Morgunblaðið - 20.01.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.01.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. jan. 1953 ÚR HELJARGREIPUM SKÁLDSAGA EFTIR A. /. CRONIN írln Framhaldssagan 31 hengd upp í hliðinu. Hjartað barðist í brjósti hans. Krylov var að minnsta kosti óvirkur, og hann var alveg viss um, að njósn- ararnir tveir mundu hafa haldið, að hann hefði farið út í sveitina. í>ar að auki var það alveg víst, eftir þeim upplýsingum, sem hann hafði gefið Krylov, að at- hygli lögreglunnar mundi öll beinast að suðurhliði borgarinnar þar sem þeir ætluðu að vera við- staddir, er hann átti að hitta aðalforingja njósnaranna um miðnættið. Hann gægðist á klukkuna, hana vantaði stundar- fjórðung í tólf. Skrúðgangan nálgaðist hliðið eins hægt og hátíðlega og þau váeru við jarðarför Harker gat þegar greint austurrísku lögregl- una og bak við þá var hægt að greina í Ijósbjarmanum leður- beltin og gljáandi stigvélin, það voru þrír rússneskir verðir. — Hann fann, að svitinn steyptist út á enni hans. Hann skipti nú laumulega um til þess að ekki yrði tekið eftir því, um stöðu í skrúðgöngunni, og nú var hann vinstra megin, fjærst vörðunum. „Hafið leyfin tilbúin“. Gamli presturinn gekk meðfram röð- inni og áminnti pílagrímana. — Með óstyrkri hendi tók Harker tipp leyfið sitt, það var eins út- bts og það, sem sá við hliðina á honum hafði, en auðvitað var dagsetningin viku fyrr. Hann hafði þurrkað stimpilinn með þumalfingrinum eins og það hefði verið gert af kæruleysi, og nú var dagsetningin ólæsileg. Mundu þeir taka eftir því? Hópurinn færðist hægt áfram, aðeins nokkra faðma í einu um leið og pílagrímarnir réttu fram leyfin til að fá þau áletruð. Röðin hreyfðist. Var það ímyndun, eða voru verðirnir að horfa í áttina til hans? Einn lögreglumaður athugaði leyfin. Harker var nú kominn svo nálægt, að hann gat séð málmhnappana á öxlunum og hrukkurnar á hálsinum fyrir ofan kragann. Mennirnir fjórir, sem báru Madeleine voru nú komnir að austurrísku lögreglunni, og réttu út vegabréfin með lausu hend- inni. Madeleine mundi koma upp um sig við minnstu hreyfingu. Skyndilega hringdi síminn í varðstöðinni, og sér til mikillar skelfingar sá Harker, að Made- leine hrökk við. Vörðurinn hlyti að hafa tekið eftir því, en hann stimplaði rólega vegabréfin og lét þá aftur fá þau. Á næsta augnabliki voru burðarmennirnir og Madeleine komin yfir her- námsmörkin. Áður en Harker gat áttað sig, var röðin komin að honum. — Hann sneri sér undan og hjartað hamaðist í brjósti hans, er hann létti þeim leyfið. Hann var reiðu- búinn, og beið nú aðeins eftir því, að njósnararnir kæmu og tæku hann fastan. Það virtist ekki vera mögulegt að hann kæmist undan. En um leið og vörðurinn leit á skjalið, fann Harker vín- þef fram úr honum. Maðurinn leit snöggt á hann um leið og hann stimplaði ósjálfrátt vega- bréfið, rétti honum það aftur og benti honum að halda áfram án þess að segja nokkurt orð. Um klukkustund síðar, er þau höfðu fengið peninga með hjálp gamla prestsins, í næsta þorpi, voru þau komin í troðfulla næt- urlestina til Graz. Þau höfðu keypt samlokur og _snæddu þær v íýie& beztu lyát. Hanfi hiigs&ði úm það, sem fyrir hafði komið síðan hann hafði tekið upp myndina af Madeleine af tilviljun í lestinni til Gmúnd fyrir framan njósnar- ana tvo. Hann mundi eftir ótt- anum, sem hafði gripið hann og hikandi svörunum, sem hann hafði gefið, og hann mundi eftir þessari kveljandi tortryggni, en núna var það eins og það væri úr lífi annars manns. Hann hafði ekki einungis frelsað Madeleine, heldur og hann sjálfan. i Hann horfði á hana, þar sem hún sat við hliðina á honum með hálflokuð augun og hreyfðist um leið og lestin hreyfðist. Ljósa , hárið hafði hún strokið frá enn- inu eins og þegar hann sá hana í fyrsta sinn. Hún var rjóð í kinn- um vegna hitans, sem var í lest- inni. ! Þrátt fyrir þetta, andvarpaði hann. Þegar þau höfðu verið á rússneska hernámssvæðinu, höfðu þau aðeins lifað frá degi til dags í sínum eigin heimi, og honum hafði fundizt hann vera frjáls að því að elska hana án þess að hugsa nokkuð um fram- tíðina. En núna, þegar þau voru aftur komin í eðlilegt umhverfi, breyttist viðhorfið og annað fólk kom til sögunnar. Harker velti því fyrir sér, hvort hún mundi hafa orðið vör við ást hans. Hann fann hjá sér óstjórnlega löngun til að segia henni frá henni, en hann gerði það ekki. Það gæti verið að einmitt núna væri hún að hugsa um Arnold og hvernig það mundi vera að hitta hann aftur eftir svo mörg ár. i Lestin þaut áfram og hann sá nú, að Madeleine var sofnuð. Ég | mun aldrei sjá hana sofandi fram ar, hugsaði hann. Hann horfði lengi á hana fullur löngunar og eftirsjár, og þegar hann sofnaði að lokum, var andlit hennar lif- andi fyrir hugskotsjónum hans. Frá stöðinni í Graz tóku þau leisubíl á flusvöllinn og þeim heppnaðist að fá sæti með morg- unvélinni. Um hádegisbilið lentu þau í Vín. Harker var þögull næstu tutt- ugu mínúturnar, er þau voru á leið til Arnolds. Það var svo margt, sem hann hefði viljað segja henni, en nú var það svo ástæðulaust að láta í ljós tilfinn- ingar sínar. Þegar þau komu að íbúð Arn- olds var þar enginn. Harker skildi Madeleine eftir uppi, en fór sjálfur niður til að leita að húsverðinum. Hann fann gömlu konuna vera að framreiða miðdegismatinn í neðstu hæðinni. „Herra Thulemahler er í verzl- unarferð", sagði hún. „Hann fór, ja, hvenær var það, það var í fyrradag, til Frankfurt. Hann kemur aftur heim á morgun“. „Honum verður komið skemmtilega á óvart, þegar hann kemur aftur“, sagði Harker. „Unnusta hans er uppi“. Gamla konan fórnaði höndum: „Er það stúlkan, sem hann er alltaf að tala um, ungfrú Dur- ych?“ sagði konan um leið og hún fór með Harker upp. „Nú skulið þér vera eins og heima hjá yður, góða mín“, sagði hún við Madeleine um leið og hún opnaði íbúð Arnolds. „Það er einhver matur í skápnum og ég'skal láta senda upp mjólk og brauð“. „Viljið þér ekki láta hringja í lækninn hans Thulemahlers í dag“, sagði Harker. „Hann þarf að líta á handlegg ungfrú Dur- ychs“. Húsvörðurinn lofaði að gera það og þegar hún hafði sýnt ungfrú Durych íbúðina, fór hún aftur niður til sín. Nú er kominn tími til þess að ég hverfi, hugsaði Harker. Hann forðaðist að líta á hana um leið og hann lét hana fá símanúmerið sitt og sagði henni að tala við sig, ef hana vantaði eitthvað, og að lokum sagði hann: „Nú verð ég að fara“. 0mmúd Jóhann handfasti XNSK SAGA 88 handa mér! Ég skreið út úr burðarstólnum, fljótur eins og elding, og stökk af baki hins hrædda úlfalda og niður á jörðina. Ulfaldarekinn þreif í blæju mína og kallaði: „Farið á bak aftur, kvenmannsfífl, þetta eru hvítir menn.“ En ég var hvorki fífl né kona, eins og hann hélt, og ég sló hann til jarðar með einu hnefahöggi. Annar maður, stórvaxinn beljaki frá Núbíu, reyndi þá að taka mig, en ég sló hann líka í rot og þaut svo eins og héri til árásarliðsins. Ég kom strax auga á konunginn og hljóp til hans eins og fætur toguðu, en slapp við það nauðulega undan að verða troðinn undir. er riddararnir þeystu fram. Ég var svo heimsk- ur að halda að hann þekkti mig. Mér til skapraunar aðeins hló hann og sagði: „Sjáið! Karlmennirnir flýja okkur, en kvenfólkið kemur hlaupandi til okkar.“ Svo reið hann burt. Riddarasveinn nokkur, Piers Dieu-sauve-les-dames, gam- ansamur náungi og vinur minn, náði í mig, kippti mér upp í söðulinn til sín, og kallaði: „Halló, „Fríða“ mín, lof mér sjá framan í þig.“ „Þú skalt fá að kenna á hnefunum á mér ef þú sleppir mér ekki,“ æpti ég, og hann hrökk af baki bæði af undrun og af högginu, sem ég veitti honum. En ég tók taumana á hesti hans, stökk á bak og þeysti á eftir konunginum. Ég reif blæjufjandann frá andlitinu og hrópaði: „Herra! Þekkið þér mig ekki? Ég er „reiddi hnefi“, herra!“ Aldrei gleymi ég undrunarsvipnum á andliti konungs eða fagnaðarópinu, sem hann rak upp, þegar hann þekkti mig aftur. Ég fékk lánað sverð hjá einum af mönnum okkar og tók svo þátt í árásinni, þó að ég væri enn í kvenbúningi. Hermenn þeir. sem áttu að verja úlfaldalestina, flýðu sinn í hrærivélarnar komnar aftur Þeim fylgir: Hakkavél Sítrónupressa Kaffi og ávaxtakvöm Berjapressa Hnoðari Pískari Þeytari Dropateljari Yfirbreiðsla Verð kr. 2600.00. JUL Lf Austurstræti 14 — Sími 1687. Samkvæmiskjólar Mikð úrval af hálfsíðum og síðum samkvæmisk j ólum. GULLFOSS AÐALSTRÆTI í Vefrarmaður óskast 10 kýr í f jósi. 200 ær. Upplýsingar á Ráðningarskrifstofu Reykjavíkur. LOKAÐ í dag vegna breytinga. ORKA H.F. LAUGAVEG 166

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.