Morgunblaðið - 02.12.1954, Page 10
26
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 2. des. 1954
Kfistln Eyjólfsdótlk j injftjér#itt«Éi
vetna, drukknaði á þilskipi í
mannskaðaveðrinu mikla 7. apríl
1906 og með honum sonur hans
upp kominn, Guðmundur að
nafni. Tvær hálfsystur Kristínar,
Minnsiífarorð
RÆKTARSEMIN er ríkur þáttur
í lífi og skapgerð íslendinga. Þar
eru dæmin deginum Ijósari. Gæt- ' Elinborg og Guðný, eru á lífi,
ir þessa meðal annars í því, hve búsettar í Reykjavík.
Aldamótaárið giftist Kristín
Þorsteini Ólafssyni. Var Þor-
steinn elztur hinna mörgu og
mannlegu barna þeirra Ásgerðar
Sigurðardóttur og Ólafs Jónsson-
ar á Stóru Fellsöxl, en frá þeim
er mikill ættbálkur kominn.
Hin ungu hjón reistu bú á Sól-
mundarhöfða í Innri Akranes-
hreppi. Bjuggu þau í nokkrum
stöðum í því byggðarlagi nær-
felt fjóra áratugi, en síðast og
lengst á Kjaransstöðum. Þau
Kristín og Þorsteinn ráku búskap
inn jafnan af miklum dugnaði og
ráðdeild og fyrirhyggju. Gerðu
þau miklar umbætur á jörðum
sínum.. Var jafnan viðbrugðið
þeim snyrtibrag og reglusemi,
sem þar var á öllum hlutum á
heimilinu. Þrátt fyrir stóran
barnahóp og langvarandi van-
heilsu bónda hennar hin síðari ár
var fjárhagur þeirra hjóna jafnan
rúmur. Naut heimilið í því efni
góðs af hinum frábæra dugnaði,
áhuga og stjórnsemi húsfreyj-
unnar. Hið vökula auga hennar
missti aldrei sjönar af því, er
heimilinu gat til gagns og sóma
orðið og að allt, sem gera þurfti
væri fljótt og vel af hendi leyst
og ekkert verk í ótíma unnið. —
Kristín vandaði mjög til uppeldis
barna sinna og kostaði kapps um
það með dagfari sínu, að heimilið
gæti verið þeim hollur og góður
skóli. Kristín var hin mesta skap
festu kona, vinsæl, ráðholl og
trygglynd. Trúrækni var ríkur
þáttur í lífi Kristínar og stafaði
þaðan jafnan birta á leið hennar.
Kristín missti mann sinn árið
1938. Bjó hún áfram eftir það
um skeið á Kjaransstöðum með
tveimur ynstu börnum sínum.
Brá hún búi fyrir nokkrum árum
og fluttist þá á Akranes ásamt
sonum sínum. Var heilsa hennar
þá og frtarfsþrek farið að láta
á sjá, en heimili sona sinna þar,
veitti hún forstöðu til hinztu
stundar.
Þeim hjónum. Kristínu og Þor-
steini varð sjö barna auðið. Eina
dóttur misstu þau uppkomna. Hin
eru öll á lífi: Ásdís og Steinunn,
giftar konur í Reykjavík, Ólafur
vélstjóri, einnig búsettur þar,
Kristján, kvæntur. Sigurjón og
Þorsteinn, báðir ókvæntir ,allir
búsettir á Akranesi.
Með Kristínu Eyjólfsdóttur er
að velli hnigin merk og göfug hús
freyja, sem lagt hefur með lífs-
ferli sínum í skaut hinnar yngri
kynslóðar, gott fordæmi og lær-
dómsríkt,
Pétur Ottesen.
— mmmng
ÖLD SÚ, sem við lifum á, hefur
verið mörgum öðrum ægilegri,
slíkt afhroð, sem góðleikur og
sannleikur hefur goldið í styrj-
öldum og grimmd manndýrkunar
og mannbóta.
Þeim mun meira virði er það
Jón Óli irnason frá Köldukinn
tiltækt það er íslendingum að við
urkenna opinberlega við andlát j
manna, störf þeirra í almennings
þágu og halda á lofti minning- !
unni um það, sem þeir hafa af
mörkum lagt og áorkað til menn-
ingar og framfara með þjóð vorri.
Ber það vott um menningarbrag
að viðurkenna og þakka það, sem
vel er gert og markað hefir djúp
spor á þroska og "ramfarabraut
vorri. En löngum vill það við
brenna, að tíðræddast verður
mönnum við slík tækifæri, um líf
og starf þeirra, sem mikið hafa
færzt í fang opinberlega og mik-
ið hefir mætt á í fararbroddi í
margháttuðum umsvifum á verk-
legu og andlegu sviði. En hitt vill
mönnum löngum miklu fre'kar
sjást yfir, að minnast á sama hátt
á gildi starfa þeirra, sem innt!
hafa af hendi verk sín í kyrr.þey,
og enginn styrr hefir staðið um ]
eða háreysti. En þannig er því,
yfirleitt farið um starf húsfreyj-j
unnar í landi voru. Starf hennar
er tengt órofaböndum við heim- j
ilið. Heimilið er hyrningarsteinn
þjóðfélags vors. Þar er sáð fyrstu |
frækofnunum í barnssálina. Þar j
er lagður grundvöllur að lífs-
starfi hvers einasta þjóðfélags-'
borgara. Það getur því ekki ork--t
að tvímælis, hve mikilsverðu hlut
verki húsfreyjan hefir að gegna
að varðveita þennan helgidóm. —
Hins kyrrláta starfs hennar gætir
hvarvetna í fari kynslóðanna.
Húsfreyjan, sem með fordæmi
sínu og áhrifum, hvetur til mann-
dóms, glæðir göfugan hugsunar-
hátt, fórnfýsi og kærleikslund og
varðveitir þann heimilisbrag,
sem mótast af því að rækja þess-
ar dyggðir, er tvímælalaust
stærsti sigurvegarinn með þjóð
vorri. Þessa megum vér minnast
og þetta ber oss að þakka og metá
að verðleikum. Að sama brunni
ber í hvaða stétt og stöðu slíkt
lífsstarf er unnið. Árangurinn er
æ hinn sami: Hamingja lýðs og'
lands.
Merkur fulltrúi þessa göfuga
lifsstarfs, heiðurs- og sæmdar-
konan Kristín Éyjólfsdóttir frá
Kjaransstöðum í Innri-Akranes-
hreppi lézt í öndverðum október
mánuði síðasíliðnum á fimmta ári
hins átturida tugar. Kristín var
fædd í BrekRubæ á Akranesi 22.
desember 1877. Foreldrar hennar
voru Sigríður Sveinsdóttir, og
maður hennar Eyjólfur Sigurðs-
son formaður.
Kornung missti Kristin föður
sinn. Giftíst móðir hennar öðru
sinni Kristján'i Guðmundssyni út-
vegsbónda á Sólmundarhöfða.
Ólst Kristín þar upp. Gekk stjúpi
hennar henni í föðurstað og unni
sem sínum eigin börnum. Krist- j
ján stjúpi hennar, sem var mikill j
sjósóknari og atorkumaður í hví- 1
fólk, sem stendur líkt og klettur
úr hafróti hraðans, glaumsins og
hatursins.
Fólk, sem varðveitir guðstrú
sína og hollustu við hin eilífu
verðmæti tilverunnar. Fólk, semj
varðveitir heilindi huga síns og
virðir meira trúmennsku hjart-
ans við störf og í viðskiptum en
stundarhagnað augnabliksins. •—
Fólk, sem slakar hvergi á kzöf-
um til eigin siðgæðis í tryggð og
drengskap.
Það er einmitt þetta fólk, sem
í hljóðlæti sínu og látleysi stend-
ur vörð um æðstu hugsjónir lífs-
ins og varðveitir hinn helga eld
á arni heimilis síns og hjarta.
Og án slíkrar varðstöðu yrði
ekki unnt að kveikja aftur, þeg-
ar flest verðmæti eru falin eða
brunnin í ösku eftir lævi svika
og grimmdar.
Trúin á Guð, trúin á hið góða
í sál mannsins og athöfn hefur
lifað af í hjörtum þessa fólks líkt
og fræið, sem geymir lífsaflsins
innan síns hrjúfa hýðis í'öllum
frostum skammdegis, unz það
vaknar aftur við vermandi kossa
vorgolu, þegar ljósið hefur tekið
völd á ný.
Og það líkist fræinu einnig að
því leyti, hve fáir veita því at-
hygli er það hylst í skuggum
moldar, þar til blómkróna vagg-
ast í blænum.
Ingibjörg Jónsdóttir frá Suð-
urlandsbraut 76 var ein af þessu
trausta bergi íslenzkra erfða.
Hún var fædd í Haga á Barða-
strönd 26. júlí 1877. En fór þaðan
ung að Siglunesi í sömu sveit og
ólst þar upp eða dvaldi unz hún
fluttist til ísafjarðar.
Hún var af kjarnmiklu og
kjarkmiklu fólki komin, mönn-
um og konum, sem lífsbaráttan
hörð og mild í senn hafði meitl- j
að, mótað og sorfið til stáls öld-:
um saman.
Þar höfðu farið saman, dirfska
og dugur, gáfur og bókvísi ásamt
hreinskilni og hlífðarleysi, sem
þó var sérstaklega beitt að eigin I
dug. |
Þessum erfðum var Ingibjörg
trú-til hinztu stundar, bjargtraust
og tröll trygg, ein þeirra kvenna,
sem fyrr hefðu látið líf sitt en
heiður, fyrr fórnað hverjum blóð
dropa en bregðast skyldu sinni
eða loforðum.
Og eins var trú hennar, ekkert
hismi, v sem bærðist í hverjum
nýjum kenningaþyt, en heit og
djörf og söm við sig, traustur
demántsharður kjarni. — Ekki
karmske svo fægður og glitrandi
að ytra borði, en gimsteinn samt,
spm staðizt gat hverja eldraun
og -aðeins skyrzt við, en ekki
bfúnnið.
Það er sem svipmót tiginlegra
hamrahlíða sé mótað í hvern
áfidlitsdrátt, sem speglar sál
þessa fólks og orð, athöfn hugs-
Framh. á bls. 27. 1
Minningarorð
ÞRIÐJUDAGINN 19. f. m. var til
moldar borinn í heimagrafreit í
Köldukinn í Haukadal Jón Óli
Árnason. Húskveðju hélt fyrr-
verandi sóknarprestur hins látna
séra Jón Guðnason, en sóknar-
presturinn séra Eggert Ólafsson
jarðsöng. Var jarðarförin fjöl-
menn. Hinn framliðni var jarð-
settur við hlið konu sinnar Lilju
Þorvarðardóttur.
Jón heitinn var á 81 aldurs-
ári er hann andaðist, fæddur 8.
jan. 1874. Hann var heilsugóður
alla æfi, en kenndi aðsvifs seinni
hluta dags 6. okt. og var örendur
að kvöldi. Hann var borinn og j
barnfæddur Haukdælingur. Átti
heimili í þeirri sveit alla æfi. Ólst
upp með foreldrum sínum þar til
hann kvæntist 1896 og hóf búskap
að Giljalandi. 1908 fluttust þau
hjón að Köldukinn. Konu sína
missti hann árið 1944 og bjó síð-
ustu árin með dætrum sínum
tveimur á þriðjungi jarðarinnar
móti Sigurði syni sínum.
Þau hjón eignuðust 10 börn.
Náðu 8 þeirra fullorðinsaldri og
lifa nú sex þeirra: Ásgeir á Afl-
stöðum, Sigurður í Köldukinn,
Kristbjörg og Axelía voru heima
hjá föður sínum, Anna og Lilja
giftar í Reykjavík. Dánir eru
Árni, kunnur húsgagnasmiður í
Reykjavík og Ólafur einnig hús-
gagnasmiður. Var Lilja sál. hin
ágætasta kona. Köldukinnar-
heimilið var orðlagt fyrir gest-
risni og aðra greiðasemi.
Þau hjón Jón Óli og Lilja voru
komin af tveimur helstu ættum
í Haukadal. Árni í Skógsmúla
faðir Jóns Óla var kominn af
Vatnshyrningum; ólst upp á
Stóra-Vatnshorni. Vatnshyrning-
ar voru fésælir og ýmsir þeirra
Sræðimenn, þótt Jón Egilsson
væri þar helstur. Heilsa góð og
hár aldur fylgdi ættinni og urðu
nokkrir nær tíræðir.
Faðir Lilju var Þorvarður
hreppstjóri Bergþórsson á Leik-
skálum, en þar bj4-sá karlleggur
um tveggja alda skeið og hétu á
víxl Bergþór og Þorvarður. Voru
það efna og nefndar bændur.
Þegar Jón Óli hné til moldar
hvarf síðasti fulltrúi hins eldra
tíma hér í Dölum vestur. Góður
og gegn fulltrúi gamla tímans.
Mat mikils fornar dygðir og
drýgði þær. Orðheldinn og úr-
skurðagóður, hispurslaus og hrein
skilinn, hjálpsamur án hiks eða
eftirtölu. Hsnn var ákafamaður
til allra starfa. Þrifnaður, nýtni
og reglusemi var á heimilinu.
Hugði jafnan á spakmælið „holt
es heima hvat“ og fylgdi því öðr-
um fremur.
Enginn skyldi þó ætla að hann
hafi verið taglhnýtingur sveit-
unga sinna í framkvæmdum og
híbýlasnyrtingu. Eignajörð sína
Köldukinn bætti hann mjög að
túnrækt og girðingum og var um
skeið langfremstur Haukdælinga
sem jarðabótamaður.
Hann var söngmaður góður og
hneigður að hljóðfæraslætti.
Keypti sér snemma orgel, er hann
spilaði sjálfur á og sum börn
hans.
Jón heitinn komst ekki hjá því j
að takast á hendur ýms nefndar-
störf í sveit sinni, en ekki var
honum það keppikefli, því að
heima var honum kærast, þó
rækti hann störf þessi með alúð
og samviskusemi. Allmörg ár var
hann stjórnarnefndarmaður
Kaupfélags Hvammsfjarðar. .—
Á áttræðisafmælinu kjöru sveit-
ungar hans hann heiðursborgara
Haukadalshrepps og mun hann
fystur Dalamanna er slíkan heið-
ur hefir hlotið. Lýsir það kjör
betur en orð hér á blaði, áliti
sveitunga Jóns á mannkostum
hans og þeirri þakkarskuld er
þeir töldu þeim bæri að greiða
honum. Þótti kjör þetta hváru-1
tveggjum til sóma Jóni og Hauk-
dælingum.
Ég kynntist Jóni heitnum
nokkuð á fjórða tug ára og mat
hann að meir, þess Iengur sem
kynning okkar varði. Hann vann
fljótt traust manna, snar í hreyf-
ingum og ákveðinn, greindur vel,
ekki orðmargur, en gagnorður,
setningar meitlaðar og málfar
ágætt. Við engan hlut tvínónaði
hann. Fljótur í ferðum, ótíðgeng-
ið til bæja, en heimilisrækinn.
Sótti helgar tíðir og var trú-
rækinn og hugleiddi, minnsta-
kosti síðari árin, spurninguna um
framhald lífsins, en hélt í barna-
trú sína og vildi þar sem minnstu
gleyma. í sumar kom ég til hans
að kvöldi dags. Var hann þá til
hvílu geriginn, en glaður og reif-
ur. Settist ég á sængurstokkinn
og ræddumst lengi við. Meðal
annars gat hann bænalesturs og
kvaðst lesa bænir sínar á hverju
kvöldi, en ver hefði farið með
morgunbænahaldið. I bernsku
hefði hann eð vísu numið morg-
unbænina (Hallgr. P.) en þegar
hann stálpaðist ukust annir mjög
á morgna, unglingar sýfjaðir og
enginn tími til bænahalds. .—.
Kvaðst hann þá hafa gleymt
henni, en vilja nú rifja hana
upp fyrir sér í ellinni. Kvaðst
ég sltyldi ráða bót á því og
sendi honum Hallgrímskver.
Nokkrum dögum seinna kom
kverið og boð með „Bænin lærð
og lesin morgna. Nógur tími til
þess nú“.
Að lokum þetta: Vel sé þeim
er kunna að meta gamla tímann,
velja úr það góða og nytsama er
hann geymdi í skauti sínu og
halda því, en hafa jafnan opin
augu fyrir boðskap nýja tímans
og taka þann sið, ef betri reyn-
ist, en verða ekki steinrunnið
nátttröll vegna fastheldni við hið
gamla. Þótt Jón Óli hefði á sér
að nokkru snið fyrri tíma mahna
og metti mjög hið eldra, lét hann
það ekki slá sig blindu fyrir nú-
tímans nytsömu tækni, hann
kunni þar bæði að velja og hafna.
Þjóðrækinn var hann í bezta
máta og lét ekki leiða sig í þjóð-
málum á neina refilstigu.
Hann var iðju- og athafna-
maður hérnamegin og kunni vel
starfinu. Vart mun hann una þvi
til lengdar að sitja áuðum hönd-
um hinumegin. Óska honum góðr
ar ferðar yfir í lönd lifenda til
meiri þroska og starfs.
Búðardal, 15. nóv. 1954.
Þorst. Þorsteinsson.
ittALtTUlMNGS-
SKRIFSTOFA
Einar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Pétursson
Austurstræti 7.
Símar 3202, 2002.
Skrif stof utími:
kl. 10—12 og 1—5.
*
í MORGUISBLAÐIIW