Morgunblaðið - 28.11.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.11.1954, Blaðsíða 10
26 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. nóv. 1954 Jón Davíðsson - minning F. 31. jan. 1875. D. 9. nóv. 1954. ÞEGAR lát vinar míns, Jóns Davíðssonar, fyrrum verzlunar- stjóra og seinna hreppstjóra á Búðum í Fáskrúðsfirði, barst mér til eyrna, varð ég hryggur. En jafnframt vöknuðu margar góðar endurminningar um hann og veru mína í Suður-Múlasýslu og einnig um aðra menn, drenglynda ogj merka. Meðal þeirra minnist ég þriggja pólitískra andstæðinga mínna, þá ágætismannanna séra Jóhanns Sveinbjarnarsonar pró- fasts, Axels Tulinius sýslumanns og Jóns Arnesen konsúls. Mér þótti vænt um þá alla og mat þá mikils, sökum drenglyndis þeirra og mannkosta, þó við ættum ekki ætíð saman í stjórnmálum. Og aldrei létu þeir mig gjalda þess, þó ég væri á annarri skoðun en þeir. Berum þetta saman við ill- indin í stjórnmálunum núna. Á Austurlandi eru til ýmsar andstæður, aðrar en þær, sem fólgnar eru í hugarins djúpi. Þar skiptast á himinhá fjöll með alla vega gerðum tindum og djúpir dalir með miklum gróðri. Margir fagrir firðir skerast inn í landið, skreyttir með tindóttum háfjöll- um til allra hliða. En þessari fegurð fylgdu ýmsar andstæður. Um eina þeirra get ég hér, Aust- fjarðaþokuna. Hún var talin dimm og svört og varhugaverð Og öllum var illa við hana, sér- Staklega sjómönnum og þeim, er fjár þurftu að gæta. Hér segi ég stutta sögu af kynnum mínum við hana á landi. Hún rifjaðist upp, er ég heyrði lát míns kæra vinar. Ég var á leið til Fáskrúðsfjarð- ar yfir fjallgarðinn, sem skilur hann og Reyðarfjörð. Það var um vor, seint á nóttu. Ég var gangandi og það var vorhugur í sál og sinni. Það þykir líklega ósennilegt, en satt er það þó, að ég varð varla var við sótsvarta þokuna, né brattar brekkurnar upp fjallgarðinn. Ég hafði skipað fótunum að ganga upp fjallið, en hugsanir mínar snerust svo um allt annað. Þess vegna vissi ég ekki fyrr, en ég var kominn upp í skarðið í fjallinu. En þá bar nokkuð nýstárlegt fyrir augun. Ég var kominn upp úr þokunni. Á meðan ég lifi minnist ég þess, sem þá bar fyrir augu. Ég sá yfir þokuhaf og upp úr því stóðu fjallatindarnir, alla vega útlít- andi. Það var heiðríkt fyrir ofan þokuna og fyrstu geislar morgun- gólarinnar roðuðu tindana. Ég varð hrifinn af þessari einkenni- Jegu og fögru útsýn og vildi njóta hennar, sem lengst og jafn framt hvíldar. En þegar ég settist niður á stein, var ekki annað að sjá en þoku. Er ég gætti betur að, hafði aðeins höfuð og háls staðið upp úr þokunni. Þess vegna stóð ég fljótt upp af steininum. Ég mat meira þann fögnuð, sem út- sýnið þarna veitti mér, en hvíld- ina. Að lokum kom, að ég varð að halda á stað ofan í þokumyrkr- ið, áleiðis að heimkynni míns kæra látna vinar að Búðum. Ég gekk hægt ofan hlíðarnar, því hugurinn var bundinn við sólar heimana og fjallatindana sól- roðnu í heiðríkjunni ofar þok- unni. Þar uppi virtist mér allt hið fegursta hljóta að eiga heima. Bjóst ég við að skáldin góðkunnu mundu njóta þaðan aðstoðar og fá þaðan þann feg- urðarblæ, sem gerir kvæðin þeirra hugljúf og ódauðleg. — Aftur á móti mundu leirskáldin sækja yrkisefnið ofan á lág- lendið, í leirinn undir þokunni. Seinni á lífsleiðinni kynntist ég annari þoku, hinni erlendu gerfiþoku, hins hatrama áróð- urs. Austfjarðaþokan var til I orðin aðallega, þar sem mættust (kald’ur ok hlýr straumur út af Eystra-Horni. Erlenda gerfi- þokan var flutt inn í landið og varð til þar sem mættist drottn- unargirni, ofbeldishneigð, öfund og sjúklegur stéttarígur, ásamt mannhatri. Þessi erlenda gerfi- þoka fór eins og kerlingarlæða um héruð landsins og þrýsti sér inn í híbýli manna, frá hreys- unum og upp í hallir hinnar æðstu. Hún lék sér um skól- ana frá forskólum upp í æðstu skóla þjóðarinnar. — Henni var ætlað það hlutverk að villa sýn, svo að hinir ungu synir þjóðarinnar týndu hinum gömlu götuslóðum, sem legið hafa og liggja til atorku, drengskapar og göfugmennsku. En upp úr þessari gerfiþoku hafa staðið margir góðir menn eins og tindarnir upp úr Aust- fjarðaþokunni, sem reynt hafa að dreifa henni og bægja frá áhrifum. Einn af þeim var hinn dáni merkismaður Jón Davíðs- son. Það var engin háreisti um þennan mann. Hann var hæg- látur, hjarta hreinn, mildur og réttlátur í huga og athöfnum, og sannarlegt göfugmenni. Svona var hann sem verzlun- arstjóri og seinna, sem hrepp- stjóri. Sérhvert gott málefni átti vísan stuðning hans. Ég átti því láni að fagna, að finna hann að máli í sumar og áhrifin frá þeim fundum, endast mér til æfiloka. Bjarni SigurSsson. — Guðriín Á. Símonar Framh. af bls. 20. mjög skemmtilegt íslandskvöld í Ingeniörens Hus. Til þess hafði stofnað „Aftenposten-Bennetts Reiseklubb“ en forstjóri Bennetts ferðaskrifstofunnar er aðalræðis- maður íslands, Ivar Giæver- Krogh, sem er mikill íslands- vinur. Flutti Bjarni Ásgeirsson, sendiherra, fróðlegt erindi um ísland. Síðan söng ég nokkur lög með aðstoð Roberts Levin, sem er frábær píanóleikari, og aðstoðaði hann mig einnig á hljómleikum mínum í Osló Að lokum sýndi VigfúsSigurgeirsson vel gerða lit- kvikmynd. Ekki sízt setti það svip sinn á kvöldið, að salurinn var skreyttur blómum frá Reykj- um í Mosfellssveit. ALLT MÖGULEGT Á PRJÓNUNUM — Hvað hafið þér á prjónun- um í framtíðinni? — Allt mögulegt og þó sér- staklega að læra meira, bæta tæknina og vera opin fyrir nýjum _ áhrífum. íslendingum hættir t stundum við að staðna, undir , eins og þeir hafa náð einhverjum árangri í viðleitni sinni, en gleyma að leiðin liggur alltaf á brattann til einhvers meira. j Þessi lífsskoðun Guðrúnar mun vafalaust hafa valdið miklu um, að hún er einhver bezt menntaða söngkona okkar íslendinga, og æskilegt væri, að reynt væri að hlúa sem bezt að svo góðum hæfileikum, ekki sízt þar sem söngkonan hefir unnið svo mark- visst að þroskun hæfileika sinna eins og allir vita, er þekkja náms feril hennar. Að lokum vill Guðrún færa þakkir þeim mörgu, er greiddu götu hennar í þessari söngför I bæði hér á landi og erlendis. | Við þökkum Guðrúnu spjallið og hlökkum til að hlusta á hana syngja í Cavalleria rusticana um jólaleytið. — G. St. - Kvennasíða Framh. af bls. 23 1 ríkjunum, en utan þeirra enn sem komið er. En þetta er það,' sem koma skal og nú er um það bil að hefjast útflutningur á þeim. T.d. er nú hægt að fá keyptar 1 ýmsar vörur sem búnar eru til úr 1 dacron, í verzlunum hér. A myndinni eru (talið frá vinstri): William F. Knowland, foringi republikana í Öldungadeildinni, John Foster Dulles utanríkisráð- herra, Lyndon B. Johnson, foringi demokrata í Öldungadeildinni, Joseph W. Martinj jr., forseti republikana í fulitrúadeildinni, Clar- ence Cannon, fulltrúadeildarþingmaður í flokki demokrata og Sam Rayburn, foringi demokrata í fulltrúadeildinni. Ulanríkisstelno Bsndarékjnnna verðnr í höfnðatriðam óhreytt Þrátf fyrir meirihiyía demókrafa í báðym deiidum AÐALFUIMDUR Málfundafélagið óðinn heldur aðalfund sinn í Sjálfstæðishúsinu n. k. sunnudag 28. þ. m. kl. 5 e. h. stundvíslega FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Félagsmál. Félagsmenn eru minntir á að hafa skírteini sín með sér. STJÓRN ÓÐINS ALLUR ER VARINN GÓÐUR Við konur erum heldur nýj- ungagjarnar og þess vegna er eins gott að við höfum kynnt okkur kosti og galla gerfiefnanna EFTIR PAUL L. FORD WASHINGTON. 17. nóv. — Eitt fyrsta verkefni, sem bíður öld- ungadeildar hins nýkjörna Banda ríkjaþings, þegar það kemur sam- an í janúar n. k., verða senni- lega umræður um utanríkismál. Þar mun sjálfsagt margt bera á góma og ekki allir vera sam- mála, en þegar er ljóst, hver nið- urstaða umræðnanna verður. Þegar hiti og ofsi umræðnanna er um garð genginn, er það í rauninni vitað mál, að utanríkis- málastefna Bandaríkjanna verð- ur í höfuðatriðum hin sama og hún nú er — þ. e., stefna, sem Eisenhower forseti myndi segja að væri „ákveðin en þó ekki ógnandi, friðsamleg en þó ekki eftirlátssöm“. Það er harla ótrú- legt, að nokkrum af gagnrýnend- um stjórnmálastefnu Bandaríkj- anna, eins og t. d. William Know- land, öldungadeildarþingmanni republikana, verði kleift að afla sér nægs fylgis í öldungadeild- inni eða fulltrúadeildinni til að fá samþykkta tillögu um breyt- ingu á stefnunni. Þe^ar Eisenhower bauð þing- leiðtogum beggja flokka til um- ræðna í Hvíta húsinu um alþjóð- leg vandamál, varð það augljóst, að samstarfi beggja flokka mun verða haldið áfram, enda þótt demókratar hafi meirihluta í báð- um deildum hins nýkjörna þings. í ávarpi til þingleiðtoganna sagði Eisenhower það vera höfuð nauðsyn, að flokkssamstarfið í utanríkismálum héldist. Dulles utanríkismálaráðh. lagði einnig ríka áherzlu á þefta á blaða- mannafundi, er hann hélt s. 1. þriðjudag. Hið sama hefur og þegar komið fram hjá forystu- mönnum demókrata eins og t. d. öldungardeildarþingmanninum Lyndon Johnson, sem verður meirihluta leiðtogi í hinni ný- kjörnu öldungadeild og hjá full- trúadeildarþingmanninum Sam Rayburn, er verður forseti full- trúadeildarinnar. Einn þeirra öldungadeildar- þingmanna, er sátu umræðu- fund.inn í Hvíta húsinu, var Knowland, en hann bar fram tillögu s.l. mánudag þess efnis, að utanríkismálastefna landsins verði endurskoðuð, þegar hið ný- kjörna þing kemur saman. Þessi tillaga Knowlands var ekki rædd á þessum umræðufundi. Eisen- hower og Knowland hafa að und- unrnOlMa Það er óumdeilanleg staðreynd, að Eisenhower forseti nýtur stuðnings mikils meiri hluta beggja flokka, hvað utanríkismál snertir — á sama hátt og fyrir- áður en þau fara að flytjast af , rennarar hans í forsetastóli, þeir anf0rnu verið á öndverðum meið fullum krafti til landsins. Ann- ( Franklin D. Roosevelt og Harry um ýmjs atriði utanríkismála, en ars gætum við e.t.v keypt kött- . Truman, gerðu I þessu sambandi gjónarmið forsetans hafa verið inn í sekknum, eins og sagt er. j er rétt að hafa í huga, að utan- 0fan /( Við þekkjum nú orðið flestar , ríkisstefnan er ekki mótuð í þing- nylon-efnin, það þvæst auðveld- , inu. Þinginu er heimilt að bera lega og þornar fljótt, en það hef- ( fram og ber fram tillögur þar ur sína ókosti. T.d. grotna nylon- að lútandi, en forsetinn og utan- gluggatjöld, sem hanga fyrir sól- 1 ríkismálaráðuneytið bera ábyrgð ríkum glugga og nylon kjólar og á mótun utanríkisstefnunnar og skyrtur eru ónothæf í miklum framkvæmd hennar. hita og ef raki er í lofti. Þótt J nylon-efnið sé sterkt, er það slepjulegt í þvotti og teygjast vill á saumunum og trosna út frá þeim. Gerfiefnin reynast vel ef þau eru ofin saman við ull, bómull og silki, í réttum hlutföllum. framleiðsla þeirra — Bækur og heimiíi Framh. af bls. 20 En fullnaðarprófs í skólunum. Ég er enn á hafði það fyrir sið á barnales- nokkru tilraunastigi og óvarlegt stofunni, að kveðast á við börn- að trúa algerlega auglýsingunum in. Voru það helzt þau börnin, um þau. JjiiKARntM J’onsscn LÖGGILTUR SKJALAbTOANDI • OG DÖMT01K.UR IENSIUJ « SXftKJUBTOLI - szmz 81655 EGGERT CLAESSEN o* GtSTAV A. SVEINSSON liæstaréttarlöginenn, Þórshamri við Tcrnplarasund, Sími 1171. er nýkomin voru úr sv.eitinni, er stóðu eitthvað í mér. Er leitt til þess að vita, ef þessi gamli, þjóð- legi siður, að kveðast á, er að leggjast niður. Hann örfar dóm- greind barnanna og skilning á hagortu máli, auk þess sem fer- skeytlan á marga undraheima, sem ýmsra geymast sýnum og vel sé þeim, sem verði á, vaka yfir seimi þínum, segir gamla vísan og ég vil bæta við, að „sjaldan sé góð vísa of oft kveðin." Laufey Vilhjálmsdóttir. Jœ/gfceUfge/'ðui WEGOLIN ÞVÆR ALLT :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.