Morgunblaðið - 20.01.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.01.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 20. jan. 1955 MORGUNBLAÐIÐ DR. ANTON RAABE I HLIÐI JARNTJALDSIN HEIMURINN er orðinn svo lítill að furður hans blasa við allra augum á næsta leiti. Einn dag á flugvellinum i Kastrup í Danmörku, næsta dug í Los Angeles eða í hlýrri tiinburstofu í útjaðri Norðurmerkur við Osló. Næsta dag á fasanveiðum með eigin hunda í dýrðleru landsiagi Vestur-Gautlands. Þriðja daginn í viðhafnarsölum Sachers-gisti- hússins í Vínarborg. Hraðlestin æðir yfir Vestur- Þýzkaland, með svo miklum hraða. að hvín í teinunum í bugð- úm járnbrautarinnar, en þorp landsins þi"ta framhiá eins og blysvitar. Það vekur eftirtekt mína, að sveitirnar eru sveipað- ar náttmyrkri eins og byggðir Noregs á hernámsárunum, því þar s.iást engin götu- eða vega- Ijós eða ljósaauglýsingar. En í verksmiðjunum þýtur í hjólun- um nótt og dag og eru bygging- arnar unrjljómaðar eins og hallir, svo auðséð er að iðnrekendur fá állt það rafmagn, sem þeir óska sér í Vestur-Þýzkalandi. Árangur þess sést á einni járnbrautarstöð- inni — óendanleg röð svo langt sem augað eygir af „fólksvögn- Um", sem auðsjáanlega eru ætlað ir til útflutnings, til allra landa veraldar. í 30 ár hafði ég ekki komið til Vínarborgar, þessarar eftirlætis borgar allra. Nærri má geta að mér lék forvitrri á að sjá, hvernig þar væri umhorfs eftir sprengju- regn og hernám fjögurra stór- velda í nærri 10 ár. SAMA GLAÐLYNDIB Eftirlitsmaður svefnvagnsi^s frá Hannover, Vínarbúi, með hinu aðlaðandi viðmóti, sem þeim er lagið, gaf okkur dálít- inn forsmekk af fjöri, ástúðlegu viðmóti og hjálpsemi þeirri. sem ríkir nú í Vínarborg og við átt- um að nióta góðs af næstu daga. Er við komum yfir landamær- ín til Passau voru frarnreiddar til árdegisverðar heitar vínar- pylsur með öli og snapsi og aust- urrísku hvítvíni. Og með árdegis- verðinum alls konar blöð og hressing. Hinn skrafhreífi maður er hafði frætt okkur að staðaldW um það, sem fyrir augun bar út um vagngluggann, rak upp stór augu, er hann komst að raun um, að ég ætlaði að nota svo gamal- dags áhald eins og rakhníf á mitt eigið andlit, meðan lestin skók sig eftir teinunum með eldingar hraða. Undrunin á andliti hans sninnti á svip Macbeths í lcikriti Shakespeares, er hann sá að „aft- urgangan" sat í stól hans þegar komið var fram í 3. þátt leik- ritsins. En áraneurinn af þessu verki inínu var furðanlegur. Það gerir sefingin sem í öðru. Þegar ég reis upp til útgöngu, er við vorum komin í hina tilkomumiklu Vest- urbrautarstöð í Vín, sást ekki svo mikið sem minnsta rispa á hinu hrukkótta andliti mínu. LIFA Á FERÐAMÖNNUM íbúarnir i Vín eru 2 miíliónir, eða helmingur þeirra fjögurra milljóna er í landinu búa. Fyrstu áhrif aðkomumanna voru hríí- andi. En síðar komumst við að því, að landsmenn gera allt sem í þeirra valdi stendur, til að gera ferðamönnum sem bezt til hæfis. En móttaka ferðamanna mun vera tekjumesti atvinnuvegur þeirra. Til Austurríkis koma ár- lega 25.000 amerískir skemmti- ferðamenn og þýzkir ferðamenn og skilja að sjálfsögðu eftír ó- grynni af „hörðum" gjaldeyri. Rússar, sem annars flestír hafa ýmugust á, eru sagðir viðkunnan- legustu náungar í Vín. En hverjir eru það ekki í sambúðinni við Vínarbúa? t< .»i'».ií.*;4ii'»i.<*l Nokkrir dagar í Vínarborg Við bjuggumst við alls konar farartálmum í borginni, svipuð- um eins og viðgengust á dögum Wallensteins. En í rauninni eru engar umferðahindranir, hver getur farið um borgina eins og hann lystir. Einkennisklæddir hermenn sjást varla. Aðeins einu sinni sáum við þrjá Ameriku- menn einkennisklædda, er góndu með eftirvæntingu inn í veitinga- stofuna, þar sem tónskáldið er hátíðlegir í orðum og athöfnum, geti eitthvað lært af lögreglunni hér. LISTABORGIN MIKLA , Vínarborg dregur að sér mestu listamenn heimsins í tónlistar- og leikhúslífi, meira en nokkur önn- ur borg í heimi, vegna þess hve listalíf þar nýtur mikils og góðs arfs frá fyrri ára snillingum sín- um. Lehar og Strauss lifa enn í Ráðhúsið í Vinarborg gerði lagið við „Þriðja mann- inn" sat við hljóðfæri og skemmti þeim er af hendingu komu þar inn. Við heyrðum aftur þetta lag, sem hefur angrað heiminn og eyðilagt nætursvefn fyrir öllum þeim, er hafa búið í nágrenni við glymskratta og útvarp. TILKOMUMIKLAR HERSÝNINGAR Yfir „Hofburg" blaktir rauð- ur fáni, því þennan mánuð hafa Rússar yfirstjórnina í borginni, að undanteknu miðhverfinu þar sem allar fjórar hernámsþjóðirn- ar skipta með sér verkum að staðaldri. En hersýningin í hall- argarðinum í hvert skipti þegar ný hernámssstjórn tekur við, er tilkomumikil að sjá — blaktandi fánar og hornablástur úr spegil- fægðum hljóðfærunum. — Hinn mikli fjöldi áhorfenda sýnir að þetta á við Vínarbúa, bæði hljóð- færaslátturinn og hinir glæsilegu einkennisbúningar. En hvort tveggja er eftirlæti þeirra. Þeir eru aðeins hnuggnir yfir að slíkur fegurðarauki sem hermennirnir skuli stundum sendir í ófrið. En það er leiðinlegt til þess að vita, að þessi litla, friðsama og elskulega þjóð, þurfi að ala önn fyrir miklu hernámsliði frá fjór- um stórveldum, er ennþá telja sér ekki henta að semja frið, þó liðin séu 9 ár frá ófriðarlokum. Er þetta ekki blettur á siðmenningu vorri? En alls staðar er þetta fólk glaðvært og elskulegt hvar sem menn mæta því, hvort það er á landamærunum, þar sem gjald- eyriseftirlitið kemur til skjal- anna, og spyr hvort ferðamenn- irnir hafi austurrískan, danskan, þýzkan eða sænskan gjaldeyri. Er við svörum því neitandi, segir gjaldeyrismaðurinn, ekki annað en „guði sé lof" og flýtir sér að „hverfa fyrir horn" eins skyndi- lega og hann birtist. Sama máli er að gegna með stöðvarbílstjórana, sem sífellt eru rólegir og aðgætnir og segja t.d. sem svo, að betra sé að komast heim klukkan 8, en lenda í spit- ala slasaður kl. 7. Og eins er það með lögreglumanninn á götunni, sem stjórnar hinni hröðu umferð bifreiða og gangandi fólks. Vera má, að hinir þunglamalegu lög- reglumenn í Osló, sem alltaf eru skemmtileikhúsum, veitingahús- um og næturskemmtistöðum. Við heyrum enn verk þessarra meistara, er áður sveifluðu tón- sprotanum hér og alls staðar er tekið með fögnuði um allan heim. Sem dæmi um áhuga Vínarbúa á leikhúsum og hljómlist, vil ég geta þess, að allir aðgöngumiðar eru uppseldir á leiksýningu í og Albin Skoda er leikur Cyrano de Bergerac í Burg-Ieikhúsinu var svo töfrandi og fjörmikill, að sú eina sýning borgaði Vínar- ferðina. Leikritið „Lævirkinn" eftir Jean Anoilh, sem er er leikið um allan heim, var einnig sýnt í Burg-leikhúsinu og var það töfr- andi viðburður, þar sem Inge Konradi leikur Jeanne svo heill- andi, að áhorfendur gátu ekki tára bundizt að lokum. Öll leikhúsin og báðar Óper- urnar halda daglega sýningar fyrir fullu húsi og eru aðgöngu- miðar pantaðir löngu fyrir fram. Stundum eru aðgöngumiðarnir pantaðir handa stéttarfélögum, en stundum tekst gistihúsunum að hjálpa gestum sínum um einn og einn miða. FRÆG GISTIHÚS Flest viðhafnargistihúsin eru tekin í notkun fyrir hernáms- völdin. Rússarnir hafa Imperial og Grand, en Ameríkumenn ráða ríkjum á Bristol og Ambassa- deur, en hið fræga gistihús Sach- er hafa Englendingar nú látið laust handa venjulegum gestum. Síðast þegar ég var í Vín til að nema læknisfræði og öðru sinni er ég kom þangað til þess að fá tökubarn með mér heim eftir fyrri heimsstyrjöldina, var frú Sacher á lífi, nafntoguð fyrír stjórnsemi á gistihúsi sínu. Einu sinni sá ég með eigin augum að hún tók í hnakkadrambið á frammistöðumanni fyrir það að hann sletti sósu á dúk hjá gesti einum. HöIIin í Schönbrunnen október að hausti, þegar opnuð verða í fyrsta skipti Óperan og Burg-leikhúsið eftir gagngerðar viðgerðir. — Aðgöngumiðarnir kosta nær 100 dollara og pantanir hafa verið gerðar frá 30 þjóðlöndum. Óperuhöllin var mjög illa farin eftir loftárásir á styrjaldarárunum og mikill eld- ur kviknaði í leikhúsinu, þegar hernámsliðið notaði bygginguna sem hermannabústað. Nú eru Óperan og leikhúsið starfrækt i tveim stórum leik- húsum. Er menn heyra að leik- húsið hefur 1200 manns í þjón- ustu sinni, getur menn rennt grun í, hve stórfelldur rekstur þetta er og hve yfirvöldin og almenn- ingur leggja mikið upp úr þess- um listgreinum. En áhuginn fyrir hljómlist og leiklist er að sjálfsögðu mjög örfaður vegna þess hve báðar þessar listgreinar hafa örvandi á- hrif á ferðamannastrauminn, og eru mikil undirstaða i atvinnu- lifi borgarinnar. Listgildi beggja þessara greina er framúrskar- andi. Þannig var sýning á Ævintýrum Hoffmans einstæð, arborg er svipað og í Noregi, vita menn að almenningur í Vín liíir við þröng kjör, að undanteknum faglærðum iðnaðarmönnum, er hafa þar miklar tekjur eins og annars staðar. En þrátt fyrir hið mikla mis- ræmi á milli landsbyggðar og höfuðstaðarins, þrátt fyrir hinar þungu byrðar, sem hernámið hef- ur lagt á almenning siðustu 10 ár, þá komast Austurríkismenn, sæmilega af efnalega. SPARSEMI RÍKIR Hinn ágæti fulltrúi okkar Norðmanna, sem þar hefur verið í mörg ár, aðalkonsúll Werner Werenskjöld, gaf okkur eftirfar- andi skýringu: Vínarbúar eyða ekki um efni fram. Stjórnarvöld- in veita ekki meira fé en þau eiga í sjóði. Austurríkismenn veita ekki stórfelld lán til félags- mála eða þess háttar, en halda sér við stríðsskyrtuna og hafra- grautinn. Allar þessar ríkmannlegu vör- ur, sem sýndar eru í búðarglugg- unum í Karntnergötu og á Hring- brautinni eru handa skemmti- ferðafólkinu. Og það eru útlend- ingar, sem fylla gildaskálana og skilja þar eftir firn af dollurum, pundum og hvers konar öruggum erlendum gjaldeyri. Vínarbúar eru glaðsinna sem áður. Með gáfur sínar, hljómlist, glæsilega framkomu, una þeir við sitt, því efnin eru ekki þau sömu og áður voru, en þeir búast við að komast í álnir áður en um langt líður. Vínarbúar skoða sig ekki aðeins sem Austurríkismenn — heldur og íbúa heimsborgar. Því þarna er nú sannkölluð mið- stöð Evrópu, eins og borgin var áður, þar sem menn af öllum þjóðernum mætast í viðskiptum, glaðværð og listiðkun. Þar sem Ameríkumenn horfa fram á við, horfir Vínarbúinn til baka til for- tíðarinnar. Ameríkumaður getur verið illa kominn, en það skiptir ekki máli fyrir hann, því sonur hans getur orðið milljónari eða forseti. Vínarbúinn lætur sér fátt um finnast þó hann sé fátæklegur í klæðaburði og máski dálítið svangur, því faðir hans hefur ef til vill á sínum tíma heilsað upp á keisarann. DÝRÐIN í MIÐBORGINNI Ef maður ferðast í gegnum þessa alþjóðlegu borg, með leigu- húsum sínum — 6 mílur til austurs og vesturs, þá rekur maður strax augun í hve lítið hefur verið gert til þess að græða sár styrjaldaráranna, endur- Hún var stór og burðamikil j reisa hin sprengdu hus. stórar mjog virðuleg, let eyður eru enn - husaröðunum og aldrei neitt koma ser á óvart, múrhuðunin víða fiögnuð af a jafnvel þó að hertogar eða greif- husveggjunum. Endurreisnin tek kona, ar ættu í hlut. Hún reykti alltaf stóra, svarta vindla, sennilega til að stilla skap sitt. Mynd af henni hangir nú í drykkjustofunni og hefur maður það á tilfinning- unni, að hún fylgist með öllu, sem þar gerist. í innri skrifstofu þar, eru allir veggir þaktir mynd- um, svo að þeir eru líkastir frí- merkjasafni. Vel á minnst — Vínarbarn. — Drengurinn, sem við höfðum í fóstri heima í Osló, var fimm ára, þegar hann kom. Er hann hafði verið í Noregi í misseri talaði hann reiprennandi norsku og hafði svo gersamlega gleymt móðurmáli sínu, að hann gat ekki skilið móður sína, þegar hún kom til Noregs og varð þá að læra móðurrhál sitt að nýju. Nú hitti ég hann aftur, 34 ára gamlan, konu hans og barn. ¦— Hann heitir Baurath barón, með tiltölulega háar árstekjur, 10 þús- und shillinga. Ef menn taka til- lit til þess að lífsframfæri í Vín- = \ i, » - , i i ?i t -ft. * * i ur langan tíma, það er auðséð. Útlitið í miðbænum, sem er að- greindur frá öðrum bæjarhlut- um með Hringbrautinni, stingur í stúf við útlitið annars staðar í borginni. Hann líkist helj- ar miklum skemmtigarði og í honum er urmull af höllum og skemmtistöðum og með íburði í öllum búðargluggum. — Þar eru gotneskar kirkjur og barokkirkjur, margar skrýddar skínandi marmara .s. s. Stefáns- dómkirkjan, St. . Péturs-kirkjan o. fl. Skraut þessarar síðast nefndu er hið iburðarmesta sem ég nokkurn tima hef séð. Af hendingu hófst organleikur á sama augnabliki og við komum inn úr dyrunum í kirkjuna og sólin hellti geislum sínum gegn- um rósagluggann yfir altaris- töflunni. Hvarvetna mætir maður hin- um óteljandi brunnum með alls konar höggmyndum. Á miðju Framh. á bls. 1Q ,-'¦:'¦ ¦• ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.