Morgunblaðið - 19.12.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.1954, Blaðsíða 12
 28 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. des. 1954 Jólabjalla okkar vísar yður veginn til hagkvæmari jólainnkaupa Amerískir borðlampar og standlampar Hoilenzkir borðlampar, verð frá kr, 65,00 Þýzkir 1 • r 1* r 1 r~l listunnandi spyr hvorf jboð sé HELGÁFELLSBÓK bókmenntir eðo bara bók Þessi nöfn og fjölmörg önnur eru trygging Helgafellsútgáfunnar gagn vart þjóðinni: Gunnar Gunnarsson, Guðmundur Hagalín, Jakob Thor- arensen, Steinn Steinarr, Magnús Ásgeirsson, Davíð Stefánsson, Halldór Kiljan Laxness, Tómas Guðmundsson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Ásgrímur Jónsson, Þórbergur Þórðarson. Ef þér viljið gefa veglegar gjafir, listaverk, sem hafa varanlegt gildi, þá hafið þessi verk í huga. — Davíð Stefánsson, öll Ijóð, sögur og leikrit skáldsins í fjórum bindum. Þórbergur Þórðarson, Sálmurinn um blóm- ið, Ævisaga séra Árna Þórarinssonar, Edda Þórbergs. — Guðmundur Hagalín, Þrjár skáidsögur, Vestan úr Fjörðum, Veður öll válynd, Kristrún í Hamravík og ævi Hagalíns eftir dr. Stefán Einarsson, Gestagangur, 24 nýjar sögur. — Halldór Kiljan Laxness, Sjálfstætt fólk, Salka Valka, Atómstöðin, íslandsklukkan 1—3, Kvæðakver, Gerpla, Heiman ég fór, Alþýðubókin, Þættir, Silfurtunglið. — Tómas Guðmundsson, Ijóðasafn, allar fjórar ljóðabækur skáldsins í einu bindi, Fljúgandi blóm, ljóðaúrval, Fagra veröld, myndskreytt útgáfa. — Steinn Steinarr, heildarútgáfa. — Gunnar Gunnarsson, heildarútgáfa í 17 bindum, Fjallkirkjan, mynd- skreytt útgáfa, allt verkið í einu bindi, Hvíti Kristur, Víkivaki, Jón Arason, — Jakob Thorarensen, heildar- útgáfa á ljóðum skáldsins og sögum í tveim bindum, Fólk á stjái, nýjar sögur. — Magnús Ásgeirsson, Meðan sprengjurnar falla, síðasta safnl ljóðaþýðinga hans. — Ljóð ungra skálda, úrval úr ljóðaskáldskap ungu kynslóðarinnar 1944—54. — Málverkabækur Ásgríms, Kjarvals og Jóns Stefánssonar hafa ef til vill átt meiri þátt í að kynna fegurð landsins og menningu en nokkuð annað, sem gert hefir verið í þá átt. Klassísk listaverk þjóðarinnar. — Rit Jónasar Hallgrímssonar, öll ljóð, ritgerðir, bréf, sögur og ævisaga eftir Tómas. — íslenzku fornritin með teikningum eftir íslenzka listamenn, fyrsta alvarlega tilraunin, sem gerð er til að myndskreyta fornritin, Njála, Heimskringla, Grettisaga, Landnámabók. Úr bæ í borg, endurminningar, Knud Zimsens fyrrv. borgarstjóra, Ljóð Páls Ólafssonar, Ljóð Stefáns frá Hvítadal, Ljóð Hannesar Hafstein, Ævisaga séra Jóns Steingrímssonar, Maður og kona, Piltur og stúlka, Ævisaga Jóns Thoroddsen og þúsund annarra úrvals bóka eftir eldri og yngri höfunda. Hafið hugfast oð velja bókmenntir til gjafa en ekki aðeins bækur TRYGGING OKKAR ERU HÖFUNDARNIR Hinn smekkvísi ★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.