Morgunblaðið - 28.11.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.11.1954, Blaðsíða 7
Sunnudagur 28. nóv. 1954 MORGUTSBLAÐIÐ 23 J'óIag$«MÍahBsejmyg*d£r iyrir húsmé&urina Einu gildir um verðið ef hugurinn er góður :’★’: :★: N Ú E R jólafastan ’■''' byrjuð og þar með koma hjá flestum nokkrar áhyggjur út af jólagjöfum. Okk- ur langar til þess að gefa öllum, sem okkur þykir vænt um, jóla- gjafir, en fjárhagurinn leyfir varla slíkt. En við megum ekki gleyma því að jólagjafirnar halda gildi sínu ekki siður þótt þær séu heimtilbúnar og kosti ekki offjár, — aðeins ef hugur- inn, sem fylgir þeim, er sá sami, þá er öllu borgið. :’★: :'★’: :'★’: Hitt er satt, að það er ekkert gaman að gefa í jólagjafir eitthvert ó- merkilegt skran, en heimatilbún- ir hlutir þurfa ekki að tilheyra þeim flokki. — Við skulum ávallt hafa það hugfast, þegar við bú- Um eitthvað til sjálf til þess að gefa öðrum, hvort okkur langi sjálf til þess að eiga þennan hlut. Ef svarið er jákvætt, þá er öllu óhætt! UM GJAFIR HANDA HÚSMÓÐURINNI Hvaða húsmóðir myndi ekki gleðjast af því að fá fallegan kökukassa? Þa má fá ómálaða fyrir 10—15 kr., og síðan kaupa lakk og mála kassann sjálfur. Þó maður vilji gjarnan fá marga liti, er H-lína í hárgreiðslu ekki nauðsynlegt að kaupa nema frumlitina, gult, rautt og blátt, því úr gulu og bláu kemur grænt, úr grænu og rauðu kemur\brúnt, úr bláu og rauðu kemur fjólu- rautt o. s. frv. — Vegna þess hve lakkið þornar seint er ekki hægt að mála alla dósina á einu kvöidi. Celluloselakk er heldur ekki svo heppilegt, því það þornar of fljótt. Ekki er nauðsyn legt að hafa mikla málara- SíjpJ> ^C<| LU hæfileika til þess að skreyta kökukassana, — munztrið getur verið einfalt, t. d. rendur í mis- munandi litum og svo framvegis. Húsmóðurinni þykir líka alltaf vænt um að fá bakka-servíettur, herðatré, sem prjónað hefur ver- ið utan um, pottaleppa, te- og kaffikönnu-hettur; þá má með litlum tilkostnaði sauma úr plastefni snotrar hettur utan um brauðristina og hrærivélina, o. s. frv., o. s. frv. {★} :★} {★} Fyrir konuna sem á von á barni, má út- búa smekk- lega g j ö f þannig að kaupa eina hespu af mjúku ullargarni (heppilegast að hafa hana gula eða hvíta!), eitt lítið en mjúkt handklæði og vefja hespunni inn I það. Binda síðan utah um eins og meðfylgjandi mynd sýnir með slefusmekk og skreyta síðan með jólastjörnu eða grenigrein. Í'^rjóna&ur uerklauviakjóll FYRIR nokkru var haldin ein mikil alþjóða prjónasamkeppni SALTAÐ KAFFI hefur löngum verið tekið sem sígilt dæmi um fákænsku í mat- argerð. — En bíðum bara við! — í París. Kjóllinn hér að ofan, svartur kvöldkjóll, hlaut fyrstu verðlaun. Það var frönsk frú, Marie-Louise Grelet, sem prjón- aði kjólinn — hún hefur aug- sýnilega ekki kastað höndunum til verksins. Nú er húsmæðrum ráðlagt að strá ofboð litlu af smjörsalti, svo sem nokkrum kornum út í könn- una til að gera kaffibragðið enn- þá ljúffengara. — Hví ekki að reyna? Um þvott á prjónlesi PRJÓNUÐ föt eru ákaflega heppi leg vegna þess að þau krypplast ekki, það þarf ekki að strauja þau og svo eru þau mjög klæði- leg í allri sinni fjölbreytni í gerð og litum. En, mínar elskulegu, þið skuluð ekki stinga peysunni ykkar strax ofan í skúffu, þegar þið hafið verið í henni. Nei, ekki alveg, því að prjónles þarf ein- mitt að viðra svo oft sem mögu- legt er, vegna þess hve auðveld- lega það heldur í sér alis kyns lykt eða angan! Þar að auki þarf að þvo það öðru hverju. En þið eruð kannski hræddar um að lit- urinn sé ekki vatnsheldur? Ef svo er þá verðið þið að athuga það vel. Eftirfarandi aðferð er örugg og einföld: standa utan á þvottaefnispakkan- um. Þar stendur venjulega: 1 Mislitt prjónles skal þvo í jvolgu vatni og þrykkja varlega inn í fatnáðinn. Hvorki má nudda I né vinda. Ef síminn hringir á meðan á þvottinum stendur, þá ' fyrir alla muni skiljið ekki peys- una eftir í sápuvatninu, heldur leggið hana í skolvatnið! Síðan er peysan — eða hvað það nú er — skoluð unz öll sápa er úr henni farin. Setjið ofurlítið edik í síðasta skolvatnið, það frískar upp á litinn. H-tizka Diors hefur vakið mikla athygli um allan heim. Jafnvel hárgreiðslumeistararnir hafa lát- ið heillast af H-inu! Þannig hef- ur ensk hárgreiðslustofa ein fundið upp sér-H-hárgreðisIu og í því skyni látið búa til litil flauels-H til skrauts annað hvort í hárinu sjálfu, eyrunum eða — eins og myndin sýnir — á enn- inu! — Hvað segja islenzkar hár- greiðslustofur um þessa ný- breytni? Dýfið smá horni af peysunni, eða hvað það nú er, sem á að þvo, ofan í volgt sápuvatn, skolið síðan í hreinu vatni og vindið síðan innan í frottehandklæði. Ef enginn litur kemur í handklæðið er óhætt að þvo peysuna. Þess verður þó að gæta vel að fara eftir leiðbeiningum þeim, sem Nú má alls ekki vinda peysuna eins og hún væri lak og hengja hana upp á snúruna með klemm- um. Með því eyðileggst lagið á peysunni. Þess í stað á að vefja peysuna inn í stórt frottehand klæði og gæta þess að hún haldi vel lögun sinni. Gott er að setja eitthvað á milli tvöföldu hlut- anna (vasa, erma, framstykkis og baks). Ef þér meðhöndlið prjónafatnað yðar á þennan hátt, þá munuð þér eiga hann lengi og njóta vel. Gerfiefnin úírýma náffúrfeg- um hráefnum í framfiðinni < Nauðsynlegt að vita nokkuð um kosti og galla þess sem koma skal ASÍÐARI árum hafa komið á markaðinn óteljandi tegundir af ýmiss konar gerfiefnum. Það er nú svo komið að þegar við kaupum flík í verzlun, vitum við ekki hvort hún er búin til úr samblandi af ull og gerfiefnum, samblandi af silki og gerfiefnum, samblandi af bómull og gerfiefnum og þá einhverju gerfiefni ein- göngu. Við vitum eiginlega ekkert um kosti eða galla þessara nýju efna, og ef maður spyr afgreiðslufólkið í verzlununum þá er það engu nær. — Helztu gerfiefnin, sem nú eru á markaðinum, eru: orlon, dacron, dynel, nylon og rayon, vicara, ardil, ramie og arlac. KOSTIR OG GALLAR Nú er ekki nægilegt að vita nöfnin á gerfiefnunum, heldur er blátt áfram nauðsynlegt að vita um kosti þeirra og galla. 0RLON er búið til úr ýmsum hráefnum, svo sem kolum, steinolíu, jarðgasi og kaiksteini, vatni og lofti og hefur marga kosti fram yfir önnur gerfiefni. Gerðir eru úr því tvenns konar þræðir, líkist annar ull, en hinn silki. Orlon er niðsterkt og vatns- helt og á því vinnur hvorki hiti né sýrur. Það hleypur ekki í þvotti og endist margfalt á við önnur gerfiefni, svo sem ull og silki. DACRON er búið til úr jarð- olíu eða kolum og jarðgasi. Það er vatnshelt og þolir vel hita og kulda. Dacron hefur þann ó- kost að á það kemur gljái ef það er sléttað með heitu járni og því hættir til að dragast saman við sauma. Þá hefur það einnig þann ókost að ef neizti úr vindlingi eða eldspýtu fellur á það kemur samstundis gat. Dynel er léttara og hlýrra heldur en ull. Það er alger- lega vatnshelt og þvkir því á- gætt í smábarnaföt og hreinlætis- bleðla handa börnum. Það getur ekki brunnið, en þó má ekki slétta það nema með rétt volgu járni. Vegna þess hve það er ó- eldfimt hafa öll sængurföt á bandaríska Stórskipinu United States verið gerð úr því. Það þol- ir vel sýrur ýmiss konar. NYLON og rayon eru þegar vel þekktar tegundir. En svo koma aðrar tegundir, sem gerðar eru úr gróðurríkinu. Fyrir nokkr um árum datt mönnum í hug að ullin á kindunum væri ekki ann- að en kjarni úr grasinu, sem þær nærast á, og silkið væri ekki annað en kjarni úr mórberjalauf- inu, sem silkiormurinn lifir á. Væri þá ekki hægt að framleiða bæði ull og silki úr þessum kjörn um, og sleppa milliliðunum, kind unum og silkiorminum? — Síðan var farið að gera tilraunir og báru þær betri árangur, heldur en menn þorðu í fyrstu að vona. Nú er farið að framleiða ull og silki úr lífrænum efnum og undir ýmsum nöfnum. VICARA er efni, sem mjúkt er' eins og dúnn eða silki. Það er framleitt úr mais. En það hefur þann galla að ekki er hægt að nota það eingöngu í fataefni, en það er ágætt til þess að vefa sam- ap við aðrar tegundir. Það gerir ullardúka sterkari, nylonvörur vatnsheldar og rayon hlýtt og það varnar því að brot komi i föt eða að þau hlaupi í þvotti. ARDIL nefnist efni, sem fram- leitt er úr hnetum. Það er upphaflega rjómagult á litinn, en. hægt er að lita það með öllum litum. Það hefur þann mikla og góða kost að mölur legst ekki á það. Er það þægilegt í létta kjóla. RAMIE er það efni, sem er sterkast af öllum, sem unnin eru úr lífrænum efnum. Það er mörgum sinnum sterkara en bómull og dregur ekki í sig vatn, þótt það sé látið liggja í vatni tímum saman. ARLAC heitir efni, sem fram- leitt er úr mjólk. Líkist það mest ull, en þanþolið, mjúkt og hlýtt. Það þykir tilvalið til þess að blanda saman við önnur efni í dúka til íatnaðar. GETA VALDIÐ BYLTINGU Framleiðslan á þessum gerfi- efnum er þegar orðin svo mikil, að menn eru farnir að spá því, að þau geti valdið byltingu í landbúnaði. Er spáð að menn fari nú að rækta maís til þess að selja hann í verksmiðjur í stað þess að nota hann til skepnufóðurs. Alvarlega lýtur út með sauð- fjárræktina, ef svo skyldi fara að hætt yrði algjörlega við að nota ull til fatnaðar. Dr. Roger j Adams, við efnafræðideild há- ' skólans í Illinois í Bandaríkjun- um segir: „Alveg eins og bifreið- in hefur útrýmt hestvagninum, svo munu gerfiefnin útrýma ; náttúrlegum hráefnum til fatn- aðar“. ÞAÐ SEM KOMA SKAL Fyrir utan rayon og nylon eru gerfiefnin, sem hér hafa verið talin upp betur þekkt í Banda- Framh. á bls. 26. Hin svokölluðu „tweed“ efni eru mjög í tízku um þessar muudir, ýmist í kápum, kjólum eða drögt- um. — Myndin að ofan sýnir einn slíkan jakkakjól úr svörtu og hvítu „tweed“-efni. Hann er einfaldur, en laglegur og hentug- ur. Á sumrin má nota hann sem hverja aðra útidragt, en á vet- urna sem venjulegan dagkjól með jakkanum eða án hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.