Morgunblaðið - 04.12.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1954, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐiÐ Laugardagur 4. desember 1954 — Ræða borgarstjóra um ijárhagsóætlun Reykjavikur Framh. af bls. 1 \ millj., sem bæjarstjórn 1 ákvað að hækka áætlunina um í júlímánuði, samtals 90.4 millj. 1955: skv. frumv. 98.4 millj. Hér er því um að ræða hækk- va um 8 milljónir á heildarupp- hæð útsvaranna frá því, sem á- hveðið var í ár, eða tæp 9%. Þessi hækkun útsvara er nauðsynleg af ýmsum ástæð- um, sem ég mun greina nán- ar í sambandi við gjalda- áætlunina. En ég vil taka það skýrt fram, að ég geri ráð fyr- ir að nota megi sama útsvars- stiga árið 1955 til að ná inn þessari upphæð eins og not- aður var í ár. Vegna h’ækk- aðra tekna, bæði hjá fyrirtækj um og einstaklingum, tel ég að svo megi verða. Þessi 8 milljón króna hækkun á heild- arupphæð útsvaranna mun því væntanlega ekki þýða neina ! hækkun útsvara á gjaldend- 1 um, miðað við sömu tekjur. tJXSVARSSTÍGINN HEFUR EARIÐ LÆKKANDI Síðustu ár hefur útsvarsstig- inn í Reykjavík verið lækkaður. Arið 1953 var persónufrádráttur hækkaður verulega og ýmsar fleiri útsvarslinanir gerðar. í ár var enn gerð veruleg lækkun á útsvarsstiganum. Til skýringar vil ég nefna útsvar verkamanns með venjú leg verkamannslaun, sem er I kvæntur, með 3 börn. 1952 eru meðallaun verka- • manns áætluð 30.400 kr. (Jtsvar 1940 kr. 1953 áætluð laun 32.600. Útsvar 1670 kr. 1954 áætluð laun 36.470 að meðtöldum fjölskyldu- bótum. Útsvar 825 kr. ,Ég mun þá víkja að nokkrum liðum í gjaldaáætluninni. KOSTNAÐUR VIÐ STJÓRN KAUPSTAÐARINS I. liður fjaílar um stjórn kaup- Staðarins. Á þeim kostnaðarlið verða litlar breytingar, nema laun í skrifstofu bæjarverkfræð- ings, sem hækka um ca. 400 þús. krónur. Ástæðan til þeirrar hækkunar er fyrst og fremst veruleg hækk- un á launum verkfræðinga, skv. samkomulagi, sem gert var í haust. Auk þess er gert ráð fyrir nokkurri aukningu starfskrafta (2 verkfr.). Manntalsskrifstofan lækkar hins vegar úr kr. 450 þús. í 250 þús. vegna þeirra breytinga, er orðið hafa á starfssviði hennar. I>ar sem ekki er komin næg reynsla á hið nýja fyrirkomulag við manntal og ekki heldur vitað, að hve miklu leyti bærinn þarf að hafa með höndum afgreiðslu flutningstilkynninga o. fl„ þykir ekki fært að gera ráð fyrir frek- ari lækkun að sinni. LÖGREGLUÞJÓNAR Samkvæmt 1. gr. 1. um lög- reglumenn nr. 50/1940, getur ríkisstjórnin að fengnum tillög- um bæjarstjórnar fyrirskipað, að í bæjum, þar sem eru 1000 íbúar eða fleiri, skuli vera allt að 2 starfandi lögregluþjónar á hverja 1000 íbúa. Hinar 17. júlí . 1942 ályktaði bæjarráð, að það gæti fallizt á, að lögregluþjónum bæjarins yrði fjölgað svo, að 2 komi á hvert þúsund íbúa, og var það síðan fyrirskipað af ríkisstjórninni. Nú eru bæjarlögregluþjónar 96 hjá lögreglustjóra og 19 hjá sakadómara, en í áætlun er mið- að við 120, svo sem vera ætti. eldfæraeftirlit . Vegna fyrirmæla í hinni nýju bfunamálasamþykkt um aukið eftirlit með olíukynditækjum, réyndist nauðsynlegt að ráða nýjan starfsmann til að annast þetta eftirlit. Auk þe§s,hefur ein- - manni; ep - áéuk -starfaði í varðliðinu, verið falið að fara með almennt eldvarnaeftirlit. í síðustu fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir auknu eftirliti, sem komið hefur til framkvæmda á þessu ári, að nokkru leyti, en það verður nú enn aukið. Þessi liður hefur því hækkað. BARNASKÓLAR — LJÓS OG HITI Hækkun á þessum lið stafar af fjölgun skólanna og nokk- urri hækkun rafmagnsverðs. — Hækkun á ræstingarkostnaði stafar af auknu skólahúsrými, enda hefur sá liður reynzt heldur lágt áætlaður undanfarið. BÆJARBÓKASAFN Hækkun á þessum lið úr 750 þús. í 850 þús. er vegna aukins starfsliðs, er nauðsynlegt var vegna endurskipulagningar safns ins og aukins húsrýmis. Aðsókn að safninu hefur stórlega aukizt og er því óhjákvæmilegt að hækka þennan lið, eins og fyr getur. SKEMMTIGARÐAR Þessi liður hefur reynzt of lágt áætlaður undanfarin ár og hækk- un því um 100 þús. krónur. í áætlunarupphæðinni er fólginn bæði stofnkostnaður nýrra skemmtigarða og rekstur þeirra, sem fyrir eru. Endurbótin á Hljómskálagarðinum verður þó dýrust. Nefnd manna hefur gert ýtarlegar tillögur um endurbæt- ur á garðinum og hefur verið hafizt handa um að framkvæma þær á þessu ári og verður haldið áfram á næsta ári. ÍÞRÓTTASVÆÐI Sá liður hefur í framkvæmd reynzt of'lágt áætlaður, og verð- ur því naumast hjá því komizt að hækka hann úr 175 þús. í 225 þús. krónur. SORPIIREINSUN — SORPHAUGAR Eftir ósk borgarlæknis hefur verið tekinn upp nýr liður, „sorphaugar", en í ráði er, að framvegis verði sorpið grafið, þ. e. a. s. þar til fyrirhuguð sorp- eyðingarstöð kemst upp. Kostn- aður við sorphauga var áður tal- inn með sorphreinsun, en sá lið- ur hefur einnig verið hækkaður vegna fólksfjölgunar og útfærslu byggðarinnar. Á síðasta ári komu fram nýjar tillögur um fyrir- komulag sorpeyðingarinnar og var fyrri áætluninni þá frestað, en búast má við að þeim verði ekki breytt. Við 2. umræðu verð- ur að samþykkja framlag til sorpeyðingar. HEILSUVERNDARSTÖÐ, HJÚKRUNARDEILD Hér er í áætluninni um raun- verulega nýjan lið að ræða, hjúkrunardeildina, sem er í heilsuverndarstöðinni. Er hann að upphæð kr. 600 þúsund. Er gert ráð fyrir, að deildin taki til starfa á næstu mánuðum og má áætla, að þar geti orðið á árinu um 17 þús. legudagar. Óvarlegt mun vera að áætla halla af þess- ari starfsemi pr. legudag minni en um 35 krónur, sérstaklega á því ári, sem starfsemi hefst. Hér er um bráðabirgðaráðstöfun að ræða þar til bæjarspítalinn kemst upp. HEILSUVERND Hér er um nýjan lið að ræða, sem felur í sér greiðslur vegna heilsuverndarstarfsemi þeirrar, sem verður rekin í heilsuvernd- arstöðinni. Ber þá að athuga, að niður fellur liður í síðustu fjár- hagsáætlun, að upphæð kr. 280 þús., er greiddur var til Hjúkr- unarfélagsins Líknar vegna heilsuverndarstarfseminnar. Enn- fremur fellur niður liður, sem var styrkur til áfengisvarna- stöðvar. Kostnaður við hrein- lætis- og heilbrigðismál hækkar í heild um 1.4 millj. krónur. Þess má geta að framlag til „Líknar", 280 þús. krónur, fellur nú niður Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri. með því að Heilsuverndarstöðin tekur við hlutverki þess félags. Þakkaði borgarstjóri „Líkn“ ágæt störf í þágu bæjarins. SLYSAVARÐSTOFA Vegna nýs fyrirkomulags og mjög aukinnar starfsemi á þessu sviði, þegar til starfa tekur hin nýja slysavarðstofa í heilsuvernd arstöðinni, hefur liður þessi ver- ið hækkaður um 155 þús. krónur. ALMANNATRYGGINGAR Áætlað er, að gjöld skv. þess- um lið hækki um tæpa V2 millj. kr., eða kr. 488.000.00 — þar af eru kr. 290.000.00 hækkun á fram lagi til Sjúkrasamlags Reykja- víkur og kr. 100.000.00 hækkun á framlagi til almannatrygging- anna. — Þetta eru eins og margt fleira, lögákveðin útgjöld, sem bæjarstjórn getur engin áhrif haft á og er þýðingarlaust að áætla þau lægri en efni standa til. FRAMFÆRSLA Gert er ráð fyrir, að þessi lið- ur hækki frá fyrri áætlun um kr. 1.415.000.00. Styrkur til manna 16—60 ára hækkar um kr. 200.000.00. Veldur því eingöngu hækkun á húsnæð- iskostnaði, því að nú verða færð á þennan lið öll útgjöld vegna herskálaíbúða, sem styrkþegar hafa til afnota, en ekki á sér- stakan lið, óviðkomandi fram- færslumálum, eins og áður var. Húsaleiga hefur og hækkað nokk uð, en hún er mjög stór liður í heildarframfærslukostnaðinum. Væri þessum ástæðum ekki til að dreifa, myndi þessi liður lækka verulega. Styrkur til manna 60 ára og eldri hækkar um kr. 500.000.00 og styrkur til sjúkra manna og örkumla um kr. 300.000.00. Um 95% af þessum útgjöldum, sem hækka samtals um kr. 800.000.00, eru daggjöld gamalmenna og ör- yrkja á hælum og elliheimilum og hluti bæjarsjóðs af sjúkra- húskostnaði berkla- og geðveik- issjúklinga, að því leyti sem tryggingarfé og greiðslur samkv. lögum um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla hrökkva ekki til. Nýlega hafa bætzt við tvær stofnanir, sem taka við slíku fólki, þ. e. Sólvangur í Hafnar- firði og elliheimilið í Hveragerði. Elliheimilið Grund hefur verið stækkað og á árinu 1955 bætast við um 40 sjúkrarúm í Heilsu- verndarstöðinni. Ósamið er við Starfsstúlknafélagið Sókn, en hækkun á kauptaxta félagsins hefur óhjákvæmilega í för með sér hækkun á daggjöldum þess- ara stofnana. — Með tilliti til þessa þótti ekki varlegt að áætla þessi útgjöld lægri. Liðurinn framfærslulán o. fl. er hækkaður um kr. 400.000.00. — Er þar farið eftir reynslu árs- ins 1954, en á því ári hefur fram- færslunefndin veitt mikið af lán- um til manna, sem ekki eru á framfæri. bæjarins, -vegna húe- næðisvandræða o. fl., og má gera ráð fyrir, að haldið verði upp- teknum hætti þar um. SUNDLAUG VESTURBÆJAR Bæjarráð skipaði tvær nefndir til þess að hrinda byggingu sund laugar í Vesturbænum í fram- kvæmd, fjáröflunarnefnd, er nú hefur lokið störfum og afhent söfnunarfé að upphæð kr. 150.000.00 til byggingarnefndar, er enn siiur að störfum. Bygg- ingarnefnd hefur haldið fjölda fjölda funda til undirbúnings að byggingu laugarinnar. Samkv. tillögu nefndarinnar hefur bæj- arráð samþykkt að velja lauginni stað við Hagamel. Unnið er að teikningu laugarinnar og mun henni lokið fyrir áramót og mun þá bæjaráði'verða afhent teikn- ingin ásamt greinargerð bygg- ingarnefndar. Bæjarstjórn hefur árin 1953 og 1954 áætlað 75.000 krónur hvort árið til byggingar- innar og hefur fé það verið lagt til hliðar. Ef bæjarstjórn sam- þykkir að veita kr. 300.000.00 til byggingarinnar á árinu 1955 verður handbært fé til þess að hefja framkvæmdir kr. 600.000.00 að viðbættum 40%, er íþrótta- sjóður ríkisins mun greiða til verksins. Fyrir þessa upphæð telur byggingarnefnd að takast megi að steypa sundlaugar- þróna og gera búningsklefa og önnur mannvirki, er laug- inni tilheyra, fokheld á ári. Fyrirhugað er að hefja bygg- ingu sundlaugar Vesturbæjar strax næsta vor, ef nauðsynleg fjárfestingarleyfi fást. STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR Að meðtöldum 4 strætisvögn- um, sem teknir verða í notkun næstu daga hafa 17 nýir vagnar verið keyptir frá því sumarið 1951. Auk þess hefur dieselvélum verið komið fyrir í 4 vögnum, sem áður höfðu benzínvélar. 4 nýjum leiðum hefur verið bætt við á tímabilinu, þannig, að nú eru þær samtals 18. Auk þess hefur verið aukið við nokkrar af eldri leiðunum. Sumarið 1951 var samtals ek- ið á dag ca. 4.470 km„ en nú ca. 5.800 km„ eða sem næst % lengri leið. 40 vagnar eru nú í leigu S.V.R., þar af 23 á föstum leiðum. Æskilegt væri að 4 nýjar leiðir yrðu teknar upp á næsta ári, þ.e. a. s. í syðstu hagana og Æg- issíðu, Smáíbúðar- og Bústaða- hverfi, í Vogana og leið til að tengja saman úthverfin. Sú leið yrði í framkvæmd þannig, að^ek- ið yrði úr Kleppsholti um Voga-, Smáíbúðar-, Bústaðav.,- Hlíðar- og Hagahverfi og Skjólin og' sömu leið til baka. Þá er gert ráð fyrir, að reynt verði að kom- ast af með 2 vagna til endurnýj- unar þeim eldri. Samtals er þá þörf fyrir 6 nýja vagna á árinu 1955, en verð hvers þeirra er nú sem næst 450 þús. kr. Samtals fyrir 6 bíla ca. 2.700 þús krónur. Auk þeirra liða, sem getið hef- ur verið hér að framan, talaði borgarstjóri um nokkur fleiri at- riði í sambandi við fjárhagsáætl- unina. ★ Á eftir ræðu borgarstjóra töl- uðu þeir Ingi R. Helgason (sós.) og Þórður Björnsson. Þjóðvarn- armaðurinn og Alþýðuflokks- mennirnir töluðu hins vegar ekki. Ræður þeirra Inga og Þórðar fóru nokkuð á víð og dreif, en þeir boðuðu, að við 2. umræðu myndu þeir bera fram breyting- artillögur við frumvarpið. Borgarstjóri tók síðan til máls. Hann gerði að umtalsefni það, sem ræðumennirnir tveir höfðu sagt um það, sem þeir kölluðu „skrifstof ubáknið“. Borgarst j óri benti á að ræðumenn hefðu eng- ar tilraunir gert til þess að finna orðum sínum stað, en slíkt tal um. skrifstofubákn, hjá -bænum væri nú orðið slitið slagorð. Borg- arstjóri benti á, að ef litið væri á fjárhagsáætlunina, þá væri það einkum einn liður, sem hækk að hefði viðvíkjandi stjórn bæj- arins, en það er kostnaður við skrifstofu bæjarverkfræðings. —- Borgarstjóri kvaðst vilja spyrja fulltrúa minni hluta flokkanna hvort þeir vildu fækka verkfræð- ingum eða lækka laun þeirra til að draga úr þessum lið. Hann kvað bæjarverkfræðing telja sig þurfa að fá 5 nýja verkfræðinga, ef vel ætti að vera. Ef kostnaður við verkfræðingastörfin yrði skorinn niður myndi það hafa í för með sér töf á framkvæmdum, en það væri í ósamræmi við sí- felldar kröfur minnihluta flokk- anna um meiri og hraðari fram- kvæmdir. AF IIVERJU HÆKKAR FJÁRHAGSÁÆTLUNIN? Af gefnu tilefni dró borgar- stjóri saman aðalástæðurnar fyr- ir því af hverju fjárhagsáætlun- in þyrfti að hækka og er það í 14 liðum: 1) Stríðsgróðaskattur 1 millj. kr. fellur niður. 2) Ágóðahlutdeild brunatrygg- inga, fellur niður vegna breytts skipulags. Hún nam kr. 150 þús. 3) Laun hækka á skrifstofu bæjarverkfræðings, sem nem ur kr. 400 þús. 4) Löggæzla hækkar um kr. 200 þús„ en það er lögbundið. 5) Barnaskólarnir. Kostnaður við þá hækkar um 500 þús. krónur og er bað óviðráðan- legt. 6) Bæjarbókasafnið. Útgjöld hækka um kr. 100 þús„ sem leiðir af því að safnið hefur fengið nýtt húsnæði og þarf aukna starfskrafta. 7) Skemmtigarðar og leikvellir. Sá liður hækkar um 250 þús. kr. Bæjarbúar munu vafa- laust ekki telja það eftir, sem gert er til fegrunar í bænum. 8) Sorphreinsun og sorphaugar. Hækkun kr. 600 þús. vegna útþenslu bæjarins og fjölg- unar bæjarbúa. 9) Framlög til bjargráðasjóðs, byggingarsjóðs verkamanna og eftirlaunasjóðs hækka um 225 þús. kr. Þessi framlög eru að verulegu leyti lög- bundin og með öllu óhjá- kvæmileg. 10) Framlög til Tryggingastofn- unarinnar og Sjúkrasamlags- ins auk iðgjalda til almanna trygginga hækka um 450 þús. kr. og er það lögbundið. 11) Framfærsla. Þessi liður er lögboðinn og er hverju bæj- arfélagi skylt að sjá sóma- samlega fyrir þurfamönri- um. Hækkun á þessum lið nemur 1.400.000,00. 12) Götur og holræsi, hækkun um kr. 800 þús., sem er aðal- lega viðhald gatna. 13) Sundlaug Vesturbæjar. — Sá liður nemur kr. 225 þús, og mun enginn ágreiningur vera um nauðsyn þessa máls. 14) Framlag til íbúðarhúsabygg-' inga, hækkun 2.5 millj. kr. og er það stærsti liðurinn. Eins og nú er háttað í hús- næðismálunum mun ekki vera ágreiningur um þennan lið. Hækkunin á öllum framantöld- um liðum nemur alls 8.8 millj. króna, sem er nokkru meira en heildarhækkun fjárhagsáætlun- arinnar. — Borgarstjóri varpaði fram þeirri spurningu til minni- hluta flokkanna hverja af þess- um hækkunum þeir teldu að væru úr hófi fram og beiddist skýrra svara. Á eftir ræðu borgarstjóra tóku þeir aftur til máls Þórður Björns- son og Ingi R. Helgason og voru þær ræður allar stuttar. Að loknum þeim umræðum var fj árhagsáætluninni vísað til 2. umcæðu......... , ___........

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.