Morgunblaðið - 02.12.1954, Blaðsíða 4
20
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 2. des. 1954
KRISTIN HEIMSHREYFING
Ráðhústorgið í Florence. Á torginu er bálköstur Savonarola
(gamalt málverk).
— Saga maitnsanilans
Frh. aí bls. 19.
kostað að öðlast það rannsóknar-
frelsi í hugsun, orði og verki,
sem við njótum og viljum njóta.
— ★ —
ÞAÐ hefur seytlað inn í æðar
íslendinga með móðurmjólk-
inni, að þeir væru höfðingjar. Ég
held, að þeir hafi ekki efni á að
týna því viðhorfi, og er skylt að
minnast þess, að íslenzk höfð-
ingjahugsjón rís yfir hvort
tveggja völd og auð, þótt saman
geti farið. Gildi alþýðlegs höfð-
ingsskapar geta menn ekki skilið
nema af samanburði við þær
þjóðir, er brestur hann. íslenzk-
ur höfðingsskapur hefur ávallt
verið andlegs eðlis. Hann hefur
nærzt við íslenzka skáldlist og
sagnlist og íslenzkt þjóðskipulag
að fornu og jafnvel nýju. Það er
ekki einskis vert, hverjum menn
samneyta líkamlega, en hitt er
þó meira vert, hverjum menn
samneyta andlega. Manndómur
okkar hefur birzt í því og eflzt
við það, að sérhver íslendingur
hefur jafnan verið fús til sam-
neytis við andiega höfðingja, og
sést það m. a. af ástsæld höfuð-
skáldanna, bæði fyrr og síðar.
Nú má kalla, að hver maður
sé í andlegri þjóðbraut. Um hana
fara nú sem fyrr bæði höfðingj-
ar og göngumenn. Þó er jafnan
sá munur á höfðingja og göngu-
manni, að höfðinginn kveður
ekki annarra manna dyra erind-
islaust, en göngumaðurinn gerir
sér hverjar dyr heimilar. And-
legur göngumaður efast aldrei
um, að honum sé heimilt að
ónáða aðra menn með skoðunum
sínum.
í Sögu mannsandans fara höfð-
ingjar um þjóðbraut. Margur
forvitinn íslendingur sat um
gesti, spurði þá frétta og veitti
þeim góðan beina. Andans mönn-
um getum við veitt þann beina
að kynnast sjónarmiðum þeirra,
og kemur þó hagnaðurinn mestur
í okkar hlut.
Ég get ekki hvatt menn til að
lesa þetta rit án þess að minna
sérstaklega á eitt atriði, er mér
virðist þörf á að brýna fyrir
hverjum heilskyggnum manni.
Ágúst H. Bjarnason hefur alla
tíð velt „vandamálum mannlegs
lífs“ mjög fyrir sér. .Honum er
annt um friðinn og réttlætið.
Hann trúði því ungur, er hann
hugleiddi, að þjóðir tóku að
leggja ágreiningsefni sín í gerð-
ardóm, að meiri líkur væru þá
„en nokkru sinni fyrir því, að
stríð og blóðsúthellingar færu
rénandi“. Það fer vart hjá því,
að hann hafi sjálfur talið
bjartsýni æsku sinnar hafa
verið meiri en rætast mátti. Þó
mun hann vera Gandhi sammála,
er hann rekur orð hans: „Sagan
kennir oss, að þar sem menn. hafa
reynt að útrýma ofbeldi með of-
beldi, þótt af beztu hvötum væri,
hafa þeir tekið sömu sýkina....
Áhugi minn á frelsi og sjálfstæði
.... ,mundi hjaðna, ef menn beita
gjörræði. Ávöxtur þess yrði
þrælkun, en ekki frelsi." i
Þó að Ágúst H. Bjarnason lifði
það, sem nærri lætur að kalla
megi sigurför ofbeldisins meðal
þeirra þjóða, er mótað höfðu
merkustu mannúðarhugsjónir 19.
aldar, þá er hann enn í síðustu
ritum sínum karlmannlegur og
bjartsýnn og trúir því, að andi
guðs sé að „opinberast í heim
inum, og þó jafnan í fegurri og
göfugri mynd, eftir því sem
mannkyninu fer fram“.
Það er skylt að þakka þeim
rithöfundúm og útgefendum, sem
stuðla að því, að sá arfur, er við
hlutum beztan, geymist og ávaxt-
ist. Að því hefur Ágúst H. Bjarna-
son unnið drengilega með þessu
riti, og Hlaðbúð er sómi að því
að hafa gefið það út.
Broddi Jóhannesson.
Rafha sfgraði
í firmakeppni
HAFNARFIRÐI — Firmakeppni
Bridgefélags Hafnarfjarðar lauk
þriðjud. 23. nóvember. 48 firmu
t.óku þátt í keppninni, og bar
Rafha sigur úr býtum, en Friðrik
Guðmundsson tollþjónn spilaði
fyrir það firma. Hlaut það 164
stig. Bátafélag Hafnarfjarðar
(Sigmar Björnsson) varð annað
með 162, Gunnlaugsbúð (Reynir
Eyjólfsson) 153]/2> Alþýðubrauð-
gerðin (Björn Sveinbjörnsson)
150, Verksmiðja Reykdals (Gunn
laugur Guðmundsson) 148V2,
Kaupfélag Hafnfirðinga (Hörður
Guðmundsson f 145, Húsgagna-
bólstrun Ragnars Björnssonar
(Ólafur Ingimundarson) 143 Vi,
Fisksala Jóngeirs (Vagn Jóhanns
son) 143%, Frost h.f. (Bjarni
Marteinsson) 143, Verzlun Jó-
hannesar Gunnarssonar (Pétur
Auðunsson) 142V2, Verzlun Ólafs
H. Jónssonar (Jón Pálmason)
142, Prentsmiðja Hafnarfjarðar
(Árni Ingimundarson) 140 V2,
Netagerð Kristins Karlssonar
(Kári Þórðarson) 140V2, Verzlun
Þorvaldar Bjarnasonar (Kristján
Andrésson) 139%, Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar (Einar Guðnason)
138, Verzlun Bergþóru Nýborg
(Páll Böðvarsson) 137%.
Þetta var síðasta innanfélags-
keppnin fyrir áramót, en sú
næsta verður sveitakeppni, og
hefst hún strax eftir áramót. Eru
væntanlegar sveitir beðnar að
gefa sig sem fyrst fram við for-
mann félagsins, Sævar Magnús-
son. — Sennilega keppir félagið
við Brigdefélag kvenna í Reykja
vík næstkomandi föstudag. Verð-
ur sú keppni þá háð í Alþýðu-
húsinu og hefst kl. 8.
Síðastliðinn sunnudag fóru 5
sveitir héðan upp á Akranes og
spiluðu við Akurnesinga í bridge.
Unnu Hafnfirðingar á tveimur
borðum, gerðu jafntefli á tveim-'
ur og töpuðu á einu borði. — G.E.
SAMVERKAMAIÐUR minn í
Kína, norskur kristniboði, var
vetrarlagi. Skammt á undan hon-
um gekk hópur manna, sem hann
náði brátt. Nokkrir karlmenn
géngu á undan, en á eftir þeim
labbaði drengur á að gizka 10—12
ára gamall. Göngulag hans var
svo einkennilegt, að hann virtist
í hvorugan fótinn geta stigið. Þeg
ar kristniboðinn nálgaðist hann,
sá hann að tár streymdu niður
eftir báðum kinnum. Og ekki leið
á löngu fyrr en í ljós kom hvers
vegna hann gekk svo skringi-
lega. Tauskórnir, sem har.n var í,
voru orðnir að skjóllausum slitr-
um. Hann hafði kalið svo í snjó
og frosti að báðir fætur voru
bólgnir og helaumir.
Ræningjar höfðu haft þenna
dreng á brott með sér. En einn
karlmannanna, sem gengu á und-
an honum á veginum, hafði greitt
fyrir hann lausnargjald í von um
að hagnast á því, láta föður
drengsins borga sér hærra lausn-
argjald.
Kristniboðinn, sem var ríðandi,
var fljótur að fara af baki og
setja asnann undir drenginn.
Þeir gengu allan daginn. Dreng
urinn hélt sig að hinum nýja,
einkennilega vini sínum. En hug-
ur kristniboðans reikaði vestur
á bóginh, óravegu yfir höf og
lönd, heim til Noregs. Hann hugs-
aði til kristniboðsvina þar. Og
þeir urðu í huga hans sem einn
maður ákaflega stór, bjartur yfir.
litum og vingjarnlegur á svip. Og
þúsundir handa urðu í huga hans
sem ein, afarstór og sterk hönd.
Hún teygði sig út til þjóðanna
handan við heimshöfin, til Afríku
til Indlands, til Kína. Og hann
sá hana lyfta körlum og konum
á öllum aldri úr myrkri heiðin-
dómsins upp að hjarta Guðs,
hella smyrslum í sár milljóna
manna, bjarga tugþúsundum
barna, sem ella hefðu verið bor-
in út, og tugþúsundum ekkna,
sem ella hefðu verið brenndar
eða ofurseldar ástríðum miskunn
arlausra manna
Um kristinboð má vissulega
hafa orð Sálmanna, að það sé:
| „Heilagur armleggur Drottins,
sém hefur kunngjört hjálpræði
sitt og íyrir augum heiðingjanna
| opinberað réttlæti sitt“.
j Kristnir menn rækja helgar
, skyldur við Drottin sinn og við
i tvístrað og hrjáð mannkyn, með
| trúboði, vitnisburði, fræðsiu og
^ margvíslegum framkvæmdum,
. bæði heima fyrir og út á við.
i Unnið er að útbreiðslustarfsemi
| kristins safnaðar að boði Drottins
' sjálfs: „Farið og gjörið allar
þjóðir að mínum lærisvein-
um“. Því er kristniboð í
raun og sannleika málefni
hans, málefni safnaðar hans og
höfuðvelferðarmál mannkynsins.
| Um það hefur íslenzkur pró-
fessor réttilega sagt: „Öll von um
nýja tíma, nýjan heim, er við
hann bundin. Trúin á framtíð
allra þjóða, dökkra og hvítra,
er byggð á því, að hve miklu
leyti Kristur fær að verða niátt-
ugur í lífi þeirra“.
j Kristur fól lærisveinum sínum
raunverulega aðeins eitt verk-
, efni: Gera þjóðirnar að læri-
j sveinum sínum. Öll störf þeirra
skyldu miða að því, allt líf þeirra
helgast af því háleita takmarki.
Og það var aðeins einn möguleiki
til þess að svo gæti orðið, að þeir
væru með sama hugarfari og
hann. En hann lét allt mannlegt
böl til sín taka.
Hann vildi ekki láta hungrað-
an mannfjölda fastandi frá sér
fara. — Slíks hugarfars er vissu-
lega enn þörf. Talið er að helm-
ingur manna í heiminum fái ekki
satt daglegt hungur sitt til fulls.
„Og alla þá er sjúkir yoru lækn !
aði hann“, — „Læknið þá, sem
sjúkir eru“, sagði hann við lærr-
sveina sina. Þeir gerðu það og j
gera svo enn. Því er síst vöntun
★
cftir Ólaf Ólafsson, krisfnshoða
á sjúkrahúsum og öðrum líknar- ]
stofnunum í kristnum löndum, en
hins vegar afartilfinnanleg í öll-
um ekki kristnum löndum und- ;
antekningarlaust. — í Eþíópíu
hváðu vera 150 þúsundir manna
um hvern lækni í landinu. Sam-
svarandi því væri að við íslend-
ingar yrðum að bjargast við einn
lækni.
FYRRI GREIN
Ennfremur bætti Kristur úr
því böli, sem veldur öllu öðru
böli mannanna og Biblían nefnir
synd. „Vertu hughraustur, barn-
ið mitt, syndir þínar eru þér fyr-
irgefnar"; mælti hann við lama
manninn. — Að því mikla líkn-
arstarfi skildu lærisveinar hans
einnig vinna, með því að boða
öllum þjóðum iðrun og synda-
fyrirgefningu í hans nafni.
Þeir, sem að þessum málum
vinna, hafa vafalaust sársauka-
fulla tilfinningu af því því fer
fjarri að þeir yíirleitt séu til þess
hæfir, séu „með sama hugarfari
sem Kristur Jesús var“, — hve
mikið vantar á að þeir líkist hinni
fullkomnu fyrirmynd.
Því verður hinsvegar ekki hald
ið fram með sanngirni, að þeir
hafi alveg misst marks og litlu
komið til leiðar. Síðast liðin full
hundrað ár hafa ekki aðrir aðilar
gengið betur fram í því að veita
liðsinni þar sem hungrið svarf
að, líkna sjúkum og þjáðum.
Sjúkrahús og aðrar líknarstofn
anir kristniboðsins eru einstætt
fyrirbæri í sögu mannkynsins.
Samkvæmt nokkurra ára göml-
um tölum voru sjúkrahús þess
3500. Sjúklingar skiftu mörgum
milljónum ár hvert. Frá því er
kristniboðar stofnuðu fyrsta
sjúkrahúsið í Kína 1827 og fram
til ársins 1911, höfðu kristniboðs-
félög stofnað og starfrækt öll
sjúkrahús (að vestrænum hætti)
í því stóra landi. Svipaða sögu
er að segja frá mörgum öðrum
löndum. í átta sjúkrahúsum
kristniboðsins í Arabíu fær fleira
fólk bót meina sinna en allir
pílagrímar eru, sem til Mekka
fara.
Svipað afrek hefur kristniboð-
ið unnið á sviði fræðslumála.
Skólar þess eru yfir eitt hundr-
að þúsund og nemendur í þeim
á sjöttu milljón, herma skýrslur
frá 1949. Kristniboðar hafa skap-
að ritmál og gefið út fyrstu bæk-
ur á tungum fjölda þjóða.
Heildaryfirlit um vöxt og við-
gang kristniboðs hefur verið birt
við ýms tækifæri, einkum í sam-
bandi við fjögur alheims kristni-
boðsþing, sem haldin hafa verið.
Fyrsta þingið var haldið 1910
í Edinborg, höfuðstað Skotlands,
föðurlands Davíðs Livingstones
og margra annarra frægra kristni
boða. Mættu á því þingi tólf
hundruð fulltrúar kristniboðs-
félaga mótmælenda kirkna, und-
ir forsæti John R. Motts. Hann
varð síðar heimskunnur sem
brautryðjandi KFUM og kristni-
boðshreyfingarinnar, og hlaut
friðarverðlaun Nóbels á sínum
tíma.
Eftir Edinborgarþingið gat
enginn, sem eitthvað fylgdist með
í því, er gerist gengið þess dul-
inn, að starf að útbreiðslu kristin
dóms í heiminum var þegar kom-
ið á stig heimshreyfinga. Sinnu-
lausir kristnir menn gátu eftir
sem áður verið afskiftalausir um
kristniboð, en því varð ekki leynt
fremur en borg, sem stendur á
fjalli.
Síðan hafa þrjú samskonar þing
'verið haldin. ,
Alþjóðlegt kristniboðsþing var
haldið að lokinni fyrri heims-
styrjöld á Olíufjallinu í Jerú-
salem, 1928. En allan timann milli
þinga hafði starfað milliþinga-
nefnd. Stofnaði hún alþjóðlegt
kristniboðstímárit, sem enn kem-
ur út. Fulltrúar voru nú miklu
færri en á Edinborgarþinginu.
Þótti hagkvæmra og vænlegra til
góðs árangurs að svo væri. Það
þótti einna athyglisverðast um
þetta þing, að þriðjungur full-
trúa voru frá hinum ungu kirkj-
um kristniboðslandanna.
Næsta þing var háð í Tambar-
am á Indlandi, 1938. Þar voru
fulltrúar kristniboðslandanna í
Asíu og Afríku, í allmiklum
meirihluta. Fulltrúar móður-
kirkna, í hinum gömlu löndum
kristninnar, sem að kristniboðinu
hafa staðið, voru orðnir í mirini-
hluta, og var þeim hið mesta
gleðiefni.
Slík þróun þótti benda ótvírætt
til þess að hin .kristna útbreiðslu-
starfsemi, meðal ekki kristinna
þjóða, nálgaðist æ meir takmark
sitt: Stofnun sjálfstæðra kirkna,
er síðan haldi áfram kristniboði
hver innan síns þjóðfélags.
Skýrslur hins fjórða alþjóðlega
kristniboðsþings, sem var haldið
í Kanada 1947. þóttu einnig stað-
festa þá von.
— Enn er ástæða til að geta
þess að á alkirkjuþinginu í
Amsterdam 1948, (en þar mættu
einnig fulltrúar frá íslandi),
vakti þátttaka kristniboðsland-
anna einna mesta eftirtekt.
„Þátttaka hinna ungu kirkna
í löndum Afríku og Asíu, var
máttugur vitnisburður um ár-
angur hins kristna trúboðs",
skrifaði einn Norðurlanda full-
trúanna. — „Eigi að lýsa í sem
stystu máli því, sem áhrifarík-
ast þótti á alkirkjuþinginu“, rit-
aði annar merkur fulltrúi, „þá
yrði það eitthvað á þessa leið:
Vér mættum þar augliti til aug-
litis kristniboðinu, bæði sem
voldugu sigurtákni Guðs ríkis og
sem gífurlegu verkefni kristinn-
ar kirkju“.
í skýrslum Tambaramþingsins
segir að á árunum 1925 til 1938,
hafi evangeliskum mönnum
kristniboðslandanna fjölgað úr
átta milljónum í tuttugu og átta
milljónir. Þeim hafði á þeim
þrettán árum fjölgað meira en á
næsta aldarfjórðungi þar á und-
an. Þessar tuttugu og átta millj.
skiptust þannig- í Asíu níu millj.
í Afríku ellefu millj. í suður- og
Mið-Ameríku tvær milljónir.
Vestur-Indíum tvær miljónir. í
Indónesíu og Suðurhafseyjum um
það bil tvær milljónir, og í öðr-
um löndum tvær milljónir.
Örust hafði fjölgun kristinna
manna orðið í Afríku, eða full
þrjú hundruð þúsund árlega, síð-
asta áratuginn áður en skýrsla
var gerð.
Samkvæmt skýrslum kaþólska
trúboðsins, sem er ekki síður um-
fangsmikið en trúboð mótmæl-
enda, voru safnaðarmeðlimir
þess þá, í ekki kristnum lönd-
um, um það bil þrjátíu milljónir.
Þess sjást víða merki að kristni
boðshreyfingin hefur þokast
áfram með sívaxandi þimga. Til
dæmis eru nú í Kóreu einni fleiri
kristnir menn en voru í Róma-
veldi í lok fyrstu aldar eftir
Krist. Tökum annað dæmi frá
Afríku, sem er þrefalt stærri en
Evrópa. Hægt er að aka yfir
þvera álfuna, vestan frá strönd-
um Atlantshafs og austur að Ind-
landshafi, og gista hverja nótt á
kristniboðsstöð. Og svo mætti
lengi telja.
Ólafur Ólafsson.
I Bi
BEZT AÐ AVGLÝSA
MORGUNBLAÐINU