Morgunblaðið - 28.12.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. des. 1954 ÚR HELJARGREIPUM SKÁLDSAGA EFTIR A. J. GRONIN Framhaldssagan 13 í fyrstu ætlað að sendi henni við- •vörun, en hætt við það, þar sem það var of hættulegt. Þar að auki •vildi hann ekki láta hana vita um neitt, sem gæfi til kynna, að hún þyrfti að fara í flýti- Klukkan hálf fjögur tók hann tösku sína, og fór niður til að greiða reikninginn. Hann hafði íetlað sér að ganga gegnum borg- ina þangað, sem bifreiðin hans var, en honum til sárra vonbrigða hann, að njósnararnir tveir l’iðu eftir honum fyrir utan hótel- ið. Hann sneri snögglega við í áttina til járnbrautarstöðvarinn- ar. Hvað átti hann að gera? Þegar liann var þess fullviss, að þeir <itu hann, fannst honum hann svima og hugur hans neitaði al- gerlega að starfa. Eftir tíu mín- útur var hann kominn á brautar- .stöðina, farmiði hans hafði verið tekinn og hann stóð á brautar- pallinum. Lestin kom inn á stöð- ina. Njósnararnir tveir voru nokkrum skrefum fyrir aftan hann. Þeir horfðu rannsakandi á hann, meðan hann var að komast inn í klefann sinn, setja töskuna upp á hilluna og setjast í sætið. Hann hugsaði með sér: þetta er fyrirfram ákveðið. það er ekki liægt að ásaka mig. Ég gerði til- raun, en mér mistókst. Ég fer aftur til Vínarborgar. Allt í einu sá hann, að menn- irnir tveir ætluðu ekki að fara með honum. Þeirra viðfangsefni var einungis, áð sjá um að hann færi í lestina, án efa hefðu þeir fcngið annað viðfangsefni í Gmiind. Um leið og lestin rann út br stöðinni hljóp hann fram á ganginn, opnaði hurðina og hopp- aði niður á brautarteinana, en áð- uren síðasti vagninn var kominn út úr stöðinni, var hann kominn heilu og höldnu yfir á annan brautarpall. Það var orðið dimmt. þegar Harker komst þangað, sem hann hafði skilið bifreiðina eftir. og er hann hafði fyllt bensíntankinn, ók hann varlega út úr borginni og þræddi fáfarnar hliðargötur. Á þennan hátt komst hann til Atlantis og skildi bifreiðina eftir á hliðargötu þar skammt frá. Þegar hann kom inn í veitiuga- húsið, leit hann í kringum sig. Nokkrir menn sátu við barinn og dreyptu á hanastélum, en aðal- salurinn var svo gott sem tórnur. Hann stansaði þjón, sem gekk framhjá og sagði: „Viljið þér vísa mér á búningsherbergi ungfrú Durych.“ „Býst hún við yður?“ „Auðvitað“. Harker reyndi að brosa sannfærandi „Við ætlum að borða saman.“ Harker fór með þjóninn inn í dimman gang með mörgum dyr- um. „Ungfrú Durych er á númer þrjú.“ Harker barði að dyrum. Eftir nokkra þögn barði hann aftur, en fékk ekkert svar. Hann opnaði dyrnar, en enginn var inni. Nokkrar mínútur stóð hann alveg ráðvilltur, en síðan barði hann á næstu dyr til hægri. „Kom inn“, sagði karlmanns- rödd. Hann gekk inn og kannaðist þegar í stað við manninn, sem var hávaxinn og beinvaxinn maður á þritugsaldri. Það var Gustaf sjón- hverfingamaðurinn. félagi Made- lcine í þættinum Gettu nú, sem Harker hafði séð kvöldið áður. „Hafið þér séð ungfrú Dur- ych?“ spurði Harker. „Hún er ekki í húningsherberginu “ Gustaf varð ekkert undrándi! „Hún kemur á hverri stundu. Hún kemur hingað alltaf, þegar hún kemur. Yður er velkomið að bíða eftir henni.“ Hann benti á stól úti í horni. „Madeleine borðaði með yður í gærkvveldi, þér eruð Ameríkani, er ekki svo?“ I Harker kinnkaði kolli. „Ég ætla til Bandaríkjanna ein hvern daginn núna, en ég veit ekki enn, hvernig ég á að komast þangað. En þangað skal ég kom- ast.“ Harker geðjaðist vel að hinni frjálsmannlegu framkomu sjón- hverfingamannsins, hinni ein- lægu hrifningu hans og hrein- skilnum, vingjarnlegum augum hans. „Ég vona, að yður muni takast það“, sagði hann. Því næst bætti hann við eftir stutta þögn. „Ungfrú Durych er ábyggilega orðin of sein.“ 1 Gustaf leit á klukkuna, ,.Það er alveg rétt. Ég ætla að hringja til hennar.“ Harker beið, meðan hann hringdi í almenningssíma frammi á ganginum. Eftir tvær eða þjár mínútur kom hann aftur, og nú var svipur hans breyttur. i „Það svarar ekki“. I „Vitið þér, hvar hún á heirna?" spurði Harker. „Ég hef bifreið“. „Við skulum aka heim til henn- ar“, sagði Gustaf ákveðinn. Eftir tíu mínútur óku þeir unp að fjögurra hæða húsi í norður- hluta Gmiind. „Herber-gið hennar er á annarri hæð“, sagði Gústaf og gekk upp stigann. i Hann hringdi dyrabjöllunni og borði nokkrum sinnum að dyrum án þess að fá svar, að lokum sagði hann: „Húsmóðirin hérna þekkir mig, hún leyfir okkur að fara inn.“ j Brátt’ kom hann aftur með roskna konu, sem hélt á stórri lyklakippu. Hún sagði: „Ég hef ekki séð hana í alian dag.“ Eftir að hafa reynt nokkra lvkla, gat konan loks opnað hurð ina. f herberginu var allt á rúi og stúi. Allar skúffur höfðu verið dregnar út, og fötin lágu hingað og þangað, öllum húsgögnunum hafði verið fleygt til. Madeleine lá þvert yfir rúmið, bundin á höndum og fótum, og hálsklút hafði verið troðið upp í hana. Gustaf laut niður að henni og leitaði að æðaslættinum á henni, meðan Harker tók klútmn úr munni hennar. í nokkrar mínút- ur greip hún andann á lofti, og gat síðan stunið upp með erfiðis- munum: „Vatn“. Meðan Harker var að losa um hendur hennar og fætur, fór Gústaf út og kom brátt með vatnsglas- Hún drakk það áfergju lega. „Hvað hefur komið fyrir?“ spurði Gustaf. „Þeir reyndu að fá mig tií að tala.“ -s I „Bölvuð svínin. Hverjir voru j það?“ „Krylov og tveir aðrir." „Gátu þeir....“ „Ég held ekki “ Harker leysti nú síðasta hnút- inn og Madeleine settist upp föl og aumingjaleg. „Hve lengi hafið þér legið svona?“ spurði Harker. „Síðan um hádegi. Þeir hefðu líklega skotið mig þegar í stað, ef þeir hefðu-ekki viljað fá upp- lýsingar, og meðan ég er á lífi, halda þeir, að ég geti veitt þeim þær.“ Hann dáðist að því, hve róleg hún var. Hann kveikti í sígarettu fyrir hana. Gústaf hafði gengið fram að dyrunum og um leið og hann fór, leit hann á Madeleine og sagði: „Segðu honum frá því. Ég ætla að vita, hvort það cr enn- þá hérna.“ Þegar hurðin hafði lokast á eftir honum, sagði Madeleine blátt áfram: „Við Gústaf höfum á hendi njósnir fyrir Vesturveldin." „Njósnir?“ Harker starði á hana. „Gústaf er gamall í hettunni. Ég gekk í þetta fyrir ári síðan, í þegar Rússarnir handtóku fjöl- skyldu mína.“ Harker gatt ekki komið upp nokkru orði. „Ég þekkti Gustaf í Tékkó- slóvakíu, hann vár vinur bróður míns, og við höfum haldið kunn- ingsskapnum áfram, síðan við komum hingað. Þegar ég byrjaði í njósnarastarfinu, æfðum við þennan þátt, sem þér sáuð í gær- kvöldi." Múrhúðunarnet í plötum, 9x2 fet. er nú aftur fyrirliggjandi. Pantanir sækist sem allra fyrst. Garðar Gíslason h.f. Hverfisgötu 4, sími 1500. OBUGGASTJiR Vinsælustu og öruggustu flugvélar heimsins eru hinar þekktu „D C“ flugvélar, smíðaðar hjá Douglas. — Þér getið ferðast með hinum risastóru, nýtízku D C — 6 eða D C — 6 B. á öllum aðalflug- leiðum hvar sem er í heiminum. lC IC W Verið ! ■i þoUnmóð ! Af óviðráðanlegum ástæðum > verður MINNISBÓKIN 1955 j aðeins síðar á ferð en minnis- ■ ■J bókin í fyrra. ' MINNISBÓKIN 1955 kemur 2 ■ út um áramót. j Við höfum vandað sérstak- ; ■j lega til þessarar bókar og skulu 2 hér talin nokkur atriði því til ■! sönnunar: ;! • 1. Bókin verður nú 11 arkir ^ í stað 8 áður og þar af ! ■ leiðir að í henni eru I ■ ýmsar nýjar upplýsingar *! og fróðleikur. ;! ■j • 2. Almanakið hefur verið 2 ■ stækkað þannig að meira ; pláss fylgir hverjum ; ■ degi. Z • 3. Pappírinn í bókinni er í « tveim litum. ; • 4. Ný kort eru í bókinni m. 2 ■ a. frá Akureyri, Hafnar- j firði og Kópavogi. • 5. Silkiband er fest við ; ■ hverja bók sem bók- : ■ merki. 2 m • 6. Hverri bók fylgir gyll- ; ingarkort, þannig að hver ; ■ bókareigandi getur gull- ! ritað nafn sitt á bókina ; með eigin hendi. ; Bóksalar um land allt eru : ■ beðnir að senda pantanir strax. ; Vegna mikillar eftirspurnar ;! verður bókin aðeins seld gegn : staðgreiðslu og póstkröfu. Bókaútgáfan FJÖLVÍS ■ ■ Bústaðaveg 49 Símar 1372 og 82913 T1 \ Bifreiðaeigendur Getum tekið að okkur viðgerðir á öllum tegundum bifreiða, vélaviðgerðir, réttingar og málun. ^hodaverkstœ&ih við Kringlumýrarveg, fyrir ofan Shell. Sími 82881. Tilkynning Öll þau, er eiga hjá okkur fatnað í umboðssölu, eða unnið, eru vinsamlegast beðin að sækja hann fyrir 31. deS. þar sem verkstæðið hættir rekstri þann dag. Virðingarfyllst, Andersen og Sólbergs, Laugavegi118. — Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.