur- og Austur-Asíu og heldur þar enn velli. Oft var hann ofsóttur í Kína, en náði þar föstum fótum og hefir verið meginstraumur í kínversku trúarlífi frá dögum Tang keisaranna (um600—700 e. Kr.) Virðist nú sem hann eigi erfitt uppdráttar þar í landi undir hinni nýju stjórn, en þó mun sögu hans þar vart lokið ennþá. FRUMSTÆD ALÞÝÐUTRÚ Með réttu bendir höfundur á þá staðreynd að hvarvetna í Asíu hefir frumstæð alþýðutrú haldið velli meðal milljónanna þrátt fyrir hin háfleygu trúarbrögð leiðtoga og munka. Allur þorri manna í þessum löndum þekkir ekki nema örlítið af raunveru- legum kenningum Hindúadóms og Búddhadóms, en fær aftur á móti að kenna á hinum þjóðfé- lagslegu viðjum þeirra. Viljandi hafa íeiðtogarnir í þessum lönd- um ekki barizt gegn hinni fornu heiðni, heldur látið hana hald- ast og stefna fram eftir hinum fornu farvegum. Mikið af því, sem segir í fyrsta kafla bókar- innar (um frumstæð trúarbrögð) á því einnig við um hin miklu Austurlönd. Er sá kafli stuttur, en skýr og skipulegur og gefur glöggt yfirlit yfir helztu þætti frumstæðra trúarbragða, eins og þau hafa verið og eru víða enn meðal Afríkumanna, Indónesíu, frumbyggja Ameríku og Ástra- líu og víðum svæðum Evrópu áð- ur en kristni kom til sögunnar. Ásatrúin svokallaða var ekki nema nokkur hluti af trúarbrögð- um Germana til forna. í mörgum vísindaritum hafa fræðimenn fært sönnur á að hér í Evrópu hafa verið frumstæð trúarbrögð og trúarsiðir, ekki ólíkt því sem enn er í Afríku (t. d. trú á vernd- argripi, heilla og óheilladaga, vætti í fjöllum og hólum, álög á sérstökum blettum, sem ekki má slá og margt annað þessu líkt). HELLENAR OG RÓMVERJAR Fimmti kafli bókarinnar fjall- ar um Hellena, sjötti kaflinn um Rómverja og þeirra trúarbrögð. Vildi ég ráða mönnum, sem kynnt hafa sér goðafræði þess- arra þjóða að lesa þessa kafla, því hér má greinilega sjá þann mikla mismun, sem er á goða- ’ fræði og trúarbragðavísindum, Sérlega athyglisverður er þátt- urinn um forn-rómverska trú, En kaflinn um Hellena er álíka 1 snilldarlegur og kaflinn um Ind- verja. Þar er mikið efni og erfitt 1 viðfangs. j Nú vita menn að hellenisminn og kristindómurinn urðu lengi ! samferða. Grísk heimsspeki og kristin kenning lögðu grundvöll- I inn að hinni vestrænu menn- ingu (sbr. Toynbee: A Study of History) sem vér búum við enn í dag. Sagan af hinum gríska þætti í menningu vorri er hvergi nærri hálfsögð með goðafræði Grikkja. Hinir fögru, sterku og léttúðugu guðir Grikkja lögðu ekki neinn menningarlegan grundvöll. En leit spekinganna á lausn erkivandamála mann- kynsins, þrá þeirra eftir hinum * „fagur-góða“-manni, krafan una að þekkja sjáifan sig, óttinn vifS hybris (ofdrambið), hin innri rödd „daimonion" hjá Sókratesi, hugsjónafræði Plató um réttlæt- ið, góðleikann, eðli sálarinnar, rósemi og mannúð Stóuspeking- anna — þetta allt og margt apn- j að skipti miklu meira máli. j Enn eru hinar grisku hug- ■ myndir áhrifamiklar og móta i hugi flestra manna í Vestur- 1 Evrópu að meira eða minna leyti, bæði í trúarlegu tilliti og öðru. Sagt hefir verið að kenningar Plató um ríkið móti auk þess tvö gjörólík stórkerfi nútímans, hina kaþólsku kirkju og Ráð- stjórnarveldið. En hvernig var, trú Plató sjálfs og annarra grískra spekinga? Sr. Sigurbjöm segir allt þar sem mestu máli skiptir þar um í þessum kafla. Og hann gleymir heldur ekki hinum grísku guðum. NÁGRANNAR HINNAR HEILÖGU SÖGU Trúarbrögðum Forn-Egypta, Kaldea og Persa eru gerð gó<5 skil í 2—4. kafla bókarinnar. Saga þessarra trúarbragða er merkileg og þýðingarmikil, þó þau séu liðin undir lok fyrir löngu (leifar af forn-persnesk- um trúarbrögðum lifa þó enn). Þessar þjóðir voru nágrannar Israelsmanna í fornöld — nú eru það Múhameðstrúarmenn, en frá þeirra trúarbrögðum greinir I síðasta kafla bókarinnar. Kaldear, Egyptar og Persar komu allir við sögu ísraels með ýmsu móti, mest þó Kaldear, með því að ættfaðir ísraelsmanna var frá Úr í Kaldeu. Seinni tíma fornleifa- og hand- ritafundir hafa leitt í ljós mik- inn fróðleik um þessar þjóðir, ekki sízt trúarbrögð þeirra. Árangur þessarra rannsókna skýrir margt, sem áður var ó- ljóst. Fyrir nokkrum áratugum. gekk sú plága yfir guðfræðina að menn vildu nota um of ýmis- legt úr þessum heimildum til skýringar á trúarbrögðum Gamla Testamentisins.. Eflaust er hér ýmislegt af sameiginlegum arfi vegna nágrennis og skyldleika, en áberandi er sú staðreynd, að í Biblíunni er lögð áherzla á bar- áttuna gegn hinum heiðnu áhrif- um, er vildu þrengja sér inn með- al þjóðarinnar frá nágrönnunum. Ýmislegt er svipað hvað form snertir, en hið trúarlega innihald er gjörólíkt. (Sbr. söguna um flóðið mikla, sem finnst einnig í I kaldverskum heimildum). Hefir höf. greinilega bent á þennan mikla trúar-siðferðilega mismun. Innihalda þessir kaflar allir mik- ið af verðmætum fróðleik í skýrri og greinilegri mynd og hefir það verið mikil vinna að viða að sér heimildum um þetta efni og fylgjast með framförum rann- sóknanna á trúarsögulegum heimildum þessarra fornaldar- þjóða, enda sýnir hin ýtarlega bókmenntaskrá að svo hefir ver- ið. — Nafna- og hugtakaskráin síðast í bókinni eykur mjög vísindalegt notagildi hennar. Þannig má finna sama hugtakið í þessarri Framh. á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.