Morgunblaðið - 15.01.1955, Side 2
2
MORGVNBLAÐID
Laugardagur 15. jan. 1955 j
ÞRÓTTARFÉLACAR! — STANDIÐ
TRÚAN VÖRÐ UM FÉLAG YKKAR
KOSNING stjórnar og trúnað-
armannaráðs í Vörubílstjóra-
félaginu „Þrótti“, fyrir næsta
starfsár, hefst í húsi félagsins við
Eauðarárstíg í dag kl. 2 e. h., og
stendur til kl. 10 í kvöld, og held-
ur áfram á morgun (sunnudag)
kl. 1 e. h. og stendur til kl. 9,
en er þá lokið.
Tveir listar eru í kjöri: A-listi,
listi lýðræðissinna í félaginu, og
(B-listi, sem er listi kommúnista
og fylgifiska þeirra.
A-listinn er skipaður að mestu
sömu mönnum og nú eiga sæti í
stjórn og trúnaðarmannaráði fé-
lagsins, og er því óþarfi að kynna
þá frekar fyrir Þróttarmönnum,
þar sem margir þeirra hafa starf-
að í stjórn félagsins nær óslitið
í 10—20 ár og átt ríkan þátt í að
byggja félagið upp og gera það
að því baráttutæki í sókn og
vörn fyrir hagsmunum Þróttar-
manna, sem það nú er orðið.
Eins og kunnugt er stóðu Sjálf-
stæðismenn og Alþýðuflokks-
menn í Þrótti sameiginlega að
stjórn félagsins á árunum 1949
til 1952. En þá tókst kommún-
istum að kljúfa þetta samstarf
og hafa því Sjálfstæðismenn ein-
ir farið með stjórn í félaginu síð-
an.
SAMSTARF
LÝÐRÆÐISAFLANNA
f Alþýðusambandskosningunum
á s.l. hausti var þetta samstarf
tekið upp að nýju, — og nú er
því haldið áfram, með því að
hafa Alþýðuflokksmann í kjöri í
stjórn félagsins. Þessu ber að
fagna, ekki hvað sízt vegna þess
að það hefur aldrei verið neitt
sérstakt keppikefli fyrir okkur
Sjálfstæðismenn að fara einir
með stjórn félagsins, heldur
miklu fremur hitt, að sameina
öll lýðræðissinnuð öfl innan fé-
lagsins til samstilltra átaka um
allt það, sem verða mætti hags-
munamálum félagsmanna til
framdráttar.
Það vekur alveg sérstaka at-
hygli meðal Þróttar-manna, að
kommúnistar hafa nú sparkað
Einari Ögmundssyni og nær öll-
um fyrri frambjóðendum þeirra
burt af lista sínum, — en eins
og kunnugt er hefur Einar verið
í framboði sem formannsefni um
mörg undanfarin ár, en alltaf
fallið, og hafa því kommúnistar
að vonum talið þýðingarlaust að
sýna hann einu sinni enn Þróttar-
mönnum.
FURÐULEG
UPPSTILLING
Þá vekur hitt lítið minni furðu,
að á lista kommúnista nú eru
eingöngp menn, sem aldrei hafa
setið í stjórn félagsins, né sinnt
ncins kbnar trúnaðarstörfum
fyrir Þróttarmenn, og hafa því
enga kunnáttu né reynslu í neinu
því, sem-að félagsmálum lýtur.
En eins og kunnugt er, er Þrótt-
ur fyrir margra hluta sakir mjög
erfitt stéttarfélag, og málefni
þess mártþætt og vandasöm til
úrlausnar, ef vel á að fara fyrir
félagsmenn. Það veitir því sann-
arlega ekki af, að þeir menn, sem
með stjórn félagsins fara, hafi
einhverja reynslu og þekkingu á
þeim málum til að bera.
Hið nýja formannsefni komm-
únista, Bragi Kristjánsson, bóndi
í Ártúnum, er að því ég bezt veit,
dagfarsgóður maður og kemur
vel fyrir sjónir. Hann hefur um
langt skeið rekið all myndarlegt
bú í Ártúnum, og er talinn af
þeim, sem til þekkja, góður
skepnuhirðir. Hvort kommúnist-
ar telja Braga af þeim ástæðum
líklegasta manninn til að halda
til haga ^lgi þeirra í Þrótti, veit
ég ekki. En ekki getur það verið
af því aé Bragi sé svo vel heima
í málefnVim Þróttar, þar sem
hann hefur aldrei sinnt neinum
trúnaðar^törfum fyrir félagið, og
er því fálgjörlega ókunnugur öllu
því, sem ;að stjórn -þess lýtur.
Bragí Kristjánsson- -hefur þó
Parísðr-iamninprn-
ir brjóia ekkí í bég
við GeniarséH-
máiann
MOSKVA, 14. jan. — Ráðstjórn-
arríkin hafa sent orðsendingar
þeim löndum, er aðild eiga að fyr
irhuguðu varnarbandalagi V,-
Evrópu bess efnis, að ýmsar
greinir Parísar-samninganna
brjóti í bág við Genfar-sáltmál-
ann frá 1925, þar sem samning-
arnir geri ráð fyrir framleiðslu
og birgðasöfnun sýkla- og eitur-
vopna.
Stjórnmálafréttaritari brezka
útvarpsins kveður það ekki sann-
leikanum nmkvæmt, að Parísar-
samningarnir brjóti í bég viS
Genfar-sáttmálann. — Sáttmáli
þessi lagði ekki bann við fram-
leiðslu sýkla- og eiturvopna en
aftur á móti við notkun þeirra í
hernaði.
Bæði Bretland og Ráðstjórnar-
ríkin slógu þanr. varnagla í sátt-
málanum, að vernd sú, er Genfar
sáttmálinn veitir, næði ekki til
þeirra þjóða. er gerðust brotleg-
ar við greinir hans.
Talsmaður brezka utanríkis-
ráðuneytisins lét svo ummælt i
dag, að Bretland og önnur
Atlantshafsbandalagsríki áliím
það nauðsynlegt að eiga birgðir
eiturgass til ao koma í veg fyrir,
að nokkurt annað ríki notaðl
það. Benti hann á, að Ráðstjórn-
arríkin helðu þegar einu sinni
haft ástæðu til að vera þakkláfc
fyrir, að Bretar hefðu framfylgt
þessari nauðsyn. Birgðir þær, cfl
Bretar áttu af eiturgasi voru að
Framh. á bls. lií J-
k aftan é lióslausa
IGÆRMORGUN um kl. 8 varð
umferðsrslys hér í bænum,
er jeppabí'I ók inn undir pall-
horn á stórum vörubíl, sem stóð
Ijóslaus við gangstétt Hringbraut
ar. Ungur piltur ók jeppanum
og slasaðist hann mikið á höfði.
Hann var fluttur meðvitunarlaus
í Landsspítalann, en var kominn
til meðvitunar á ný skömmu eft-
ir hádegi. Hann heitir Þorsteinn
Einarsson, Bræðraborgarstíg 33.
Við áreksturinn brotnaði húsið
ofan af jeppanum.
Maðurinn. sem ók vórubílnum,
stóð á götunni skammt frá bíln-
um, er áreksturinn varð. Bíll hans
hafði ekki farið í gang í kuldan-
um. Var maðurinn að biða eftir
öðrum stórum vórubíl til að draga
bilinn í gang.
Við áreksturinn rann vörubíll-
inn nokkuvn spöl áfram og rakst
á manninn án þess að liann hlyti
meiðsl af.
Rannsóknarlögreglan biður
mann, sem kom í bíl að slys-
Hrindið árás kommúnsta
vakið á sér athygli meðal Þrótt-
armanna í sambandi við eitt mál,
sem lengi hefur á dagskrá verið,
— hann segist nefnilega vera:
einlægur skiptivinnumaður, eins
og það er kallað á máli Þróttar-
manna. (Einar sagðist nú vera
það líka, þótt fáir tryðu því).
Ekki tel ég ósennilegt, að bú-
skapurinn gefi Braga það í aðra
hönd, að ekki þurfi hann á stöð-
ugri vinnu að halda fyrir bílinn
sinn, til þess að komast sæmilega
af, og því sé það útlátalaust fyrir
hann, þótt tekin væri vinna af
þeim, sem hafa, og fengin öðrum.
STÉTTARLEG
UPPBYGGING
Öðru máli gegnir um Þróttar-
menn almennt. Þeir hafa ekkert
við að styðjast nema þá vinnu,
sem þeir geta aflað sér fyrir bíl-
inn sinn hverju sinni. Mjög
margir þeirra hafa stundað akst-
ur óslitið um og yfir 30 ár; þeir
hafa byggt upp félagið til vernd-
ar atvinnu sinni og hagsmunum
og vinnuveitendur vilja hafa
þessa menn í vinnu hjá sér, af
því þeir hafa unnið þeim bæði
vel og lengi.
Meðan Þróttur stóð opinn fyrir
þeim, sem inn vildu ganga,
streymdu á stöðina miklu fleiri
bílar en vinnumarkaðurinn þoldi
og var því oft um mikið at-
vinnuleysi að ræða. Kommúnist-
ar hafa æfinlega við kosningar
reynt að hagnýta sér óánægju
þeirra, sem útundan verða, og
lofað þeim, að tekin skyldi vinn-
an af þeim, sem með áratuga
starfi hafa tryggt sér eitthvað
fast, og hún fengin öðrum. Tvis-
var hefur þessi áróður kommún-
ista svo langt gengið, að leitað
var álits félagsmanna, með alls-
herjaratkvæðagreiðslu, hvort þeir
vildu afnema alla forgangs-
vinnu, og var það í bæði skiptin
fellt. Samt halda kommúnistar
sleitulaust áfram sama áróðrin-
um, og að því er virðist aldrei
magnaðri en nú við þessar kosn-
ingar, þótt atvinna hafi á s.l. ári
verið meiri og almennari en oft
áður, og allt bendi til, að svo
verði líka í ár, ef ekkert óvænt
kemur fyrir.
Yfir háveturinn hefur alla tíð
verið frekar lítið um vinnu fyrir
vörubíla, og verður svo fram-
vegis, — þar sem verulegur hluti
vinnunnar er árstíðabundinn. Það
er ekki á valdi neinna félags-
stjórna að breyta þessu, þótt
kommúnistar reyni í blekkingar-
skyni að telja mönnum trú um
það.
RÉTTUR
ÞRÓTTARFÉLAGA
Þróttarmenn hafa frá því fyrsta
grundvallað sinn félagsskap á
rétti einstaklinganna til að afla
sér vinnu og halda henni, án
íhlutunar félagsins, — nema því
aðeins að einstaklingurinn brjóti
taxta félagsins, lög þess eða
samninga, sem það hefur gert.
Þróttarmenn hafa margoft sýnt
og sannað, að þeir vilja ekki af-
sala sér þessum rétti. Enda er
það mála sannast, að félagið væri
löngu búið að vera, ef þeir hefðu
gert það. Þótt Þróttur vildi, hef-
ur hann ekki rétt til að taka
menn úr vinnu og setja aðra í
þeirra stað, og þann rétt er ekki
hægt að öðlast, nema með nýj-
um samningum við Vinnuveit-
endasamband íslands. En eru þá
nokkrar líkur til, að vinnuveit-
endur afsali sér nokkurn tíma
þeim sjálfsagða rétti að mega
sjálfir ráða hvaða meðlimi fé-
lagsins þeir taka til vinnu? Ég
held ekki. Það kostaði Þróttar-
menn 25 daga verkfall að ná
þeim samningum, sem þeir nú
hafa. Hvað myndi það kosta langt
verkfall að þvinga vinnuveitend-
ur til að afsala sér einföldustu
mannréttindum? Og hvað yrði
svo mikið eftir handa Þrótti til
að semja um, þegar þeim átökum
lyki? Ég held að það væri hollt
fyrir Þróttarmenn að íhuga þess-
ar spurningar vel, áður en þeir
ganga að kjörborðinu núna.
FÁNÝT BLEKKING
Frambjóðendur kommúnista
halda því nú mjög að félags-
mönnum, að ef þeir nái kosningu,
muni þeir þegar í stað afnema
alla forgangsvinnu. Annað hvort
eru þessir menn meiri óvitar en
ég held, að þeir séu, eða þeir
álíta mikinn hluta félagsmanna
svo einfaldan, að þeir sjái ekki í
gegnum jafn augljósa blekkingu.
Þróttur rekur nú all umfangs-
mikil viðskipti með nauðþurftir
til bifreiða félagsmanna, til þæg-
inda og hagsbóta fyrir þá, og
veltir í því sambandi milljónum |
króna árlega. Fjárhagur félags-j
ins er góður og tekist hefur að
safna talsverðu fé í sjóði, auk
fasteigna.
Ef við tæki í félaginu stjórn,
sem grundvallar starfsemi sína á
hnefarétti, er nokkurn veginn
víst, að allar eignir félagsins yrðu
á skömmum tíma upp étnar með ■
skaðabótadómum.
FJANDSKAPUR KOMMÚNISTA
GEGN ÞRÓTTARFÉLÖGUM
Á þeim árum, sem við Sjálf-
stæðismenn höfum stjórnað fé-
laginu, hefur Þróttur unnið
stærri sigra í réttinda- og hags-
munabaráttu félagsins, en nokkru
sinni áður í sögu þess, og er það
löngu viðurkennt af öllum sann-
gjörnum mönnum. Á sama tíma
hefur þáttur kommúnista innan
félagsins og utan, verið sá, að
grafa undan stjórn félagsins og
setja eftir mætti fótinn fyrir öll
þau mál, sem stjórnin hefur beitt
sér fyrir. Og nægir í því sam-
j bandi að minna á þátt kommún-
ista í stærsta máli félagsins fyrr
og síðar, þegar þeir greiddu at-
kvæði á móti því í báðum deild-
um Alþingis og síðan í bæjar-
stjórn, að takmarka innstreymí
nýrra félaga í Þrótt.
Og til að undirstrika fyrirlitn-
ingu sína á dómgreind Þróttar-
manna, bjóða kommúnistar þeim
nú að skipta á þeim mönnum,
sem undanfarin ár hafa stjórnað
félaginu, og kjósa í staðinn menn,
sem aldrei hafa komið nálægt
málefnum félagsins og þekkja
ekkert til stjórnarstarfa, en hafa
það eitt til síns ágætis að vera
góðir kommúnistar.
Þróttarmenn! Svarið þessari
árás kommúnista á félag ykkar
með því að láta lista þeirra við
þessar kosningar fá háðulegri út-
reið en nokkru sinni fyrr.
Komið á kjörstað strax í dag
og kjósið A-listann.
Friðleifur I. Friðriksson.
Stéiskip í smíðum fyrir Vesfmannaeyinga
Ó
vörubíl
Þetta er 70 Iesta stál-fiskibátur, sem Þorsteinn Sigurðsson, útgm. í Vestmannaeyjum o. fl., eiga. Nú er
báturinn bráðlega fullsrníðaður. ...............—............. ...... 1 - - -
09 slusaðist
staðnum og flutti bílstjórann á
vörubílnum niður á slökkvistöð
til að sæk.a sjúkrabíl, að koma
til viðtals hið bráðasta.
Slys, sem orðið hafa með svip-
uðum hætíi og þetta, að bílar
aka inn undir pallhorn vörubíla,
eru orðin iskyggilega mörg ár
hvert. Hafe menn bent blaðinu á,
að nauðsyn beri til að vörubílar
séu með „kattaraugu' á pallhorn-
um, en slíkt mun vera lögboðið
erlendis og ættu að gilda um það
sömu reglur hérlendis.