Morgunblaðið - 15.01.1955, Side 6
6
MORGUNBLAÐI&
Laugardagur 15. jan. 1955
Kennarar og uppalendur eiga sín sam-
eiginlegu áhugamál og vandamál, sem
I HOPI þeirra íslenzku gagn-
fræða- og barnaskólakennara,
sem dvöldust í Danmörku um
skeið, síðastliðið sumar og
kynntu sér dönsk fræðslumál,
land og þjóð, var skólastjóri
barnaskólans og unglingaskól-
ans á Flateyri, Sveinn Gunn-
laugsson Þegar hinni almennu
námsför kennaranna var lokið
dvaldist Sveinn um nokkurra
vikna skeið í Danmörku.
Þeim tíma varði hann til að
heimsækja ýmsa skóla, eink-
um í Kaupmannahöfn og ná-
grenni hennar, og kynna sér
kennslu og kennsluaðferðir,
einkum lestrarnám. — Sveinn
hefur nú kennt í 43 ár og ver-
ið skólastjóri í Flatey á Breiða
firði og Flateyri samtals 41
ár. — Sveinn segir hér nokkuð
frá þessari för sinni.
— Eg kunni vel við mig í Dan-
mörku, þennan tíma, sem ég
dváldi þar, segir Sveinn. Landið
er fagurt og frjósamt og finnst
mér því bezt lýst og í skemmstu
máli í þessum tveim upphafs-
orðum í ljóði Matthíasar Jochums
sonar: „Brosandi land“. Eg fór,
að vísu á hraðri ferð, all víða um
Sjáland, yfir Fjón, um Als og
Suður-Jótland og Norður-Slés-
vík. Yfir þvera Danmörku suður
við landamærin og út í Römey,
frá landamærum um Jótland aust
anvert við Arósa, um nágrenni
Silkiborgarvatna og Himinfjalls
og um Mols. Eftir því að dæma,
sem ég sá, hygg ég það vera
dæmafátt afrek og eljuverk, sem
Danir hafa gert, þar sem sendn-
um óræktarheiðum hefur verið
breytt í gróðurland. Það er fagurt
að sjá barrtrjáaraðir, sem fyrst
hafa verið ræktaðar til skjóls og
til þess að hefta sandfok, og svo
að hugleiða alla þá iðni og þá
seiglu, sem til þess hefur þurft
að breyta óræktinni í bylgjandi
akra, þetta held ég að hljóti að
vekja aðdóun hvers þess, er til
Danmerkur kemur. Fagrir eru
skógarnir dönsku, en ég undrað-
ist það, að mikið þeirra er nú
orðið barrtré, einkum á Jótlandi.
Það mátti heyra á gömlum
mönnum, að þeim fannst fátt um,
að láta beykiskógana fyrir barr-
skóg, en öðrum fannst að hér
yrði nytsemin að ganga fyrir til-
finningasemi, þótt þjóðleg væri
að vísu. Mig furðaði, hve Danir
geta séð af miklu landi fyrir
skógana. Gribskógur, sem er
annar stærsti skógur í Danmörku
er 5676 ha. og er það ekki lítill
hlyti af litlu landi.
VIÐKYNNISGOTT OG
GESTRISIÐ FÓLK
Það danskt fóik, er ég kynntist
fannst mér viðkynnisgott og sér-
legri gestrisni áttum við að mæta,
hv'ar sem við komum. Einn félaga
minna sagði: „Eg heid, að við
megum nú fara að hætta að
grobba af íslenzku gestrisninni,
eftir reynslu okkar hér“. Mér
íannst þetta vel að orði komist.
ftlér virtist, að iðni við störf
og dugnaður vera mjög almennt.
Það sá ég, að stúlkur, sem ferð-
uðust í járnbrautarvögnum til
starfa sinna í höfuðborginni og
heim aftur að kvöldi, voru með
handavinnu sína, prjóna eða
sauma með sér og unnu að því
á leiðinni. Snyrtni, en jafnframt
iburðarleysi í klæðaburði ungs
fólks fannst mér áberandi. Það
vakti mér furðu, hve fátt ungra
kverina sást málað í andliti og
á nöglum, og hve fátt ungmenna
sást -,,jórtrandi“ tyggigúm.
1 Skólum sá ég, að börn og
unglingar keyptu „sparimerki“
mikið fyrir aura sína, þees var
líka 'getið í dönskum blöðum í
hausl, að skóiaæskan í Dan-
mörku hefði lagt inn 8 milljónir
óháð eru öllum
Sveinn Gunnlaugsson skólastjóri á Flateyri
segir frá kynnisför til D anmerkur
Frá„ gamla bænum“ í Árósum
króna í sparifé á síðasta skólaári.
Mikið fannst mér um, hve auð-
vellt er að komast ferða sinna
um Danmörku, enda er nú land-
ið greiðfært. Akvegir eru sérlega
góðir, og er víst mikið kapp lagt
á vegalagningu. Ef farið er suð-
ur yfir landamærin sézt bezt
munurinn á vegunum Strax, er
suður yfir landamærin kemur
taka við hinir óþjálu steinlögðu
vegir, og sagt var mér að slíkir
væru vegir flestir í Norður-
Þýzkalandi. Út í Römsey, sem
er úti fyrir Suðvestur-Jótlandi,
var lagður 10 km langui akveg-
ur yfir leirurnar. Þessi vegur er
breiður og góður enda sagt að
hann hafi kostað fullar 12 millj.
krónur, og þvert yfir eyjuna hef-
ur líka verið lagður steyptur ak-
vegur.
HÁLFS MÁNAÐAR
DVÖL TÍU ÍSLENZKRA
KENNARA í ÍÞRÓTTA-
HASKÓLANUM í
SÖNDERBORG Á ALS
Iþróttaskólinn í Sönderborg er
nýr, tók til starfa 1952, og full-
kominn mjög að öllu. Að þessu
sinni stóð þarna yfir sundnám-
skeið og sóttu það um 130 konur
og karlar yíða að, t. d einn Sýr-
lendingur, en þó var þar nú
flest Dana. Þarna voru daglega
fluttir fyrirlestrar, upplestrar
margir, lesnar bókmenntir með
ágætum kennurum, hvers konar
íþróttir iðkaðar, og handavinna
kennd, en allt með mjög frjáls-
legu sniði. I fyrirlestrunum var
mest vikið að hinni erfiðu að-
stöðu, en Danir hafa um aldir
átt þarna á landamærunum. Mér
virtist eins og þessi skóíi, og fleiri
þarna, væru eins og virki reist
til varnar þjóðerni og tungu. A
styrjaldarárunum streymdi flótta
fólk að sunnan til Slésvíkur og
Suður-Jótlands. Bezt sést hve
mikið það aðstreymi var á því,
að í Flensbbrg voru fyrir stríð
60,000 íbúar, en nú eru þar 100
þúsund íbúar.
Þannig var það víða við landa-
mærin, og rrrá nærri geta að
mikla lagni og aðgæzlu þarf, til
þess að forða árekstrum, og sterk-
ar varnir þarf til varnar þjóð-
erni og tungu, er svo stendur á.
Þessi skóli er settur þar sem hann
er, með þetta fyrir augum. Frá
þessum stað blasir sífellt við aug-
um æskulýðsins Dybhöl og varn-
arvirkin þar. Þar hafa kynslóð-
irnar bezt varizt og fórnað öllu,
sem hægt var að fórna fyrir föð-
urland sitt. Dvölin þarna var
dásamleg, og lærdómsrík að
mörgu. Ferðast var um hina sögu
ríku staði. Að hinni frægu
Dybbölmyllu var komið. Þaðan
er útsýni fagurt yfir limgirta
akra, skóga og fagra firði og
söguríka staði. Dybbölmylla hef-
ur fjórum sinnum verið endur-
byggð og er hún Dönum sem
heilagt tákn um varnarvilja þjóð
arinnar. I grunn myllunnar er
greypt eirplata, á plötunni er hið
kunna erindi eftir íslenzka prest-
inn sr. Þórð Tómasson, er þannig
byrjar: „Tvende gange skudt í
grus“. Nú malar ekki myllan
brauðkorn, en á hverjum degi,
þegar gestir eru þar í heimsókn,
sér maður vængi hennar snúast.
ÁTTI PASSÍUSÁLMANA
1 litlu húsi við mylluna er safn
mynda og menja. 1 húsi þessu
hefur sama ættin búið á- aðra
öld. Þar bjó nú háöldruð frú. Er
hún vissi að ég var Islendingur
vildi hún sýna mér kjörgrip, er
hún unni mjög. Það voru Passíu-
sálmarnir í danskri þýðingu, sem
Þórður Tómasson hefði gefið
henni.
Margt er þarna í Dybböl af
minnismerkjum um hópp, en
þó fremur um töp þjóðarinnar.
En hvergi, >>eld ég, að Islending-
ur skilji það betur, hvers virði
það er að hafa fórnað miklu til
þess að verja mál sitt, þjóðerni
og föðurland en á þessum slóð-
um.
Af mörgu. sem við heyrðum
þarna í Iþróttaháskólanum, í fyr-
irlestrum og upplestrum held
ég að eitt hafi verið okkur sér-
stök ánægja.
Einn daginn kom þangað bóka-
kaupmaður frá Askov. Hann las
upp allt leikritið Galdra-Loft, og
gerði það með ágætum.
Ýmsar ferðir voru farnar frá
Iþróttaskólanum, auk þessarar
ferðar um Dybböl, sem ég hefi
minnst á.
Farið var suður með Flens-
borgarfirði allt suður að landa-
mærunum við Krusá. Það er sér-
lega fallegt þarna og margt merki
legt að sjá
Komið var við í Brogager-
kirkju, sem er mjög fögur bygg-
ing. Þar var að sjá fögur kalk-
málverk frá byrjun 16. aldar.
Einnig var komið við í Grásteins-
höll, hallarkirkjan þar er sér-
stakt listaverk í byggingarlist.
Farið var um Olseyju, hinar
gömlu „hefjugrafir" í Norður-
skógi eru eitt sérstæðasta stór-
virki frá fornöld Norðurlanda,
telja fræðimenn að þær séu jafn-
vel 5000 ára gamlar.
DANSKIR SKÓLAR SUNNAN
LANDAMÆRANNA
Einn dagmn var farið suður
yfir landamærin þýzku og suður
í Slésvík.
A þeirri ferð komum við í tvo
skóla, er hér skulu einkum
nefndir. 1 Flensborg er gömul
höll, Duborghöll. Margrét Valde-
marsdóttir lét byggja þessa höll
1411. Síðast lét Kristján IX. end-
urbyggja höll þessa 1874.
Arið 1934 vai höll þessi gjörð
að skóla fyrir börn og unglinga
af Dönskum ættum, sem heima
eiga í Flensborg. Ungmenni þau,
sem þarna læra^, mæla flest á lág-
þýzku eða þýzku, eru enda á
þýzku yfirráðasvæði, en öll
kennsla í skólanum fer fram á
dönsku, að ósk foreldranna, sem
eru danskrar ættar.
Málverk eru á gluggunum i
samkomusal Duborgskólans. A
einum glugganum er fagurt mál-
verk. Þar sézt aldurhniginn mað-
ur lúta yfir lík ungs manns. Und-
ir málverkið er skráð- „Sonator-
rek“. Sitt hvoru megin ræðu-
stólsins eru málverk, í líkams-
stærð, af karli og konu. Það er
af Hagbarði. þar sem hann stend-
ur fjötraður „Sygnýjarhárinu",
en hitt máiverkið er af Signýju
þar sem hún stendur með logandi
kyndilinn í hendinni, albúin að
efna sín helgustu heit. Yfir ræðu-
stólnum var málverk, er sýnir
Sigurð Fáfnisbana ríða vafur-
logan með Brynhildi í faðmi sér.
A einu stórmálverki á veggn-
um í gangi skólans sézt Hrólfur
kraki og kappar hans stikla eld-
ana, er Aðils hafði gert þeim
dvölina of hlýja. Eg gat ekki
varist því, að hugsa að slík lista-
verk væru betri hugvekja ungum
mönnum, en margar kennslu-
stundir í sögu.
ÞJÓÐVERJAR VILDU EKKI
SKÓLANN
Hinn skólinn, er við komum í,
var skólinn Jaruplundi. Þetta er
danskur lýðháskóli sunnan við
Flensborg Skólinn stendur spöl
frá alfaravegi í fögrum skógar-
lundi. Þarna var þess óskað, að
Danir fengju að reisa skóla fyrir
danskættaða og dönskumælandi
æskufólk, en Þjóðverjar neituðu
að verða við þeirri ósk. En dug-
miklir og þrautseigir menn áttu
í hlut. Þá var sótt um að mega
reisa þarna byggðasafn til þess
að safna í dönskum munum. Þetta
var leyft. I íbúðinni í húsakynn-
unum þarna er líka Komið dýr-
mætt safn góðra muna. En í skjóli
safnsins varð þetta smátt og
smátt all fjölmennur skóli, þar
sem dönsk tunga og þjóðernis-
mál voru uppistaða námsins.
Er Þjóðverjar sáu að hverju
fór, reistu þeir stóran og íburð-
armikinn skóla í næsta nágrenni,
sá skyldi verða hinum til falls.
En dönsk tryggð og seigla hélt
velli, Jaruplundarskóli er alltaf
fullskipaður
Mér fannst skemmtilegt að sjá,
er við komum heim að skóla
þessum, að þar blöktu hátt við
húna stór og fagur íslenzkur fáni
og danski fáninn.
I samkomusal skólans flutti
skólastjórinn, Börge Andersen,
snjallt erindi. Aður en hann hóf
ræðu sína mælti hann: „Mér er
það óblandin ánægja að hingað
skulu vera komnir menn frá Is-
landi og vil ég biðja alla Islend-
ingana að sitja hér á fremsta
bekk“. 1 ræðu sinni komst skóla-
stjóri að orði á þessa leið: „Vér
Danir, sem búið höfum hér á
landamærunum, höfum ávallt
skilið Islendinga vel, frelsisþrá
þeirra og sjálfstæðisbaráttu.
Vér höfum átt svipað að verja
og svipað að sækja, og vitum það
vel, hvað það er að vera lítið
þjóðarbrot undir erlendri stjórn“.
í Slésvík var gengið á hið
forna Danavirki. Sunnan við
Danavirki er hringlagaður garð-
ur um svæðið, sem hinn gamli
Heiðabær stóð á, er einu sinni
mun hafa verið mestur verzlun-
ar og viðskiptabær á Norður-
löndum.
I Gottorpshöll í Slésvík er
merkilegt minjasafn og var þar
margt stórmerkilegt að sjá, er
danskir og þýzkir fornleifafræð-
ingar hafa fundið, þar sem hinn
forni Heiðabær stóð. Einnig er í
því safni geymt fornaldarskip
það, er fannst við Nydam.
Dvölin í Iþróttaháskólanum í
Sönderborg var yndislegur tími,
sem seint mun fyrnast oss, sem
hennar nutum. Þangað tel ég öll-
um holt að koma og dvelja. Fyrst
og fremst ungu fólki, sem íþróttir
vill nema, og ég held að hver sem
nýtur kennslu og áhrifa skóla-
stjórans, sem þar er nú, hljóti
að verða fyrir áhrifum í þá átt
að unna sínu ættlandi, hvort sem
það er, og bera fulla virðingu
fyrir því, sem heilagt er.
„GAMLI BÆRINN“ I ÁRÓSUM
MJÖG ATHYGLISVERÐUR
I Arósum dvaldi ég vikutíma.
Þar var gott að vera. I Dan-
mörku er það sagt um Arósa-
búa, að þeir standi íbúum ann-
arra borga framar í samtökum
um allt það, er verða megi borg-
inni þeirra til gagns og sóma.
I Arósum heimsótti ég barna-
heimili, barna- og unglingaskóla
og virtist mér sérstakur myndar-
bragur á öllu í þeim stofnunum.
Eg var daglega 5—6 stundir í
barna og unglingaskólum í Ris-
skoven og Vejleby fed, sem eru
útbæir Arósa. I unglingadeild-
um skólanna flutti ég nokkur
erindi um Island og svaraði fyr-
irspurnum nemenda um land
vort og þjóð. Þar virtist mér, að
unglingarnir hefðu brennandi
áhuga á að kynnast sem bezt
þessari fjarlægu frændþjóð og
hennar högum.
Margt fannst mér merkilegt
að sjá í Arósum. En eitt eiga
Arósabúar, sem mjög er sérstætt,
Framh. á bls. 11