Morgunblaðið - 02.12.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.1954, Blaðsíða 1
EFimmiudagur 2. desember 1954 O- STÓRBROTNASTI FULLTRÚI ÞINGRÆÐISINS WINSTON CHURCHILL for- sætisráðherra lifir í minn- ingu samtíðarmanna sinna, fyrst og fremst sem táknrænn og vold- ugur fulltrúi þingræðisins. Víst hefur hann verið frá- bær hermaður, blaðamaður, sagn- fræðingur og sæmilegur málari. En það er í hinni öldnu neðri málstofu brezka þingsins, sem mynd hans stendur ljóslifandi. Þar á sama gólfinu og Pitt, Glad- stone og Disraeli höfðu staðið og við hliðina á Lloyd. George, þar naut hann sín bezt. Þar er að finna tinda tignar hans. Churchill var þannig einn hlekkurínn í keðju mikilhæfra stjórnmálamanna, sem hafa mót- að hið merkilega brezka þing- raeði. Hann sjálfur sótti margt til hinna liðnu stórmenna þings- ins, átti þeim mikið að þakka, þar blandaðist sagnfræðiþekking hans saman við stjórnvizku, en þó hefur hann e. t. v. gefið enn meira. Það er líklega ekki of sagt að enginn einn maður hafi gefið þingræðis-hugtakinu fyllri og dýpri meiningu en hann. Þetta gildir um hið brezka þingræði og um leið þingræði allra annarra þjóða, sem hafa sótt anda stjórn- skipunar sinnar til Breta. MÆLSKUSNILLD OG LEIKHÆFILEIKAR En hvað felur það í sér, þegar ég segi, að Churchill hafi verið táknrænn fulltrúi þingræðisins? Jú, það er mælskusnilld hans, súningslipurð í heitum umræðu- bardögum. Þegar hann tvíhendir vopn orðanna, er eins og mörg sverð séu á lofti samtímis. Það hefir verið sagt, að góðir stjórnmálamenn þurfi að vera góðir leikarar og þann hæfileika átti Churchill í ríkum mæli. All- ir þekktu það hvernig 'hann beit á jaxlinn og líktist hinum brezka bolabít, vindillinn hans, ein- kennilegu hattarnir hans, V- merkið, sem hann gaf með tveim- ur uppréttum fingrum. Allt var þetta mjög sérkennilegt en við- kunnanlegt leikaragerfi, sem hann áskapaði sér. Hann kunni þá list að setja upp ótal svipbrigði og tókst með því að segja áheyrendum sínum miklu meira eri orðin ein hermdu. Hann þekkti það mikla gildi, sem sjálf þögnin bjó yfir, ef hún kom á réttum stað. Oft gaf hann orðum sínum sérstakt inntak með því að stama eða láta sér fipast. Eins og hin fræga saga, er hann stóð upp til að gefa stutta yfirlýsingu, þegar öll brezka þjóðin stóð á öndinni af æsingi, Winston Churchill var stærstur og ósveigjan- legastur i ósigra og niðurlægingu Þetta er í dag. — Við byrjum aftur á morgun. Winston Chur- chill í rústum Neðri málstofu brezka þingsins eftir loftárásina 10. maí 1941. eftir að orustuskipið Bismarck hafði sökkt Hood, stærsta her- skipi Breta og Bismarck var elt suður Atlantshaf. Þá stóð Churchill upp, rýndi ofan í pappírssnepil og sagði: — Ég var að fá fréttir af því, að hérna .... hu, hum, að Bis- marck hefur verið sökkt. Þannig má að nokkru lýsa því hvemig Churchill hefur verið sannur fulltrúi þingræðisins. En þetta er ekki nóg, mælskusnilld og leikarahæfileikar eru skurn, búi ekki annað og meira undir, eru þau skarn. STÆRSTUR í OSIGRI OG NIÐURLÆGINGU Risinn í Churchill birtist okk- ur, þegar við veitum því athygli, að hann var ætíð mestur í ósigr- inum. Og er þetta ekki einmitt hið risavaxna við þingræðið? Einræðisherra, sem bíður ó- sigur, skýtur sig. Svo er búið með það. í andarslitrunum sakar hann alla nema sjálfan sig um hvernig fór og bölvar þjóð sinni fyrir að hún hætti að trúa á for- ingjann. Þegar Churchill beið ósigur, sakaði hann engan nema sjálfan sig. Þessvegna þurfti hann ekki að gefast upp. Það var aðeins að standa sig betur næst. í sölum þingsins gat jafnvel ósigurinn falið í sér fulla uppreisn. Og hann varð oft að þola ósig- ur. Útlegðarárin, þegar hann stóð einn og fyrirlitinn, uppnefnd ur stríðsæsingamaður er hann varaði við hættunum og bað þjóð sína að hervæðast, fólu í sér sáð- korn einnar stórkostlegustu upp- reisnar og viðurkenningar, sem um getur í mannkynssögunni. Jafnvel á þeirri sömu stundu og hann tók völdin fékk hann Á Teheran-ráðstefnunni komu hinir þrír stóru, Stalin, Roosevelt og Churchill, saman í skipti og sameinuðu átak þjóða sinna í hinum miklu átökum. í hendur ósigur. í raun og veru var styrjöldin töpuð. En það hefur aðeins gert Churchill stærri í okkar augum. Þungbærasti ósig- : urinn í lífi hans var þó senni-, lega ,er hann hafði leitt þjóð sína j Iieila á húfi gegnum þrengingarn- , ar,þá hrakti hún hann á niður- lægjandi hátt frá völdum. Fyrir það vanþakklæti mun skömm brezku þjóðarinnar lengi vera uppi, en þeim mun stærri verð- ur Churchill að frá honum heyrð- ust ekki æðruorð, aldrei heyrðist hann ásaka þjóð sína fyrir þetta. Hans var aðeins að hlíta dómi þjóðarinnar eftir reglum þing- ræðis. Enn óx hann við hverja þraut og það leið ekki á löngu þar til þjóðin kvaddi hann að nýju til að skakka leikinn eftir hrun- stefnu sósíalista, þjóðnýtingar- brölt, haftafargan og gjaldþrot. Aftur tók hann við ósigri þjóðar sinnar og hefur nú snúið honum upp í efnahagslegan velfarnað á íriðartímum. Churchill hefur sjálfur lýst kjarna siðalögmála sinna í fáum orðum: í styrjöld — einbeitni, í ósigri — þrjózka, í sigri — göfug- lyndi, í friði — góðvilji. Þessi fáu orð innihalda mikinn siða- lærdóm og það er hollt fyrir menn að læra þau utanbókar. — Grenjaðu aldrei í ósigrinum, hreyktu þér aldrei í sigrinum, hefur hann sagt annarsstaðar. 'k 'k Winston Churchill fæddist í j Blenheimhöll 30. nóvember 1874. Hann var af frægum aðalsættum,! forfeður hans höfðu verið her-1 menn. Höllin sem hann fæddist. i í var gjöf þjóðarinnar til John! Churchills, hertoga af Marlbor- j ough, í þakklæti fyrir sigurinn yfir Frökkum og Bæjurum við. Blenheim 1704. i Faðir hans var Randolph Chur-! chill, glæsilegur stjórnmálamað-1 ur og um tíma forsætisráðherra j Breta, voldugur maður um tíma,' en beið mikinn og niðrandi ósig- ; ur á þingi, sem hann náði sér aldrei eftir. Móðir hans var bandarísk, fluggáfuð kona og skáld. — Ég á rætur í báðum hinum Engilsaxnesku þjóðum, heíur Churchill sagt. i Winston var vandræðabarn. Mikið lífsfjör brauzt út í kenjum og hrekkjum. Þegar hann átti að ganga menntaveginn, hafði hann engan áhuga fyrir því, sjaldan leit hann í bók og skilaði auðu á prófum. í hinum fræga Harrow j skóla var hann jafnan fúxinn í sínum bekk. Tvisvar féll hann við inntökupróf i Sandhurst, en skreið í þriðja skipti inn. STEFNUBREYTING I Það var á síðustu árum hans i herskólanum, þegar hann stóð á tvítugu, að alger stefnubreyt- ing varð í lífi hans. Hinn ungi maður leit yfir farinn veg, fullur sjálfsálösunar. E. t. v. hefur hið niðrandi fall föður hans og dauði 1895 átt sinn þátt í þessu. Svo mikið er víst, að jafnan eftir þetta birtist hann sem algerlega nýr maður, viljaþrekinu beinir hann á þarflegar brautir ástund- unar og þjálfunar. Hann þjónaði í brezka hernum í Indlandi, en ein’mitt um þessar mundir hefst blaðamennskustarf hans sem hann gat sér mikla frægð fyrir. Hann fór fyrir blað- ,, ið Daily Graphic til að fylgjast með stríðinu á Kúba 1895. Vet- urinn 1897 var hann austur á Indlandi og tók þátt í bardög- um við uppreisnarmenn í norð- fyrsta . urhéruðum ^Jandsins. Hann er ] meðal fyrstu raunyerulegra stríðsfréttaritara, sem bæði tók sjálfur þátt í bardögum og ritaði um þá. Áður höfðu fréttaritar- arnir allt sitt vit úr öðrum. Það er skemmst af að segja að fréttir Churchills frá Indlandi vöktu stórkostlega at’nygli og þóttu frábærlega ritaðar. —■ Skömmu síðar gaf hann út sér- staka bók um þessa atburði „The Malakand Field Force“, sem varð metsölubók. Prinsinn af Wales sendi honum sérstakar þakkir fyrir bókina og þegar Churchill kom til Lundúna skömmu síðar, var hann kallaður á fund Salis- bury lávarðar, sem tilkynnti honum, að hann hefði lært meira á bók hans um stríðið í Indlandi, en á því að plægja sig í gegnum mannhæðarháa hlaða af her- st j órnarskýrslum. MIKILL STÍLSNILLINGUR Þetta var fyrsta bók Churchills. Síðan hefur hann skrifað mik- inn fjölda bóka, sumt þeirra voldug verk. Frægustu bækur hans eru frásagnir hans af báð- um heimsstyrjöldunum, sérstak- lega er saga seinni heimsstyrj- aldarinnar stórbrotið verk, snilld arlega skrifuð. Og ekki má gleyma hinu volduga verki hans um hertogann af Marlborough, forföður hans, sem jafnan verð- ur getið sem eins merkasta sagn- fræðirits Breta. Eina skáldsögu hefur hann samið, það var önn- ur bók hans. Nefndi hann hana „Savrola". Ræður hann öllum vinum sinum frá að lesa hana, en er það þó skemmtileg bók. Þannig hefur Churchill verið mikill rithöfundur, en hann hef- ur aldrei orkt ljóð. Er það í rauninni undarlegt, því að hann kann urmul af ljóðum og hefur oft sýnt það í ræðum og riti, að hann hefur næma tilfinningu fyr- ir hljóðfalli og rími. Fyrir ritstörf sín og ræður var hann sæmdur Nóbelsverðlaunum s. 1. ár. Ég hef stundum heyrt fólk hafa það í flimtingum, telja að hann hafi ekki verið þess verður að hljóta bókmenntaverð- laun. Slíkt er af mikilli vanþekk- ingu mælt, því að ef menn lesa bækur hans, verður eitt af því fyrsta, sem rennur upp fyrir les- andanum, að Churchill sé einhver mesti stílisti, sem uppi hefur ver- ið. Og einstakar ræður hans eru klassisk verk, meðal þess feg- ursta og áhriíaríkasta, sem sam- ið hefur verið. FRÆGUR STROKUFANGI Hann tók þátt í Nílarherferð Breta 1898 og hinum fræga og ægilega bardaga við Omdurman og síðan starfaði hann sem fréttaritari í Búastríðinu í Suð- ur Afríku. Hann var tekinn til fanga af Búum, en ekki hafði hann setið lengi í fangelsi, þegar honum tókst að strjúka og flýja óraleið með járnbrautum. Hann klifraði yfir háan hvít- an vegg á einu augnabliki með- an vörður sneri að honum baki, gekk gegnum skóglendi, stökk upp í járnbrautarlest á ferð. Fór aftur af henni hungraður og þreyttur, sá ljós frá litlum bónda- bæ fyrir sér í þessu óvinalandi. Gaf sig þar fram, en bóndinn reyndist Bretavinur, faidi hann og kom honutn í flutningavagni til portugölsku nýlendunnar Mozambique. Fræg er auglýsi-ngin, sem Bú- ar gáfu út um hvarf hans og buðu 25 pund hverjum, sem á hann benti: — Englendingur, 25 ára, 5 feta 8 tommur á hæð, venjulegur að vaxtarlagi, gengur álútur, fölur yfirlitum, rauð- brúnt hár, lítið yfirvaraskegg, talar gegnum nefið og getur ekki borið rétt fram „S“. | Flótti þessi varð frægur mjög um Bretaveldi. Churchill var allt Frh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.