Morgunblaðið - 09.12.1954, Page 7

Morgunblaðið - 09.12.1954, Page 7
Fimmtudagur 9. des. 1954 M ORGU TS BL AÐIÐ 23 Hann er hœftur að hanga aftaní bílum CÍSLI JÓNASSAN skólastjóri ' fylgdi okkur upp á Ioft. Hann barði að dyrum á einni skóla- Stofunni og lauk síðan hurðinni Upp. Kennslukonan tók brosandi á móti okkur og bauð okkur vel- komna í bekkinn. Ólafur Guð- mundsson lögregluþjónn hallaði sér örlítið fram og gekk innfyrir. Augu barnanna fylgdu honum fast eftir, þar sem hann gekk fram fyrir töfluna og nam staðar yið púltið. Gísli ávarpaði nú bömin og Sagði þeim að hingað væri kom- inn maður, lögregluþjónn, sem ætlaði að kenna þeim umferðar- reglur. — Allir, bæði böm og fullorðnir, sagði Gísli og leit al- varlega yfir starandi hópinn, verða að læra umferðarreglur. Þeir sem ekki kunna þær, eiga á hættu að verða fyrir slysi og af því getur leitt alvarleg örkuml eða jafnvel dauði. Börnin sátu algjörlega hreyf- ingarlaus. Merkilegur atburður hafði skeð: Það var kominn lög- regluþjónn í bekkinn og maður með myndavél. Hugsið ykkur: löggan! Ólafur heilsaði þeim kumpána- lega. — Jæja krakkar mínir, ég ætla að segja ykkur svolítið um umferðarreglurnar. Við verðum öll að læra þær, — en krakkar, það er ekki nóg bara að læra þær, — hvað annað verðum við að gera? Það fór kliður um bekkinn. Krakkarnir litu hvert á annað. Hvað átti lögregluþjónninn við? Hvað var svo sem hægt að gera meira heldur en læra umferðar- reglurnar, ha? Og litlu augunum var aftur beint að lögregluþjón- inum og út úr svip þeirra lýsti af umburðarlyndi. En sá hávaxni lagavörður var ekki alveg af baki dottinn. — Segið þið mér krakkar mínir, hvað þurfið þið að gera annað en að læra reglurnar? Ekkert svar. Jú, þið þurfið líka að fara eft- ir þeim, sagði Ólafur og brosti um leið. Já, það er ekki nóg að kunna þær, ef maður fer ekki eftir þeim, þegar maður er á íerðinni á götunum, annaðhvort gangandi, hjólandi eða í bíl. Og nú, krakkar, ætla ég að gefa ykk- ur svolítinn miða hérna, sem er með myndum og lesmáli. — 'k 'k 'k BÖRNIN á fremstu borðunum í hverri röð tóku við nokkr- um seðlum hjá Ólafi og útbýttu til hinna. Það var talsverður ys í bekknum á meðan. Til þessa hafði enginn hreyft sig en nú skyndilega færðist þetta frjálsa líf barna í bekkinn og þessi fjöt- ur, sem hafði lagzt að þeim við SEX lögregluþjónar hafa nú í vetur unnið að kennslu á umferðarreglum í öllum barnaskólum Keykjavíkur. Kennslan tekur um 20 mín. í hverjum bekk og það er alveg ótrúlegt hve vel lögregluþjónunum tekst að halda eftirtekt barnanna vak- andi fyrir námi þessu. Nýlega fór blaðamaður Mbl. með Ólafi Guðmundssyni lög- regluþjóni inn í Langholtsskóla og var viðstaddur eina slíka kennslustund og fer frá- sögn af henni hér á eftir. krakkar að renna sér á sleðum á Bergþórugötunni, rétt hjá þar sem ég á heima. Krakkarnir renndu sér niður brekkuna, nið- i ur að Snorrabraut. Og þá var I það, að bíll kom akandi eftir Snorrabrautinni um léið og krakkarnir komu niður brekk- una. Og á einum sleðanum voru tvö börn. Bíllinn gat ekki stanz- fram hjá honum snerti ég hann óvart. Hann leit strax við, eins og hálf gramur á svip, sagði ekki neitt, og sneri sér svo frá mér aftur og beindi allri sinni eftir- tekt að Ólafi. Ólafur hélt kennslunni áfram og teiknaði á töfluna. — Þetta er gatan, krakkar, sagði hann, og þetta eru gangstéttirnar. Svo stendur bíll hér alveg við aðra gangstéttarbrúnina. — Þetta gæti verið strætisvagn — og þá fer hann fljótlega af stað. Ef þið svo þurfið að fara yfir götuna er rétt að bíða unz strætisvagn- inn er farinn. En svo getur þetta líka verið stór bíll eða vörubíll, Ólafur sýndi þeim myndir í bók. sem' stendur kyrr. Haldið þið að þá sé rétt af ykkur að fara út á götuna rétt fyrir framan eða rétt fyrir aftan bíiinn? — Nei, svöruðu börnin, og ein- hver sagði: — Hann getur bakkað á mann! — Já, sagði Ólafur, en segjum nú svo að bílstjórinn hafi skropp- ið eitthvað frá. Þögn. — Nei, krakkar mínir, þið skulið aldrei gera það, því að þá skyggir þessi bíll á ykkur, svo aðrir bílar sem fara um götuna sjá ykkur ekki og þið ekki held- ur þá. Þess vegna skulið þið hafa nokkuð bil á milli ykkar og bíls- ins. * ¥ -¥• BÖRNIN BROSTU fram- an í Ólaf, sum jafnvei hlógu upphátt. Þau skoðuðu líka um Þeir, sem eiga hjól, rétti upp hendurnar ... komu okkur, kúttaðist í sundur <og nú voru þau aftur frjálsleg <og eðlileg. Ólafur hélt áfram að tala til þeirra. Hann talaði hátt <og skýrt, hvert orð var greini- legt og engin hætta á að neitt færi framhjá börnunum þess- vegna. Ég gekk inn að bakveggn- um til að taka myndir þaðan. Enginn skipti sér af því, ekkert barn leit við til þess að sjá hvað ég væri að gera. Þegar ég var alveg kominn að veggnum þurfti ég að fara að baki eins drengs sem sat þar. Um leið og ég fór ' leið, svona úr því tilefnið gafst til, miðann sem Ólafur hafði gef ið þeim. Þar var m. a. mynd af tveimur börnum að renna sér á magasleða niður brekku — og voru á fleygiferð. Þarna var ( veggur niður með brekkunni og svo kemur bíll akandi eftir göt- ! unni, sem liggur þvert á brekk- una. Þessi mynd er hvorttveggja í senn heillandi og hræðileg. j Þárna er svo greinilega mikill snjór og mikið eiga krakkarnir j á myndinni gott að geta verið á sleðanum sínum. Það er eins og það sé alveg hætt að snjóa nú til dags — sést varla snjór. Já, víst eiga börnin þau gott. En svo er aftur hin hliðin, það hræðilega við myndina. Vafa- laust verða börnin undir bílnum og stórslasast. Það er ekki ætl- andi að bílnum takist að nema staðar á svo stuttu bili. Nei, krakkarnir verða áreiðanlega áfram kennslunni. — Og það er sitthvað annað, sem þið getið lært af þessari mynd, börnin góð. Ef þið ætlið að fara yfir götuna, segjum t. d. að þið stand- ið hérna á þessari gangstéttar- brún, hvað eigið þið þá að gera áður en þið farið yfir götuna? — Líta til beggja hliða, köll- uðu nokkur börn. — Jájá, það er alveg rétt. Þið skuluð alltaf hafa það fyrir reglu að horfa til beggja hliða áður en þið farið út á götuna. En ef það kemur bíll, hvað gerið þið þá? — Bíðum þangað til hann er kominn framhjá. — Já, það er alveg rétt hjá ykkur: Bíða þangað til hann er kominn framhjá. En, krakkar, eigið þið þá að fara beint yfir götuna eða á ská? — Beint yfir götuna! — Já, það er rétt, en hvers- vegna? — Það er hættulegt að fara á ská, sögðu nokkur börn. — Maður er líka lengur, ef maður fer á ská, sagði grann- holda og freknóttur strákur. Hann horfði staðfestulega á Ólaf eftir að hafa sagt þessi raunhæfu sannindi. Sá góði lögregluþjónn varð fyrst eins og ofboðlítið hvumsa við, svo breiddist bros yfir andlit hans og hann sagði: — Já, það var líka alveg rétt, lagsmaður. Þú vissir þetta. Já, það var alveg rétt hjá þér: Þá verður maður lengur yfir göt- j una. Og þannig er það alltaf, ] börnin góð: Maður á alltaf að gá vel að sér, hugsa vel áður en maður framkvæmir nokkurn hlut — lika, þegar maður fer um j göturnar, hvort sem maður er ak- j andi eða gangandi. Slys verða, oftast vegna vangæzlu, vegna! þess að þeir, sem valda eða verða I fyrir slysum hafa ekki gáð að sér. Og þetta ætla ég að biðja ykkur að muna vel eftir, krakk- ar mínir. k 'k 'k OLAFUR var með bók, sem í voru nokkrar myndir, og hann sýndi börnunum þær. Þau teygðu sig sem mest þau gátu og störðu á myndirnar og hlust- uðu á það, sem Ólafur sagði. Svo spurði Ólafur hvort mörg þeirra ættu hjól. Já, þau voru mörg. Hann bað þau að rétta upp hend- urnar, sem ættu hjól. Fjöldi smárra handa fór á loft. — Jæja, krakkar, sagði lög- regluþjónninn, nú skulum við tala ofurlítið um reglur fyrir hjólreiðamenn. Ég skal segja ykk ur eitt: Það er til ein sígild regla fyrir hjólreiðamenn og hún er: Varúð til vinstri! Þegar þið eruð að hjóla eftir götu, þá eigið þið alltaf að nema staðar, þegar eitt- hvert farartæki kemur frá vinstri við ykkur. En þegar eitthvert farartæki kemur að hægri hlið ykkar, þá megið þið halda áfram. En ef þið eruð í vafa um hvort þið eigið réttinn eða ekki, hvað er þá bezt að gera? — Stoppa, gall ein telpan við og roðnaði ekki hót! — Já, sagði Ólafur. Þá er rétt- ast að stoppa. En segið þið mér eitt. Megið þið hjóla bara alveg eins og ekkert sé eftir að orðið er dimmt á kvöldin? — Nei, nei, nei, hrópuðu nú Þau störðu á lögregluþjóninn með munninn opinn. (Ljósm. Har. Teits.) flestöll börnin. — Þá verðum við að hafa ljós! Strákur, sem sat út við glugg-J ann, reisti sig nú allt í einu við í sæti sínu, rétti upp hendina og ! þegar hann hafði náð að vekja j eftirtekt Ólafs á sér, sagði hann óhikandi: — Ég get aldrei hjólað I á kvöldin af því ég á ekkert ljós á hjólið mitt. Ólafur gekk til hans og sagði: — Og þú hjólar þá aldrei ljós- laust? — Nei, sagði stráksi einarð- ' lega. — Þá vil ég þakka þér kær- lega fyrir, sagði Ólafur og tók í hönd hans. Já, vinur minn, þakka þér kærlega fyrir — svona ættu fleiri börn að vera og þá myndi slysunum áreiðanlega fækka. — Piltur gerði hvorki að Ólafur teiknaði á töfluna. blikna né blána, en varð óneitan- lega hreyknari á svip en áður. 'k 'k 'k I^G SKAL segja ykkur það, J krakkar, sagði Ólafur, að fyrir nokkru síðan var strákur á Ijóslausu hjóli á götunni, og hann hjólaði á konu, sem var á gangi. Konan féll á götuna og fékk heilahristing og varð að liggja lengi á eftir. Viljið þið lofa mér því að hjóla aldrei á ljóslausu hjóli? Já, ekki stóð á börnunum að lofa Ólafi því. Svo hélt hann áfram varúðarreglum fyrir hjól- reiðamenn. Eftirtekt barnanna á umræðuefninu var óskipt. Þarna stóð einkennisklæddur lögreglu- þjónn fyrir framan þau í skóla- stofunni þeirra, og hann var -að tala við þau rétt eins og hann væri ekki eingöngu lögreglu- þjónn heldur lika — og kannski fyrst og fremst — góður kunn- ingi eða vinur. — Eitt er það, sem ég vil líka biðja ykkur að athuga vel, krakk ar mínir, hélt Ólafur áfram kennslunni. Og það er að vera ekki á sleðunum ykkar þar sem mikil umferð er. í vetur, þegar snjórinn var hér síðast, þá voru að nógu fljótt og ók því á sleð- ann. Það var bara Guðsmildi, að börnin sluppu ómeidd, en sleðin. gjörónýttist. Á þessu sjáið þið að það er alveg stórhættulegt að renna sér á sleðum þar sem mik- il umferð er. 'k 'k k: ÞAÐ VAR bjart veður úti, létt- skýjað og gæti hafa verið komið fram í maí, enda þótt það væri nóvemberlok. Það var líka logn og á svæðinu fyrir framan skólann voru strákar í riddara- slag. Hreystileg æska höfuðborg- arinnar. Og inni í skólastofunni sátu 9 ára börn og hlýddu með áfergjulegri eftirtekt á lögreglu- þjón, sem skýrði þeim frá um- ferðarreglum. Stofan var ákaf- lega vistleg, björt og rúmgóð. Hvert barn hefur sitt eigið borð, lítið borð og lítinn stól. Aðstæður til branakennslu hafa breytzt á öllum sviðum svo og aðferðir við kennsluna, og vonandi allt til batnaðar. — Krakkar, þið skuluð aldrei hanga aftan í bíl, sagði Ólafur. Ef þið gerið það, þá getur verið að þið missið handfestuna á bílnum og orðið undir öðrum bíl, sem á eftir ekur. Um daginn var ég að tala við krakka í Laugarnes- skólanum — svona eins og ég er núna að tala við ykkur — og þá spurði ég þá hvort þau hefðu nokurntíma hangið aftan í bíl. Einn strákurinn sagðist hafa gert það, en vera hættur því. Ég spurði hann hversvegna hann hefði hætt því, þá sagði hann: — Hann bróðir minn var einu sinni að hanga aftan í bíl, en missti takið og varð undir öðrum bíl. Hann bæði fót- og handleggs- brotnaði og varð að liggja í rúm- inu í 4 mánuði. Síðan hef -ég aldrei hangið aftan í bíl. Já, krakkar mínir, þetta sagði nú strákurinn við mig og þið skul- uð aldrei vera neitt hrædd við að tala við okkur lögregluþjón- ana, því að við viljum umfram allt hjálpa ykkur. En stundum verðum við líka að vera svolítið harðir við ykkur, en það þykir okkur ákaflega leiðinlegt og við viljum ekki þurfa að vera það. 'k ~k 'k ÞETTA voru lokaorð Ólafs Guðmundssonar lögreglu- þjóns til barnanna í .....bekk í Laugarnesskólanum. Hann gekk að dyrunum, nam staðar og kvaddi að sið lögregluþjóna — með því að bera hendina upp að húfuderinu. — Verið þið blessuð og sæl, krakkar, sagði hann, og gleymið ekki því sem ég hef sagt ykkur. Hýrleit og brosandi sögðust börnin eki skyldu gleyma því og þau kvöddu hann öll skærum röddum. Þau voru að kveðja sinn vin .... — hteits.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.