Morgunblaðið - 28.12.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1954, Blaðsíða 1
16 síður Finnar ætla að ganga í Norðurlandaráðið Franska þingið samþykkir aðild Þjóðverjo að NATO ‘ ¥ JANÚAR næstkomandi, kemur Norðurlandaráðið saman í þriðja JL skipti, og að þessu sinni í Svíþjóð. Hingað til hefur Finnland ekki verið með í Norðurlandaráðinu, en allt virðist benda til þess að það verði með í þetta sinn. RUSSAR VERIÐ MÓTFALLNIR Allt fram til þessa, hafa Rússar verið því mótfallnir að Finnland tæki þátt í Norðurlandaráðinu, en nú bregður svo við, að þeir eru því fylgjandi. Um það segir Stoekholmstidningen að Rússar hafi loksins með allri sinni tor- tryggni í garð Finna, komizt að raun um að það væri Rússlandi óskaðlegt vegna pólitíkur að Finn land yrði með í Norðurlandaráð- inu. ÞÁTTTÖKU FINNLANDS FAGNAÐ Svíar, Norðmenn og Danir hafa æfinlega tekið mikið tillit til Finna í þeim málum sem varða Norðurlöndin. Fagna þeir þess vegna þeirri ákvörðun Finnlands RúmL 19000 hörn taka þátt í spari- fjársöfnun barna ALLS munu rúmlega 19 þús. börn taka þátt í sparifjársöfnun þeirri, sem hófst á s. 1. hausti meðal skólabarna í landinu. Börnin hafa þegar stofnað mikinn fjölda spari sjóðsbóka, og svo virðist, að rúm- lega helmingur bókanna verði hinar svonefndu 10 ára bækur, að því er Fjármálatíðindi herma. Of snemmt er enn að gefa ná- kvæma skýrslu um þessa starf- semi, en óhætt er að segja, að hún hafi fengið mjög góðar við- tökur hjá flestum og vakið áhuga og ánægju meðal barnanna. Sam- vinna við kennara hefur verið með ágætum. Hafa bæði innlög í sparisjóðsbækur barnanna og sala sparirherkja orðið mun meiri en menn höfðu þorað að gera sér vonir um. Sviss eiiir varnir sínar BERN, 27. des. — Fins og kunn- úgt er hafa Svisslendingar lýst ýfir ævarandi hlutleysi. En þrátt fyrir það kemur þeim ekki til hugar í þessari veröld þar sem veður öll eru válynd að sitja með hendur í skauti. Það kom í ljós við umræður í svissneska þjóðþinginu að 560 milljón svissneskum frönkum ér varið árlega til landvarna og auk þess um 100 milljón frönkum til kaupa á nýjum hergögnum. Eru Svisslendingar ákveðnir í því að verjast ef á þá verður ráðizt. Eiga þeir auðveldara með yarnir heldur en flestar aðrar þjóðir vegna þess að klettavegg- ir Alpanna skýla þeim. að vera með í Norðurlandaráð- inu, en Finnar hafa alltaf sýnt áhuga fyrir því að taka þátt í norrænni samvinnu. Júgósiavar njóta mikillar hjálpar BELGRAD, 27. des.: — Á árinu 1954—1955 munu Júgóslavar fá efnahagsaðstoð frá Bandaríkjun- um sem nemur 650 millj. ísl. kr. Þar að auki fá þeir sent 850 þús. smálestir af hveiti Frá Rretum njóta þeir 90 millj. kr. efnahags- aðstoðar. Var skýrt frá þessu í dag í júgóslavneska þinginu. Fundui Churchills og Eisenhowers LONDON, 27. des. — Því heyr ist fleygt hér í borg meðal stjórnmálamanna að Winston Churchill muni, þrátt fyrir háan aldur, fara tii fundar við Eisenhower forseta Bandaríkjanna, í byrjun næsta mánaðar. Þá er einnig talað um það að Eden muni fara til Washington sem stað- gengill Churchills. — Reuter. Togliatti kommúnista- foringi farinn að lifa borgaralegu líferni Segja félagar hans og vilja fá hann fjarlœgðan Rómaborg 27. des. — Einkaskeyti frá Reuter. SÁ orðrómur gengur nú á Ítalíu, að fyrirhugað sé að gamli flokksforingi kommúnista Palmiro Toglíatti láti af forustu flokksins. Það sem aðallega er talið valda þessu er að ástarævintýn flokksforingjans og ungrar stúlku hafa vakið nokkuð hneyksli. HVENÆR KEMUR FYRIR- SKIPUN FRÁ MOSKVU Þykir það ekki vænlegt til að vinna hylli kjósenda, að sjálfur æðsti flokksforinginn taki sér ástmey og er nú kurr kominn upp í liði kommúnista. Vilja sum ir hvérjir að Togliatti verði fjar- lægður. En örðugt er um vik, því að skipulag kommúnista- flokka, hvarvetna um heim er með þeim hætti að alræði flokks- foringjans er algert, þangað til fyrirskipanir koma frá Moskvu. BORGARALEGT LIFERNI Hinir óánægðu benda á það, að síðan kommúnistaforinginn tók að eiga ástmök við um- rædda stúlku, hafi hann far- ið að gerast ærið borgaraleg- ur í líferni sínu öllu. Burtu sé hin gamla eitilharka. Þannig hafi honum ekki tekist að koma af stað ncinni veru- legri mótmælaöldu, þegar Parísarsamningarnir voru ræddir í ítalska þinginu. Oánægja flokksmanna hefur m. a. komið fram : því að þeir hafa hyllt hina löglegu eiginkonu Togliattis, Rita Montagnana, en kvenmaður sá er hinn mesti harðjaxl, æst og ákveðin á hinni pólitísku línu og situr m. a, á þingi sem öldungadeildarfulltrúi. Ungfrú Jotti, ástmey Togliattis. FJÖGURRA ÁRA ÆVINTÝRI Það er nú á allra vitorði að stúlka að nafni Leonilda Jotti er ástmey hins 62 ára gamla komm- únistaforingja. Talið er að kynni þeirra hafi hafizt fyrir fjórum árum, þegar hún hjúkraði hon- um eftir að Sikileyskur stúdent skaut fjórum , byssukúlum , í ToglíattL • En úrslitaraunin stendur í dag París 27. des. Einkaskeyti frá Reuter. FRANSKA þjóðþingið samþykkti seint í kvöld aðild Þjóð- verja að Atlantshafsbandalaginu. Ekki hafði enn verið gefin út opinber tilkynning um hvernig atkvæði féllu, en fréttaritarar, sem viðstaddir voru, hermdu að 292 hefðu greitt atkvæði með aðild Þjóðverja að bandalaginu, en 259 hefðu verið á móti. Tölur þessar sýna að kaþólski flokkur- inn mun hafa setið hjá við atkvæðagreiðsluna. Mendés France hafði lýst því yfir að hann liti á atkvæða- greiðslu um þetta atriði sem traustsyfirlýsingu. Og nú er litið á þetta sem stærsta sigurinn sem hann hefur enn unnið á 6 mánaða stjórnarferli sínum og hefur hann þó marga glæsilega unnið áður. RÆÐA MENDÉS Atkvæðagreiðsla fór fram að loknum mjög heitum umræðum sem stóðu yfir allan daginn. — Meðal ræðumanna var Mendés- France. Hann hvatti menn mjög til að greiða atkvæði Parísar- samningunum. Bað hann þing- menn að íhuga vandlega, hvílík örlagastund atkvæðagreiðslan yrði. Þar væri um að ræða fram- tíð Evrópu og framtíð frönsku þjóðarinnar. STUÐNINGUR BRETA Hann sagði og að útlitið myndi Höfiiiidur „Rauða Orms“ lálinn Frans G. Bengtsson. STOKKHÓLMUR: — Sænski rithöfundurinn Frans G Bengts- son, andaðist fyrir nokkru í Stokkhólmi. Var hann 60 ára að aldri. Hann var meðal kunnustu rithöfunda Svía. Einkum þótti hann bera af sem ritgerðahöf- undur. Frægasta skáldverk hans er skáldsagan Rauði ormur, sem út kom í tveimur bindum 1941 —1945. í henni er lýst á mjög stórfenglegan hátt víkingsþjóð- félagi Haraldar blótannar. — N.T.B. verða óheillavænlegt, ef franska þjóðþingið yrði til þess að kljúfa varnarsamtök vestrænna þjóða og gera Atlantshafsbandalagið óstarfhæft. Áherzlu lagði hann á það að með Parísar-samning- unum hefðu Bretar heitið að hafa varnarlið á meginlandi Ev- rópu. Það væru ófyrirgefanleg mistök, ef Frakkar höfnuðu því góða boði. Strax eftir að atkvæða- greiðsla þessi hafði farið fram með þessum hætti, Mendés- France í vil, hófust nokkrar um- ræður um mikinn fjölda frest- unartillagna, sem fram hafa komið. Að frönskum þing- sköpum, hefur Mandés-France borið fram tillögu um að allar tillögur, sem miða að frestun á samþykkt Parísarsamninganna, verði felldar með einni atkvæða- greiðslu. Er ekki talið að hann sé í neinni hættu í þeirri at- kvæðagreiðslu. MESTA ELDRAUNIN Á morgun, þriðjudag, munu Parísarsamningarnir hinsvegar verða að ganga í gegnum marg- faldan hreinsunareld, því að þá verður borin upp að nýju tillag- an sem þingið felldi á Þorláks- 1 messu um aðild Þjóðverja að Vestur Evrópu bandalaginu og heimild þeirra til vígbúnaðar. Það er í rauninni lokastigið, en fréttamenn telja eftir úrslitum i kvöld að dæma að það verði einnig samþykkt, en með mjög tæpum meirihluta. FRAMKOMA BIDAULTS FORDÆMD Ýmsir fylgismenn Evrópuhreyf- ingarinnar og samstarts vest- rænna þjóða hafa mjög fordæmt framkomu kaþólska flokksins og Georges Bidault foringja hans i þessu máli. Á Þorláksmessu voru það atkvæði þessa flokks, sem urðu til þess að fella ákvæðið um vígbúnað Þjóðverja og þeir munu nú sitja hjá við atkvæðagreiðsl- ur. Virðist þessu aðeins ráða persónuleg óvinátta við Mendés- France, því að áður var Bidault og flokkur hans helztu forsvars- menn þýzkrar . hjervæðingar >í Evrópuhernum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.