Morgunblaðið - 15.01.1955, Blaðsíða 16
Veðurúfiif í dag:
N-ka!di, léttskýjað.
11. tbl. — Laugardagur 15. janúar 1955
Sömuf hús
Sjá grein á blaðsíðu 9.
Stálsmiijdi! ætiar
ai smiða 50—80
lesta stdlbáta
Byggðir eftir hollenzkum teiknirsgum
FORRÁÐAMENN Stálsmiðjunnar skýrðu blaðaimSninam frá því
í gærdag, að nú á morgni stálskipasmíða liér á landi, hefði
Stálsmiðjan ákveðið að færast í fang ný viðfangsefni, en það væri
smíði 50—60 lesta fiskibáta úr stáli. Hefur Stálsmiðjan tryggt sér
rétt til að byggja eftir teikningum hollenzks skipaverkfræðings,
sem hefur sérstaklega staðgóða þékkingu á smíðí fiskábáta úr stáli.
Eftir hans teikningum eru nú í Hollandi í smíðum tveír bátar fyrir
jslenzka útgerðarmenn. Vonast Stálsmiðjan til að geta byrjað næsta
sumar á fyrstu bátunum.
HOLLENZK FYRIRMYND
Framkvæmdastjórarnir, Bene-
dikt Gröndal og Sveinn Guð-
inundsson, fóru utan til Hollands
til þess að eiga viðræður við hinn
hollenzka skipaverkfræðing W.
Zwolsman og til þess um leið að
kynna sér stálskipasmíði Hol-
lendinga, sem standa mjög fram-
arlega á þessu sviði. Þar þekkj-
ast ekki fiskiskip byggð úr tré.
Þar hittu þeir að máli Þorstein
.Sigurðsson útgm. í Vestmanna-
eyjum, sem á 70 lesta stálskip í
amíðum þar, og lét hann mjög vel
yfir vinnubrögðum öllum við
byggingu skipsins, sem nú er
væntanlegt innan fárra vikna. —
Verður það fyrsti fiski'oáturinn
hér á landi, sem byggður er úr
stáli. En einnig á Hermann Krist-
jánsson útgm. hér í Reykjavík
bát þar í smíðum, og verður hann
rnilli 50—60 lestir eða af þeirri
stærð, sem Stálsmiðjan ætlar að
loyggja. Teikningarnar hefur gert,
sem fyrr segir, W. Zwolsman.
Hann kom hingað til lands í
fyrrasumar, og skoðaði hann þá
t. d. Stálsmiðjuná og kynnti sér
kröfur íslendinga á sviði stál-
.skipasmíða. Taldi hann Stálsmiðj
■una vera vel færa til þess að taka
að sér byggingu stálbáta, og veitti
hann þeim Benedikt Gröndal og
Sveini Guðmundssyni leyfi til
þess að byggja eítir teikningum
hans.
HAFA MIKINN ÁHUGA Á
FISKISKIPUM ÚR STÁLI
Það er vitað mál, sögðu fram-
kvæmdastjórar Stálsmiðjunnar,
að hér á landi er mikill áhugi
meðal útgerðarmanna á fiskibát-
um byggðuín úr stáli, og er margt
sem veldur. T. d. binn gifurlegi
viðhaldskostnaður tréskipanna og
að enein hætta er á skemmdum í
trjáviðnum, sem svo mjög hefur
gert vart við sig. Og framkvæmda
stjórarnir kváðust geta fullyrt,
að byggingarkostnaður stálskipa
væri ekki meiri en tréskipa.
Einnig var það annað, sem rak
á eftir aðgerðum Sfálsmiðjunnar
í þessu mikla framfaramáli, en
það var rannsókn og álitsgerð
iðnaðarmálastofnunarinnar hér
að lútandi. En hún hvatti ein-
dregið til þess að hafin yrði smíði
fiskibáta úr stáli hér á landi. Um
skipaþörfina frá árí til árs, telur
stofnunin að byggja þurfi eigi
færri skip en 15 ár hvert.
50—60 LESTA BÁTAR
Sem fyrr segir, mun Stálsmiðj-
an Ieggja áherzlu á byggingu 50
til 60 lesta fiskibáta. Og með
nauðsynlegum stuðningi hins op-
inbera við þessa nýju iðngrein
Isiendinga, sem því ber skylda
til að veita, vonumst við tii að
geta lagt kjölinn að tveim bátum
næsta sumar í júlímánuði, sagði
Sveinn Guðmundsson forstjóri að
lokum.
Landhelgis-
hrjótur tek-
inn í gœr
í GÆRKVÖLDI kom varðskipið
Ægir inn til Vestmannaeyja, með
belgiskan landhelgisbrjót. Var
það l’till togari, Gabrielle Rapha-
ele frá Ostende.
Belgiski togarir.n var um hálfa
sjómílu fyrir innan fiskveiðitak-
mörkin, að veiðum er varðskip-
ið kom að honum. í Vestmanna-
eyjum verður fjallað um mái
skipstjórans hjá bæjarfógeta-
embæítinu.
FLOKKSRAÐ Sjálfstæðis-
flokksins í Gullbringusýshi
heldur fund í Sjáfstæðis-
húsinu í Kefavík mánu-
daginn 17 þ. m. kl. 9 síðd.
Ólafur Thors forsætisráð-
herra mætir á fundinum.
Þess er fastlega vænzt að
fulltrúar mæti vel og
stundvíslega.
Þetta er teikning af 50—60 lesta stálbáti. Svona bát er verið að byggja í Hollandi fyrir íslenzkan út-
gerðarmann um þessar mundir. Eftir hinni sömu teikningu og með kröfur ísl. staðhátta fyrir augum,
verða bátar Stálsmiðjunnar byggðir.
Óánægja yfir
skipun prests
r
a
ÞAÐ, sem veldur því, að ekki er
enn farið að skipa prest til starfa
norður á Siglufirði, er óánægja,
sem fram hefur komið í sam-
bandi við prestkosningarnar. —
Hefur því verið haldið fram. að
einn umsækjandanna hafi haft í
frammi allmikinn kosningaáróð-
ur. —
Prófastur Eyjafjarðarprófasts-
dæmis, sem var viðstaddur kosn-
ingarnar, mun hafa gert kirkju-
málaráðuneytinu nokkra grein
fyrir máli þessu. Telur hann
umsækjandann, sem hér á hlut
að máli, ekki hafa vísvitandi
haft í frammi slíkan áróður.
Þar eð kosningin var ólögleg,
kemur til kasta kirkjumálaráð-
herra. Hefur hann nú málið til
meðferðar. Biskup landsins mun
hafa mælt með því við ráðherr-
ann, að sá umsækjendanna, sem
hlaut flest atkvæðin, en það var
Ragnar Fjalar, verði veitt em-
bættið, þegar þar að kemur.
M.S. „GOÐAFOSS", sem fór héð-
an áleiðis til Ameríku í fyrra-
kvöld, hefur orðið að snúa við
til Reykjavíkur vegna truflunar
á smurniogskerfi aðalvélarinnar,
og er væntanlegur hingað kl. 2
í nótt.
Ekki er álitið að hér sé um
neina alvarlega bilun að ræða.
en búast má við að skipið tefjist
í nokkra daga á meðan rannsókn
og viðgerð fer fram.
I
Þrótti hefst í dag
Listi lýðræðissinna er A-listi !
STJÓRNARKJÖR fer fram í Vörubílstjórafélaginu Þrótti nú umi
helgina. Kosið verður í húsi félagsins við Rauðarárstíg og
hefst kosningin kl. 2 e. h. í dag og stendur til kl. 10 síðd. Á morg-
un verður kosið frá kl. 1 e.h. til kl. 9 síðd. og er þá kosningu lokið.
Bótakröfur
vegna slyssins
3.2 millj. kr.
ÍSAFIRÐI, 14. jan. — í dag
lauk hér á Ísaíiröi sjóprófinu
vegna sjóslyssins út af Súg-
andafirði á dögunum.
Skipstjórinn á brezka tog-
aranum, sem er liðlega þrí-
tugur maður og hefur oftlega
verið hér á íslandsmiðum,
setti tryggingu fyrir skaða-
bótakröfum. Voru þær bornar
fram í réttinum, vegna mann-
tjóns og báts, alls að upphæð
2.3 millj. króna. — Togarinn
mun Iáta úr höfn í kvöld.
Við sjóprófið lýsti togara-
skipstjórinn fyrir dómforseta,
hryggð sinni og skipverja yfir
hinu hörmulega slysi. — J.
■<*> Tveir listar eru í kjöri: A-listi,
borinn fram og studdur af lýð-
ræðissinnum og B-listi, sem ein-
göngu er skipaður kommúnist-
um.
A-listinn er þannig skipaður:
Friðleifur I. Friðriksson form.,
Þorsteinn Kristjánsson varaform.,
Sigurður Sigurjónsson, ritari,
Pétur Guðfinnsson, féhirðir og
Ólafur Þorkelsson, meðstjórn-
andi.
Varastjórn: Halldór Auðuns-
son og Óskar Einarsson.
Trúnaðarmannaráð: Stefáa
Hannesson, Þorvarður Guð-
brandsson, Stefán Þ. Gunnlaugs-
son og Heigi Kristjánsson.
Varamenn: Valdemar Stefáns-
son, Helgi Eyjólfsson, Bjarni
Guðmundsson og Karl Eiríksson.
Þróttarfélagar. Vinnið ötullega
að sigri A-listans og tryggið sig-
ur hans.
MOSKVA. — Nýlega var lesinn
í Moskvu-útvarpinu leiðari úr
blaði ungkommúnista, og var,
þar mjög deilt á „götustrákahátt-
erni“ ungra manna í Ráðstjórn-
arríkjunum.
Ólafur Þorkelsson.
Friðleifur I. Friðriksson.
Fiirjra efstu menn A-lisfans í Þréttarkosningunum
Pétur Guðjónsson.
«
Sigurður Sigurjónsson.
Þorsteinn Kristjánsson.