Morgunblaðið - 04.12.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.12.1954, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLÁÐIÐ Laugardagur 4. desember 1954 Ræða Úskars Jónssonar &Æ}i. Framh. af bls. 9 á slíka framkomu hjá íslenzkum framleiðeudum, sem beinan fjand skap við sig og myndu sniðganga íslenzka skreið. Samlagið hefir skyldur, það getur ekki og má ekki horfa á augnablikið, þess starfsemi verð- ur að ná yíir lengri tíma og mið- ast við almenningsheill og fram- tíðarstarf, en við slíkar skyldur er einstaklingurinn ekki bund- inn. Og þó jafnvel í dag geti ein- hver veifað tilboði, sem sýnir haerra verð, en samlagið greiðir, þá verðum við að muna það, að án samlagsins væri skreiðarsalan i voða, nema ef menn vildu þá ganga almennt inn í önnur sölu- samtök, sem þeir trúa betur fyrir sínu. Það má sjálfsagt benda á mis- fellur í fari samlagsins, en í það heila tekið tel ég að við höfum farið gætilega af stað og siglt á réttum slóðum, án þess að hætta alltof miklu. Við höfum fengið nokkurn lær- dóm af þeim tíma, sem er lið- inn og ég skal ekki að svo komnu máli spá hversu okkur tekst að færa okkur hann í nyt. En ég tel þó — þá set ég fram mína' per- sónulegu skoðun — að við verð- um að gera þetta allt nú á næst- unni: 1. Kynna okkur til hlýtar Nigeríumarkaðinn til dæmis með því að senda okkar fulltrúa þar niður og láta hann dvelja þar meðan hann er að safna stað- góðum upplýsingum samlaginu til handa. 2. Að setja sem fyrst upp skrif- stofu í Bretlandi og ef til vill víðar til að auðvelda sölu skreið- ar og komast sem mest fram hjá óþarfa milliliðum. 3 Að vinna að betri verkun og meðferð skreiðar, og vinna ötul- lega að því við forráðamenn pen- ingastofnanna, að lán fáist til að byggja hæf geymsluhús yfir skreiðina, svo m«m þurfi ekki að geyma hana úti, eða geyma árlangt í stöflum út á víðavangi. 4. Að vinna að samræmingu skreiðarmatsins. 5. Að reyna að ná samvinnu við Norðmenn, bæði um mat og verð á skreið og þá ef til vill aðbyrja með, bundið við Afríkuvöruna eina. ★ Allt eru þetta veigamikil atriði, sem geta haft mikla þýðingu fyr- ir starfsemina og sú stjórn sem þessi samkoma kann að kjósa teldi ég að ætti að taka þessi mál öll til meðferðar. Ég veit að margir kunna að hugsa sem svo: Hví eigum við að leggja í kostnað með brautryðjendastarfi, sem allir eru skyldir að vinna að, þ.e.a.s. þeir sem framleiða skreið. Þeim fhönnum vil ég svara með því, að segja um leið og ég gekk í samlag, tók ég á mig skyldur við heildina og við framtíðina. Ég tók á mig skyldur kannske vegna hans Jóns eða Guðmundar. Ég gekk líka í samlagið fyrst og fremst af eigingirni til þess að skapa mér öryggi í starfseminni. Ég vissi að þeir sem fyrir utan Standa, gætu sjálfsagt einn og einn náð hærra verði endrum og eins, enda það ekki látið liggja í —^íláginni. En hitt vissi ég að án ; —ji'Sígmlagsins myndi sala skreiðar . '|rá íslandi lenda í vandræðum, k |; fpm myndi ekki einasta hafa *k'^38&úinerað“ Þá, sem vildu vera í :I’s^amlagi eða sölusamtökum, held- hina, sem fyrir utan hafa /^íáðið og hafa getað haldið öllu ; 1-5 %"nu * skreiðinni, einmitt af því æ 9- samlagið varð til og „organi- ,raði“ söluna, þó ekki væri nema 'ájf4/7 hlutum framleiðslunnar. |g':®’Ég tel að samlagið ætti að gerá Jgángskpr að því að ná inn i sam- l|§kin, þeim sem fyrir utan standa ■*Crg efla þannig þessa stofnun, sem ég veit með vissu að á mikla framtíð framundan og þó þeir yilji ekki vera með nú, þá kemur sá tími að þeir koma með. Því . menn hljóta að sjá það að hér á við, að sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér. Og þó einhverjum finnist að núverandi stjórn þessa samlags hafi eitthvað illa gert eða vangert hlutina, þá gefst þó alltaf einu sinni á ári kostur að breyta uhi menn og ég skal fyrir mitt leyti lýsa því yfir að ég get effirlátið hverjum góð- um samlagsmanni mitt sæti án alls sársauka. Við eigum að nota lýðræði bæði hér og annars stað- ar til að skipta um menn eftir því er henta þykir, því maður kemur alltaf í manns stað. REYNSLA FRÁ S.Í.F. OG S.H. Á AÐ VÍSA VEGINN Við höfum landssamtök um saltfisksöluna og engum, sem líta vill á það mál með raunsæi, myndi detta í hug að kljúfa þau samtök. Við höfum sterk sölusamtök um freðfiskinn, þó ekki séu jafn víðtæk og saltfiskverzlunin. Og þó okkur finnist eitt og annað að þeirri stofnun, þá er ég ekki í ............................ neinum minnsta vafa um, að þau samtök hafa fært þjóðinni stór- fé, fram ýfir það, ef allt hefði verið laust og kraftarnir sundr- aðir. Ég tel því að þessu athuguðu að við eigum að efla þessi samtök og vinna ötullega framvegis að vexti þeirra og viðgangi, og muna jafnan að þau eru ekki fyrst og fremst byggð upp fyrir daginn í dag, þau eru byggð upp fyrir framtíðina jafnframt því, sem við reynum að beita þeim okkur til hagsbóta. Með þetta í huga vildi ég að lokum óska þessu unga fyrirtæki allrar blessunar og vona að starfið geti blessast framvegis sem hingað til. Ingólfscafé Ingólfscafé Eldri dansarnír í Ingólfscafé í kvöld klukkan 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. — Sími 2826. ÍÐNÓ IÐN Ö Dansleikur í Iðnó í kvöld kl, 9 Söngvari: Haukur Morthens. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. sími £191. Raéiogrammófónn Til sölu er mjög vandaður Pliilips-radíógrammófónn, með 15 lampa útvarpstæki. Upplýsingar í síma 81694 í dag. Hófel Borg Dnnsleikur í kvöld tii kl. 2 SYBIL SUMMERS og ALFREÐ CLAUSEN skemmta. Miðasala við suðurdyr kl. 8. G&miu duusarziir að Þórscafé í kvöld klukkan 9. Hljómsveit Jónatans Ólafssonar. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—?. BinRiMmiimmiimiiíitiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiimiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiimimnimiiiiiiiiiu fllKP«é SfWÍ = í kvöld kl. 9 Hljómsveit Svavars Gests. §| Aðgöngumiðar frá kl. 6—7. »HMSUIfflliRllllimmillilll!lll!i|!lllll!mil!lilimtllliiniI!ll!l|llllllllllll!ll!limilllM;!ill|l||MlltM!ll!IB VETRARGARÐURINN VETRARGARÐURINN DANSLEIKUB i Vetrargarðinum í kvöld klukkan 9. Aðgöngumiðasala frá kl. 3—4. — Sími 6710 V. G. KVENFELAGIÐ HRINGURINN efnir til kvöldskemmtunar í Þjóðleikhúsiny mánudaginn 6. þ. m. kl. 21, til ágóða fyrii Barnaspítalasjóð. HLJÓMSVEIT VARNARLIÐSINS undir stjórn Patrick F. Veltre leikur létta klassiska tónlist, m. a. verk eftir Rimsky Korsakov o. fl. Einsöngur: John Peck jr. Einleikur á píanó: Richard Jenscn. A milli atriðanna sýna hinir fjölhæfu listdansarar Erik Bidsted ballettmeistari, Lise Kæregaard og Paul von Brockdorff ballettatriði. Aðgöngumiðar verða seldir í Þjóðleikhúsinu og bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar frá deginum í dag. -------- M A R K Ú S Eftir Fd fí' : m .j Mpg •&I» ■ 3»É2 ■ ? A 1) — Andi, fram nú. | varnar. ÍNauun umkringja kýrn- 2) — Andi þýtur í áttina að !ar og kálfana og beina hornum sauðnautahjörðinni, sem býst til Igegn þessu aðskotadýri. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.