Morgunblaðið - 28.11.1954, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.11.1954, Blaðsíða 4
20 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. nóv. 1954 Frú Laufey Vilhjálmsdóftir: BÆKUR OG HEIMILI Erindi flutt á fundi Lestrarfél. kvenna Reykjavíkur, 4. nóv. 1954. 4L L I R kannast við kvöldvök- . urnar góðu á íslenzku vetr- arkvöldunum. — Orðstýr þeirra hefur jafnvel borizt út fyrir land- steinana og varpað ljóma á al- þýðumenning vora. Sjálf hefur íslenzka þjóðin notið hlýju þeirra og fræðslu. Við koluna, kertið og lampann var lopinn teygður, flíkiri ofin, saumuð og prjónuð við undirspil sögu, ljóða og annarra fræða. — Nú er raf- magnsöld. Lífið gengur hraðari skrefum en áður, sérstaklega í kauptúnum lands og stærri bæj- um. Húsakynnin hafa breytzt, jafnvel í sveifum. í stað þess að allt heimilisfólkið sat í baðstof- unni æ vetrarkvöldum, því þar var helzt hlýju að fá, aðskilur nú rafmagns- og miðstöðvarhitinn fólkið. Það þarf ekki að hnappa sig saman, því stofurnar eru nú á mörgum heimilum fleiri og upphitaðar á ýmsa vegu. Er þetta einn af ávöxtum menningarinn- ar og er sízt að lasta það. Út- varpið reynir nú að sameina fólkið aftur og koma á eins konar kvöldvökum. Menn sitja með vinnu sína, að minnsta kosti kon- urnar, og hlusta á skemmtandi og fræðandi erindi, hljóðfæra- slátt og söng. Þó er sá munur á þessum nýju kvöldvökum og þeitn gömlu, að þátttaka fólksins sjálfs er önnur. Nú eru menn að- eins „þiggjendur", en ekki „gef- endur“, og þó að gott sé að vísu að njóta, þá er satt það sem gamlir kveða, „að sælla er að gefa en þiggja“. Og þennan sí- fellda orðastraum og klið má misnota. Sé útvarpið haft iðulega opið sljóvgast smám saman til- finningin fyrir því, sem er á boð- stólum og skýr hugsun um við- fangsefnin verður að engu eða litlu. Þá eiga þ'eir, sem venja sig á að nota útvarpið um of, það á hættu, að gera öðrum menn- ingartækjum sömu skil. Dagblöð- unum er flett, myndabókin skoð- uð með hálfum huga, fræðibókin lögð til hliðar og hljóðfærin, þar sem þau eru til, lítið snert. — Þeysimenning nútímans þreytir ekki síður en þroskar og því er nauðsyn að verða ekki þræll hennar, heldur herra. Vér, sem eldri erum, könnumst eflaust við marga kvöldstund frá æsku vorri, þegar setið var með bók og lesið. Ró og friður hvíldi yfir heimilinu. Regnið eða hríð- arveðrið gat bulið á gluggann, en það heyrðist ekki. Fólkið var flutt inn í undraheima bókanna, suðræn sólskinslönd blöstu við, hlýr blærinn lék um það, þó að kulnað væri í herberginu. — Svona stundir er ennþá hægt að veita sér. Bókin er vinur, sem hleypur ekki burt frá manni, heldur er boðin og búin að stytta marga stund. Lestur góðrar bókar veitir mikla hjálp á þessum órólegu tímum. — Ég veit um skáld eitt og fræðimann, er hafði fengið mörg bréf um ævina, að honum hafði fundizt mest til um bréfið frá fátækri ekkju nokkurri, sem bjó langt í burtu, er kvaðst hafa gleymt raunum sínum við að lesa bækurnar hans og fengið nýjan þrótt fyrir erfiði næstu stundar. Eitt er víst, að betra er að eyða tíma í bókarlestur, en í heimsku- legt skvaldur eða hégómlegt um- stang um sjálfan sig, að ég ekki minnist á illt umtal um náung- ann o. fl. þess háttar. — „Lestur veitir ró, styrkir taugar og er þvi betri en pillur og læknislyf,“ er haft eftir merkum fræðimanni. Lestur er líka nauðsynlegur, þegar vér erum leið á okkur sjálfum og því, sem í kringum oss er. Þá er hægt að ráða um- hverfinu með vali bókanna og getum þá t. d. komizt í sáluféiag við beztu og vitrustu menn þjóð- félagsins. Sá sem velur sér ekki aðeins skemmtilestur, heldur einnig fræðslulestur, öðlast sanna gleði og varanlega, sem samfara er æðri þroska. Lestur vekur menn til umhugsunar, glæðir vit og greinir menn írá lægri verum tilverunnar. Þær bækur, er efla víðsýni og vekja nýjar hugsanir, eiga sér sannan tilverurétt. — En bókin á ekki aðeins að veita al- mennan fróðleik, heldur einnig þá fræðslu, er vér þörfnumst við Laufey Vilhjálmsdóttir hin daglegu störfin í lífinu. Þess vegna er mikið undir því komið að velja rétt, útvega sér réttar bækur og tímarit. Því miður get- ur lestur haft skaðleg áhrif á mann. Málíar bóka og tónn get- ur oft eitrað viðfangsefni þeirra, sem ella væru óskaðleg og eru þess mörg dæmi hve útbreiðsla þess konar rita getur komið ýmsu illu til Jeiðar. Væri ekki vert að athuga hvaða bækur og rit það eru, sem fjöldinn sækist mest eftir að lesa. Er ekki ískyggilegt, hve börn og unglingar eru sólgin í að ná í svonefnd „hasarblöð", giæpamannasögur og annað það- an af verra? Þá eru kvikmynda- húsin með rnyndir um álíka efni og flvkkjast unglingar þangað, þó látið sé heita, að þær séu bannaðar börnum og unglingum. Ég læt hér síaðar numið um þessi efni, en*Iagðar verða fram s;ðar á fundinum tillögur, er fram hafa komið um þessi mál. Ég sný mér þá aftur að al- mennum hugleiðingum um lest- ur bóka og heimili. Eitt af ein- kennum nút:marnenningarinnar er hraðiesturinn eða gleypilest- urinn. Fer oít ekki hjá því, að orð og efni renni saman í einn hrærigraut, og að þeir, sem venja sig á slíkan yfirborðslestur nenni ékki að festa hugann við dýpri viðfangsefnin, sem bækurnar, oft og einatt eru að túlka. Að vísu er hraðlestur nauðsynlegur fjTrir þá, sem kunna að lesa og þurfa í fljótu bragði að sjá hvers virði bókin er íyrir t. d. eitthvert ákveðið starf. En íyrir almennan lesara er það áreiðanlega meira virði fyrir lífíð, að lesa eina merka bók eftir ágætishöfund, sé hún lesin með athygli, en 50 bækur, sem lesnar eru lauslega og hafa aðeins í svipinn æst til- finningar hans og skemmtana- fíkn. —- Menntamaður einn hef- ur komizt. svo að orði, að til séu ferns konar lesendur. Fyrsta flokk þeirra er líkt við stunda- glasið. Lestur þeirra fellur fram, sem sandurinn í glasinu, rennur og rennur og setur engin spor. Öðrum flokki er l kt við njarð- arvöttinn eða svampinn, sem sýgur í sig allan vökvann og skilar honum aftur örlítið óhrein- um Þá er þriðja hópnum líkt við sáldið, er lætur hreina löginn drjjpa niður, en skiiur eftir hrat og dreggjar og loks er fjórða hópi lesendanna likt við verka- menn í gimsteinanámu, er kasta öllu óverðmætu brott, en hirða einungis hreinustu gimsteinana. Ein af skyldum vorum við þjóðfélagið og sjálfa oss er „al- efling andans og athöfn þörf“ eins og Jónas Hallgrímsson hef- ur svo dásamlega komizt að orði í einu af kvæðum sínum. Án þess að hugsa, og lesa góðar bækur er lífið snautt og kalið og vér eigum það á hættu að geta ekki fyllt það sæti, sem okkur er ætl- að í mannfélagsstiganum og það sem verra er, vér drögum þá, sem vér umgöngumst niður á sama þrepið og vér stöndum á, þar sem fánýtt gaspur er dag- lega brauðið og störf annarra eru metin og léttvæg fundin. Nú á tímum eru þessar lindir þekk- ingarinnar, bækurnar, að verða að hvers manns eign að meira eða minna leyti. Bókamarkaður- inn stækkar ár frá ári og þeir sem hafa ekki ráð á því að kaupa sér bækur, leita til bókasafnanna, þar sem hægt er að fá bækur að láni lengri eða skemmri tíma. Að sjálfsögðu eru bækurnar mjög misjafnar að gæðum og er því sá, er kaupa vill eða lána bók, til þess að flytja inn á heim- ! ili sitt, eða vina sinna, oft í nokkr um vanda staddur í vali bókar- innar. Því mun svo varið með flesta, að þeir kjósa sér og sínum góðs félagsskapar, foreldrum og vandamönnum barna og unglinga er það t. d. flestum ljóst, að framtíð unglinganna getur oft setið á því, hvort þau komast í góðan eða slæman félagsskap í lífinu og standa þá úrræðalítil í þessu efni, því að bönd æskuár- anna, hvort sem þau eru góð eða ill, eru að jafnaði sterkustu böndin, sem bundin eru í lífinu, og þó að góða bókin, sem ég áð- an í þessu erindi nefndi félaga manns, sé aðeins einn hlekkur í því mikla starfi, sem heimilið hefur með höndum til þess að beina huga unglinganna að því, sem er gott og fagurt, þá er hann ekki ómerkasti þátturinn. Margar góðar barnabækur hafa komið á markaðinn síðustu árin, þó þær eigi ekki allar skilið nafnið barnabók, sem svo eru nefndar. Það er meiri vandinn, en margur hyggur að skrifa fyrir börnin. Sögurnar þurfa að vera viðburðaríkar og helzt prýddar myndum. Þau 25 árin, sem ég veitti forstöðu barnalesstofu þeirri er Lestrarfélag kvenna Reykjavíkur starfrækti hér í Reykjavík fyrir börnin, kynntist ég allvel lestri barna. Ég veitti því eftirtekt, að hafi barnið kom- izt upp á það, heima fyrir eða annars staðar, að lesa nær ein- göngu reyfara svonefnda, þá vill það helzt ekki lesa smásögur, ævisögur eða ferðalýsingar, sem oft eru skemmtilegar og veita margvíslegan fróðleik. Nýjustu barnabækurnar eru þó oftast keppikefli barnanna, einstaka bækur halda áfram að vera það, en margar liggja nærri ólesnar, þegar frá dregur. Það er vissu- lega gaman að leggja nýja, góða bók í hendur lesfúsra unglinga, en eitt má ekki gleymast þeim, er færi hafa til þess að gieðja á þenna hátt, að til eru sígildar bókmenntir, svo sem þjóðsögurn- ar og íslendingasögurnar, sem þjóðin má ekki hætta að lesa, hvort heldur er vegna tungunn- ar, sem þær eru ritaðar á, eða sjálfra sagnanna. Við lifum á örlagaríkum tím- um og umbrotasömum og má með nokkrum sanni segja, að við vitum naumast hvar við stönd- um. Eitt er víst, að þjóðin þarf að vera á verði fyrir menningu sinni og tungu. íslenzka þjóðin er ekki lengur einangruð þjóð yzt úti í hafsauga. Hún er komin í þjóðbraut, þar sem allra veðra er von og nú þarf vit og dreng- lund til þess að stýra milli skers og báru. — Þá vil ég leyfa mér, áður en ég lýk máli mínu hér í kvöld, að beina því til yðar að hvetja börn og unglinga til þess að læra kvæði og ferskeytlur, fleiri en þær, sem krafizt er af þeim til Framh. á bls. 26 Mynd þessi er tekin á flugvellinum við komu Guðrúnar Á. Símon- ar s. 1. sunnudagskvöld. Talið frá vinstri eru: Ludvig C. Magnússon, skrifstofustjóri, stjúpfaðir hennar, söngkonan og móðir hennar, frú Ágústa Pálsdóttir. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) „leiðin liggur alltaf á brattann..“ segir einhver hezt mennfaða söngkonan okkar GUÐRÚN Á. SÍMONAR kom heim s.l. sunnudagskvöld úr sinni rómuðu söngför um Noreg og Danmörku. Hlaut söngkonan alls staðar prýðilegar viðtökur og góða blaðadóma fyrir söng sinn, eins og áður hefir verið skýrt frá. Er það mjög athyglis- vert, þegar þess er gætt, að þetta er hennar fyrsta söngför til Norðurlandanna, þó að hún hafi sungið áður bæði á Ítalíu og í Englandi, en það er ekki heiglum hent a,ð geta sér slíks orðstirs í fyrsta sinn í löndum þar, sem vart þýðir að bjóða upp á lítil- mótlegri nöfn en Gigli og Menu- hin. Þetta afrek Guðrúnar mun vera að mörgu leyti einstætt og munu ekki margir íslendingar leika það eftir að halda þannig hljómleika í hverju landiriu á fætur öðru. ÁNÆGÐ ME.í) SÖNGFÖRINA Tíðindamaður Mbl. bitti Guð- rúnu að máli á heimili móður hennar og stjúpföður, og var söngkonan ánægð með söngförina og lét mjög vel af móttökunum ytra. Margir munu hafa fagnað heiinkomu hennar eins og auðséð var af sæg blómvanda, er henni höfðu borizt. — Er ekld ánægjulegt að vera komin heirn? — Jú, ef undantekin er rign ingin og rokið, þá er það indælt. Svo er líka nóg að starfa, þar eð ég hóf æfingar á Cavalieria rusticana (Mascagni) þegar á mánudaginn. IILUTVERK SANTUZZU Guðrún mun syngja aðalhlut- verkið, hlutverk Santuzzu, í söngleik þessum, er Þjóðleikhúsið hefur sýningar á annan í jólum. — Hafið þér sungið hlutverkið áður? — Já, að vísu í óperuskólan- um í Englandi, og einnig á hljóm- leikum árið 1949 í Lundúnum, en óperur eru stundum sungnar þar opinberlega eins og annars stað- ar erlendis, án leiks eða búninga og þykir skemmtileg tilbreyting í tónlistarlífinu. SVO MÖRG KUNNUG ANDLIT — Hvernig féll yður að syngja fyrir Danina og Norðmennina? — Áheyrendur voru mjög þægilegir og mér féll mjög vel að syngja á báðum stöðunum. Það er einnig ágætt að svngja fyrir íslendinga. Munurinn er að- eins sá, að hérna heima eru svo mörg kunnug andlit meðal áheyrenda, að dálítill „leiksviðs- skjálfti“ getur gripið mig. — Slík ferðalög hljóta að vera mikið átak------. — Þau eru nokkuð þreytandi og t. d. er svo að segja ógjörn- ingur að syngja næsta dag eftir að hafa þveitzt í járnbrautarlest nokkur hundruð km. SÖNG Á SEGULBAND — Það er líka dálítið erfitt að þurfa alltaí að taka upp æfingar með nýjum undirleikara á hverj- um stað, þó að þeir, sem að- stoðuðu mig væru afbragðsgóðir, þeir Haraldur Sigurðsson, er lék undir fyrir mig í Kaupmanna- höfn og Robert Levin, er lék undir fyrir mig í Osló. Robert Levin er mjög kunnur undirleikari og' hefir aðstoðað kunnustu listamenn eins og Elizabeth Schwarzkopf, Yehudi Menuhin og Todd Duncan. í söngför sinni söng Guðrún í hótiðasal háskólans, Aulaen, í Osió og I Oddfellow-höllinni í Kaupmannahöfn. Einnig söng hún á segulband bæði fyrir norska og danska útvarpið og verður því útvarpað 29. þ.m. í Noregi, en ennþá er óákveðið, hvenær söng Guðrúnar verður útvarpað í Danmörku. Söng Guð- run bæði ísjenzk og erlend lög. — Voru skilyrði við upptökuna á seguiband góð? — Útvarpssalirnir í Osló munu vera meðal þeirra fullkomnustu í Evrópu, svo að jafnvel tekur fram útvarpssalnum í Milanó, sern hefir þó til skamms tíma verið talinn sá bezti. Menn koma jafnvel frá Ameríku til að kynna sér fyrirkomulag útvarpssalanna i í Osló. 1 — Stóð til að þér hélduð hljóm- leika á fleiri stöðum í Noregi og Danmörku? VANNST EKKI TÍMI TIL FLEíRI HLJÓMLEIKA — Það kom til mála, að ég héldi hljómleika á einum átta stöðum í Noregi, þ. á m. Þránd- heimi, en því miður vannst eklri timi til þess, þar sem ég varð að komast í tæka tíð til Kaupmanna- hafnar. Ég ætlaði einnig að halda hljómleika í Helsinki og Stokk- hólmi í þessari sömu ferð, en varð að fresta því sökum þess að þeim tíma, er ég gat fengið hljóm leikahúsið til afnota í Stokk- hólmi, seinkaði, en ég þurfti hins vegar að flýta mér heim til þess að hefja æfingar á hlutverki mínu | i Cavaileria rusticana. Væntan- lega gefst mér tækifæri til að ! syngja þar á næstunni og ef til I vill í fleiri borgum í Evrópu. Vonandi verður af þessum j fyrirhuguðu söngförum Guðrún- ar, þar sem vart getur fengizt I betri landkynning en rödd henn- I ar. — Virtist yður íslendingar gera miliið til að kynna landið vel? — Þegar kvöldið eftir að ég kom til Oslóar var haldið þar Framh. á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.