Morgunblaðið - 28.12.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.1954, Blaðsíða 16
Veðurúllit í dag: Sunnan eða Suð-vestan stinn- ingskaldi. — Skúrir. 295. tbl. — Þriðjudagur 28. desember 1954. áukakosning í Skotlandi. Sjá grein á bls. 9. Vestmannaeyjatogari seldur r til Olafsfjarðar og Sauðárkróks Ríliið snaraði út fyrir Norðlendinga AÞORLÁKSMESSU seldu Vestmannaeyingar ríkinu togara sinn Vilborgu Herjólfsdóttur, fyrir 5,7 millj. kr., og er togaraútgerð frá Vestmannaeyjum þar með úr sögunni í bili. Hinn togarinn, sem Bæjarútgerð Vestmannaeyja átti, var seldur á fyrra ári til Hafnarfjarðar. — Ólafsvíkingar og jafnvel fleiri munu stofna hlutafélag um togarann. ÓLAFSFJÖRÐITR OG SAUÐÁRKRÓKUR Olafsfirðingar vonast til að þeir muni taka við togaranum skömmu eftir áramótin. Enn sem komið er, hefur ekki verið end- anlega gengið frá stofnun hluta- íélagsins, og til mála kemur, að fyrirtæki og einstaklingar á Sauðárkróki, verði aðilar 'að tog- araútgerðinni, sagði Marteinn Friðriksson kaupfélagsstjóri í símtali við Mbl. í gærkvöldi. — Hann ásamt bæjarstjóranum, As- grími Hartmannssyni, tóku þátt í samningaumleitununum í sam- bandi við togarakaupin. ERFIXT AÐ MANNA SKIPIN Kaupfélagsstjórinn lét þess getið, að það myndi jafnvel verða nokkrum erfiðleikum bundið að inanna togarann í vetur með mönnum einvörðungu úr Olafs- firði, því sjómenn þar væru bún- ir að ráða sig á vertíð suður á land og Olafsfjarðarbátar stunda róðra fyrir sunnan. Blllaus leigubílsljóri fékk Dodgeim LEIGUBÍLSTJÓRI, er vegna fótameins getur vart stundað aðra vinnu en bílakstur, hlaut hinn stórglæsilega Dodge-bíl í happdrætti Fatlaðra og lamaðra, sem dregið var í á aðfangadag jóla. Maður þessi er Sigmundur Ágúst Sigfússon bílstjóri á Karla- götu 2, sem hlaut jólaglaðning sem j,ann stóð ásamt forsetahjónunum í stúku þeirra þennan, en billmn er af nyjustu gerð, og kom á miða nr. 7910. — Svavar Pálsson, formaður Félags fatlaðra og lamaðra, afhenti hin- um heppna bílstjóra bílinn á jóla- dag. Sigmundur hafði keypt miðann um kvöldið fyrir Þorláksmessu í happdrættisbílnum, þar sem hann stóð á bílastæðinu við Austur- stræti. í fyrrakvöld var frumsýning í Þjóðleikhúsinu á óperunum tveimur „II Pagliacci“ eftir Leon Cavallo og „Cavaliera Rusticana“ eftir Masgagni. Var húsið þéttskipað áhorfendum, er tóku sýningunni með miklum fögnuði. — Forseti íslands og frú hans voru viðstödd og voru gestir þeirra Pétur Jónssoa óperusöngvari og kona hans. Ávarpaði formaður þjóðleikhúsráðs, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Pétur Jónsson og þakkaði honum merkilegt brautryðjendastarf á sviði óperusöngs. Hylltu leikhúsgestir hann síðan með ferföldu húrrahrópi. — Óperusýning þessi þótti takast ágætlega, enda Iétu leikhúsgestir í ljós mikinn fögnuð. — Myndin er tekin er Ieikhúsgestir risu úr sætum sínum og hylltu Pétur, þar —• Ljósm. Mbl. Ól. K. M. H afnarfjarðarkirkja tekin í notkun að nýju Hafnarfirði. RÉTT áður en aftansöngur hófst í Hafnarfjarðarkirkju á aðfanga- dagskvöld, en hún var þá tekin í notkun að nýju eftir gagn- gerðar breytingar og lagfæringar, gerði sóknarpresturinn, séra Garðar Þorsteinsson, grein fyrir framkvæmdunum. HEILDARSVIPURINN HINN SAMI Gat hann þess, að vegna komu hins nýja orgels, sem væntanlegt er í kirkjuna, hefði söngloftið verið stækkað að mun og styrkt. Teikningu af þessum breytingum hefði Eiríkur Einarsson arkitekt ahnazt, en hann hafði yfirumsjón með breytingunum. Hefði Einar lagt höfuðáherzlu á, að breyting- in skerti ekki heildarsvip frum- teikningarinnar, sem Rögnvaldur heit. Ólafsson teiknaði. — Vél- smiðja Hafnarfjarðar annaðist að styrkja undir söngpallinn. — Verksmiðja Reykdals annaðist trésmíði. — Kirkjan var máluð hátt og lágt, og annaðist það verk Júlíus Þorkelsson málarameist- ari og synir hans. Jón Björnsson málarameistari og Gréta Björns- son listmálari ráðlögðu um lita- val og endurbættu og bættu við skreytingum á veggjum kirkj- unnar, sem þau hjón höfðu gert í upphafi. Rafvirkjarnir Þorvaldur og Jón önnuðust raflögn. KIRKJAN ÖLL HIN GLÆSILEGASTA Sóknarprestur þakkaði öllum þeim, sem á einn eða annan hátt höfðu unnið við kirkjuna, fyrir vel unnin störf. Færði hann Gesti Gamalíelssyni, formanni sóknar- nefndar, þakkir fyrir hið mikla starf hans í þágu kirkjunnar í sambandi við breytingarnar. Þá gat hann þess, að kvenfélag kirkj unnar hefði gefið henni samfellda gólfábreiðu af vönduðustu gerð á allt gólf kirkjunnar utan bekkja, í kór og á söngloft. Var þetta gjöf kvenfélagsins til kirkj- unnar í tilefni 40 ára afmælis hennar, sem var 20. desember síðastliðinn. Þessa afmælis verð- ur annars ekki minnzt fyrr en við vígslu his nýja orgels. Gólf- ábreiða þessi er gerð af Teppa- gerðinni í Reykjavík og er ís- lenzkur vefnaður. Einnig þakkaði sóknarprestur kvenfélaginu fyrir þá ákvörðun þess að gefa 50 fermingarkyrtla, sem verða til- búnir til notkunar við fermingar að vori. — Þá þakkaði hann marg ar góðar gjafir í orgelsjóðinn, sem kirkjunni hefði borizt að undanförnu. Gat hann þess jafn- framt, að á Þorláksmessu hefði borizt tilkynning símleiðis frá orgelverksmiðjunni, sem smíðar orgelið, að það yrði tilbúið til af- hendingar í næsta mánuði. Því næst lýsti séra Garðar Þor- steinsson yfir þvi, að kirkjan væri nú tekin í notkun að nýju. Að dómi þeirra, sem skoðað hafa kirkjuna, hefur lagfæringin tekizt afar vel, og er hún nú að áliti margra ein fegursta kirkja landsins. — G. E. Fiskaflinn nær 32 þús. lestum meiri en í fyrra SAMKVÆMT skýrslu Fiskifélags Islands uvar fiskaflinn á öll landinu 30. nóv. s. 1. 370.576 smál., en var á sama tíma í fyrra 338,739 lestir, þannig að hann er nú 31,8 þús. lest meiri nú en þá. Aflinn skiptist þannig: Síld: smál. Isvarin til útflutnings .. 508 Til frvstingar ........... 7.295 Til söltunar ............ 18.372 I bræðslu ................ 21.815 Síld, samtals 47.990 Annar fiskur: Isvarinn til útflutnings .. 7.610 Til frystingar ..........173.420 Til herzlu .............. 49.372 Til niðursuðu .............. 279 Til söltunar ............ 83.863 I fiskimjölsvinnslu ....... 5.277 Annað ..................... 2.765 Annar fiskur, samtals 322.586 Aflamagnið er miðað við slægð an fisk með haus, nema fiskur til mjölvinnslu og síld, sem er vegið upp úr úr sjó. •—Reuter. ískyggilegur samdráttur á sparifjársöfnun landsmanna Hætt við að erfitt verði að hamla móti verðbólgu ef segja Fjármáiatiðindi I FJÁRMÁLATÍÐINDUM, sem út komu í gær, í grein um pen- ingamarkaðinn, er þess getið, að alvarlega teikn séu nú á lofti, þar eð samdráttur hafi orðið í sparifjársöfnun landsmanna frá því í ágúst. Segir blaðið, að sparifjáraukningin hafi fairð minnkandi með hverjum mánuði, og í nóvember s.l. hafi spariféð lækkað um 12 millj. kr. Er það í fyrsta skipti sem spariinnlán lækka síðan í október 1952. — Síðan segja Fjármálatíðindi um þetta: „Það er að vísu eðlilegt að sparifjáraukningin sé minnst síðustu fjóra mánuði ársins, enda er þá neyzla með mesta móti, en umskiptin eru að þessu sinni svo mikil, að sú spurning hlýtur að vakna, hvort ekki sé um dýpri or- sakir að ræða. í fyrra jukust spariinnlög um 40 millj. kr. frá júlílokum til nóvember- loka, en í ár hefur spariféð aðeins aukizt um 0,3 millj. kr. á sama tíma. Slík breyting gæti boðað vaxandi vantrú manna á gjaldmiðlinum og nýjan ótta við verðbólgu. — Einnig er vafalítið, að mikið Bæjarstarísmenn fá launauppbót Á FUNDI sínum á Þorláksmessu samþykkti bæjarráð að greiða launauppbót til starfsmanna1 sinna. Tillagan um þetta er sam- j þykkt var, hljóðar svo: „Á árinu 1955 skal greiða á laun fastra starfsmanna 23% launauppbót í stað 10—17%, sem greitt hefur verið skv. samþykkt bæjarráðs 2. ágúst 1951. Þá er og samþykkt að greiða uppbót á laun fastra starfsmanna fyrir mánuðina okt.—des. 1954 Stefnir kominn út með fjölbreyttu efni DESEMBER-HEFTI Stefnis, tímarits SUS er komið út mjög fjöl- breytt og skemmtilegt að vanda. Er það nú borið út til áskrif- enda, en verður einnig selt-í lausasölu í öllum bókaverzlunum. í tímaritinu eru bæði smásog- ur, greinar og kvæði. Þar er m. a. að finna nýtt kvæði eftir Gunnar Dal, er nefnist Nótt í grasgarðinum. Grein er eftir Önnu Larsson, sendikennara, um sænska skáldið Bellman. — Brot úr óprentaðri skáldsögu, eftir Indriða G. Þorsteinsson. — Gamankvæði skemmtilegt um „nafnana". Þá er í Stefni mjög merkileg grein eftir Knud Hansen skóla- stjóra Askov-lýðskólans um „Harðstjórn trúarinnar". — Hið unga og efnilega skáld Hannes Pétursson, þýðir kvæði eftir Rainer Maria Rilke og Stefan George. Með þessu er aðeins fátt eitt talið af hinu fjölbreytta efni ritsins, sem mun vera eitt út- breiddasta tímarit hér á landi. Enn má telja grein eftir Stein- grím Sigurðsson, smásögu eftir Alberto Moravia, kvæði eftir Matthías Jóhannesson og Þor- stein Thorarensen og kvikmynda þáttur eftir Jón Júlíusson. Árgangurinn af Stefni kostar aðeins 25 kr., en eintakið kr. 8,50 I lausasölu. ’ < fé er nú ðregið úr bönkum og sparisjóðum til bílakaupa og til að kosta hinar stórauknu húsbyggingar, sem nú eiga sér stað. ★ Hætt er við, að erfitt verði að hamla á móti verðbólgu. ef þessi óheillaþróun stöðvast ekki, þegar kemur fram á næsta ár. Fjáríesting er nú gífurleg í þjóðfélaginu, og hlýtur hún óumflýjanlega að leiða til verðbólgu, ef spari- fjársöfnunin dregst saman tið Iengdar.“ Hreinskilinn fjármálaráðherra BERLÍN — Fritz Scháfer kvað vera hreinskilinn maður. Er hann var beðinn um skilgreiningu á hugtakinu peningar, svaraði hann: „Peningar eru nokkuð, sem því miður fer langan krók á leið- inni frá vasa borgaranna í ríkis- kassann." Skákelnvfgiö AKÐKETRI m A B C D E F RETKJAVÍK 40 leikur Akureyringa ' f 8-Í5 G H 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.