Morgunblaðið - 02.12.1954, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 02.12.1954, Qupperneq 3
Fimmtudagur 2. des. 1954 MORGGNBLAÐIÐ 19 ' Broddi Jóhannesson: mikla LO K IÐ er annarri útgáfu af Sögu mannsandans eftir Ágúst H. Bjarnason. Fimmta bindið, Vesturlönd, er 371 bls. auk tímatals og eftirmála eftir Hákon Bjarnason. Fyrstu tvö bindi annarrar útgáfu af þessu mikla riti, Forsaga manns og menningar og Austurlönd, komu út árið 1949, Hellas kom út 1950 ( og Róm í heiðnum og kristnum' sið 1953. Alls er rit þetta 1681 blaðsíða, auk 149 heilsíðumynda á vönduðum myndapappír og nokkurra uppdrátta og annarra mynda, sem prentaðar eru með meginmáli. Pappír er vandaður og vinna prentsmiðjunnar prýði- leg. Það er svo merkur viðburður, þegar þjóð með einhæfan bóka- kost er fengið slíkt rit í hendur, að ég vil neyta færis og þakka það og minna um leið á brýnar,! andlegar þarfir okkar. Við stærum okkur af því í tíma og ótíma, að við séum mikil bókaþjóð. Við erum líka mikil, bókaþjóð, ef miða skal rúmtak íslenzkra bóka við höfðatölu. En j íslenzkur bókakostur er svo ein- 1 hæfur, að háski væri að, ef jafn-l margir menn væru ekki læsir á erlendar tungur og raun er á. En vert er þó að minnast þess,! hvert tjón menningu íslendinga er búið, ef tungan heltist úr lest- inni, en svo fer, þegar hún á ekki lengur orð um heilar fræðigrein- ir eða sum mikilvægustu hugtök andlegrar sögu, en íslenzkir menn taka að hugsa í og með erlendum orðum. Þá klofnar þjóðin í menntaða menn og ó- menntaða, þá hefst sú stétta- skipting, sem verst er, hversu hrein sem stöðnuð tungan kann að vera. Því er gjarna trúað, að íslend- ingar hafi verið öðrum þjóðum einangraðri á liðnum tímum, og blekkjast menn þar af hnatt- stöðu landsins. En andi og menntir eru ekki sérlega háð fjarlægðum. Islenzkar mennta- stofnanir hafa lengstum verið gæddar alþjóðlegum og þjóðleg- um anda í senn, og er það að vonum, því að kirkian hefur lengst af mótað íslenzk mennta- setur, og í skjóli íslenzkrar kirkju döfnuðu kirkjuleg, þjóð- leg og klassisk fræði. Fornmennt- ir og þjóðleg fræði skipuðu önd- vegi í íslenzkum skólum lengi eftir að veraldlega valdið tók umsjón þeirra í sínar hendur, og eigum við gleggst dæmin frá Bessastöðum. Er náttúruvísindi og tækni þróuðust sem örast á síðustu öld, breyttust viðhorf í skólamálum. Síðan hefur allt stefnt að því að sneiða hjá klassiskri menntun í íslenzkum skólum, en með því er sleppt veigamiklum þætti úr menningarlegri arfleifð okkar. Því er ekki gefinn gaumur að heldur, að aðrar þjóðir, en sögu- snauðar að vísu, voldugri og fremri að tækni, leggja nú aukna stund á klassiska menntun og telja, að ekki megi missa sjónar áf henni. Beztu menn hafa ávallt skilið, að hyggja skal „að fortíð, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt“ eða nýtilegt, mælikvarða brest- ur, og það er talið dómlaust af reynslunni, sem löngu var kunn- ugt. — ★ — FREISTANDI er að telja það táknrænt, að flestir íslend- ingar, sem komnir eru til vits og ára, þekkja einn fornan heim- speking, en hann hefur ekki, svo að vitað sé, skráð eða látið eftir sig nokkurt rit. Þessi maður var Sokrates. Sá maður, er kynnt hefur okkur skoðanir Sokratess með ritum sínum, var nemandi hans Plató. Þó lét hann svo um mælt, að enginn alvörugefinn maður myndi nokkru sinni skrifa feað á bók, sem honum væri fiyBBzsis: áslen; sneEBningarEei hjartfólgnast, því að hann vildi ekki ofurselja það misskilningi og vanskilningi manna. Við erum honum samt þakklát fyrir það, er hann skrifaði, enda skylt að þakka hverjum manni, sem unn- ið hefur þörf verk og góð, hvort heldur er á bók eða með öðrum hætti. En hvert gagn er að bók- um, sem enginn nær til né nokk- ur maður skilur, þótt hafi handá á milli? — ★ — A' GÚST H. BJARNASON stundaði nám við Hafnar- háskóla, naut hann þar kennslu ágætra manna, voru þeir í fremstu röð heimspekinga og sál- fræðinga Evrópu. Það leynir sér ekki, að hann hefur spurt sjálfan sig í fullri alvöru, hvérnig hann mætti stunda fræði sín þjóð sinni til mestra heilla. Hann gerir sér ljóst, er heim kemur, að hún má kallast bóklaus í öllum þeim greinum, sem hann hefur lagt mesta stund á, og hann einsetur sér að bæta úr þessu. Hann befur líka verið gagntekinn af bjart- sýni aldamótakynslóðarinnar og trú síðustu aldar á gildi mennt- unar og þekkingar. Margar spurningar sækja á hann. Hann leitast við að kryfja þær til mergjar, og hann liggur ekki á svörunum. Viðhorf hans kemur glöggt fram í formálanum að Austurlöndum, sem út komu 1908: ,,En því er nú einu sinni svo farið, að sérhvern langferða- mann langar til að líta yfir veg- ferð sína til þess að sjá, hvað hann hefir farið, í hvaða ógöng- um han nhafi lent og hvað margt fallegt hann hafi séð á ferð sinni; — þá er von, að mannsandann, sem óefað er allra ferðalanga elztur og eldri en Gyðingurinn gangandi, langi til þess einstöku sinnum að líta yfir farnar braut- ir, því að þrátt fyrir allar ógöng- urnar og öll vonbrigðin, getur hann sagt með sanni, að hann hafi verið að brjótast úr myrkr- unum upp í ljósið, úr dalverpinu upp á tindinn, og jafnvel á stund- um úr eyðimörkinni inn í fyrir- heitna landið“. Ljóst er af þessum orðum, að höfundi er hugleikið að rekja sögu mannsandans til varnaðar og fordæma á öld, sem af má vænta stórkostlegri breytinga og byltinga en fyrr höfðu gengið yfir þessa álfu. lesieildúEti lidiana alda Prófessor Ágúst H. Bjarnason. Sögu mannsandans skiptir höf- undur í þrjú skeið: skeið trúar- innar, skeið heimspekinnar og skeið vísindanna. Síðan gerir hann grein fyrir hverju þeirra, en hefuf þó jafnan hliðsjón af almennri sögu, svö að lesendus: kynnast staðháttum sögusviðs, þjóoskipulagi og tiðaranda. Þegar slíkt rit cr skráð, þárf höfundur ekki einur.gis að gera sér gfein f'yrir efnisvaii og efnis- skipun, hann verður einnig að endufsegja óg þýða. Ég minni á þetta, vegr.a þess að ýfnsir virða þýðingar minna en veft er og gera sér ekki grein fyrir, að sá er oft fniklu tignari á hugárfari, sem flytur hugsanir annarra manna fremur en sínar eigin. Að sjálfsögðu gáfust Ágúst II. Bjarnasyni ótal tæikfæri til að flytja eigin skoðanir á þeim þús- Undum blaðsíðna, sem hann rit- aði og birti, og í efnisvali manna koma skoðanir þeirra jafnan beint eða óbeint í ljós. En er Ágúst H. Bjarnason skrifar Sögu mannsandans setur hann sér það verkefni að kynna hugsanir ann- arra manna, en þáð gera nýtir menn ekki, nema þeir viðurkenni íyrirmennsku hinna, er kynna skal. Hann gerir þetta af elju og kostgæfni, hann rekur skoðanir fornra og nýrra spekinga, stund- um.með beinum þýðingum, en að sjálfsögðu miklu oftar með því að draga saman helztu niðurstöð- ur þeirra. Hvort tveggja er vandaverk, þegar skila á vönduð- um hugsunum óbrengluðum, en þar við bættist enn, að íslenzkan var orðfá eða orðlaus um fjöl- mörg þeirra hugtaka, er Ágúst H. Bjarnason fjallaði um í ritum sínum, sögulegum, heimspekileg- um, rökfræðilegum og sálfræði- legum. Hann vann því brautryðj- andastarf í þessum efnum á margan veg. Því furðulegra og þakkarverðara er það, hversu lipur stíllinn er og efni léttilega. fram sett, þótt þungt sé. Saga mannsandans hófst með ritinu Andatrúin og framþróun írúarbragðanna 1905. Síðan kom hvað af öðru, Nítjánda öldin 1906, Austurlönd 1908, Hellas 1910 og Vesturlönd, sem var mest þecsara rita, 1915. — ★ — ¥ TM það bil fjórum áratugum U síðar entist honum líkamlegt og andlegt þrek til að endurskoða og endursemja fjögur fyrstu bind- in. Hafði hann hugsað sér að auka verulega í 5. bindið, Vesturlönd, einkum um Islam, en féll frá, áð- ur en því yrði lokið. Nítjándu öldina vannst honum ekki heldur tími til að endurskoða. Er mjög harmandi, að honum skyldi ekki auðnast að gefa hana út að nýju, því að hún stóð honum næst í tíma, en margar holskeflur höfðu riðið yfir þær hugsjónir, er gagn- tóku hann og marga beztu menn um aldamótin síðustu, og mörg- um hættir nú til að hvika frá af lítilli. karlmennsku, lítilli mann- úð og lítilli bjartsýni. Fróðlegt hefði verið að sjá, hvern dóm hinn lífsreyndi öldungur hefði lagt á framvindu síðustu áratuga. Ég trúi því, að hann hefði gert það af meiri dómgreind en marg- ir yngri menn, er týnt hafa trú á fornar dyggðir, en bugast af og samþýðast ofbeldi síðustu ára í orðum og gerðum. En um hvað fjallar Saga mannsandans? í fyrsta bindi, Forsögu manns og menningar, er saga jarðar.og þróun lífs á jörðu rakið í fáum dráttum í kaflanum Þróun eða sköpun. Þá er sagt frá Tilkomu manns og menningar, skýrt frá elztu minjum um menn og upphafi menningar. f kaflan- um um Unptök ritmáls og and- legrar menningar er, auk þess er sjá má af nafni. m. a. skýrt frá frumdráttum félagslífs og upp- tökum laga, réttar og átrúnaðar. f kaflanum Óæðri trúarbrögð er einkum skýrt frá frumstæðum helgisiðum. í síðasta kafla er gerð grein fyrir framþróun tni- arbragðanna, og er þar að nokkru inngangur að ýmsu því, er rakið er í síðari bindum ritsins. í öðru bindi, Austurlöndum, segir frá menningu Asíuþjóða, bæði þeirra, sem löngu eru týnd- ar, og hinna, er nú ráða þar lönd- um og ætla má, að verði meðal forystuþjóða heims á næstu tim- um. í þriðja bindi, Hellas, segir frá grískri menningu, og er lang- mestur hlut.i bókarinnar helgað- ur grískri heimspeki, og fer vel á því, þar eð vart mun ofmælt, að öll heimspeki Vesturlanda, sem á einn eða annan hátt styðst við bóklega arfleifð, hafi orðið fyrir meiri eða minni áhrifum af grískri heimspeki. í þriðja bindi. Róm, í heiðnum og kristnum sið, segir frá elztu minjum um menningu á Ítalíu, siðan er rakin saga Rómverja, stjórnarfarsleg og trúarleg, þró- un bókmennta og lista, róm- versk-grísk heimspeki og loka- báttur heiðindóms. f öðrum hluta þessarar bókar ér sagt frá kristn- um sið og þróun hans í Róma- veldi. Síðasta bindið, Vesturlönd, fjallar um menningu Vesturlanda frá Endurreisnartímanum og fram til loka átjándu aldar. Kafl- ar bókarinnar eru: Bante, End- urreisnartímabilið, Siðbótartím- arnir og Heimsmyndin nýja. Af þessu bindi getur nútímamanni orðið það sérstaklega ljóst, hverja glímu og fórnir það hefur Frh. á bls. 20. Saga mannsandans effir Ágúst H. Bjamason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.