Morgunblaðið - 19.12.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.1954, Blaðsíða 8
24 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. des. 1954 5- JÓN BJÖRNSSON SKRIFAR UM BÓKMEIMNTI Guðm. G. Ilagalín: KONAN í DA.LNUM OG DÆTURNAR SJÖ Bókaútgáfan Norðri. BÖKAÚTGÁFAN Norðri hefur i ár, eins og flest undanfarin j ár, sent frá sér nokkrar ævisögur i íslenzks fólks, sem að einhverju leyti hefur skapað sér sérstöðu i þjóðfélaginu. Má meoJ. þeirra nefna minningar Þorbjarnar Björnssonar á Geitaskarði, sem lítillega hefur áður verið getið í bókmenntaþáttum þessum, en verða gerð ítarlegri skil síðar. Þorbjörn er, eins og kunnugt er, landskunnur héraðshöfðingi og ágætlega ritfær, svo að sjálfs- ævisaga hans er verðmæt viðbót við íslenzkar ævisagnabókmennt- ir. — En bók sú er hér liggur fyrir, er annars eðlis. Það er frásögn alþýðukonu, rituð eftir henni sjálfri af Guðm. G. Haga- lín, af þeirri leikni og nærfærni, sem Hagalín er eiginleg, er hann ritar ævisögur. í þessari grein bókmenntanna er Hagalín óum- deilanlega með þeim fremstu hér á landi. Saga Eldeyjar-Hjalta og fleiri ævisögur, er hann hefur skrásett, hafa orðið meðal vin- sælasta lesefnis þjóðarinnar á síðustu áratugum. Konan í dalnum og dæturnar sjö er ævisaga skagfirzkrar al- þýðukonu, Moniku Helgadóttur á Merkigili. Er þar sagt nákvæm- lega frá umhverfi og sveitarbrag, en höfuðáherzlan er lögð á líf og starf Moniku, sem húsmóður á afskekktu heimili, þar sem við allskonar erfiðleika var að etja. Þetta er saga um óbilandi kjark og trú á hlutverk sitt, og er þó auðsætt, að sú kona, sem segir frá, sér ekkert óvenjulegt í sam- bandi við líf sitt og starf. Frá- sögnin öll er mótuð af hógværð, en þó er hér í raun og veru um hetjusögu að ræða. Það fer ekki hjá því, að maður minnist lýs- inga Heiðarbýlissagnanna við lestur sumra kaflanna í þessari bók. En hér er um að ræða blá- beran veruleika; það fólk, sem um er að ræða, tók hlutunum með sálarjafnvægi, sem vekur undrun og aðdáun, og hin bjart- sýna trú á sigur yfir öllum erfið- leikum er sá grundvöllur, sem ekkert fær haggað Saga Moniku er sagan um sigur manneskjunn- ar yfir öllum ytri erfiðleikum hversu þungbærir, sem þeir eru, sagan um sigur viljans, og þrátt fyrir allt, sem á bjátar, er bjart- sýni og trú uppstaða hennar. Hér eru engin tök á því að rekja nánar efni þessarar ævi- sögu, enda rr\' ndi slíkt verða svipur hjá sjón. Hún hefur allt til þess að bera, að verða víð- lesin, því að um leið og hún er nákvæm lýsing á lífi og starfi fólksins á afskekktum stöðum, er hún létt og lipurt skrifuð og með afbrigðum spennandi. Sigurður Jónsson frá Brún: EINN Á FERÐ OG OFTAST RÍÐANDI Bókaútgáfan Norðri. Hesturinn hefur oft verið nefndur „þarfasti þjónninn“ og er það orð að sönnu. Þáttur hests- ins í lífi þjóðarinna^ hefur oft verið metinn að verðleikum bæði í bundnu og óbundnu máli. Um leið og hesturinn var þarfasti þjónn mannsins, var hann einn- ig hans bezta skemmtun, því að fátt er betra til upplyftingar frá önnum dagsins, en að söðla hest sinn og fá sér hressingartúr út í náttúruna. Ekki er hægt að minn- j ast á hestinn án þess að manm komi í hug snilldarvísur Páls Ólafssonar, eða ritgerðir Einars heitins Sæmundsens um hesta- j mennsku fyrr og síðar. í þessu sambandi má og nefna hið merka rit, Faxa, sem Norðri gaf út fyr- ir nokkrum árum. Ferðaþættir Sigurðar Jónsson-| ar frá Brún fjalla mikið um( hesta. Höfundur var mikill' hestamaður, eins og mörgum er kunnugt, sem notið hafa fylgdar hans. í þessari bók hefur hann skrásett nokkrar af endurminn- ingum sínum um ferðir sínar. Einn af iengstu þáttunum nefn- ist: „Gengið í skóla“. Fór hann þá fótgangandi úr Norðurlandi suður til Reykjavíkur um vetur- nætur órið 1918. Hafði hann áð- ur verið réttindalaus barnakenn- ari. Þessi ferð var all söguleg og sízt var árennilegt að leggja leið sína til Reykjavíkur þetta minn- isstæða haust, þegar spænska veikin geysaði. Aðrir þættir fjalla um umboðsverzlun með hross, stórbóndi flytur búferlum, o. fl. Fór hann víða um Vestur- og Norðurland með stóra hrossa- rjkstra. í frásögnunum um þess- ar ferðir ber margt á góma. Margar hnyttilegar lýsingar og skarplegar athugasemdir eru á víð og dreif innan um ferða- og landslagslýsingar höf. Hann hef- ur glöggt auga fyrir hinu sér- kennilega í fari manna og hesta og er kíminn í bezta lagi. Bók hans lætur ekki mikið yfir sér, en frásögnin leynir því meira á sér, hún er lipur og stíllinn hisp- urslaus og sjálfstæður. Margar skemmtilegar teikningar eftir Halldór Pétursson prýða bókina. Guðmundur G. Hagalín: BLENDNIR MENN OG KJARNAKONUR Bókaútgáfan Norðri. Þetta er önnur bókin, sem for- lagið gefur út eftir Hagalín. Bók- in samanstendur af fimmtán smá- sögum og þáttum, sem sumir hafa komið út áður á víð og dreif i blöðum og tímaritum. Smásögur þessar bera með sér öll hin helztu einkenni smásagna Haga- líns, sem gert hafa hann svo vinsælan sem smásagnahöfund. Víða gætir kímni og annarsstað- ar ádeilu, eins og í sögunni „Valdsmaður og vandræðahrút- ur“, sem er snjöll skopsaga um kosningabrölt og kjósendaveiðar. „Ragnhildur á Hraunhamri“ er af svipuðum toga spunnin, nema þar er fjallað um „ástandið" á striðsárunum, út frá sjónarmiði, sem sjaldan hefur verið haft frammi, en er eigi að síður jafn réttmætt. Þá er „Vormenn ís- lands“, sagan um Ólympíufarann Óskar Háberg og brask hans ekki síður skemmtilegt. — Síðari hluti bókarinnar eru þættir. Höfundur- inn getur þess í formála, að þeir hafi allir við sannsögulegar frá- sagnir að styðjast. Þátturinn um Hallveigu Eyrarsól er úr Sturl- ungu, er bætt er inn í hann eftir sögusögnum úr Dýrafirði. í for- málanum er einnig getið um heimildarmenn hinna þáttanna, sem gerast á Vestfjörðum á fyrri öldum. Kristmann Guðmundsson: GYÐJAN OG UXINN Borgarútgáfan. Gyðjan og uxinn er ein af veigamestu skáldsögum Krist- manns Guðmundssonar. Hún kom fyrst út á norsku árið 1938, en áður hafði fyrri hluti hennar birzt á íslenzku, svo að þetta er fyrstá heildarútgáfa hennar á móðurmáli höfundarins. Hún er áf'-unda bindið í hinni nýju út- gáfu af Ritsafni Kristmanns, sem Borgarútgáfan er að gefa út. í Ritsafninu er áður komið út eitt bindi af smásögum, Höll Þyrni rósu og Arfur kynslóðanna, en það er Morgunn lífsins og fr|gn- hald þeirrar sögu, Sigmar, sem ekki hefur áður komið út á ís- lenzku. En Einar' Bragi Sigurðs- son hefur þýtt Gyðjuna, og virðist hann hafa leyst verk sitt vel af hendi. Gyðjan og uxinn gerist á eyj- unni Krít um 1400 árum fyrir Krists burð og lýsir frægu menn- ingartímabili, sem leið undir lok og gleymdist með öllu, unz forn- fræðingar leiddu það 1 Ijós viðl rannsóknir á þessari öld. Höf. hefur fylgt niðurstöðum rann- sóknanna í skáldsögunni, en þetta löngu horfna menningartímabil virðist í ýmsu hafa verið áþekkt umbrotatímabili því, sem nú hef- ur staðið yfir í nokkra áratugi. Gyðjan og uxinn hlaut ágæta dóma á Norðurlöndum þegar hún kom út og var þýdd á mörg mál. Hér er ekki rúm til að fjalla nán- ar um þetta bindi Ritsafnsins að sinni, en verður væntanlega gerð ítarlegri skil síðar. — Allur frá- gangur Ritsafnsins er útgefand- um til sóma. Benedikt Gröndal: RITSAFN V. bindi. Bréf. ísafoldarprentsmiðja. Þetta er fimmta og síðasta bindið af ritsafni Ben. Gröndals. Hefur það inni að halda bréf hans, bæði íslenzk og dönsk, en ^ hin íslenzku eru þar lang fyrir- ferðarmest. Gils Guðmundsson hefur séð um útgáfu bréfanna og ritað ítarlegar athugasemdir, 1 sem eru til mikils hægðarauka fyrir lesendur. Bréfin eru, eins og allt sem Gröndal ritaði, sér- kennileg, ekki sízt vegna þess, að hann lætur allt flakka, sem honum dettur í hug. í bréfunum eru margar skemmtilegar at- hugasemdir um það, sem var efst á baugi í málefnum þjóðarinnar á dögum Gröndals, og ekki er hann ætíð varkár í dómum sínum um samtímamenn sína, enda varð hann oft að gjalda bersögli sinn- ar. Bréfin eru náma af fróðleik um líf íslendinga í Kaupmanna- höfn á síðari hluta aldarinnar sem leið, en ekki eru það alltaf endanlegir dómar Gröndals um menn og málefni, sem koma fram í bréfunum. Langmest fer fyrir bréfunum til Eiríks Magnússonar í Cambridge í safni þessu, en einnig eru mörg bréf til þeirra Jóns Sigurðssonar forseta og Jóns Árnasonar þjóðsagnaritara. Fyrsta bréfið í safninu er dag- sett 3. ág. 1846 og hið síðasta 26. sept. 1906. Ná þau því yfir meira en hálfa öld. Það er mikill gróði bókmennt- unum að hafa fengið Ritsafn Gröndals í heilu lagi í góðri út- gáfu. Hin yngri kynslóð mun lít- ið hafa þekkt til bf"s, sem held- ur ekki var von, har sem rit hans flest voru á strjálingi í blöð- um og tímaritum, sem fyrir löngu eru orðin mjög fágæt. Nú sézt glöggt, hve mikill og sérkenni- legur rithöfundur Gröndal var, og í ýmsu langt a undan sínum tíma. Væri það þarft verkefni fyrir einhvern bókmenntafræð- ing, að semja ítarlega ritgerð um skáldskap Gröndals og áhrif á bókmenntirnar um og eftir hans daga. Þórarinn Grímsson Víkingur: KOMIÐ VÍÐA VIÐ Bók þessi eru endurminningar höfundarins, að viðbættum nokkr um sagnaþáttum úr átthögum hans, Þingeyjarsýslum. Fyrstu kaflarnir fjalla um æskuárin í Kelduhverfi, og eru um leið al- menn lýsing á sveitinni og menn- inu eru skrifaðar á dönsku og ingu héraðsins, sem hefur verið í bezta lagi og félagslíf mikið. Höfundur ólzt upp við öll venju- leg sveitastörf og lýsir þeim vel. Einnig eru þarna lýsingar á helztu forystumönnum héraðs- ins i þá daga. Hefur verið mikill framfarahugur í mönnum norður þar. Þarna er að finna eftirminni- legar mannlýsingar, svo sem af Guðmundi Hjaltasyni, hinum óþreytandi alþýðufræðara, er var um nokkur ár kennari í sveit höfundar. Kemur þar glöggt fram samúð Guðmundar með öllu lif- andi, sem jafnvel gat komizt út | í hreinustu öfgar, eins og sagan um mýsnar sýnir. Annars er bók- j in fjölbreytt mjög að efni og ’ krydduð ramíslenzkum reim- leikasögum, svo sem „Hljóðin á Reykjaheiði“ og „Reimleikarnir á Núpi“. Síðari hluti bókarinnar fjallar um dvöl höf. í Ameríku, en þangað fluttist hann um skeið og varð að brjótast gegnum alla þá erfiðleika, sem íslenzku land- nemarnir urðu að þola. Ekki í- lentist hann samt þar vest/a, en settist að á Vattarnesi eftir heim- komuna og átti þar heima, unz hann fluttist til Reykjavíkur, en hernám Breta á íslandi átti sinn þátt í, að hann breytti til um verustað. Þórarinn Víkingur seg- ir vel og skemmtilega frá, stíll hans er ramíslenzkur, og hnytt- inn með köflum. Verður bók hans tvímælalaust vinsæl. Halldór Kiljan Laxness: ÞÆTTIR Helgafell. Bók þessi er eitt bindi af Rit- safni Laxness. Eru í henni öli smásagnasöfn höf., sem komið hafa út sérstök, en eru nú að mestu leyti uppseld fyrir löngu. Þar eru fyrst Nokkrar sögur er komu út árið 1923, en sú bók er fyrir löngu ófáanleg. í þeirri bók voru nokkrar fyrstu sögur höfundarins, sem hann ritaði innan tvítugsaldurs, þar á meðal Kálfkotungaþáttur, en sú saga vakti eftirtekt manna á hinum kornunga höfundi, og þótti benda nokkuð í áttina til þess, er síðar varð. Höfundur ritar inngang að hverju safni, þar sem hann gerir grein fyrir hverri einstakri sögu. Sumar af sögunum í fyrsta safn- birtust fyrst í dönskum blöðum. Annað smásagnasafnið í bókinni er „Fótafak manna“, sem gefið var út á Akureyri 1933. Lengsta sagan í því safni er Ungfrúin góða eg húsið, sem höf. upplýsir í inngangi, að sé byggð á raun- verulegum atburðum. Þar er einnig snilldar smásagan Nýja ís- Iand og ennfremur Lilja, sagan af Nebúkadnesi Nebúkadnesar- syni. Þriðji og síðasti höfuðþátt- ur bókarinnar er safnið Sjö töfra- menn, sem kom út á stríðsárun- um. í þessu safni er sagan Völu- spá á hebresku, sem fjallar um Karl Einfer, þennan merkilega mann, þetta „íslenzka skáld í Danmörku og indverska spámann í Belgíu“, sem ýmsir þeirra er dvalizt hafa langdvölum í borg- inni við Eyrarsund hafa kynnzt eða heyrt eitthvað getið um. Hér munu vera samankomnar flestar eða allar smásögur Kilj- ans, sem áður hafa birtzt á prenti. Mörg hinna stærri verka skáldsins eru komin út í nýrri útgáfu í Ritsafninu, en enn vant- ar þó sögurnar um Ljósvíkinginn, sem mun vera von á áður en langt um líður. Allur fráagngur Ritsafnsins er með miklum ágæt- um frá hendi forlagsins. COBY KAFFIKÖNNURNAK frœgu nýkomnar „Ó, Jesú bróðir Vera Pewtress: Ó, JESÚ BRÓÐIR BEZTI. Frásagnir úr Nýja testamentinu endur- sagðar fyrir börn. Garðar Þorsteinsson þýddi. Barna- bókaútgáfan Hafnarfirði. SIRA Garðar Þorsteinsson hefur unnið þarft verk með því að þýða bók þessa, sem er mjög , hentug bók fyrir börn. Það hef- ur lengi ríkt skortur á bók fyrir börn, þar sem þau geta tileinkað sér frásagnir Nýja testamentis- ins á aðgengilegan og skemmti- legan hátt. En nú er komin bók, þar sem sagt er frá Jesú og hinni fyrstu kristni á skemmtilegan hátt og við barna hæfi. | Að vísu er um endursögn að ræða, en þræði Nýja testamentis- ins er fylgt og stuðzt við orðalag íslenzku þýðingarinnar, þar sem bein ræða kemur fyrir. Höfund- urinn styðzt oftast við ákveðnar frásagnir í Nýja testamentinu, en þar sem út af því bregður er hvarvetna byggt á því, sem menn ; vita frá öðrum heimildum um líf manna á dögum Jesú. T.d. kafl- arnir „Heimilið í Nazaret" og „Fyrsta skólaganga Jesú“. Endursagnirnar eru 43 talsins, úr guðspjöllunum og postulasög- unni, svo af nógu er að taka, enda bókin 176 blaðsíður að stærð. Letrið á henni er gott og við hæfi barna. Og eigi eru mynd irnar til lýta. Auk þess leysa þess ar endursagnir erfiðleika af heim ilunum, þegar börn, sem ekki eru orðin læs, heimta að fá einhverja vitneskju um Jesú og starf hans fyrir mennina. Nú geta menn gripið til þessarar bókar og lesið úr henni fyrir þau. Hinn ytri frágangur bókarinn- ar er góður, Barnabókaútgáf- unni og Alþýðuprentsmiðjunni til sóma. Þýðing síra Garðars er góð, látlaus og einföld, við barna hæfi. M.M.L. TILVALIN JOLAGJOF /í unœewt « I Y K .1 h V í H — Athugasemd Frh. af bls. 18 á þá leið, að lesendur gætu ætl- að, að hann hefði haft aðra af- stöðu til málsins en ég. En hið rétta er, að hann hafði alveg sömu afstöðu til málsins og ég, tjáði sig fylgjandi tillögu minni og greiddi henni atkvæði. 17. desember 1954. Karl Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.