Morgunblaðið - 28.11.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.11.1954, Blaðsíða 6
22 MORGUNBLAÐIÐ Surmudagur 28. nóv. 1954 ■ ■ B ■ ■ ■ s & sE sa fi ra ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■■■■ ■ ■ H H B affRBPRai i Ei ■ b s g i b a WÍP^ w aa æsilegar jólab frá bókaútgáfunni Setberg Ferdinand Sauerbrueh segir í formála að endurminningum sínum, ,,Líknandi hönd“: „Dauðinn er hinn mikli drottinn jarðarinnar, og hann hefir f jölda húskarla meðal vor manna. Hann hefir orðið á vegi mínum í sérhverri mynd —- ég hefi háð baráttu gegn honum um hálfrar aidar skeið, því að svo lengi hefi ég verið læknir. Ég hefi lifað hálfan áttunda áratug, er ég stend nú í garði mínum, þegar degi er tekið að halla, og virði fyrir mér rústir, þar sem ógnir síðasta áratugs hafa tekið sér bólfestu bak við auða og umbúnaðarlausa glugga. Er þannig stendur á, verður mér ævinlega hugsað til hinna tvíræðu orða Paracelsusar: „Sá hefir sigur unnið og er um kyrrt á vígvellinum, sem beðið hefir ósigur.“ Að kvöldlagi, áður en rökkrið hefir tekið við af deginum, leita á mig verur með hljóm- miklum nöfnum frá tímabili keisaradæmisins, lýðveldisins, þriðja ríkisins og þessum síðustu árum — nöfn liðinna og lifenda. En þó leita enn meira á mig og á vinsamlegan hátt hinar nafn- lausu verur þeirra, sem ég gat hjálpað með læknislist minni. Aldurhniginn maður hefir áhyggjur af glundroða og ruglingi. Nú mun ég helga mig því að segja frá öllu, sem ég man enn greinilega. Ég veit, að almenningur er harla fáfróður um hugsanagang og athafnir þeirra, sem verja mestum hluta ævi sinnar í rannsúknarstofum, skurðstofum og sjúkrastofum, og það er skoð- un mín, að almenningur viti of lítið í þessu efni. Ég mun þess vegna einnig leitast við, í bók þessari, að gefa lesandanum kost á að sjá hin áhrifamiklu atvik listar okkar með auga skurðlæknis, auk ytri atvika viðburðaríkrar ævi — að svo miklu leyti sem þetta er mögulegt. Hann á að eiga þess kost að kynnast hugsunum skurð- læknisins, og mun þá, ef allt fer að vonum, verða að nokkru leyti fær um að taka afstöðu til spurningarinnar um líf og dauða við sömu andlegu aðstæður, og leynast bak við grímu hins starfandi skurðlæknis.“ ■ s ■ ■ ■ ■■ ■■ ■ .■ ■ Hvað hugsa þeir menn, sem daglega starfa með skurðhníf í hönd og ákvarða oft um líf eða dauða? Hverja tilfinningu vekur það að uppfinna ný meðul gegn skæðum sjúkdómum? Hinn heimskunni skurðlæknir, prófessor Ferdinand Sauerbruch, veitir þessi og fleiri svör í endurminningum sínum, um leið og hann bregður upp lifandi mynd af hálfrar aidar starfsemi sinni sem skurðlæknir. Ævi mikils skurðlæknis hlýtur að verða atburðarík, því að slíkur maður hefur oftast til að bera aðdáunarverða eiginleika: sjálfstraust, dirfsku, ímynd- unarafl og, að vissu marki, harðýðgi. Hann kynnist mörgum mönnum, lítil- látum og frægum, fátækum og smáum, kóngum og betlurum, milljónamær- ingum og iðjuleysingjum, og hann kynnist þeim svo náið sem sálusorgari. Allt þetta má staðhæfa um Ferdinand Sauerbruch, sem um hálfrar aldar skeið var í fremstu röð skurðlækna í Evrópu. Sauerbruch var ákafur, ráðríkur og djarfmæltur, en hann var einnig al- úðarfullur, gamansamur og vissulega snillingur. Þessir eiginleikar tala sínu greinilega máli í endurminningum hans, sem skrifaðar eru af hreinskilni og látleysi, magnþrungnar margvíslegum litbrigðum og lífskrafti. 28 ára gamlan sjáum við hann hjá hinum heimsfræga lækni, Mikulicz, sem sagði við Sauerbruch: „Hundruð þúsunda manna deyja af lungnaberklum vegna þess eins, að það er ekki hægt að framkvæma skurðaðgerðir á brjóst- holinu“; og Sauerbruch fyllist eldmóði og hyggst sigrast á þessum farartálma. Lesandinn fylgist af áhuga með tilraunum hans, vonbrigðum og sigri að lokum. Prófessor Ferinand Sauerbruch var fæddur í Barmen árið 1875, en andaðist í Berlín 2. júlí 1951, einum degi fyrir 76. afmælisdag sinn. Hann hafði lokið lífsstarfi sínu; hjálpað ótölulegum fjölda fólks til heilbrigðara lífs og lagt sinn skerf til framþróunar læknislistarinnar. ■ ■ ■ íslenzkað heíur Hersteinn Pálsson, ritstjóri, með aðstoð Friðriks Einarssonar læknis. Hirt heimsfræga mefsölubók „The Cruel Sea" i islenzkri jbýðingu Jóns Helgasonar rifstjóra. Nicholas Monsarrat sc;ir í formála a<S bók sinni „Brimaldan slrí<Sa“: „Þetta er bæði löng og sönn saga — saga um úthaf, tvö skip og eitt hundrað og fímmtíu menn. Sagan er löng vegna þess, að hér segir frá langri og harðri baráttu — styrjöld verstri allra styrjalda. Því eru skipin tvö, að þegar öðru var sökkt, hlaut hitt að koma í þess stað. Af því eru mennirnir eitt hundrað og fimmtíu, að viðráðanlegt er að segja sögu af þeim hópi. Og sagan er sönn, því að aðrar sögur eru ekki þess virði, að þær séu sagðar. Fyrst og fremst segir frá hafinu — stórsævi Atlantshafsins. Á kortinu má sjá, hvernig At- lantshafið er: þríhyrnt, þrjú þúsund mílur á breidd og þúsund faðma djúpt og á endimörk sín við strendur Norðurálfu og vestursíðu Afríku annars vegar, en hins vegar við hið mikla meginland Vesturheims. En landabréfið segir fátt af mætti þess og hamförum, duttlungum þess og miskunnarleysi, værð þess í blíðu svikalognsins. Þar hermir ekki frá því, hverju menn- irnir fá orkað í skiptum sínum við það, né hvað það getur gert mönnunum. En þessi saga greinir frá því. Og svo mennirnir, eitt hundrað og fimmtíu menn. Þeir koma fram á sviðið, tveir eða þrír í senn, sumir snemma, aðrir seint. Sumir eru dæmdir til að farast eins og þessi litla korvetta. Það verður heil skipshöfn, þegar þeir eru allir samankomnir. Á baksviðinu eru konur, að minnsta kosti hundrað og fimmtíu konur, sem elska þá, eru bundnar þeim órjúfandi böndum eða fagna því, er þeir kveðja. En það eru karlmennirnir, sem eru söguhetj urnar. Einu kvenhetjurnar eru korvetta og freigáta, og eini níðingurinn er brimaldan stríða.“ NICHOLAS MONSARRAT er fæddur árið 1910, sonur þekkts læknis í Liver-astar þeirra eru „H. M. Corvette“ og „East Coast Corvette.“ Að stríðinu loknu pool. Æskuár sín var hann sjómaður á alls konar skipum við vesturströndkom út smásagnasafnið „It Depends on What you Mean by Love,“ og 1951 Englands. Hann stundaði háskólanám í Cambridge, ætlaði sér að verða lög-kom út bókin „The Cruel Sea,“ sem hér birtist í íslenzkri þýðingu und'ir nafn- fræðingur, en ákvað að snúa sér að ritstörfum. Fyrir heimsstyrjöldina síðariinu „BRIMALDAN STRÍÐA," en hún færði höfundi sínum heimsfrægð á ferðaðist hann víða um Evrópu og þá komu út eftir hann nokkrar skáldsögur.svipstundu. Þegar heimsstyrjöldin síðari brauzt út, var hann kallaður í herinn, — og Erlendir bókmenntagagnrýnendur hafa m. a. sagt um þessa bók Monsarrat’s, auðvitað valdi hann flotann. Monsarrat varð yfirforingi á korvettu og seinnaað hún væri „ein allra bezt skrifaða bókin um sjóinn og sjómennsku í stríði á freigátu. Um þessar mundir skrifaði hann einnig nokkrar bækur, en kunn- og friði.“ „LÍKNANDI HÖND" og „BRIMALDAN STRÍDA" eru skreyttar fjölda myndum og sérstaklega snyrfilegar að ollum ytra útbúnaði. Gerðar hafa verið kvikmyndir eftir báðum bókunum og verða kvikmyndirnar sýndar í Reykjavík snemma á árinu 1955.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.