Morgunblaðið - 20.01.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.1955, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. jan. 1955 Krókafón á ákranesi „SérsfaSa ísiatids nudir ís AKRANESI, 18. janúar: — Núna j í frosthörkunum lagði sjóinn tals- vert á Krókalóninu. Gengur það J inn í Akranes að utanvcrðu og lokast að mestu leyti af skerja- garði sem úti fyrir er. Á Króka- lóni er kyrrastur sjór við Akra- nes. í gær voru drengir eitthvað að leika sér á jökum og sáust fjórir úti á sama jakanum. Voru þrír þeirra bræður. í gærmorgun fór ísinn að leysa og í gærdag var jakaburður og hröngl um allt lónið. í dag er það autt. Hefur ísinn ýmist dreg- izt út eða hlaðist upp í hrannir í fjörunni. Fyrir 9 árum fraus Krókalón- ið svo að gengt var út að Bræðr- um, sem eru tveir klettar sinn hvoru megin við innsiglinguna. Voru þá axlarháir jakar í fjör- unni. — Oddur. Togliailí Framh. af bla. 1 utan járntjaldsins (flokksmenn allt að 2 millj.) í kosningunum 1953 hlutu kommúnistar 6 millj. atkv. og sterka aðstöðu í ítölsku fulltrúadeildinni og auk þess yfirstjórn nokkurra ítalskra borga. Hreyfingin gegn Togliatti kom fyrst fram í dagsljósið á fjórða þingi flokksins, sem hófst fyrra sunnudag. Togliatti flutti briggja klst. ræðu, en á meðan á ræðunni stóð gerðu þeir Longo og Secchia sér far um að hundsa hann, — Longo með því að nota tímann til þess að skrifa bréf. Fyrra miðvikudag fengu þing- fulltrúarnir, sem voru 2000, ó- undirrituð bréf, þar sem Togliatti er borinn fjölmðrgum sökum. En á fímmtudagínn hóf Togliatti vörn sína á hávaðasömum fundi, sem lauk með því, eftir að hin hatrömmustu brigslyrði höfðu gengið á víxl, að gert var sam- komulag milli Togliatti og Secchia, en áður hafði Togliatti orðið að heita því að engar gagn- ráðstafanir myndu verða gerðar gegn uppreisnarmönnunum. En kunnugir í Rómaborg telja að hér sé meir um vopnahlé að ræða, heldur en lausn á ágreiningnum innan flokksins. En síðasta orðið um það, hvort hann fær að vera áfram formað- ur flokksins eða verður að fara, hafa þeir austur í Moskva. Samtök Herskálabiia Fundur verður haldinn í kvöld kl. 8,30 í Naustinu við Vesturgötu. — Fundarefni: Eldhættan í bröggunum. Rætt um sumarstarfið. Onnur mál. Herskálabúar, fjölmennið! Stjórnin. LILLU Samþykktir um frjálsa verzlun LONDON í jan. SAMÞYKKT var á ráðstefnu 17 Evrópuþjóða um viðskiptamál (Organisation of European F.c- onomic Cooperation), að fella niður á þessu ári alla opinbera styrki, leynda og ljósa, til efl- ingar vöruútflutningi. ísland var undanþegið í þessu efni og einn- ig Frakkland, Tyrkland og Grikk land. Einnig var samþykkt að hækka hundraðstöluna, sem áður gilti um vörur, sem setja skyldi á frí- lista, þ. e. gera verzlun með þær frjálsar. Hundraðstalan, sem áð- ur gilti var 75, en verður á þessu ári, og þar til öðruvísi verður ákveðið, 90. Eða, með öðrum orð- um, „höft" ná nú aðeins til 10 hundraðshluta af vöruviðskiptum þessara Evrópuþjóða. En einnig í þessu efni var ísland undanþegið og einnig Frakkland, Tyrkland og Grikkland. Þá var loks samþykkt að fela framkvæmdastjórn O.E.E.C. að undirbúa stofnun „Evróþusjóðs" (European Fund) en ætlunin er að sjóður þessi taki á sinum tíma við af Greiðslubandalagi Evrópu- þjóða (E.P.U.), eða „þegar al- menn frjáls viðskipti með gjald- eyri verða leyfð hjá þessum þjóðum" (convertibility). En þá verður að sjálfsögðu ekki lengur þörf fyrir E. P. U. Samþykktir O.E.E.C. vöktu að þessu sinni mikla ánægju þeirra þjóða, sem fastast sækja að fá hrundið viðskiptahömlum. Butl- er, fjármálaráðherra Breta, sagði eftir fundinn, að náðst hefði betri árangur, heldur en á öðr- um fundum stofnunarinnar. • Pétur Benediktsson sendiherra, mun hafa setið þessa ráðstefnu fyrir íslands hönd. *¦**;»-»»*»»»» hsjoots Mendes France Framh. uf bla. 1 þeirra hefði „borið árangur langt framar vonum". Adenauer hvarf síðan aftur til Schwarzwald, þar sem hann dvelur um skeið sér til hvíldar. Eftir að þangað kom hef- ir hann látið hafa eftir sér um- mæli, sem benda til þess að per- sónuleg kynni þessara höfuðleið- toga meginlandsins hafi einnig batnað. Sem félagi á ráðstefnum, sagði Adenauer, er Mendes France „hreinn og beinn og einlægur". • í London hefir heyrst, að Eisenhower forseti muni e. t. v. koma þangað um það leyti, sem fundur, forsætisráðherra brezka heimsveldisins stendur yfir. Þessi fregn hefir þó hvergi fengizt staðfest. Hinsvegar er vitað að Eisen- hower ætlar að fara í heimsókn til London og annara höfuðborga í Evrópu einhverntíma á þessu ári. Fundur forsætisráðherra brezka heimsveldisins hefst í London í lok þessa mánaðar. — Með tilliti til þess hversu mjög Asíu og Afríkumál eru á dag- skrá er talið að fundur þessi kunni að hafa nokkur áhrif. Gomlu og nýju dansarnir að Þórscafé í kvöld klukkan 9 Hljómsveit Jónatans Ólafssonar. Aðgöngumiðar seldir írá kL 5—7. ,>ltlllll»lk^l»ll........flllll.........IMIIlJl.lill.tMllllMIIIIIMIII Hótel Borg - Úr daglega lífinu Frh. af bla. 8. HANN er frábær skapgerðar- leikari og getur látið hið feita andlit sitt titra og 240 punda skrokk sinn belgjast út eða falla saman eins og segl á skipi, hann getur leikið hrottalegustu ill- menni, háðfugla og er ljótur i— jafnvel ógeðslegur. Samt er hann virtur og dáður af öllum um allan heim, því hann er sá eini og sanni Charles Laughton. Símastúlku vantar. Enskukunnátta nauðsynleg. — Æskilegt að umsækjandi hafi eitthvað fengist við skrif- stofustörf. Uppl. á skrifstofunni. AÐALFUHDUR FERÐAMÁLAFÉLAGS REYKJAVÍKUR \ verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu (litla salnum), 5 miðvikudaginn 26. janúar 1955 og hefst kl. 8,30 sd. : Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin. ¦ GOÐ VERZLliN Verkamannafélagíð Dagsbrún Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1955, liggja frammi í skrifstofu félagsins frá og með 20. þ. m. Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 6 e. h. föstudag 21. þ. m., þar sem stjórnarkjör á að fara fram 29. og 30. þ. m. Kjó'rstjórn Dagsbriínar. Til sölu er verzlun í fullum gangi, að hálfu eða cllu leyti, á Keflavíkurflugvelli. Ef um félagsskap væri að ræða, er æskilegt að meðeigandinn gæti tekið að sér alian rekstur verzlunarinnar. Tilboð leggist inn á afgr. Morg- unbl, merkt: „Góð verzlun —626. IBUÐ óskast til kaups, 4—5 herbergi og eldhús á stofuhæð og með öllum nýtízku þægindum, helzt í Mela- eða Haga- hverfi. EGGERT CLAESSEN GÚSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn Þórshamri, sími 1171. \WÆ ELi l\ kryddvörur w ga |\ eru ekta og "^ þess vegna ^ líka þær bezt, ^^ Við ábyrgj-^^ umst gæði. Þcgar þér gerið innkanp: BiSjií um LILLU-KRYDP Verkafólk • Stúlkur og flakarar óskast í hraðfrystihúsið Kópavogi. \ Talið við verkstjórann. Sími 7868. Húsnæbí Okkur vantar íbúð, 2 herbergi og eldhús fyrir einn af starfsmönnum okkar. — Þrennt fullorðið í heimili. Uppl. á skrifstofunni kl. 2—4 daglega. Sjálfstæðishúsið c—-as^j> MARKtJS Eftir Ed Dodd ~MEANWWILS AT JOHNNva YES, CH£= I AM...IM A=--,!.¦) SHES GOING TO HAVE A DIFFC-L." TIME...I WISV ^TrV here' 1) Eftir nokkurt erfiði tókst Anda að draga ísjakann að ströndinni, og þá var þeim borg- ið. — Guðsþakkir. Við erum sloppin úr hættunni. Nú skulum við byggja snjóhús áður en við leggjum af stað til mannabyggða, svo að Andi geti hvílzt eftir vos- búðina. 2) Seinna: — Andi minn! Þetta var stórkostlegt þrekvirki, sem þú vannst með því að bjarga okkur til lands. 3) Á meðan á heimili Jonna: — Ertu orðinn hræddur um Maríu? — Já, Sirrí, ég er hrædd- ur um að eitthvað alvarlegt hafi komið fyrir hana. Ég vildi óska að Jonni væri kominn hingað. í JCvú V-'i'r' 1 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.