Morgunblaðið - 04.12.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.1954, Blaðsíða 14
MORGVfÍBLAÐlÐ jaugardagur 4. desember 1954 N I C O L E SkcíldsagQ «ftir Catosnne Gasu> Framh’aldssagan 110 arinnar .... Richard var gerólík ur Lloyd. Þetta yrði nýtt líf. Richard mundi verða eigingjarn, og afbrýðissamur, en þó alltaf glæsilegur og aðlaðandi. Það mundi aldrei verða leiðinlegt að vera með honum. En í sambúð lians mundi hún heldur varla finna staðfestu og traustleik: hans hverfula eðli, hans eyrðarleysi myndu koma í veg fyrir að hann gæti nokkurs staðar skotið rót- um. Hún tók að velta því fyrir sér, hvort hann mundi gera sér grein fyrir hvílíkt band hjóna- bandið væri. Með Lloyd fyrir eigínmann hafði líf hennar verið vel skipulagt og öruggt. Þeirri öryggistiifinningu hafðn hún vanizt og það var einmitt slíkt sem hún þarfnaðist nú. Það mundi ekki þýða að fara með Richard og setjast að í húsinu við Tygarth Drive. Nei, þau myndu fá sér íbúð í Mayfair eða við Regent Park — og hennar gömlu kunningjar myndu ganga þar út og inn. Gestir þeirra yrðu sama fólkið og hún hafði reynt eftir megni að forðast. En Richard elskaði hana — og hún var ein- . mana. I-íún leit á hann; augnaráð hans var hlýlegt og biðjandi. „Það er ekkert sem heldur í þig hérna“, sagði hann. „Mamma mun áreiðanlega sakna þín, en hún mundi síðust allra vilja koma í veg fyrir að þú öðlaðist hamingju. Þvert á móti mundi hún hvetja þig til þess að leita hamingjunnar.“ Skyldi hann hafa gleymt Judith, hugsaði Nicole með sér — eða fannst honum að hún ekki vera það þýðingarmikið atriði í þessum ákvörðunum að tæki því að minhast á hana. Og hvar inundi Judith vera ætlaður sess í lífi þeirra? Richard kærði sig kollóttan um börn. Hann skipti sér aldrei af drengjunum hans Alans og ennþá síður af Judith. Hann talaði um hamingju .... Nicole velti því fyrir sér hvort liægt væri að kalla það hamingju samt hjónaband, þar sem engin börn væru. Judith yrði að eyða bernskuárum sínum á uppeldis- stofu, eins og hún sjálf hafði orð- ið að gera. Richard mundi halda því fram, að hún væri betur kom- in á slíkum stað .... það kynni að vera rétt hjá honum, en það hafði sannarlega ekki verið áform Lloyds að láta hana alast upp meðal ókunnugra. Lloyd hafði viljað að hún fengi það sem börnum er mikilvægast í bernsku — ást, heimili, elsku- iega og skilningsgóða foreldra. Lloyd hafði elskað hana. Richard greip allt í einu um axlir hennar. „Þú ert leiðinleg", sagði hann. „Þú hlustar ekki á mig! Hvað ertu að hugsa um? Hann?“ Hún' starði á hann steini lostin. Svipur hans varð harðneskju- legur. „Hann er dáinn, Nicole. Þú verður að skilja það. Þú hefur lifað í minningunni um hann í tíu mánuði, og það er kominn tími til þess að þú breytir þar um. Þú verður að gleyma hon- um.“ Hann þagnaði um stund. „Nicole, þú ert ung og yndisleg. Þú mátt ekki láta hann hafa svona mikið vald yfir þér. Þú átt alla ævina framundan; þú ^etur ekki alla ævina unað við áð eiga aðeins minningu um karl- mann.“ Hún hörfaði aftur á bak frá lionum. „Ég get ekki gifzt þér, Riehard.“ „Hvers vegna ekki?“ sagði hsmn hranalega. „Ég elska þig ekki“, sagði hún. Hann hló stuttlega. „Ást! En hváð þú hefur breytzt!“ sagði hann hæðnislega. „Einu sinni var það aðalskemmtun þín að verða ástfangin — það var æfintýri. Nú setur þú slíkt í samband við ná- kvæma yfirvegun um það hvaða öryggi og traust felst í því. Er þetta rétt skilið hjá mér?“ „Já, Richard, þú hefur rétt fyr- í ir þér“, endurtók hún hægt. „Ég er hrædd við framtíðina eins og hún blasir við mér nú. En ég býst , við að sú hræðsla mundi marg- faldast' ef ég ætti að mæta henni með þér. Þú getur ekki veitt mér 1 það líf, sem ég nú óska eftir. Það yrði of fábrotið fyrir þig; þú j mundir sakna glaumsins, sem ég vil nú orðið helzt vera án; þú mundir kvarta og ergja þig og þú mundir verða vonsvikinn, því að ég er ekki lengur Nicole sem þú þekktir í gamla daga í sam- kvæmum og veizlum. Og ég get ekki snúið til hins fyrra lífs — hvernig sem ég reyndi- Það er eitthvað í huga mínum sem er dáið og horfið, Richard — eitt- hvað sem áður ólgaði og hvatti. Lloyd tók eitthvað frá mér og hann heldur því enn. Hann var mér sá eiginmaður, sem þú gætir aldrei orðið. Hann veitti mér ást, hamingju, ánægju og .. Judith. Þú getur aldrei veitt mér þetta, Richard. Þú ert ekki aflögufær. Ást þín yrði ekki byggð á bjargi. Þú ert allt of næmur fyrir fegurð til þess, að þú getir elskað eina konu og gert þig ánægðan með það; hamingja .. já. Við yrðum kannski hamingjusöm í bili, unz þú yrðir eirðarlaus og tækir að þrá glaum og gleði og þegar svo væri komið færum við í taug- arnar hvert á öðru; ánægja .. hana hefur þú aldrei fundið í lífinu, þó að þú hafir reynt mikið til þess. Og ég hef enga ástæðu til að ætla að þú findir hana með mér. Og þá er það Judith .... þú hefur engan áhuga á henni. Hvers vegna? Er það vegna þess, að þú hefur engan áhuga á börnum yfirleitt? Eða er það vegna þess að hún er dóttir Lloyds?“ Richard hleypti brúnum. „Hún er þitt barn. Allt sem þú átt vekur áhuga minn. Ef við giftumst yrði vel litið eftir henni. Það veiztu. Hana mundi aldrei skorta neitt. Við mundum senda hana á góðan heimavistarskóla. Hún er nógu gömul ....“ „Nei, Richard! Nei!“ hrópaði hun iramm i iyrir honum. riún fann Kaxdan hroii fara um sig. „Þú segir þetta jaín kæruieysis- iega eins og þu værir að senda hana í skemmtiíerð Heimavistar- skóla! Nei! Eg ætia ekki að láta loka hana afstðis, eins og gert var við mig í bernsku. Eg vil gefa henni það, sem ég íór á mis við — og gott heimili er eitt af því. Ég hafði enga hugmynd um það hvað heimiii var, iyrr en ég kom til Englands. Og þá, þegar mér bauðst það og var farin að lifa eðlilegu lífi, steig það mér til höfuðs. Það var allt svo undar- legt og dásamlegt. En slíkt skal ekxi henda Judith Hún skal fá allt — og hún skal fá allt þegar frá byrjun! Skilurðu hvað ég er að segja, Richard?“ „Já, þú ert að segja, að þú vilj- ir ekki giftast mér“, sagði hann lágt. Svipur hans var aftur harð- neskjulegur. „Eg vissi það að Lloyd stoð á milii okkar. Ég hef alltaf vitað það, en ég ímyndaði mér aldrei að stelpubarn kæmi til með að gera það. Ef það nú væri bara Lloyd, þá gæti ég kannski barizt til sigurs; ég gæti kannski fengið þig til að gleyma honum .. En Judith .. hvernig get ég barizt við þau bæði?“ „Það getur þú ekki, Richard. Þú getur það ekki. Judith er mitt Jóhann handfasti ENSK SAGA 64. Þeir réðust að mér eins og þegar ólmir veiðihundar ráð- ast á hjört. Mér tókst að halda þeim frá mér í nokkrar mínútur með því að beita sverðinu mínu, en þá fékk ég mikið högg á höfuðið, svo að ég riðaði í söðlinum og féll af baki. Eg fann að gripið var um handlegginn á mér, svo var mér lyft upp og kastað óþyrmilega upp á söðulboga. Þó að ég væri hálf ringlaður eftir höggið, barðist ég um sem hamstola, til að losa mig en árangurslaust. Ég sá andlit eins biksvart og ég sæi framan í sjálfan djöfulinn, og það glitti í hvítar tennurnar, svo fannst mér að ég væri að sökkva niður í koldimma gjá. Þegar ég kom til sjálfs mín aftur, lá ég á dimmum, ryk- ugum stað, sem vaggaði mjúklega fram og aftur, svo að ég hélt í fyrstu að ég væri í skipi á sjó. Einhver hafði vafið sárabindi um ennið á mér. Eg hafði miklar kvalir í höfðinu. Einnig fann ég að einhver hafði bundið hendur mínar saman. I nokkur augnablik gat ég ekki munað neitt, þó að ég reyndi af alefli að safna mínum tvístruðu hugsun- um saman. „Ég er Jóhann handfasti“ sagði ég lágt við sjálfan mig, en hvar ég var og hversvegna ég var hér og hvað fyrir mig hafði komið, var mér algjörlega hulið. Þá fór ég aftur að muna allt, orrustuna og höggið. Tjald- ið, sem hékk í kringum mig, gat ég dregið til hliðar og gægzt út, með því að reisa mig upp á olnboga. Hressandi nætursvali lék um andlit mér. Næst fyrir neðan mig sá eg hliðina á stóru dýri og þar fyrir neðan dökkleitan sand- inn, en uppi yfir mér hvelfdist dimmur himininn þar sem stjörnurnar glitruðu eins og milljónir gimsteina. Nú var mér allt ljóst. Ég var með sveit manna á bakinu á úlfalda og það var verið að fara með mig sem fanga til borgarinnar Damaskus. prjónafatnaöur Alls konar CENTROTEX frá Tékkóslóvakíu Einkaumboðsmenn: Kristján G. Gíslason & Co. h.f. I Ytri-Njarðvíkum er til leigu í nýbyggðu húsi 2 samliggjandi herbergi með innbyggðum skápum, snyrtiherbergi ásamt W. C. Sér- staklega ætlað einhleypum eða barnlausum hjónum. — Alger reglusemi áskilin. Þeir sem kynnu að óska eftir herbergjunum, leggi nöfn sín í lokuðu umslagi á afgr. Mbl. í Keflavík fyrir 10. þ. m., merkt: , Algjör reglusemi — 263“. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.