Morgunblaðið - 28.11.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.11.1954, Blaðsíða 8
24 «*e{ M ORGUIS BLAÐIÐ SúnnUdagúr '28'. 'nóv. '1954 IV Kristmann Guðmundsson skrifar um BÓKMENIMT I R Samtíð og saga, VI. bindi. Ritstjóri Steingrímur J. Þorsteinsson. — Leiftur. SAFNRIT háskólafyrirlestra er, að vonum, girnilegt til fróðleiks, og er einnig þetta bindi gott manni til fræðslu og uppbygg- ingar. Það hefst á einni beztu hugvekju, sem ég hef lengi lesið. Nefnist hún „Vísindi, tækni og trú“, Og er eftir Pálma Hannes- son. Grein þessi á erindi til allra hugsandi manna, því hún er rituð af þekkingu, djúptækri reynslu og mannviti, og frábærlega i. snjöll að allri gerð. Hún myndi vekja mikla athygli, ef hún birt- ist í víðlesnu tímariti einhverrar stórþjóðar, — og vona ég að það megi verða. — Það sem hún fjall- ar um á hljómgrunn í öllum mannheimi í dag, og svo vel er með efnið farið, að hún gæti án efa- orðið Tjölmörgum drjúg til trausts og halds í vandamálum tilverunnar. Öfgalaus rannsókn og vitræn meðferð höfundar á viðkvæmu og örðugu eíni, skiln- ingur hans og hófstilling ásamt tiginmannlegri einlægni og rök- fastri formgerð munu gera rit- 'gerð þessa langlífa í bókmennt- úm okkar. „Áætlunarbúskapur“ nefnist grein eftir Ólaf Björnsson, snot- urlega rituð, en svo „hlutlaus“, ■ að mér er ekki, að lestri hennar loknum, ljóst hversvegna höf. 1 hefur verið að skrifa þetta. Vera mun það þó mín sök, en ekki hans. Þá er fróðleg og vel rituð grein eftir Magnús Már Lárusson: „Dómkirkjan í Skálholti". Rekur höf þætti úr sögu kirkjunnar í ,'stuttu en skipulegu máli, og set- úr fram vel rökstuddar tilgátur um gerð hinna ýmsu kirkjubygg- inga á staðnum. Grein er eftir Gylfa Þ. Gísla- son, er hann nefnir: „Verða vandamál atvinnulífsins leyst með aukinni tækni“. Er hún hag- fræðilegs eðlis, og skortir mig þekkingu til að dæma um hana. Þá er fróðleg grein eftir Björn Magnússon: „Þróun guðsþjónustu forms íslenzku kirkjunnar fra siðaskiptum“. Voru mér þau mál að mestu leyti ókunn og þótti gott að fræðast um þau, og svo hygg ég að fleirum muni fara. Gwyn Jones heitir maður, prófessor í ensku og enskum bókmenntum við University College of Wales, í Aberystwyth. Hann flutti fyrir nokkrum árum, við Háskóla íslands, þrjá fyrir- lestra um Mabinogion og Fjóra þætti Mabinogi, en það eru forn- ar sögur Walesbúa. Pétur Sig- urðsson hefur gert íslenzka þýð- ,ingu af fyrirlestrum þessum, sem eru bráðskemmtilegir og girni- legir til fróðleiks hverjum þeim, ; er kynnast vill hinum ágætu gallísku bókmentum. En þær eru okkur svo andlega skyldar, — enda upprunnar meðal for- feðra okkar á Bretlandseyjum, — að það ætti að vera okkur menn- ingarkrafa að kunna skil á þeim. Loks er prýðileg ritgerð eftir Sigurbjörn Einarsson: „Upptök | trúarbragða“, skrifuð af sannfær ingu hinns trúaða manns, en jafn- framt af samruna þekkingar, skilnings og vits, sem ávallt er unun að kynnast. „Örlaganornin að mér réð“ Æfisaga Þorsteins Kjarvals Skráð hefur Jón G. Jóna- tansson. — Helgafell. MAÐUR SÁ, er saga þessi fjallar um, er bróðir meistara Kjarvals, ‘ málarans mikla, og væri það eitt nóg til að vekja áhuga lesandans. En Þorsteinn er einnig sjálfurj karl í krapinu og þarf ekki lánað- ar fjaðrir. Er hann og talsvert kunnur maður, svo margann mun fýsa að kynnast æfiferli hans. | Það er skemmst frá að segja að fyrri hluti bókarinnar, sem fjallar um æsku og unglingsár I Þorsteins, er kostagóð og merki- | leg frásögn af bláfátæku íslenzku sveitabarni, er verður að hrekjast frá foreldrum sínum fimm ára garnall, sökurn örbyrgðar, og alast upp hjá vandalausum um skeið. Rösk sextiu ár eru liðin síðan þessi æskusaga gerðist, en hin- um yngri lesendum mun kannski finnast að trúlegra væri, ef liðið hefðu sex hundruð ár. Svo gjör- ólík eru, sem betur fer, þau kjör, er börn í íslenzkum sveitum eiga nú að búa við, að nálega er óskilj anlegt hve mikið djúp er stað- fest milli síðustu tuga nítjándu aldar og miðbiks þeirrar tuttug- ( ustu. Við, sem lifað höfum það, sem af er þessari öld, vitum að j rétt er með farið, vi'.lim það af eigin sjón, ef ekki reynd. En unglingunum mun veitast erfitt að trúa því og örðugara að skilja. Þess vegna er mjög þýðingar- mikið að sem flestir greinagóðir menn, er lifað hafa þessa ótrú- legu umbreytingartíma í íslenzku þjóðlífi, segi frá reynslu sinni af þeim. Það mun gera komandi kynslóðum léttara fyrir að átta sig á þróun íslenzks menningar- lífs á því tímaskeiði, er mörland- inn hoppaði úr meisum og mó- kláfum upp í flugdreka nútím- ans. Lýsing Þorsteins á reynslu æskuáranna eru menningarsögu- lega merkar, en jafnframt einkar hugljúfar. Það er unun að lesa þær. — Aftur á móti verður æfi- sagan því leiðinlegri sem árum fjölgar og síðasti þriðjungur bók- arinnar skilur fátt eftir í huga lesandans. Það er einkum fyrsti þriðjung- urinn sem gefur henni gildi. Þar er hóflega sagt frá baráttu „þjóð- ar í nauðurn" á tíð, sem full- orðnir menn muna, en er þó kyn- lega fjarlæg nútímanum. Og þannig er um efnið fjallað að þótt frásögnin sé víða nokkuð raunsæ, hefur hún á sér æfintýra blæ. — „Yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar“, segir Grímur Thomsen. Á þann hátt verður lýsing liðinna tíma oftast sannari en í meðferð „harðsoð- inna“ nútímahöfunda, er skortir skilning á sálarlífi horfinna kyn- slóða. Þetta fólk var ekki óham- ingjusamt, eins og við myndum verða í sporum þess; það hafði allt annað viðhorf til lífsins. •— Þorsteinn kemst nokkuð nærri sannleikanum, er hann segir: „Meðfætt þolgæði varnaði lífs- leiðanum inngöngu í hjörtu þessa umkomulitla fólks, svo og trúin á nauðsynlega eymdargöngu þessa heims, til að öðlast rétt til annars lífs, — lífs dásemdanna. — í von og trú kom umhyggja þeirra sterkast fram“. Satt er það, að trúin á Guð gaf feðrum okkar og mæðrum mik- inn styrk. En því má ekki gleyma, að ýmsir af beztu kost- um Ásatrúar voru þá enn lifandi í hugum fólksins, fyrir áhrif bók- menntanna, — og lifa raunar enn. Til guðs sins og skáldanna hefur íslenzka þjóðin jafnan sótt þann andlega styrk og kraft, sem gerði henni kleift að þrauka af, þegar flest veraldargæði voru frá henni tekin. ■— Mætti henni nú auðnast, í velgengni sinni, að sýna þessum aðilum báðum verð- ugt þakklæti! íslenzk gullsmíði. Afmælisrit, gefið út af skartgripaverzlun Jóns Sigmundssonar, við lok hálfrar altlar starfsemi, 29. okt. 1954. — Ritgerð eftir Björn Th. Björnsson. FALLEG bók og smekklega út gefin. Hefst hún á sögu þess fyr- irtækis, er að útgáfunni stend- ur, og er hún samofin sögu gull- smiðanna hérlendis á vorri öld. Jón Sigmundsson var merkur maður, á sína vísu og eru honum gerð verug eftirmæli með bók þessari. Ritgerð Björns Th. Björnsson- ar, sem er meginefni bókarinnar, 50 bls., er saga íslenzkrar skart- gripagerðar, allt frá heiðni, vel rituð og skipulega. Loks eru þrjátíu og tvær Ijós- myndir af íslenzkum skartgrip- um fornum. ,p. rV£ Ítast ú Hólmsá ,j Hornafirði valdi skemmdum á engjum Áin hefur breylf farvegi og rennur nú í Djúpuá HÖFN í HORNAFIRÐI, 20. nóv. FREMUR hefur verið rigningasamt hér undanfarið og er jörð auð og fjöll upp að brúnum. Sauðbeit hefur verið ágæt og hlýindi hafa verið í lofti. Vegir eru vel greiðfærir og afkoma fólks góð. HÓLMSÁ BREYTTI FARVEGI Nokkrar áhyggjur hafa menn hér þó út af hátterni Hólmsár á Mýrum, en hún hefur breytt um farveg og brotið sér leið austur með jöklinum og fellur nú í Djúpá. Er allmikil hætta á að í vatnavöxtum geti áin flætt yfir mikið graslendi og vald ið skaða. 6—7 BÆIR í HÆTTU i Hinn upprunalegi farvegur ár- innar iiggur í vestur og yfir Hólmsáraura. Hefur áin runnið j þannig frá ómunatíð. En í sumar , tók hún að brjóta sér leið með- fram jöklinum og fellUr hún nú til austurs og kemur í Djúpá, sem aftur á móti rennur um slétt graslendi, sem um 7 bæir | eiga engjar á. Eru þessar engj- ar í bráðri hættu ef hlaup kem- j ur í ána. LÍTIL HÆTTA í VETUR Ekki er þó svo mjög hætt við að áin geti valdið neinum skaða í vetur, þar sem óvenjulegt er að miklir vatnavextir eigi sér stað yfir veturinn. En í vor má má búast við öllu illu, þegar leysingar byrja og eins er mikil hætta é stórhlaupum í miklum hitum að sumrinu, þegar jökull- inn bráðnar og rennur í ána. — Sem stendur er ekkert hægt að gera, vegna þess að ekki er hægt að komast að jöklinum þar sem þarf. HAFIZT HANDA í VOR Þegar þiðnað hefur úr jöklin- um í vor, á þeim stað sem áin breytti farvegi sínum, hafa menn í hyggju að sprengja úr honum j klett, og breyta þannig rás ár- innar í sinn rétta farveg, og ; sveigja hana aftur til vesturs yfir Hólmsáraura. MIKIÐ f HÚFI i Þykir , bændum, sem vonlegt er, allmikið í húfi, og vilja bjarga gróðurlöndum sínum undan eyði- i leggingu, en mest byggð er ein- mitt á þeim stað sem áin er lík- legust að flæða yfir. Mjög óþægi- leg aðstaða er þó við jökulinn til þessarra aðgerða og verður þessvegna að bíða vors. HVergi nærri er þó öruggt' að áin flæði ekki fram í vetur, en mundi þó sennilega valda rriinni skemmd- um en að vor- og sumarlagi. — Gunnar. V0RP4 DAGA Jólakveðjan til íslendinga og íslandsvina erlendis verður fallega myndabókin SlABIö vm BAGA Formáli eftir ÁRNA ÓLA ritstióra. Verð í faílegu bandi aðeins kr. 65.00. Myndabókaútgáfan. Mlnningarorð HTJN lézt að heimili sínu, Holts- götu 37, laugardaginn 20. þm., og verður borin til moldar á morgun. Ragnhildur var fædd að Tuma- stöðum í Fljótshlíð í Rangár- þingi 1. júní 1887 dóttir hjón- anna Sigriðar Bjarnadóttur frá Kálfsstöðum í Vestur-Landeyj- um, og Benedikts Oddssonar, Eyjólfssonar bændahöfðingja að Sámsstöðum í Fljótshlíð. Er sá ættleggur þekktur um flestar sveitir sunnanlands. | í þessari fögru sveit óx Ragn- hildur upp, — þar voru hennar bernsku stöðvar. Þeirra minntist hún ávallt með hlýjum huga. — Þaðan voru öll æfintýrin, — því | „út um stéttar urðu þar, éinatt skrýtnar sögur“, eins og frændi hennar og fornvinur, skáldið Þor- steinn Erlingsson, kvað. Þaðan ! átti hún vor bernsku sinnar og drauma. Til Reykjavíkur fluttist hún árið 1903. Þar lifir hún sín æsku-, þroska- og manndómsár. Þar finnur hún hamingju sína og lífs- köllun. Þar giftist hún éftirlif- andi manni sínum, Þorsteini F. Einarssyni, húsasmíðameistara, ættuðum frá Stokkseyri í Árnes- þingi. Eignaðist með honum indælt^heimili og efnileg börn, þrjár dætur og þrjá sonu. Einn sona þeirra lézt fyrir fáum ár- um, hin fimm eru búsett hér í Reykjavík. Ragnhildur var barn hinnar nýju aldar á íslandi, aldar tækni og framfara í þjóðlífinu. Hún sá hið unga ísland rísa úr áþján og örbyrgð, vaxa til sjálfstæðis og frelsis. Hún sá Reykjavík vaxa úr litla fiskimannáþorpinu — gamla vesturbænum — í stóra glæsta riýtízku borg. Hún yfirgaf þó aldrei sinn gamla Vesturbæ. Þah BJjS hún alla sína búskapar- tJð. Vesturbærinn var og hennar, æskuheimili, — aðrar bernsku- stöðvar ' riæst' Fíjótshííðinni,' • sem ól hana sem barn við brjóst sinnar móður. j Ragnhildur var stórglæsileg , kona, vel látin af samtíð sinni, ! tryggur vinur og vinmörg Henn- ar verður ætíið minnzt af öllum, ! sem eitt sinn kynntust henni, sem glæsilegrar heilsteyptrar og góðrar konu, með virðingu og trega. j Mín fyrstu spor út í heiminn, ' sem unglings, lágu að dyrum þeirra hjóna. Þar hef ég ávallt síðan notið móðurhanda. Mína hjartans þökk fyrir allt. Það verða hin jarðnesku laun fyrir I ást og umhyggju. Þannig er lífið, allt hverfleikanum háð. En hve- nær verður stærsta skuldin gjaldi greidd? Eg bið þér, frænká mín, vel- farnaðar til landsins ókunna. , Guðs blessun fylgi þér á hinum : nýju brautum, til vaxtar og full- komnunar. 1 AstvinUnum eftirlifandi, eigin- , manni og börnum, bið ég Guðs- ' friðar. Verði þinn vilji, himneski faðir. Axel Oddsson. tíikiB úrva: tráloínnaz- ftrinírum, *teinh? ingjum, íyrnaiokkum, hálsmemim, jkyrtuhnöppnm, brjóet- hnöppum, armböndum o. fl. 41lt úr ekta gnlli Hunir þessir ezu smíðaðir > vinnugtofa rnmní, Aðalstr. 3, og seldir þar Pisteandi. Kjartaia Ásiu an3Lson, iruIUmi&tir. Slxni 1290. ■— Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.