Morgunblaðið - 25.11.1954, Page 8
24
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudágur 25. nóv. 1954
KrístmaiMi
Guðmyndsson
skrifar um
Fóík á stjái. Eítir Jakob
Thorarensen. Helgafell.
JAKOB Thorarensen er kunnur
fyrir smásögur sínar, þótt frægð
hans sé meiri sem ljóðskálds.Áður
hefur hann látið á þrykk út ganga
góðar sögur, sem mörgum eru
minnisstæðar, svo sem meistara-
verkið „Helfró“, „í tímans
straumi“ o. fl„ er tryggt hefðu
honum heiðarlegt pláss í bók-
menntasögu landsins, þótt hann
heði ekkert annað gert. Nú hef-
ur hann að nýju látið frá sér fara
Safn af stuttum sögum, sem er
jafnbetra en fyrri söfn hans og
sýnir að skáldinu er enn að fara
■ fram í þessari grein bókmennt-
anna. Hann hefur náð mikilli
tæknilegri leikni og m. a. lært
til hlítar þá mikilsverðu list að
takmarka sig, segja það, sem
nauðsyn krefur, en hvorki of
mikið eða of lítið. Og þótt hér
sé engin saga er nær „Helfró“
í ' skáldlegri snilli, þá eru þær
allar vel gerðar og sumar með
ágætum.
^„Hvíld á háheiðinni”, fjallar
um þreyttan og slitinn bónda,
sem er á heimleið að vetrarlagi,
eftir að hafa greitt síðustu af-
bdrgunina af jörðinni sinni. Leið
hans liggur yfir fjallveg í þæfings
ófærð og kafaldsmuggu. Hann
er langlúinn og einhver óhugur
í honum, en þó er í rauninni
mörgum sigrum að fanga, er hann
lítur til baka yfir líf sitt. Æfisaga
hans birtist lesandanum jafn-
framt þreytandi göngunni upp
brekkurnar; efni, frásögn og um-
hverfislýsing í meistaralega
gerðu samræmi. Og loks tekur
'söguhetjan sér hvíld sem er Ijúf
og vel verðsulduð, en • verður J
heldur löng. Þetta er ein af allra
beztu sögum Jakobs, listræn sköp
un frá upphaíi til enda og hvergi
veilu að íinna.
Sérkennilegt og upprunalegt er,
flest, sem sést hefur eftir þetta
ágæta skáld. Ég held að sagan
„Dökkvar horfur“ hefði í hönd-
um flestra orðið harla þunn, því
hún er um svo sem ekki neitt:
Ein af fósturlandsins freyjum
hefur látið fallerast af negra —
og hvers vegna? — í svarinu
liggur sálfræðileg skýring, sem
er hvorttveggja, óvænt og af-
burðasnjöll, og skáldinu tekst að
gera hana svo trúanlega að les-
andinn efast ekki, en verður að-
eins undrandi.
„Valkyrjan" er vel sögð saga,
en þó tæplega nógu sannfærandi
frá strangbókmenntalegu sjónar-
miði. Það vantar í hana eitthvað,
sem svæfir efa lesandans um ó-
frávíkjanlega nauðsyn þess, er
skeður.
„Sómavendni" er einnig saga,
þar sem höf. reynir allmjög á
trúgirni lesandans. En þar er þó
réttum stoðum rennt undir með
traustbyggðri skapgerðarlýsingu,
sem að vísu er kaldhömruð nokk-
uð — og gerð af eitraðri mein-
fýsni, sem svo vel er falin, að
góðskáld eitt gæti hafa unnið.
„Huliðsöfl og hindurvitni" er
gamalt efni úr þjóðsögum, en
þokkalega með það farið, án
stórra tilþrifa.
„Brot úr sagnaþætti" er einna
síst þessara sagna, og þó rétt
laglega gerð.
„Kölkun“, sem fjallar um elli-
æran bónda, er ágæt saga, sem
hróflar skemmtilega við hug-
myndaflugi lesandans.
Þótt „Gistingin á Tryppamýri“
sé vel sögð, er efnið heldur leið-
inlegt. Lýsing Þórólfs bónda má
þó heita trúleg og góð.
„Vorkvöld“ er sérkennileg
Jakob Thorarensen.
saga, dável gerð, nema hvað
endirinn er naumast nógu vel
undirbúinn.
Þá er „Andstætt viðhorf",
skémmt.íleg athugun á kveneðl-
inu, og býsna góð, en skilur þó
naumast mikið eftir í huga les-
andans.
„Fyrir rannsóknarrétti“ er einn
ig sálfræðileg athugun kvenlegs
eðlis, þótt ungur piltur eigi að
heita aðalpersónan. Það er Þor-
björg vinnukona, fóstra piltsins,
sem vekur áhuga lesandans og
veldur því að sagan má teljast
gott skáldverk. Viðbrögð henn-
ar við fyrstu ástarreynslu hins
Varanlegar
Öruggar fyrir elrli
Veggplötur fyrir ytri klæðn-
ingu — Þiíplötur í skilveggi
og innri klasðningu. — Baru-
plötur á þök — Þakhellur.
Þrýstivatnspípur og frárennslis
pípur, ásamt tengingum og milli-
stykkjum.
Framleitt af:
Czechoslovak Ceramics Ltd.,
Prag, Tékkóslóvakíu
Einkaumhoðsmenn
Klanoarsfíg 26 — Sími 7373
5
s
s
i
s
i
i
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
i
í
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
i
s
s
V
s
s
s
s
s
s
s
i
s
I
s
s
s
j
s
s
s
I
unga skjólstæðings hennar eru
snilldarlega gerð.
Loks er sagan: „Víða liggja,
vegamót". Hún fjallar um mann'
og konu, er hafa verið heitbund- 1
in á æskuárum, og hittast nú
gömul á elliheimili. Þetta er hóg-
vær frásögn og látlaus, en leynir
á sér og er einkar hugðnæm.
Sögusafn þetta mun auka hróð-
ur og vinsældir Jakobs Thorar-
ensen, sem vel og verðugt er.
JSannar sögur, II. hefti.
Eftir Benjamín Sigvalda-
son. — Útgefandi: Árni
Jóhannsson.
EKKI verður um það deilt, að
Benjamín Sigvaldason hefur góða
frásagnargáfu og er eftirtektar-
verður þjóðsagnaritari. — Nú
hefur hann um skeið hneigst
nokkuð meir í skáldskaparátt en
áður og gefið út tvö hefti af
„Sönnum sögum“, sem — að
minnsta kosti sumar hverjar —
eru þættir úr lífinu sjálfu, en
túlkaðir á frjálsari hátt en þjóð-
sagnir hans og sagnaþættir.
„Alþingisrímurnar bjarga fá-
vita“ er bernskuminning, vel
sögð, hnittin og skemmtileg. —
Þá er löng grein, er nefnist:
„Rýnt í hugarheim rithöfundar“,
og hefði hún raunar átt heima
í safni sagnaþátta, fremur en
i þessari bók. Höf. gerir þar mjög
athyglisverða tilraun til að rekja
heimildir að efniviði „Höllu“ og
„Heiðarbýlisins" eftir Jón
Trausta. Er greinin ágæta vel
gerð, og merkileg. Benjamín er
þekktur að samvizkusemi í heim-
ildaöflun, og því líklegt að hann
hafi fundið þarna ýmsa þá horn-
steina, er veruleikinn og lífið
lagði til, undir hið merka skáld-
verk hins látna öndvegishöfund-
ar. —
„Kynlegur kvistur" er vel
spunninn þáttur um skemmtileg-
an karl, sem vert er að minnast.
— Þá er „Bréfið til andskotans",
furðul. saga um heiðursmann einn
sem þráði svo mjög konu eina,
að hann sendi andskotanum vin-
samlegt tilskrif og bað hann full-
tingis, að ná í kvenmanninn. En
til allrar ólukku lenti bréfið í
alröngum höndum, — en til þess
eru raunar dæmin fyrr og síð-
ar, — því svo hrapallega bar til,
að einn af fulltrúum drottins
komst yfir það, og var sá ofan
í kaupið húsbóndi bréfritarans!
— Benjamín fer vel með þetta
éfni, sem sagnaritari, — en gam-
an væri að sjá því gerð tilhlýði-
leg skil af meira skáldi!
„Tónskáld í tötrurn" er merk-
ur þáttur og athyglisverður. —
Þá er „Ljósið á heiðarbýlinu",
hrakningssaga, rituð eftir Guð-
jóni A. Sigurðssyni, bónda í
Ölfusi, góð frásögn, er vekur eft-
irtekt lesandans. — Næst eru
tvær „sannar sögur“, færðar í
skáldskaparform, en byggðar á
atburðum, er gerzt hafa, — báðár
nokkuð skemmtilegar, einkum
hin síðari.
„Pétur Hafliðason segir frá“, er
hóglát og fáorð æfisaga manns,
er lifað hefur nærfellt heila öld
og marga reynslu hlötið. —
„Hverjir voru fyrstu samvinnu-
menn á íslandi“, er dágóð skrítla,
vel færð í stílinn.
Starf manna slíkra sem Benja-
míns Sigvaldasonar er geysiþarft
þióðinni á vorri tíð, og þyrfti
að styrkja þá til þess með fjár-
framlögum. Ef þeirra nyti ekki
við, myndi margt glatast, er síð-
ar verður mikils metið, þótt nú
þyki smátt. Þeir eru raunveru-
lega að safna vandfengnustu
drögunum að menningarsögu fs-
lendinga.
Jarðshjáltia verður
var! í HoHum
MYKJUNESI, 22. nóv.: — Á
sunnudagsl^völdið laust fyrir kl.
22,30 varð vart við jarðskjálfta-
kipp. Var kippurinn fremur væg-
ur en fannst þó greinilega. Hér
hefur ekki orðið vart við jarð-
skjálfta síðan 3. júlí 1948, en þá
voru hér alltíðir jarðskjálftakipp-
ir, sem ollu verulegu tjóni á all-
mörgum bæjum hér í Holtum.
— M G.
frá Tékkóslóvakíu
Einkaumboðsmenn:
OENTROTEX
Kristján G. Gísiason I
& Co. h.f. 1